Mánudagsblaðið - 27.02.1961, Page 3
Mánudagur 27, febrúar 1961
MANUDAGSBLAÐIÐ
3
Fnumsýning' Þjóðleikhússins
á bandaríska leikritinu „Tvö á
saltinu" vakti talsverða athygli,
en ekki að sama skapi hrifn-
ingu. Yefk Williams Gibsons er
eitt af þeirn fáu verkum, sem
ekki þola miðlungs-vinnubrögð
í neinu. Eínið er um ástif
þeirra Gittel og Jerrys, bæði eru
fráskilin og kynnast í New York,
hann lögfræðingur en hún hálf-
gerður uppgjafadansari, bæði
mjög einmana og töpuð í stór-
borginni. Þau eiga að litlu leyti
skap saman, nema á yfirborð-
inu, en reyndar er allt sam-
band þeirra yfirskin, sem bygg-
ist á einmanaleik beggja og
skipbroti þeirra í lífinu.
Höfundur rekur samband
þeirra í skemmtilegum og vel
sömdum svipmyndum, samtölin
Kristbjörg — ást og gleði.
ing' sé að ræða. Indriði G.
Þorsteinsson hefur þýtt leikrit-
ið og, þótt oft hafi tekizt all-
vel, þá hefur stundum tekizt
mjög klaufalega. Það er full á-
stæða til þess að spyrja ieik-
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ:
Tvö á snltinu
Höf.: Williain Gibson — Leikstj.: Baldvin Halldórsson
Alhyglisverl leikril — Um þýðendur
feru lifandi og oft „djörf“ (eins
og bíóaugíýslngar segja), en
bezt eru þau þegar tilfinningar
rísa hátt og afbrýðih gríþur
inn í. „Tvö á saltinu" er hvergi
djúpt leikrit. Þetta er raunveru-
lega hversdagsleg lýsing á al-
gengu fyrirbæri, en þetta er
leikrænt verk og á sinn hátt
mjög raunsatt, Atburðarásin
fer næm, svo næm, að allt bygg-
íst á því að leikstjóri og leik-
Brar vinni af hárfínni leikni,
því að hið hrjúfa verður nauð-
synlega að vera leikið af
„delicacy", smekk hins næma
listamanns, annars verður flatn-
eskjubragur t sýningunni. Eins
Verður leikstjóra að vera ljóst,
®ð dramatísku atriðin eru ekki
í anda O’Neills: liöfundur sýnir
hið hversdagslega án þess að
grípa til óþarfa átaka, sem oft-
ar en ekki skemma slík verk.
Það myndi því þykja líklegt,
að þýðing leiksins væri fyrst og
fremst vönduð um venju fram.
Það er höfuðnauðsyn, að hvergi
skeiki í samtölum og sízt af
öllu að um nokkurn misskiln-
stjórann eða þann, sem ábyrg-
ur er fyrir vali þýðenda, hverj-
ar séu lágmarkskröfur í þeim
‘efnum. Þetta er ekki í fyrsta
sinn, sem leikbókmenntir og
sýningar hér á góðum verkum
hafa goldið afhroð vegna þess
að ' þýðandinn kunni elkki
nægilega skil á máli þvi, sem
hann þýddi. í þessu tilfelli er
leikritið skrifað á new-yorsku
ásamt tilheyrandi „slangi“ og
orðaleikjum, sem þýðandi er
ekki vel lærður í. Það er ekki
aðalskilyrði fyrir þýðanda, að
hann riti góða íslenzku, sem
slíka, því allt er unnið fyrir
gýg ef hann ekki skilur til
hlítar það, sem hann er að
þýða. Indriði er ekki einn um
þetta nema síður sé, og þýð-
ing hans er oft prýðileg en svo
misjöfn samt, að leikritið skað-
ast. Hinir fjölmörgu þýðendur,
sem leikhúsin okkar hafa fund-
ið upp, hafa það eitt sameigin-
legt að vera með afbrigðum
kjarkmiklir, því nú á dögum
hljóta alltaf að vera einhverjir,
sem skilja viðkomandi mál, og'
Krístbjörg og Jón — átök.
sjá glöggt mistökin. Það, sem
meðal annars virðist vefjast
fyrir þýðanda voru atriði í kyn-
ferðishjalinu, og kom það nokk-
uð á óvart.
