Morgunblaðið - 30.05.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2005 F 33
Vorum að fá í einkasölu 2-3ja herb.
íbúð á efstu hæð í snyrtilegri blokk.
Falleg gólfefni, olíuborið parket, hátt
til lofts, aukaherbergi sem nýtist
sem gestaherbergi og/eða skrifs-
stofa. Rúmgott svefnherbergi. Stór-
ar og góðar svalir í suður. Fallegt út-
sýni. Þvottahús á hæðinni, hver með sínar vélar. Ásett verð: 15,9 millj.
2ja herb. FLÉTTURIMI 31
112 GRAFARVOGUR
FASTEIGNASALAN KLETTUR
KYNNIR Í EINKASÖLU mjög góða
4ra herbergja íbúð, 113 fm + 36,5
fm stæði í bílageymslu, samtals
149,5 fm, á góðum stað. Íbúðin
skiptist í forstofu, sjónvarpshol, eld-
hús, stofu, borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, sameiginlegt
þvotta/þurrkherbergi og sérgeymslu. Gólfefni á íbúð eru parket og flísar.
Húsið hefur nýlega verið klætt að utan með Steni-plötum. Ásett verð:
19,9 m.
4ra herb. ENGJASEL
109 REYKJAVÍK
STÓRT OG GOTT 219,5 fm miðju-
raðhús með innbyggðum bílskúr.
Húsið, sem er á tveimur hæðum, er
um 240 fm með óuppfyllta rýminu á
jarðhæð. Innréttingar hafa fengið að
halda sér. Stutt í alla þjónustu og
góð aðkoma að húsinu. Útsýnið er
gott. Eignin getur verið laus fljót-
lega. ÁSETT VERÐ: 32,4 MILLJ.
RAÐ OG
PARHÚS HÁLSASEL
FASTEIGNASALAN KLETTUR
KYNNIR Í EINKASÖLU mjög glæsi-
legt tveggja íbúða 184 fm raðhús á
tveimur hæðum ásamt 24 fm bíl-
skúr, samtals 208 fm. Mjög glæsi-
legar innréttingar og gólfefni. Íbúð-
irnar eru báðar 3ja herb. Suðurver-
önd. Stutt í alla þjónustu og skóla.
Ásett verð 39,8 m.
RAÐHÚS MEÐ
AUKAÍBÚÐ
VIÐARÁS - ÁRBÆ - TVÆR
ÍBÚÐIR ÁSAMT BÍLSKÚR
Glæsileg og vel hönnuð 2ja her-
bergja íbúð á góðum og rólegum
stað í barnvænu hverfi rétt við Foss-
vogsdalinn. Gólfefni á íbúðinni eru
parket, flísar og dúkur. Gott útsýni
er úr íbúðinni. Til að sjá myndir af
eigninni er hægt að fara á vefslóð-
ina: http://erlingormar.net/astun2.
Ásett verð: 15,3 millj.
2ja herb. ÁSTÚN 2
200 KÓPAVOGI
Hafin er samvinna milli RC húsa og Fasteignasölunnar Kletts ehf. um sölu á RC húsum.
Um er að ræða íbúðarhús, sumarhús og fjölnota hús, bæði stór og lítil.
Framtíðarhús með fortíð
RC húsin eru sérunnin hugmynd um einstök íslensk framtíðarhús. Hugmyndin á rætur í norsku timburhúsunum, sem reist
voru hér á landi á ýmsum stöðum í kringum aldamótin 1900. Af þeim eru mörg þekkt, eins og Höfði og ráðherrabústað-
urinn við Tjarnargötu í Reykjavík, sem upphaflega var byggður sem kaupmannshús á Flateyri. Þessi hús voru stundum
kölluð "norsku katalóghúsin" af því að þau voru pöntuð eftir norskum myndalistum. Efnið kom unnið og kemur enn í dag,
tilsniðið og merkt til samsetningar. Þessi hús hafa staðist tímans tönn og sérstætt íslenskt veðurfar og mörg þeirra eru
enn með traustustu og glæsilegustu húsum landsins, jafnt að utan sem að innan. Á síðustu 17 árum hefur verið byggður
fjöldinn allur af RC húsum og hafa þau reynst afburða vel.
RC hús bjóða nú „ROYAL“ þrýstifúavörn, þar sem allt útitimbur er nú soðið í náttúruvænum olíum í þrýstitönkum við
300° hita og í þeim lit sem kaupandi óskar eftir að hafa hús sitt í. Eftir þetta þarfnast timbrið ekki eftirmeðferðar fyrr
en eftir 6-10 ár.
www.rchus.is — „RC-hús - þar sem gæðin skipta máli“ — www.klettur.is
Vorum að taka í einkasölu glæsilegt
raðhús sem hefur að allt það sem fal-
legt raðhús þarf að hafa upp á að
bjóða. Innbyggður skúr sem er innan-
gengt í, 4 svefnherbergi, tvö baðher-
bergi (eitt á hvorri hæð), stórt þvotta-
hús, gott bílaplan, falleg gólfefni, glæsi-
legar innréttingar og skápar. Umfram
allt frábært útsýni yfir Elliðavatn og
fjallahringinn. Staðsetningin er óumdeil-
anlega ein sú besta sem völ er á. Allar
nánari upplýsingar um húsið er hægt
að fá hjá sölumönnum.
