Morgunblaðið - 30.05.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2005 F 11
Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, Fax 512 12 13, Netfang foss@foss.is
Bragi Björnsson
lögmaður og
löggiltur
fasteignasali
Úlfar Þ. Davíðsson
sölustjóri
Jónas Valtýsson
sölumaður
Börkur Hrafnsson
lögmaður og
löggiltur
fasteignasali
HÁTÚN 6A
SÍMI
5 12 12 12
FAX
5 12 12 13
Netfang:
foss@foss.is
FASTEIGNASALA
BALDURSGATA - 3JA HERBERGJA
Íbúðin er í mjög góðu ásigkomulagi, björt og falleg. Komið inn á gang með fatahengi. Baðher-
bergi með flísum á gólfi og að hluta á veggjum, sturtuklefi. Rúmgott svefnherbergi með stórum
fataskáp. Gott eldhús með nýlegum hvítum innréttingum , flísar á gólfi og á einum vegg, tengt
fyrir þvottavél. Björt stofa, borðstofa með ljósu plastparketi á gólfi. Gengið úr stofu í annað
svefnherbergi/vinnuherbergi og þaðan útgengt á svalir með góðu útsýni. FRÁBÆR EIGN Á
MJÖG SVO EFTIRSÓTTUM STAÐ Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR. Verð 16,9 millj.
FJÖRUGRANDI - VESTURBÆ
FRÁBÆR EIGN Á AFAR VINSÆLUM STAÐ Í VESTURBÆ. UM ER AÐ RÆÐA 292,5 FM RAÐHÚS
Á ÞREMUR HÆÐUM. Hol, marmari á gólfi, skápur, gestasnyrting. Útgengt í bílskúr úr holi.
Komið inn í stórt rými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu. Eldhús er opið og stórt
með sérsmíðuðum innréttingum. Vönduð tæki. Stofa og borðstofa í alrými, stór, hlaðinn arinn í
stofu, gegnheil eik á gólfum. Útgengt úr stofu á viðarpall, girðing í kring. Loft í stofu og borð-
stofu, teiknað af innanhússarkitekt. Stigi upp á 2. hæð með kókos á gólfi. Á annarri hæð eru 4
mjög stór svefnherbergi, ljóst parket á gólfum. Stórt baðherbergi með baðkari og sturtuklefa,
flísalagt. Sérþvottahús á hæð. Ris, eitt stórt rými sem ekki er inni fermetrafjölda. Nýtist sem
skrifstofa eða sjónvarpsherbergi, þakgluggar. Í kjallara er gengið niður stiga með kókosteppi.
Full lofthæð, stafaparket á gólfum. Þrjú herbergi og gott rými með vatnslögnum, hugsað undir
gufubað. Eigninni fylgir 26 fm innbyggður bílskúr. Hitalögn er í plani. Húsið var málað fyrir ári
síðan og múrað fyrir tveimur árum. GÓÐ EIGN Á EINUM VINSÆLASTA STAÐ Í VESTURBÆ
REYKJAVÍKUR. STUTT Í SKÓLA. HÚSIÐ ER Í BOTNLANGA, ER ÞVÍ Á AFAR RÓLEGUM STAÐ.
VERÐ 49,7 MILLJ.
ENGJASEL - 4RA-5 HERBERGJA
Íbúðin er 107,4 fm á 3. hæð með góðu útsýni, ásamt stæði í bílskýli 30,7 fm og er skráð hjá Fmr.
4ra herbergja en er nýtt sem 5 herbergja í dag. Gengið er inn í hol með parketi á gólfi og fata-
skáp. Úr holi í stofu með parketi á gólfi. Eldhús með flísum á gólfi og upprunalegum innrétting-
um. Úr eldhúsi er svefnherbergi, þaðan útgengt á suðursvalir. Úr holi er farið inn gang í sjón-
varpshol ásamt þremur svefnherbergjum með plastparketi á gólfum og baðherbergi með flís-
um á gólfi og baðkari með sturtuhaus. Þvottaherbergi í íbúðinni. Sérgeymsla. Stór sameiginleg
hjóla- og vagnageymsla. Stórt sameiginlegt útivistarsvæði fyrir börn með leiktækjum fyrir
framan húsið. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Rólegt og fjölskylduvænt umhverfi. Verð 17,5 millj.
NAUSTABRYGGJA - GLÆSILEG
Stórglæsileg 143,8 fm („PENTHOUSE“) íbúð á góðum stað við Naustabryggju í Reykjavík. Bíl-
skýli fylgir eigninni. Um er að ræða fimm herbergja glæsiíbúð á tveimur hæðum með góðu út-
sýni. Allar innréttingar og gólfefni mjög vönduð. Komið inn í stórt alrými sem samanstendur af
holi, stofu, borðstofu og eldhúsi. Mjög mikil lofthæð eða um 6 metrar sem gefur íbúðinni mikið.
