Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.07.1960, Síða 4

Mánudagsblaðið - 18.07.1960, Síða 4
.■MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 18. júlí 1960 KAKALl skrifar: Bl&Ó Jynr alld Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 4 kr. í lausasölu. Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 13493. Prentsmiðja Þjóðviljans hJ. iiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiitiiniiiiiiiiiiitiiitiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin [I HREINSKILNI SACT ■ ■ | Glæpsamlegí hirðuleysi um þjóðvegina ofl orsök slysa — Hverjir eru ábyrgir! — Þörf skjólra aðgerða og sföðugs eflirlifs — Jónas Jónsson, frá Hriflu: Til hvers er varnarlið? Það hefur reynst nokkuð erf- itt fyrir íslenzka borgara að gera sér fullkomlega ljósa grein fyrir þýðingu hins ameríska varnarliðs sem hefur dvalist hér nokkur ár. Menn segja að það sé til þess að hindra austræna innrás. Aðrir halda að það sé hingað komi til að auka atvinnu og gera öllum almenningi fært að lifa því sem stundum er kall að „mannsæmandi líf.“ Þetta eru snotrar röksemdir en stórum betri er sú skýring sem greindur kommúnisti gaf hógværum andstæðingi í sam- tali fyrir nokkrum árum: „Með- an herinn er hér getum við ekki tekið stjórnartaumana með valdi og stofnsett á íslandi rétt myndað bolsévika ríki“. Þessari röksemd hefur ekki verið nægi- legur gaumur gefinn. Siðan seinni styrjöldinni lauk hefur fólkinu sem byggir jörðina ver- ið skipt í tvær andstæðar fylk- ingar um tvö gjörsamlega ólík sjónarmið. Annarsvegar er kommúnisminn sem byggir á al- ræði bolsivikaflokksins. Hins vegar eru öll hin vestrænu menntalönd. Þau viðurkenna eignarrétt einstaklinganna, með mörgum takmörkunum. Þau við urkenna andlegt frelsi í vísind- um, listum, stjórnmálum og trú málum. Kommúnistar fylgja sígfnu sinni. svo einlæglega að þeir líta á sig verandi í varan- legri styrjöld við alla sem ekki fylgja línu Marxista. Þó að ekki sé barizf á blóðugum vígvöllum er -styrjöldin háð í heimspeki, víðskiptamálum og hverskonar fjárreiðum. Kommúnistar eru sóknharðari heldur en frelsis- menn vesturlanda og verður þess vegna oft betur ágengt heldur- en borgarar búast við. Margt leyfa valdamenn bolsivika sér að gera *í þjóðmálabarátt- unni sem er stórum' siðlausara en dæmi voru til samtímis á Vesturlöndum þar til Nazisminn fæddist, en hann var afsprengi kommúnismans eingetið. Siðleysi hofuðskörunga bólsivika kom ó- tvirætt fram þegar Stalín lét teka af lífi helztu sámstarfs- menn sína úr flokksforustunni aó afstöðnúm hræðilegum kvöl- um sem framdar voru ósleiti- lega þar til „félagarnirh játuðu á sig upplognar sakir til þess eins að hætta að lifa. Saga Krusjevs um innræti og athafn- ir flokksforystunnar á timum , SiaHns, bregður glöggri birtu yfir grimmd og villimennsku í valdabaráttu bolsivikaleiðtog- anna sem er óþekkt í löndum frjálsra manna. Engin ástæða er til að ætla að þessir grimm- lyndu forkólfar bolsivika séu að upplagi verri menn heldur en stallbræður þeirra á Vesturlönd um. Stalín hefði að líkindum ver ið hóglátur þjónn grískkaþólsku kirkjunnar ef byltingin hefði ekki opnað honum nýjar leiðir. Það er stefna bolsivika sem er hættuleg mannkyninu en ekki einstaklingarnir sem hafa af mismunandi ytri ástæðum látið tilleiðast að ganga í flokk þessa stríðandi baráttuliðs. í stríðslokin 1945—1957 svifti Stalín og félagar hans tíu þjóðir Mið-Evrópu frelsi og sjálfstæði. Hvarvetna þar sem Engilsaxar gátu ekki komið til varnar þess um smáþjóðum hertóku bolsivik ar löndin. Oft byrjaði leikurinn með þeim hætti að nokkrir bolsi vikar