Baldvin Halldórsson stjórnar
sýningunni af viðurkenndri
natni og samvizkusemi, en án
tilþrifa. Leikstjórinn er ekki
alveg með á nótunum þegar
skiptir milli hins létta og „hálf“
þunga, hann tekur þann kost,
að gera sýninguna alla of þunga,
sleppa kímninni nema að litlu
leyti eins og hún væri ill nauð-
syn, sem berja ætti niður eftir
megni. Þetta gerir það að verk-
um að þar sem leikurinn er
langdreginn, lengist hann um
helming vegna hins þunga and-
rúmslofts, sem hvílir yfir allri
sýningunni. Leikararnir gera og'
sitt til að kæfa hið létta, þetta
er tragi-komedia, með áherzlu
á síðara orðinu, og þetta ber
leikstjóranum að gera sér ljóst
j og haga leikstjórn sinni í sam-
. ræmi við það. Ytri búningur
sýningarinnar er hinsvegar vel
. vandaður og skiptingar léttar
I
. og liprar, þótt stytta megi hlé-
in milli atriða. Þar ríkir fagleg
verkstjórn, sem skeikar nokkuð
á sálarlega sviðinu.
Jón Sigurbjörnsson* Jerry, er
traustur leikari, heldur þungur
í svifum, kemur vel fyrir en
skortir líf. Hann leggur áherzl-
una á dramaið, en jafnvel þar
mistekst leikur hans að ráði.
Framsögn Jóns er „skýr“ sem
kallað er, skýr í þessu tilfelli
var einfaldlega það, að hann
skildist. Sjölf framsögnin var
að þessu sinni óhæfilega ein-
hliða, monotónninn í su|num
atriðunum minnti helzt á fyrsta
samlestur í leikriti. Stöku sinn-
um brá Jón fyrir sig léttum
tóni, en ýkjur þar voru augljós-
ar og þar af leiðandi óeðlileg-
ar. Sálarlíf Jerrys er talsvert
flókið, þetta er hálfgerður heig-
ull, en það er alrangt að halda
að persónan sé sérstaklega tor-
skilin.
Kristbjörg' Kjeld, Gittel, sýn-
ir stunduxn talsverð tilþrif í
túlkun sinni á þessari ungu
stúlku. en hlutverkið gefur
miklu meiri tækifæri en leik-
konan nýtti, þarna er spilað á
‘lilfinningalífið, og þarna eru
tækifæri, sem hver ung leik-
kona ætti að grípa feginshendi.
Ungfrú Kristbjörg býr senni-
lega yfir hæfileikum og leikur
hennar i þetta skipti gaf vonir
um góða framtíð, en hlutverkið
hlaut rétt bærilega túlkun og
margt látið ógert, sem fram
átti að koma. Er hér sem fyrr,
að leikstjórinn, þrátt fyrir alúð
og góða meiningu, sá ekki hvar
mögi^leikar voru fyrir, nema
að takmörku'ðu leyti. Bæði
þessi hlutverk gefa leikurum
það mikil tækifæri, að þau jafn-
vel ,. lifa af“ sýningu, þótt þau
séu ekki nýtt til hlýtar. Þetta
er sjaldgæft, og þá ekki sízt
þegar þess er gætt, að, það
eru aðeins TVÖ hlutverk, sem
um er að ræða.
Þrátt fyrir ofaijlalda galla
var þokkalegur blær yfir sýn-
ingunni. Efnið er þannig. að
telja má víst að reykvískir leik'-
húsgestir geri sér ferð og sjái
leikinn, — og' þá má enginn
gleyma að lesa grein um skáld-
ið og leikritið, sem birtist í
leikskránni. Þetta er eitt fjálg-
legasta smáverk sinnar teg-
undar —- eitt það fjálgleg-
asta.
A. B.
VILHJÁLMUft ÞÓR
i
Framhald af 8. síðu.
hjálmur Þór komst síðustu miss-
irin á íslandi. Þeir geta huggað
sig við það, að hvert einasta
sendiráð á íslandi, hvert ein-
asta bla'ð, sem hér hefur full-
trúa, hafa sent greinargóðar lýs-
ingar á skrifum allra blaða um
málaflækjui' og ákærur á hend
ur Vilhjálmi.
Leggsl lágl
Ríkisstjórn Ólafs Thors hefur
nú lagzt lægra en ætlað var og
var þó ekki sérstakt álit á hinni
mórölsku hlið hennar í fjármál-
um. Burt séð frá því, að landið
í heild bíðui' hnekki við þetta
hringl með Vilhjálm Þór, þá er
réttarfarinu á íslandi, lögum
okkar og svonefndum siðferðis-
legum styrk svo hroðalega of-
boðið að jaðrar við rothögg.
