Morgunblaðið - 29.05.2005, Page 18
18 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Nótaskipstjóri
Vanur nótaskipstjóri óskast til starfa á
nótaskip, sem fer til veiða í sunnanverðri
Afríku.
Nánari upplýsingar gefur Guðjón hjá
Sæblómi ehf., sími 540 6388.
Kirkjubæjarskóli
Grunnskólakennarar
Við leitum að áhugasömum kennurum í
almenna bekkjarkennslu næsta skólaár, m.a.
umsjón á miðstigi og unglingastigi.
Ýmsar kennslugreinar koma til greina.
Upplýsingar veitir Stella Á. Kristjánsdóttir,
skólastjóri, í síma 487 4633 og 865 7440,
netfang kbskoli@ismennt.is .
Nýiskólinn ínorðlingaholti
Í ágúst 2005 hefur göngu sína nýr skóli í
Norðlingaholti í Reykjavík. Gert er ráð
fyrir því að skólinn verði fullbúinn heild-
stæður grunnskóli fyrir 300 – 400 nem-
endur í 1. – 10. bekk. Fyrsta starfsár
skólans verða nemendur í 1. – 6. bekk í
skólanum og verður hann starfræktur,
til að byrja með, í skálum, sem reistir
verða í útjaðri væntanlegrar skólalóðar
við Árvað. Frekari upplýsingar um
skólann er að finna á vefslóðinni
http://www.nordlingaskoli.is
Stefna skólans hefur ekki verið sett
fram enda er mikilvægt að hún sé unnin
í sameiningu af þeim sem standa að
skólanum, starfsfólki, nemendum,
foreldrum og fræðsluyfirvöldum. Sú
vinna bíður haustsins en þó er ljóst að í
starfi hins nýja skóla verður lögð sér-
stök áhersla á vellíðan nemenda,
einstaklingsmiðaða starfshætti,
samvinnunám, námsval, skóla án að-
greiningar, samkennslu árganga og mikla
samvinnu starfsfólks. Gert er ráð fyrir
því að skólinn verði í nánum tengslum
við samfélagið sem hann er hluti af, m.a.
með öflugu samstarfi við foreldra.
Starf skólans mun grundvallast á því
lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli
búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin
forsendum, þroskast og dafna og út-
skrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður,
sterkur og ekki síst lífsglaður
einstaklingur.
Auglýst er eftir starfsfólki sem er
reiðubúið til að taka þátt í því
mótunarstarfi sem fyrstu starfsár
skólans munu einkennast af:
• Kennurum, meðal kennslu-
greina eru almenn kennsla,
íþróttir, leiklist, tónmennt og
heimilisfræði.
• Stuðningsfulltrúum
• Skólaliðum
• Skólaritara
• Umsjónarmanni
• Þroskaþjálfa
Umsóknarfrestur er til 13. júní
næstkomandi og laun samkvæmt
kjarasamningum Reykjavíkurborgar
og viðkomandi stéttarfélags.
Upplýsingar um störfin er hægt að
nálgast hjá skólastjóra, Sif Vígþórs-
dóttur, í síma 664-8445 eða með
því að senda fyrirspurn á netfangið:
sif@skolahjalp.is
Umsóknir sendist merktar:
Norðlingaskóli
Fríkirkjuvegi 1
101 Reykjavík
Laus
störf
Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is
KÓPAVOGSBÆR
FRÁ SALASKÓLA
Við leitum eftir metnaðarfullum, áhuga-
sömum kennurum með frumkvæði sem
eru tilbúnir til að taka þátt í þróunar- og
nýbreytnistarfi skólans.
Okkur vantar:
• umsjónarkennara á yngsta stig
• umsjónarmann dægradvalar
• líffræðikennara
• sérkennara
Salaskóli er ungur skóli í Kópavogi og þar
er skólastarf í stöðugri þróun og mótun.
Skólaárið 2005-2006 verða nemendur tæp-
lega 500 í 1. - 10. bekk. Skólinn er vel búinn
mannafla og búnaði og starfsaðstaða er
góð. Starf Salaskóla byggir á traustri hug-
myndafræði þar sem rauði þráðurinn er að
koma til móts við ólíkar þarfir nemenda.
Skólinn býður starfsfólki sínu upp á góðar
og hvetjandi vinnuaðstæður.
Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launa-
nefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 7. júní nk.
Við hvetjum karla jafnt sem konur um að
sækja um.
Frekari upplýsingar gefa Hafsteinn Karlsson,
skólastjóri og Hrefna Björk Karlsdóttir að-
stoðarskólastjóri í síma 570 4600.
Einnig má finna upplýsingar
um skólastarfið á
heimasíðu
skólans
Hafnarfjarðarbær
Laust starf á umhverfis-
og tæknisviði
Umhverfis- og tæknisvið óskar að ráða
ritara til afleysinga á tímabilinu 1. júlí
2005 til 1. september 2006.
Um er að ræða fullt starf.
Helstu verkefni ritara, auk almennra
ritarastarfa, eru m.a. skráning í
verkefnabókhald sviðsins og umsjón með
gögnum, útsending fundarboða og
bréfaskriftir vegna afgreiðslu mála, umsjón
með skipulagsauglýsingum og fleira því
tengt. Góð tölvukunnátta nauðsynleg.
Æskileg er reynsla af sambærilegum
störfum og lipurð í mannlegum
samskiptum.
Um kaup og kjör fer samkvæmt
kjarasamningi Starfsmannafélags
Hafnarfjarðar og Launanefndar
sveitarfélaga.
Upplýsingar um starfið veita Bjarki
Jóhannesson sviðsstjóri umhverfis- og
tæknisviðs og Tina Holm ritari á
umhverfis- og tæknisviði.
Umsóknum skal skila til umhverfis- og
tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar,
Strandgötu 6, eigi síðar en mánudaginn
13. júní 2005.
Í samræmi við jafnréttisáætlun bæjarins
eru karlar hvattir til að sækja um jafnt
sem konur.
VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR!
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um
Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar-
félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma
585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is
Búðardalur/Reykhólar
Hjúkrunarfræðingar
óskast
Hvernig væri að njóta sumarsins í fögru um-
hverfi í sumar? 1-2 hjúkrunarfræðingar óskast
til afleysinga á Heilsugæslustöðina Búðardal/
Reykhólum í sumar.
Æskilegt er að vinna geti hafist sem fyrst eða
eftir nánara samkomulagi og fram í september.
Upplýsingar veitir Ingibjörg Kristjánsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, sími 892 1768, netfang
ingibjorg@hgbudardal.is .