Á neðri hæð er einnig svefnherbergi og gestasnyrting. Gengið upp afar fallegan stiga á aðra
hæð. Þar eru 3 svefnherbergi og fallegt baðherbergi. Sérþvottahús í íbúð. Stórir og miklir
gluggar sem gefa mikla birtu. Þrjár svalir, þar af stór verönd á þaki með skjólgarði og frábæru
útsýni, hægt að setja heitan pott. Verð 34,9 millj.
GYÐUFELL - SÉRGARÐUR
UM ER AÐ RÆÐA RÚMGÓÐA OG VEL SKIPULAGÐA 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ VIÐ GYÐUFELL Í
REYKJAVÍK. SÓLSKÁLI OG SÉRGARÐUR MEÐ RÓLUM O.FL. Komið inn á gang með parketi.
Baðherbergi með dúk á gólfi, hvít innrétting, baðkar. Rúmgott opið rými með stofu og borð-
stofu í alrými, nýtt parket á gólfum. Rúmgott svefnherbergi. Opið eldhús. Nýlagt parket er á
gólfum. Úr stofu er gengið út í sólskála og þaðan í sérgarð með rólum o.fl. Í sameign er
geymsla, sam. þvottahús og þurrkherbergi ásamt hjóla- og vagnageymslu. VERÐ 11,9 MILLJ.
ESKIHOLT - EINBÝLI Í GARÐABÆ
FOSS FASTEIGNASALA KYNNIR EINSTAKT EINBÝLISHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM Á STÓR-
KOSTLEGUM ÚTSÝNISSTAÐ VIÐ ESKIHOLT Í GARÐABÆ. TVÖFALDUR BÍLSKÚR MEÐ TVEIM-
UR HURÐUM. BÍLSKÚR ER 48,4 FM. HÚSINU HEFUR VERIÐ MJÖG VEL HALDIÐ VIÐ OG ER Í
MJÖG GÓÐU ÁSIGKOMULAGI. ALLAR INNRÉTTINGAR VANDAÐAR SVO OG GÓLFEFNI Í HÁ-
UM GÆÐAFLOKKI. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR FÁST Á SKRIFSTOFU FOSS FASTEIGNA-
SÖLU Í SÍMA 512 1212. EIGANDI ÓSKAR EFTIR TILBOÐUM.
EINBÝLI Á TVEIMUR HÆÐUM Á GÓÐUM
STAÐ VIÐ LANGHOLTSVEG Í REYKJAVÍK
Húsið er á tveimur hæðum og er 148 fm ásamt tvískiptum bílskúr, 40 fm. Eigninni er í dag skipt
í tvær íbúðir en er upprunaleg ein íbúð. Á efri hæð er eldhús, stofa, borðstofa sem er notuð
sem svefnherbergi og annað stórt svefnherbergi með góðu skápaplássi og baðherbergi.
Gengið er niður á neðri hæð í þvotthús þar sem er sturtuklefi. Á neðri hæð er eitt svefnher-
bergi, stofa, eldhús, þvottahús og baðherbergi ásamt geymslu. Stór bílskúr fylgir sem er tví-
skiptur og er hægt að nota hluta af honum sem sérvinnuaðstöðu. Viðarsólpallur í garðinum.
Góð lóð er við húsið sem gefur góða möguleika. Verð 32,5 millj.
ÞÓRUFELL - 3JA HERBERGJA
Komið inn í hol með dúk á gólfi og fataskáp. Tvö rúmgóð svefnherbegi með fataskápum. Stórt
eldhús með borðkrók, hvítum viðarinnréttingum og korkdúkur á gólfi. Baðherbergi með bað-
kari/sturtuhaus, dúkur á gólfi og flísar að hluta á veggjum. Góð stofa, útgengt á svalir sem
snúa suð/vestur með góðu útsýni. Sérgeymsla á jarðhæð. Sameiginlegt þvottahús og þurrk-
herbergi á jarðhæð. Sameiginleg vagna-/hjólageymsla á jarðhæð. Snyrtileg sameign. GÓÐ
EIGN Á GÓÐUM STAÐ Í BREIÐHOLTINU. Verð 12,9 millj.
Hafnarfjörður - Hjá Fasteignastof-
unni er nú til sölu einbýlishús við
Lækjarkinn 10 í Hafnarfirði. Húsið
skiptist í kjallara, hæð og ris. Það
er steinsteypt og klætt að utan með
áli.
„Þetta er mjög gott og vel við
haldið 280 ferm. einbýlishús á vin-
sælum og eftirsóttum stað í Hafn-
arfirði,“ segir Ívar Ásgrímsson hjá
Fasteignastofunni. „Þar af er kjall-
ari 70,3 ferm., bílskúr 26 ferm., hæð
96,3 ferm. og ris 87,6 ferm.