Sprengt og sligaB
Það er víst að ráðherrar okkar,
þessir einföldu sveitamenn smá
landsins, hafa nú ekki upp skor
ið annað en fyrirlitningu Vil-
hjálms, sem hefur rótgróna fyr
irlitningu á stjórnmálamönnum,
jafnvel fóstrum sínum frám-
sóknarmönnum. Sigur hans jrfir
réttarfari og stjórn landsins er
einfaldur í mikilleik sínum.
Hann hefur svínbeygt stjórn-
ina, sprengt undir sér Gjdfa en
hálfsligað hinar drógarnar sínar.
Það er svo sem ekki nein harma
fregn né óvænt tíðindi þótt þetta
komi fyrir. Eflaust hefur Vil-
hjálmur bara hótað dálitlu og
hinir gugnað.
En þjóðin er sannarlega ekki
vel á vegi stödd, þegar einn
maður getur kúgað stjórnina og
hlegið að gjörvöllu réttarfarinu.
Nú er það aðeins Hæstiréttur,
sem jafnast á við Vilhjálm og
við veðjum að jöfnu á V. Þór
hvor sigrar þegar þar að kemur.
Flugvöliurinn
1
Frarnhald af 8. síðu.
herinn rekið völlinn þjóðinni til
skammar, því eins og skilja má,
þá hafa hermenn lítinn áhuga á
rekstri flugvallar, matsölu og
dekri við gesti, sem margir gei'a
fui'ðulegar kröfur og heirnta mat
og afgreiðslu á öllum tímum
sólarhringsins og engar refjar.
Það er vissulega ástæða til að
fagna því, að rékstui'inn verður
nú á ábyrg'ð einkafyrirtækis,
sem áhuga hefur fyrir ferða-
mönnum og kann að koma fram
við þá, og kynna þeim það
góða, og sérkennilega við landið
og þannig efla ferðamanna-
straum hingað.
Verður ekki annað séð en að
vonir standi nú til, að rekstur
alþjóðaflugvallar í Keflavik
verði þjóðinni til sóma og þá
hverfi sú lítilsvirðing, sem marg
ir erlendir gestir hafa haft á
rekstrinum þar syðra og öllu
því ólánsfyrirkomulagi, sem þar
hefur ráðið ríkjum.
30% geslanna
ssqf
Fi'amhald af 4. síðu.
heldur aðeins vinsældum sín
um meðan sýnt er í verki að
hann vinnur að ..almennri
heill bæjarbúa en lætur ekki
slík flokksþý eins og bæjar-
werkfræðing Thoroddsen
teyma sig á asnaevrunum í
allskyns óþarfar framkvæmd
ir a. m. k. enn sem komið
er. Það er margt sem þarí
að . gera en skynsamir . menn
verða að meta og velja livað
kallar mest að, og eins og
gatnagerð er varið hér, þá er
það einmitt göturnar innan
bæjarins, sem luu-fa úrbóta
og þann kostnað er hægt að
fá að einhverju leyti með því
að stöðva hinar brjálæðislegu
framkvæmdir auðnuleysingj-
anna sem standa fyrir Miklu-
brautai’framkvæmdunum.
Framhald af 1. síðu
síðan yrðu ýms opinber fyrir-
tæki, t. d. útvarpið skylduð til
að hafa ofan af fyrir þeirn með.
a. m. k. einhverju efni við þeirra
hæfi í stað þess að útvarpa að-
eins fyrir börn upp til 10 ára
aldu.rs, og öldunga, sem lifa í
horfinni tíð. Eitt af því, s.em
heldur unglingum. á næturrölti
og veitingastofum er það, a'ð
þau fá enga skemmtun eða á-
nægju í heimahúsmn, ekkert
efni útvarpsins er miðað við
þörf þirra eða öskir, heldur að-
eins hugsað .um að „vera vitur,
flytja fræðandi erindi,“ hið ei-
! lífa brölt afvegaleiddra mennta
j manna, til þess að tvoða inn í
j þjóðina fróðleik, sem einstakl-
| ingar kunna að vilja, en heildin
I ekki.
| Það er krafa allra manna og
| kvenna, að hið opinbera komi
unglingum burtu a£ vínveitinga-
stöðunum og afmá smánarbletfc
þjóðarinnai', sem Valdið liefur í
áratugi þjóðinni álitslinekki og
vekur enn í dag' hros og með-
aumkvun allra þeirra gesta semf
hingað sækja.
J. S. j