Morgunblaðið - 29.05.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 B 15
Aðstoðarmaður
yfirverkfræðings
Aðstoðarmaður yfirverkfræðings óskast til framtíðarstarfa
sem fyrst.
Starfslýsing
• Aðstoða yfirverkfræðing við verkefnabókhald,
reikningagerð, uppgjör verkefna, tilboðsgerð
og ýmsa verkefnavinnu.
• Umsjón með skjala- og gæðastjórnun verk-
efna í samstarfi við verkefnisstjóra, gæðastjóra
og skjalavörð.
• Aðstoða gæðastjóra og starfsmannastjóra
vegna gæðastjórnunarkerfis og starfsmannamála.
• Umsjón og vinnsla kynningarefnis
og kynningarstarfs.
• Vinna við frágang verkgagna til útsendingar.
• Aðstoða tæknimenn við ýmis konar
tölvuúrvinnslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf eða önnur menntun í samræmi
við innihald starfslýsingar.
• Mjög góð tölvukunnátta í Word, Excel,
PowerPoint, Access, Acrobat
og Navision Financials.
• Mjög góð íslenskukunnátta.
• Mjög góð enskukunnátta.
• Leiðbeiningar- og stjórnunarhæfileikar.
Bókari
Reyndur bókari óskast til framtíðarstarfa sem fyrst.
Starfslýsing
• Umsjón með færslu bókhalds, afstemmingum
og launabókhaldi.
• Þátttaka í reikningsgerð og öðrum verkefnum
á skrifstofu fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Góð bókhaldsþekking og reynsla nauðsynleg.
• Próf sem viðurkenndur bókari æskilegt.
• Mjög góð kunnátta og reynsla í notkun
Navision Financials.
• Góð kunnátta og reynsla í notkun Excel.
Ármúla 4 • 108 Reykjavík • Sími 569 5000 • www.vst.is
Laus störf hjá VST
Almennar menntunar-
og hæfniskröfur hjá VST
• Frumkvæði, jákvæðni og metnaður.
• Öguð og skipulögð vinnubrögð.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Geta til að vinna undir álagi.
• Gott vald á íslensku máli.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Umsóknarferli
EINUNGIS er hægt að sækja um starfið á heimasíðu VST,
www.vst.is, á staðlað umsóknareyðublað sem þar er að
finna. Umsóknarfrestur er til 3. júní. Trúnaði er heitið við
meðferð umsókna og verður öllum umsækjendum svarað.
Nánari upplýsingar
Elín Greta Stefánsdóttir starfsmannastjóri,
sími 569 5000, egs@vst.is
N
æ
st
Össur hf.
Grjóthálsi 5
110 Reykjavík
515 1300
www.ossur.com
Össur hf. leitar að húsverði til að sinna almennum húsvarðarstörfum ásamt tilfallandi verkefnum
hjá viðhaldsdeild fyrirtækisins.
Við leitum að kröftugum, handlögnum einstaklingi með ríka þjónustulund,
sem unnið getur sjálfstætt.
Umsóknir sendist til Össurar hf. ,
Grjóthálsi 5,
110 Reykjavík,
merkt Össur – húsvörður.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í s. 515-1300.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 7. júní næstkomandi.
Hægt er að sækja um starf á heimasíðu okkar – www.ossur.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað.
Össur hf. - húsvörður
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið
af jafnréttisáætlun skólans.
Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000
LÆKNADEILD
ÞJÓNUSTUSÉRFRÆÐINGUR
Starf þjónustusérfræðings (postgraduate
research fellow) innan læknadeildar/læknis-
fræðiskorar er laust til umsóknar.
Ráðið verður í starfið til tveggja ára, frá
1. september 2005 með möguleika á fram-
lengingu um önnur tvö ár. Deildarráð lækna-
deildar veitir starfið að fenginni umsögn vís-
indanefndar deildarinnar. Umsækjendur skulu
hafa lokið MS eða doktorsprófi. Umsókn skal
vera samin af umsækjanda og fastráðnum
kennara innan læknisfræðiskorar sem um-
sækjandi hyggst starfa með.
Umsóknafrestur er til 27.júní n.k.
Nánari upplýsingar veitir Stefán B. Sigurðsson
forseti læknadeildar í síma 525 4880 eða á
netfangi stefsig@hi.is.
Við ráðningar í störf við háskólann er tekið
mið af jafnréttisáætlun skólans.
Sjá nánar á www.hi.is/page/sorf og
www.starfatorg.is