komust í stjórn landa t, d. hjá Tékkum, Ungverjum, Rúm- enum og Búlgurum. Her Rússa var enn í löndum þessum, Þá hófst skammvinnt samspil milli hins fámenna kommúnistaliðs í landinu og rússneska hersins. Var þess skammt að bíða að allir frjálslyndir menn í þessum ; löndum væru sviptir frelsi og | eignum. Síðan eru öll þessi j lönd algerlega undirokuð og frelsisvana og þjóðirnar fangar erlendra kúgara. Hér á landi er tiltölulega fjöl- mennur bolsivikasöfnuður. Mega valdamenn í Moskvu þakka það ótímabæra -gengi ötulum á- róðri og allmikilli grunnfærni af’ hálfu þingstjórnarforsprakk- anna. En ísland hefir mikla þýð ingu í valdatafli stórveldanna. Lenin sá það fyrir meðan hann var valdalitill rithöfundur. Leið togar vesturþjóðanná sáu síðan að Lenin mundi hafa mælt af skygnum hug hin framangreindu orð og þegar Stalín hóf allsherj ar hernað móti hinum frjáisa heimi þótti leiðtogum Engil- saxa miklu skipta fyrir hin frjálsu lönd að ísland félli ekki eins og' fullþroskað epli í skaut Stalíns. Hafa öll þau rök fúllt gidi ef mælt er á heimsmæli- kvarða. Fyrir utan nauðsyn ís- lendinga, ef þeir vildu vera frjálsir menn, var sérstök nauð- syn að fá hingað nokkurt vest- rænt varnarlið um stundarsakir. Hættan sem stafaði af herveldi Framúald á 7. síðu. ■ ■ ■ H ■ ■ ■ s ■' ?■! Vart höfðu sumarferðalög- in byrjað fyrir alvöru en slysafréttir blaðanna utan af þjóðvegunum urðu meiri með hverjum deginum. Dauðaslys og árekstrar urðu tíðari, og nú brá svo við, að blöðin birtu ástæðu fyrir slysunum. Dauðaslys varð vegna þess, að stjórnaus bifreið rakst á símastaur við þjóðveginn, en við stórslysi lá vegna þess, að eitt af hinum fjölmörgu ræs- um þjóðveganna reyndist mjórra en sjálfur vegurinn og alveg ómerkt. Mánudagsblaðið hóf að skrifa um þessi ræsi og hætt una, sem af þeim stafar, fyr- ir tæpum átta árum. Var þá margsinnis bent á, að svo gæti farið og færi að lokum, að einhver dræpi sig eða stór slasaði vegna hins vítaverða kæruleysis opinberra aðila í þessu máli. Þá fékk blaðið þau svör, ekki á prenti, að vegfarendur, óknyttapiltar, rifu niður hættumerkin, og ómögulegt væri að reisa þau við aftur, aðeins til þess að næstu menn rifu þau enn niður. Glæpsamlegt hirðuleysi Þetta átti að telja gilda á- stæðu fyrir því, að því var ekki sinnt, þótt dauðahættur væru í hverri sýslu, jafnvel hverjumj hreppi sumstaðar. Víðförli Vísis, sem ritað hef- ur um þessi mál, birti í s.l. viku harðorða grein, eiginlega opið bréf, til vegamálastjóra, þar sem hann veittist harð- lega -að því ástandi, sem skap azt hefur vegna glæpsamlegs eftirlitsleysis með þessum ó- heillaræsum. Sigurður vega- málastjóri sér eflaust þessar hættur allar, og má vera, að hann hafi oftar en einusinni beðið einhver yfirvöld að kippa þessu ástandi í lag. Það er ástæðulaust að ætla honum annað, því sjálfúr er hann samvizkusamur. A hitt ber að benda og víta, að vegamálastjóri og slysavarna félögin hafa bæði flotið sof- andi að feigðarósi, hann vegna skorts á röggsemi í kröfum sínum og Slysavarna- félagið vegna þess, að það telur engin slys nokkurs virði nema sjóslys, að því er bezt verður séð. Þáttur lögr.eglu og bílstjóra Vegamálastjóra og slysa- varnarfélögunum ber ský- laus skylda til þess að hafa a. m. k. tvær bifreiðir á þjóð >■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! vegunum á sífeldri ferð, sem líta eftir þessum hættumerkj um. endurbæta og setja ný þar, sem nauðsyn krefur. Þeim ber og að standa í nánu sambandi við langferða bílstjóra, sem þekkja vel þjóð vegina og geta fvrirvaralaust bent á, hvar eitthvað fer af- laga. Lögreglumenn, sem ferðast