Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.07.1960, Síða 2

Mánudagsblaðið - 18.07.1960, Síða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 18. júlí 1960 (Framhald). Jökulfirðir Yzta byggðin í Jökúlfjörð um að sunnan er Grunnavík. Aðalleiðin frá Djúpi í Grunnavík er um Snæfjalla- heiði, en oft er farið á bátum milli Isafjarðar og Grunna- víkur. I Grunnavík var tals- verð byggð, þegar ég kom þar fyrir nítján árum, eins konar smáþorp. Þá var séra Jónmundur Halldórsson á Stað hinn ókrýndi konungur byggðarinnar. Nú er hann horfinn og allt er dauflegra í Grunnavík en áður. Fólki mun hafa fækkað þar mjög hin síðari ár, en ekki er þó Grunnavíkurhreppur eins illa farinn og nágranni hans að norðvestan, Sléttuhrepp- ur, sem er kominn algerlega í eyði. Snoturt er í Grunna- vík, og gróður meiri en ann- ars staðar í Jökulfjörðum. Frá Grunnavík liggur leið in austur í sveitina um Stað- arheiði. Sú heiði er lág og engin eiginlegur fjallvegur. Þar er mikið af aðalbláberj- um. Vegurinn kemur niður af heiðinni í nánd við bæinn Höfðaströnd, sem gamlir Jökulfirðingar bera fram Höbfcdaströnd. Nokkru innar er samkomustaður Grunna- víkurhrepps á Flæðareyri. Þar hafa oft verið haldnar skemmtanir og dansinn hef- ur dunað, en nú orðið mun sjaldan vera glaumur og gleði á Flæðareyri. Nokkru innar er komið að bænum Dynjanda við Leirufjörð. I Leirufirði er náttúrufegurð mest í Jökulfjörðum. Skrið- jökull mikill gengur niður í dalbotninn, og úr honum rennur áin Leira í mörgum kvíslum í f jöroinn. Þegar hit ar eru geta sumar kvíslarnar orðið svo vatnsmiklar, að þær eru algerlega óvæðar. Rennisléttar grænar grundir eru í dalnum meðfram ánn,i, og talsverður birkiskógur er í austurhlíðinni. Innan við Leirufjörð er Kjósarnes, en þar tekur við Kjósarvogur. I Kjós var stór býli, þegar ég kom þar, en nú mun bærinn vera í eyði. Tómas, sem þá var bóndi í Kjós, hafði alizt upp á bæn- um Leiru i Leirufirði, sem mun hafa farið í eyði nokkru eftir síðustu aldamót. Frá Kjós er löng leið inn að Hrafnsf jarðareyri, sem nú er einnig í eyði. Síðasti bóndinn þar hét Líkafrón Sigurgarðs- son. Margir telja, að Fjalla- Eyvindur sé grafinn á Hrafnsfjarðareyri, og er leiði hans sýnt þar vestur í tún- inu. Líkafrón bóndi sagði mér frá ýmsum öðrum ör- nefnum í sambandi við Ey- vind, þegar ég heimsótti liann. Frá botni Hrafnsfjarðar, en svo nefnist innsti hluti Jökulfjarða, liggur leið um Skorarheiði austur á Strand- ir til Furufjarðar. Hún er lág, en norður af veginum eni sumstaðar hrikalegir hamrar, t. d. við Skorarvatn. Vestar er Gýgjarsporsham- ar, mjög einkennilegur, þver- hnýptur, en rennisléttur að framan án allra stalla, eins þarna hefði verið skorið með hníf. Byggðin norðan Jökul- fjarða er nú öll í eyði, þarna hefur m. a. horfið heilt þorp, Hesteyri. Mjög er ógreiðfært við Hrafnsfjörð að norðan. Þar liggur innarlega. Álfsstaða- dalur, og úr 'honum er göngu r,-------- - .— -? ÓLAFUR HANSSON; mennfaskólakennari: L-----irv. V leið um Bolungavíkurheiði til Bolungavíkur á Ströndum. Utan Álfsstaðadals er leiðin með firðinum ófær, skriður og hamrar niður í sjó. Var því alltaf farið á sjó frá Hrafnsfjarðareyri og Kjós til Kvía. Næsti fjörður að norðan heitir Lónafjörður, og mun hafa verið óbyggður öldum saman. Þaðan liggur svonefndur Þrengslavegur austur í Barðsvík á Strönd- um. Á nesinu milli Lóna- fjarðar og Veiðileysufjarðar er bærinn Kvíar, sem ég hygg, að nú sé kominn í eyði. Þar