Forstofa er með flísum á gólfi og
fatahengi, en úr forstofu er gengt
niður í kjallara. Gangur er með
parketi. Þar er steyptur stigi með
teppi upp í ris og skápur á gangi við
baðherbergi, en baðherbergið hefur
allt verið endurnýjað, einnig lagnir
og það er flísalagt með baðkari með
sturtu. Einnig er innrétting og
skápar. Ennfremur er herbergi með
parketi á gólfi og annað herbergi
með dúk á gólfi og skáp. Eldhús er
með parketi á gólfi, eldri innrétt-
ingu, flísum á milli skápa og borð-
krók. Borðstofa er með teppi á gólfi
og einnig er mjög rúmgóð stofa með
teppi á gólfi.
Í risi er pallur með teppi á gólfi,
en gangur er með parketi á gólfi.
Einnig eru tvö herbergi, teppi á
gólfi á öðru en dúkur á hinu. Bað-
herbergi er með dúk á gólfi, sturtu-
klefa, glugga, en inn af baði er síðan
góð geymsla. Eldhús er með dúk á
gólfi og ágætri viðarinnréttingu.
Enn fremur er herbergi með teppi á
gólfi og skáp, stofa með parketi og
einnig sólstofa með flísum á gólfi.
Sérinngangur er í kjallara að
framanverðu. Í honum er gott hol
með flísum á gólfi, brattur timb-
urstigi upp á efri hæð, mjög rúm-
gott þvottaherbergi og þrjár góðar
geymslur. Bílskúr er í góðu ástandi
en þó nokkuð bratt niður í hann frá
götu. Geymsla er í enda skúrsins.
Ásett verð er 37 millj. kr.
Lækjarkinn 10
Kaupendur
Þinglýsing – Nauðsynlegt er að
þinglýsa kaupsamningi strax hjá við-
komandi sýslumannsembætti. Það er
mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamn-
inga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun
bæjaryfirvalda áður en þeim er þing-
lýst.
Greiðslustaður kaupverðs – Al-
gengast er að kaupandi greiði af-
borganir skv. kaupsamningi inn á
bankareikning seljanda og skal hann
tilgreindur í söluumboði.
Greiðslur – Inna skal allar
greiðslur af hendi á gjalddaga. Selj-
anda er heimilt að reikna dráttarvexti
strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15
daga greiðslufrestur.
Lánayfirtaka – Tilkynna ber lán-
veitendum um yfirtöku lána.
Lántökur– Skynsamlegt er að gefa
sér góðan tíma fyrir lántökur. Það
getur verið tímafrekt að afla tilskil-
inna gagna s. s. veðbókarvottorðs,
brunabótsmats og veðleyfa.
Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á,
hafa verið undirrituð samkvæmt um-
boði, verður umboðið einnig að fylgja
með til þinglýsingar. Ef eign er háð
ákvæðum laga um byggingarsam-
vinnufélög, þarf áritun bygging-
arsamvinnufélagsins á afsal fyrir
þinglýsingu þess og víða utan
Reykjavíkur þarf áritun bæjar/
sveitarfélags einnig á afsal fyrir þing-
lýsingu þess.
Samþykki maka – Samþykki maka
þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og
veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan
býr í eigninni.
Gallar – Ef leyndir gallar á eigninni
koma í ljós eftir afhendingu, ber að
tilkynna seljanda slíkt strax. Að öðr-
um kosti getur kaupandi fyrirgert
hugsanlegum bótarétti sakir tómlæt-
is.
Gjaldtaka
Þinglýsing – Þinglýsingargjald
hvers þinglýsts skjals er nú 1.200 kr.
Stimpilgjald– Það greiðir kaupandi
af kaupsamningum og afsölum um
leið og þau eru lögð inn til þinglýs-
ingar. Ef kaupsamningi er þinglýst,
þarf ekki að greiða stimpilgjald af af-
salinu. Stimpilgjald kaupsamnings
eða afsals er 0,4% af fasteignamati
húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri
milljón.
Skuldabréf – Stimpilgjald skulda-
bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar-
upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af
hverjum 100.000 kr. Kaupandi greiðir
þinglýsingar- og stimpilgjald útgef-
inna skuldabréfa vegna kaupanna, en
seljandi lætur þinglýsa bréfunum.
Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl,
sem ekki eru stimpluð innan 2ja mán-
aða frá útgáfudegi, fá á sig stimp-
ilsekt. Hún er 10% af stimpilgjaldi fyr-
ir hverja byrjaða viku. Sektin fer þó
aldrei yfir 50%.
Skipulagsgjald – Skipulagsgjald er
greitt af nýreistum húsum. Af hverri
byggingu, sem reist er, skal greiða
3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af
brunabótavirðingu hverrar húseignar.
Nýbygging telst hvert nýreist hús,
sem virt er til brunabóta svo og við-
byggingar við eldri hús, ef virðing-
arverð hinnar nýju viðbyggingar
nemur 1/5 af verði eldra hússins.
Minnisblað