Mánudagsblaðið - 18.07.1960, Síða 8
OR EINU I ANNAD
Guðbrandur og jómfrúin — Barónssfígur aðalbrauf
— Frumlegur safnari — Snorrabraufin — Svika-
j
1
i
i
I
J
i
i
í
i
L
1
I
)
1
]
l
r
i
4
]
i
í
i
V
L
i
j
\
i
i
j
i
]
t
1
leikflokkar —
Eins og kunnugt er var Guðbrandur heitinn Jóns-
son, prófessor, allra manna orðheppnastur og oft
neyðarlegur í tilsvörum. Eitt sinn sem oftar ferðaðist
Guðbrandur milli landa á einu af farþegaskipum okk-
ar. Um borð var jómfrúin, svarri mikill, og ekki þjón-
ustulipur. Orð lék á að hún væri ekki fráhverf karl-
mönnum. Dag einn sat Guðbrandur í reyksal er einn
farþega kallaði árangurslaust á jómfrúna. Er maður-
inn hafði kallað um stund, leiddist Guðbrandi hróp
hans og sagði:
„Jómfrúin skrapp niður með manni — til að skipta
um titil.“
•--------------------------
I>á mætti nú umferðarnefndin rausnast við að gera
Barónsstíginn að aðalbraut. Árekstrar eru þar orðnir
svo tiðir að ekki dugir lengur að láta þvergötur svona
mikillar umferðargötu halda jöfnum rétti í umferð
við hana. Nú fyrir skemmstu varð mikill árekstur
á Barónsstígnum og lá við stórslysi, og ættu slíkir
atburðir að leiða umferðarsérfræðingum okkar fyrir
sjónir hvar hætturnar liggja, en það er m. a. einmitt
á Barónsstígnum milli Laugavegar og Laufásvegar.
Aldrei verða safnarar skildir til fulls, svo ólíkt er
söfnunaræðið — og menn safna ólíklegustu hlutum.
Bragi Kristjónsson, blaðamaður Vikunnar, sem m. a.
skrifar „í aldarspegli", safnar t. d. handritum ungu
skáldanna, og ýmsum gripum til minningar um þá,
en í vor komst hann yfir alveg sérstakan söfnunar-
grip, sem sennilega á engan sinn líka um heim ailan.
Þegar Hannes Sigfússon, skáld, var sendur á spítala
í vor, til að láta taka úr sér botnlangann, var Bragi
þar á stjái og gafst ekki upp fyrr en hann náði ný-
skornum botnlanga Hannesar og geymir hann nú í
hreinum spíritusi á heimili sínu og þykir hann hið
mesta stofustáss. — Ja — geri aðrir betur.
•-----------------------------
Verkfræðingar bæjarins eru nú að breikka Snorra-
brautina, að bezt verður séð. Þess er ekki vanþörf.
En spyrja má: hvers vegna er verið að bisa við að
skilja eftir smá-„eyju“ í miðri götunni í stað þess að
nýta hana alla til umferðar og bílastæðis. Þessar
eyjar eru lítil prýði við Snorrabrautina, troðnar gras-
tægjur um sumarið en moldarófæra mestan hluta árs-
ins. Það er engin vanþörf á að nýta alla götuna, því
hún er ein mesta umferðargata bæjarins og verður í
framtíðinni. Það er bæði dýrt og ópraktiskt að !áta
eyju vera í götunni og verkfræðingarnir svo og um-
ferðaryfirvöldin ættu að viðurkenna þessa staðreynd
meðan það er ekki um seinan.
•-----------------------------
Það er bæði synd og skömm, að ýmsir áhugamenn
og konur um leiklist gera sér að leik að ferðast út
á landsbyggðina á sumrin með sýningar og narra
menn að eyða stórfé og ,sjá þær. Þetta fólk telur isig
alvöruleikara, þótt margt af því séu aðeins statistar
úr Reykjavík, og skemmir fyrir þeim almennilegu
flokkum, sem fara með góðar sýningar úr bænum út
á land. Sumir þessara flokka þora ekki að sýna í höf-
uðstaðnum, en einn þeirra hefur undanfarin ár ferð-
ast undir þremur nöfnum út á land með hverja sýn-
inguna annarri ómerkilegri, jafnvel gengið svo langt
að kalla sig nær því sama nafni og leikflokkur skip-
aður atvinnufólki. Svona pilta á að gera afturreka úr
sveitum og þorpum.
Mánudagur 18. júlí 1960.
Kakali skrifar
Framhald af 4. síðu.
fyrir ýnisum stærri slysum á
þjóðvegunum má rekja til
hins ófullkomna vegakerfis'
og slælegs eftirlits með veg-
unum. Sökin liggur hjá þeim,
sem embætin skipa. Þeir eru
ábyrgir fyrir viðhaldi veg-
anna og gætu unnið störf sín
miklu betur, ef þeir þættust
ekki hafnir yfir gagnrýni.