bjuggu menn áður góðu búi. Ófært er með sjó fram frá Kvíum í Veiðileysufjörð, þar eru hengiflug. Leiðin liggur yfir fjallið um svo- nefndan Steigardal. Veiðileysufjörður er hrika legur og nakinn. Allt er þar nú í eyði, en áður voru þar þrjú eða fjögur býli. Einu sinni var þarna norsk hval- veiðistöð. Vegurinn úr Veiði- leysufirði liggur um Stein- ólfsstaðadal, en algerlega er ófært fyrir Lásinn sem ligg- ur milli fjarðanna. Hornsfrandir Vesturhluti Hornstranda, svæðið frá Hesteyri til Horns víkur, er mér alveg ókunn- ugt, ég hef aldrei komið á þær slóðir, aðeins séð strönd ina af sjó. Kunnugir segja, að þarna sé mikil og stór- fengleg náttúrufegurð og margt að sjá. Mikinn fróð- leik um þetta svæði er að finna í Hornstrendingabók Þorleifs Bjarnasonar. Um ýmsar leiðir er að velja fyrir þá, sem vilja halda á Hornstrandir. Marg ir fara til Hólmavíkur fyrst og halda þaðan norður, fyrst um Trékyllisheiði til Reykj- arfjarðar. Önnur leið er sú gð fara úr Jökulfjörðum um Skorarheiði til Furufjarðar, en líka má ganga úr Jökul- fjörðum til Hólmavikur. Loks má auðvitað fara á báti frá Isafirði til Aðalvík- ur og leggja svo leið sína norðan um víkurnar. Þeir, sem ferðast um Hornstrand- ir nú á dögum verða að vera útbúnir eins og þeir værú á öræfaferð. Allt þetta svæði má nú heita í eyði. Ferða- menn verða að hafa meðferð is tjöld, svefnpoka og mat- væli. Þegar ég fór um aust- urhluta Hornstranda fyrir nítján árum, var þetta allt miklu einfaldara, þá var alltaf hægt að gista á bæjr um. Hornstrendingar voru góðir heim að sækja, og mörg myndarleg heimili voru þar. Yfirleitt var fjarri því að vera neinn annesjabragur á fólkinu, það var öllu frjáls legra( en margt sveitiafólk sunnar á landinu. Eg er allt- af að vona, að Hornstrandir byggist á ný, en líklega á ég ekki eftir að lifa það. Þarna eru margar góðar jarðir og ýmisleg hlunnindi. Það eru hinar erfiðu samgöngur, sem hafa bagað fólkið þarna mest. Hrikaleg náttúrufegurð er á Hornströndum víða, og um margt minna þær meira á Grænland en á aðra hluta Islands. Þarna geta verið snjóskaflar niðri undir bæj- snarbratt að því báðum meg- 4n. > »«•.... Stöku sinnum er klöngrazt meðfram ströndinni, en það kvað vera hinn mesti trölla- vegur og ekki hættulaus. I Bolungavík á Ströndum er fallegt, hrikaleg fjöll um hverfis víkina, en talsverður gróður neðan til í hlíðunum. Þarna var búið, þegar ég fór þar um, en nú er víkin í eyði. Frá Bolungavík til Furuf jarð ar er farið með sjó, en sæta verður þar sjávarföllum, því að um flóð fellur sjórinn al- veg upp að bjarginu. I Furufirði finnst mér einna fegurst á austanverð- um Hornströndum. Talsvert láglendi er þarna og liðast áin um rennisléttar grænar grundir. Hún er að mestu bergvatn, en kvað þó geta orðið jökullituð í hitum af vatni úr Drangajökli. Sagt er, að jökullinn hafi færzt þarna verulega til baka hina síðustu áratugi. Þríbýli var í Furufirði, er ég kom þar, en nú er allt í auðn. Þó eru þarna að mörgu leyti góðir landkostir og staðurinn einn hinn fegursti á Vestfjörð- um. Bænhús eða kapella var j í Furufirði, annexía frá Stað Gönguslódir megin. Upp á fjallinu eru víða stórgrýtisurðir, en þó mátti nokkum veginn rekja sig áfram eftir götuslóðum og vorðubrotúm. Þaralátursfjörður er lítill um sig, en þar kvað vera hin bezta náttúrlega höfn á Austurströndum. Mun hafa komið til mála áður fyrr að byggja þar síldarstöð, en ekki varð af því. Út í fjörð- inn rennur Þaralátursós