um þjóðvegina allt súmarið sem umferðardóm- stóll geta líka haft eftirlit með vegum, jafnvel nappað einhvern skemmdarvarginn, og látið bifreiðar vegaeftirlits ins vita af hættunni. Vantar hættumerki Á það hefur oft verið bent í þessu blaði, hve illa er jafn án merkt, þegar snarpar beygjur eða aðrar tálmanir eru framundan á þjóðvegum. Það er t. d. vart sjáanlegt fyrr en að er ekið, að brúin á Gljúfurá er framundan og þvert á þjóðveginn. Vegna hæðanna beggja megin árinn ar virðist sem þarna sé að- ins um smálægð að ræða, en ekki stórhættulega brú. Sama máli gegnir um beygjuna á austurleiðinni þar sem nýi þrengslavegurinn á að liggja, en er ekki fullunninn. Þetta er 90 gráðu beygja, en hættu markið er ekki nema 50—100 metrum áður en komið er á hana á leyfilegum hraða. Sama máli gegnir um beygj- una af veginum, sem lá fram hjá Kolviðarhóli, en nú er * styttur beinni leið austur. Þarna þarf ekki dýrar né veigamiklar framkvæmdir, en hvar eru hinir ábyrgu? Hvert einasta dauðaslys, árekstrar eða minniháttar óhöpp, sem verða á vegunum á þeim stöðum, þar sem samvizku- samir aðilar hefðu átt að merkja hættuna, en gerðu ekki, er óbein og oft bein sök þessara ,,ábyrgu“ aS ila. Það eitt hefur bjargað þeim, að nöfn þeirra hafa ekki ver ið birt, né þeir sjálfir sóttir til' saka fyrir glæpsamlegt hirðuleysi í starfi. Ofaníburður Meðan ekki eru til malbik aðir vegir á landinu ,tíðkast það að bera ofan í holur þjóð veganna, enda mesta nauð- syn. En það þarf efalaust heilt háskólanám til að bera vísindalega ofan í vegi, enda sýnir það sig víða út um sveitir að sumir vegavinnu- séffar halda, að ennþá séu hestvagnar og lestir aðal far- IHI artækin, Það er áberáryii, hve mikið er borið í þjóð- vegina af lausamöl stórhættu legri. Víða er það svo, að ef hross eða fénaður ann- ar hleypur út á veginn fyrir bifreiðina, þá er lífshættulegt að snarhemla, vegna þess að lausamölin kastar bilnum út af veginum. Vegamálastjór- inn sem teljast verður ábyrg ur, þótt hann sjálfur komi hvergi nærri, verður að gera sér ljóst, að bílar árið 1960 eru heldur hraðskreiðir og mega aka al'.t að 70 km á vegum úti, svo ekki dugar að hafa lausamöl á vegunum, ef eitthvað óvænt kemur fyr ir. Það er þýðingarlaust fyrir þessa háu herra, ,að setjast í sæti hins æðsta dómara og kveða svo á, að einstaklingaf aki of hratt. Þeim kemur það ekkert við, og sízt er þeim leyfilegt- að gera vegina hættulega vegna síns pef sónulegá' álits á ökuhraða. Lögreglan er eini aðilinn í hraðamálum ökumanna, en hvorki vegamálastjóri né aðr ir hafa þar nokkuð að segja Um þessa helgi munu flest ir fara í sumarfrí. Þjóðveg- irnir verða fullir af bifreið- um og eflaust, þótt vonað sé hið gagnstæða, eiga slys og óhöpp eftir að ske. Vegamálastjóra ætti að vera Ijúft og' skylt, að krefjast þess í opinberum blöðum, að Slysavarnafé- lagið eða ábyrgir aðilai aðrir sinni kröfum um bætt öryggis og hættu- merki á þjóðvegum. Hann getur sjálfur lát- ið lagfæra ræsin, jafnvel þó að engin fjárlagaheim- ild sé þar fyrir, því þar stendur liann ekki einn, og efa má, að nokkur yflr boðari hans myndi fetta fingur út í slíkt. Lausamölin verður að liverfa af þjóövegunum og fastara efni borið ofaní þar sem þess er þörf. Símastáurar eða aðrar tálmanir mega ekki standa við þjóðvegina, því stór- slys eða daúði getur hlot izt af, þar sem annars yrði ekki nema máske smá bylta eða lítilsháttar slys ef staurar væru fjarlægð- ir. Stöðugt eftirlit með þjóð- vegunum og hættumerkjum er nauðsyn og skylda. Nú er svo komið, að ástæðurnar Framhald á 8. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.