Svona embættismennska fór
úr móð fyrir hálfri öld, á-
samt gylltu hnöppunum.
Embættismenn í dag eru að-
eins opinberir þjónar, og
hroki og mikilmennska er
barnaleg og kjánaleg. í stað
þess að hunza þau orð, sem
I um vanræksluna eru rituð,
ættu nú ábyrgir aðilar í vega
og öryggismálum að taka
höndum samari og kippa þess
um misfellum í lag. Það fer
betur á því.
Þá hafa þeir útbúið og endur-
bætt baðstofu í kjallara Skíða-
skálans þar, sem gestir geta
fengið gufubað. Sverrir og Óli
,hafa í hyggju ýmsar aðrar end-
urbætur á rekstrinum, þannig
að þangað geta gestir komið og
dvalizt í góðum fagnaði og við
bezta aðbúnað sumar og vetur,
en þeim er m. a. hugleikið að
geta haft útidyra „restaurant‘“
á hlaði Skíðaskálans, þar sem
gestir geta fengið hressingu úti
undir beru lofti, þegar veður
leyfir.
Þá hafa þeir OIi og Sverrir
hafið nýmæli, sem eflaust á eft-
ir aff verða vinsælt h_iá gestum.
Þeir hafa ráögert ferðalög á
hestum frá Skíðaskálanum um
nágrenni Skíðaskálans, kringum
Ilengilinn, í Marardal og um
fleiri fjöll og dali, en vanur leið
sögumaður fylgir reiðmönnum.
Þeir tóku skýrt fram, aö þaff
væri ekki nauffsyn, aff þeir, sem
vilja fara í útreiðartúra, sem
eru á fimmtudögum, séu gestir
Skíffaskálans, heldur er öllum
heimil þátttaka, meffan hross
eru til. Er þetta mjög vel til
fundið, því víffa á þessum slóð
um er hiff fegursta landslag, og
furffu margir Reykvíkingar hafa
lítiff sem ekki ferffazt þarna um
fjallgarffinn.
Þaff er gott til þess aff vita,
aff til eru ungir menn í veitinga
mannastétt, sem vilja veita gest
um sínum einhverjar tilbreyting
ar og nýmæli í þjónustu, sem
Afbragðsgamanmynd
í Gamla bíói
Gamla bíó sýnir nú bráð-
skemmtilega bandaríska mynd,
sem nefnist Litli kofinn, byggð
á samnefndu frönsku leikriti,
sem ýmsir muna eftir en það
var sýnt í Þjóðleikhúsinu. Efnið
er um hjón og vin þeirra, en
þeim þremur skolar upp á eyði-
eyju í hitabeltinu, og bíða þess
víffa úti á landi er alltof einhæf
og stirffbusaleg. Sverrir og Óli
hafa hér liafizt handa um aff
veita gestum sínum ýmsa
Skemmtilega þjónustu, sem ef-
Iaust á eítir aff ná til útlendinga
og verða þar ekki hvar sízt vin-
sælust.
frá líður fer þriðja aðilanum
að leiðast, enda gerir eiginkon-
an ýmsar tilraunir til að vekja
að þeim verði bjai’gað. Þegar
afbrýði eiginmanns síns, sem
er henni heldur afskiptalítill.
Alt er þetta þó í fullum sóma,
unz gamanið kárnar og þriðja
aðilanum fer alvarlega að leið-
ast konuleysið og einlífið. Efnið
er allt eitt spaug og mörg at-
riðin einstaklega fyndin, orða-
skipti og atvik.
Leikararnir eru ekki af verri
endanum en þrjú stærstu hlut-
verkin eru í höndum Ava Gardn
er, David Niven og Stewart
Granger. Ungfrú Gardner leikur
hina góðu og trúu eiginkonu af
venjulegum kynþokka og lítt
skiljanlegt afskiptaleysi böndans.
Granger er ágætur í hlutverki
þúsundþjalasmiðsins og eigin-
mannsins, en áberandi beztur
er Nieven j hlutverki þríðja að-'
Framhald á 7. síðu.
Sumarhattur.
Skemmtileg nýmœli í Skíða-
skálanum
Gufubað, nýlfzku gisfiherbergi, heslar leigðir úf
Tveir ungir veitingamenn, þeir Sverrir Þorsteinsson og ÓIi
J. Ólason, tóku fyrir rösku ári síðan Skíðaskálann í Hveradölum
á eigu og hafa rekið þar veitinga- og gistihús síðan með
líku sniði og áður var. Nú hafa þeir félagar hins vegar gert gagn-
gerðar breytngar á Skálanum, endurbætt gistiherbergi, keypt ný
og smekkleg húsgögn, breið og þægileg rúm, en numið burtu
, kojurnar“, sem áður voru aðeins fyrir farfugla og annan bak-
pokalýð til að fleygja sér niður yfir blánóttina. Gistiherbergin
eru björt og vistleg og geta búið tveir í hverju eða hjón með
eitt eða tvö börn.