úr Drangajökli. Oftast nær mun hann vera vel væður. Búið var í Þaralátursfirði fyrir nítján árum, en nú er hann í eyði. Ekki þótti mér veru- lega fallegli þárna, í dal- verpinu fram af firðinum eru fúafen og mýrarsvakkar. Lágur ’háls er milli Þaralát- ursfjarðar og Reykjarfjarð- ar. I Reykjaifirði hefur ver- ið búið fram til þessa, en nú er mér sagt, að jörðin sé að fara í eyði. Þó er þetta ágæt jörð, jarðhiti og ýmis hlunn indi. En bærinn var geysi- lega afskekktur eftir að Furufjörður, Þaralátursfjörð ur og Skjaldabjarnarvík fóru í eyði, full dagleið til næstu bæja. Út í Reykjarfjörð fell- ur Reykjarfjarðarós fyrir sunnan bæinn. Hann er jökul vatn úr Drangajökli. Ósinn var vitaófær gangandi mönn um þegar ég fór þarna um, kolmórauður, djúpur og strangur. Hann er mesti far artálmi þeim, sem fara gang- andi um Austurstrandir. Ef menn hitta illa á ósinn, er bezt að bíða þar til seinni hluta nætur, þá er minnst í honum eins og öðrum jök- ulvötnum. Ef byggð héldist í Reykjarfirði væri ósinn ekk- um um hásumar, en þar eru líka til yndislegir gróður- blettir. Fjölbreytnin í nátt- úrunni er mikil. Fyrir dug- lega og vana ferðamenn er tilvalið að eyða sumarleyf- inu í gönguferð um Horn- strandir. — Við skulum hefja ferðina um austurhluta Hornstranda í Hornvík, sem liggur milli Hælavíkurbjargs og Hornbjargs. Bæirnir í Hornvík eru nú í eyði. Frá Hornvík er farið um Almenn ingaskarð austur í Látravík, þar sem vitinn er, og nú eina mannabyggðin á stóru svæði. Sumstaðar liggur vegurinn alveg á bjargbrúninni. Vitinn í Látravík stendur alveg á hamrabrún, og er farið í stiga niður að sjónum. Frá Látravík er haldið til Smiðju víkur eftir slóðum á brún- inni, en alsstaðar er hér sæ- bratt. Smiðjuvík er lítil um sig, en talsverður gróður er þar. Hún er komin í eyði fyrir alllöngu. Úr Smiðjuvík í Barðsvík er greiðfær vegur, eftir því sem þarna gerist. í Grunnavík, og var það lang ur vegur og erfiður fyrir prestinn, en séra Jónmundur taldi það ekki eftir sér. Úr Furufirði er allgóður vegur um Skorarheiði vestur í Hrafnsfjörð. En öðru máli gegnir um veginn suður Svartaskarðsheiði til Þara- látursf jarðar, hann er hvorki góður né greiðfær. Þetta er einhver hinn versti fjallveg- ur, sem ég hef farið um, en ég var þar á ferð um kvöld í blindþoku. Svartaskarðs- heiði er há og brött báðum ert vandamál. Sunnan Reykjarfjarðar er Sigluvíkurgnúpur, og er Sigluvík milli hans og Geir-, ólfsgnúps. Óvíst er, að byggð hafi verið í Sigluvík. Geir- ólfsgnúpur skilur Norður- Isafjarðarsýslu og Stranda- sýslu (Gnmnavíkurhrepp í N.-ís. og Árneshrepp í Strandas.). Hér enda hinar eiginlegu Hornstrandir, þó að út í frá sé Árneshreppur stunduni talinn með Horn- ströndum. (Framhald). Söluskattur Athygli söluskattsskyldra aðila í Reykjavík skal vakin á því, að frestur til að skila framtali til skattstofunnar um söluskatt og iðgjaldsskatt fyrir 2. ársfjórðung 1960 rennur út 15. þ. tn. Fyrir þann tíma ber gjaldendum að skila skatt- inum fyrir ársfjórðunginn til tollstjóraskrifstof- unnar og sýna um leið afrit af framtalinu. Barðsvík er miklu stærri um sig en Smiðjuvík. Þarna er talsvert láglendi, sums stað- ar fúafen. Barðsvíkurbær. hefur verið lengi í eyði. Veg- urinn úr Barðsvík til Bol- ungavíkur á Ströndum er mjög erfiður. Farið er um Göngumannaskarð, og er Reykjavík, 11. júlí 1960. Skattstjórinn í Reykjavík. Tollstjórinn í Reykjavik.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.