FELLAHVARF - VIÐ ELLIÐAVATN - STÓRGLÆSILEGT RAÐHÚS
Á FRÁBÆRUM STAÐ - 183,2 FM M. BÍLSKÚR
NÝTT
Raðhús
FASTEIGNASALAN KLETTUR
KYNNIR Í EINKASÖLU mjög rúm-
góða 92 fm 4ra herbergja íbúð á
jarðhæð í litlu fjölbýli með sérinn-
gangi og sér verönd. Forstofa með
flísum. Linoleum-dúkur á gólfum á
holi, eldhúsi, gangi og hjónaher-
bergi. Parket á stofu og einu herbergi. Sólskáli með flísum á gólfi. Út-
gengt á hellulagða sérverönd og lóð. Ásett verð: 17,9 m.
4ra herb. VEGGHAMRAR
GRAFARVOGI
Seljendur
Sölusamningur – Áður en fast-
eignasala er heimilt að bjóða eign til
sölu, ber honum að ganga frá sölu-
samningi við eiganda hennar um
þjónustu fasteignasala á þar til gerðu
samningseyðublaði. Eigandi eignar
og fasteignasali staðfesta ákvæði
sölusamningsins með undirritun
sinni. Allar breytingar á sölusamningi
skulu vera skriflegar. Í sölusamningi
skal eftirfarandi koma fram:
Tilhögun sölu – Koma skal fram,
hvort eignin er í einkasölu eða al-
mennri sölu, svo og hver söluþóknun
er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind-
ur eigandi eignarinnar sig til þess að
bjóða eignina aðeins til sölu hjá ein-
um fasteignasala og á hann rétt til
umsaminnar söluþóknunar úr hendi
seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld
annars staðar. Einkasala á einnig við,
þegar eignin er boðin fram í maka-
skiptum. – Sé eign í almennri sölu má
bjóða hana til sölu hjá fleiri fast-
eignasölum en einum. Söluþóknun
greiðist þeim fasteignasala, sem sel-
ur eignina.
Auglýsingar – Aðilar skulu semja
um, hvort og hvernig eign sé auglýst,
þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða
með sérauglýsingu. Auglýsingakostn-
aður skal síðan greiddur mán-
aðarlega samkv. gjaldskrá dagblaðs.
Öll þjónusta fasteignasala þ. m. t.
auglýsingar er virðisaukaskattskyld.
Gildistími – Sölusamningurinn er
uppsegjanlegur af beggja hálfu með
fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera
þarf það skriflega. Ef einkasölusamn-
ingi er breytt í almennan sölusamn-
ing þarf einnig að gera það með skrif-
legum hætti. Sömu reglur gilda þar
um uppsögn.
Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en
eignin er boðin til sölu, verður að út-
búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal
leggja fram upplýsingar um eignina,
en í mörgum tilvikum getur fast-
eignasali veitt aðstoð við útvegun
þeirra skjala sem nauðsynleg eru.
Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk
beins útlagðs kostnaðar fasteignasal-
ans við útvegun skjalanna. Í þessum
tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:
Veðbókarvottorð – Þau kosta nú
900 kr. og fást hjá sýslumannsemb-
ættum. Opnunartíminn er yfirleitt
milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbók-
arvottorði sést hvaða skuldir (veð-
bönd) hvíla á eigninni og hvaða þing-
lýstar kvaðir eru á henni.
Greiðslur – Hér er átt við kvittanir
allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem
eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem
á að aflýsa.
Fasteignamat – Hér er um að
ræða matsseðil, sem Fasteignamat
ríkisins sendir öllum fasteignaeig-
endum í upphafi árs og menn nota
m.a. við gerð skattframtals. Fast-
eignamat ríkisins er til húsa að Borg-
artúni 21, Reykjavík sími 5155300.
Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða
gjaldheimtur senda seðil með álagn-
ingu fasteignagjalda í upphafi árs og
er hann yfirleitt jafnframt greiðslu-
seðill fyrir fyrsta gjalddaga fasteigna-
gjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna
greiðslu fasteignagjaldanna.
Brunabótamatsvottorð – Vott-
orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem
eignin er brunatryggð hjá. Vottorðin
eru ókeypis. Einnig þarf kvittanir um
greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt
brunabótamat á fasteign, þarf að
snúa sér til Fasteignamats ríkisins og
biðja um nýtt brunabótamat.
Hússjóður – Hér er um að ræða yf-
irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu
húsfélags um væntanlegar eða yf-
irstandandi framkvæmdir. Formaður
eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út-
fylla sérstakt eyðublað Félags fast-
eignasala í þessu skyni.
Afsal – Afsal fyrir eign þarf að
liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er
hægt að fá ljósrit af því og kostar það
nú kr. 100.
Minnisblað