Morgunblaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2005 F 41 Gullengi – 4ra herb. Grafar- vogi *NÝTT Á SKRÁ* Góð 95 m2, 4ra her- bergja endaíbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli ásamt bílastæði í bílageymslu. Eldhús m/borð- krók, björt stofa, 3 góð svefnherbergi, baðherbergi m/kari og sér þvottahús. Stórar svalir í suðurátt og gott útsýni til norðurs. Mjög stutt í Spöngina, svo og skóla/leikskóla. Verð 19,5 m. Kleppsvegur – 3ja herb - RVK Rúmgóð 86,3 m2, 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í 4ra hæða fjölbýli við Kleppsveg í Reykjavík. 2 góð svefnherbergi, mjög stór stofa/borðstofa, lítið eld- hús og baðherbergi með kari. Mjög mikið útsýni úr íbúðinni til norðurs og austurs. Verð kr. 14,9 m. Gullsmári – 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Þetta er mjög falleg 80,3 m2 endaíbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli í Kópavogi. Eikarparket er á stofu, eldhús, svefnherbergjum og holi, en flísar í forstofu og baði. Allar innréttingar eru úr eik sem og innihurðir. Fín staðsetning rétt við Smáralind, heilsugæslu, skóla og íþróttasvæði. Verð kr. 18,5 . Hjallahlíð – 65 m2 2ja herb. Erum með bjarta og vel skipulagða 65,8 m2, 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu 2ja hæða fjölbýli. Stórt svefnherbergi, eldhús með fínni innréttingu, stofa og geymsla sem nota má sem leikherbergi. Baðherbergi með sturtu og sér þvottahús. Svalir í suðvestur. Verð kr. 14,9 m.  Klapparhlíð – 2ja herb. Erum með 65 m2, 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli. Rúmgott svefnherbergi m/mahony skáp, baðherbergi með sturtu, sér þvottahús, mahony eldhúsinnrétting, björt stofa og sér geymsla Góð- ar suðursvalir með mjög miklu útsýni. Sérinn- gangur af opnum stigagangi. Leigutekjur eru af íbúðinni út júní 2005.Verð 14,9 m. Blikahöfði – 4ra herb. Erum með fallega 100 m2 íbúð á 2. hæð í nýlegu 3ja hæða fjölbýli rétt við Lágafellsskóla. 3 góð svefnher- bergi, baðherbergi m/kari, sér þvottahús, rúmgóð stofa og eldhús m/borðkrók. Stórar svalir í suð- vestur með góðu útsýni. Íbúðin er til afhendingar í lok maí. Þetta er rúmgóð og björt íbúð í nýlegu og vinsælu hverfi. Mjög stutt í skóla og leikskóla. Verð kr. 20,7 m. Þverholt – 3-4ra herb. Erum með stóra og bjarta 99,6 m2, 3-4ra herbergja íbúð á efstu hæð í 4 hæða fjölbýli við Þverholt. Íbúðin skiptist í stóra stofu og eldhús með mikilli loft- hæð, 3 svefnherbergi og baðherbergi með kari, flísalagt í hólf og gólf. Frá stofu eru svalir í suð- vestur með mjög fallegu útsýni. Stutt í alla þjón- ustu. Verð kr. 17,8 m. Hlíðarás – 139,8 m2 neðri sérhæð Erum með fallega og bjarta 139,8 m2 neðri sérhæð í tvíbýli með góðu útsýni. 3 góð svefnherbergi, baðherbergi með baðkari og sturtu. Sér þvottahús og góð geymsla. Góð stofa og eldhús með borðkrók. Úr stofu er gengið út á timburverönd og sérgarð. Bílskúrsréttur fylgir íbúðinni. **Verð kr. 22,5 m** Reykjamelur – 132 m2 einbýl- ishús. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 111,9 m2 bjálkahús á einni hæð ásamt 20,2 m2 bílskúr á fal- legum stað í Mosfellsbæ. Í húsinu eru 3 svefnher- bergi, góð stofa, eldhús, baðherbergi, þvottahús og sólskáli með heitum potti. Bílskúrinn er í dag notaður sem geymsla og vinnuherbergi. Fallegur suðvestur garður með timburverönd. Þetta er fal- leg og sjarmerandi eign á rólegum stað.Verð kr. 31,5 m. Birkilundur – 216,1 m2 einbýli Erum með fallegt 173,8 m2 einbýlishús á 2 hæð- um ásamt 42,3 m2 bílskúr í újaðri Mosfellsbæjar, rétt við Reyki. Neðri hæðin skiptist í eldhús, stofu, borðstofu, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðher- bergi og þvottahús. Á efri hæðinni er stór setu- stofa, sjónarvarpshorn, eldhúskrókur, baðherbergi og svefnherbergi. Fallegur suðvesturgarður með timburkofa fyrir börnin. Verð kr. 38,6 m. Birkiteigur - 186,6 m2 einbýli. Erum með fallegt 140,4 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt 46,2 m2 frístandandi bílskúr með fal- legum garði við Birkteig. Íbúðin skiptist í 4 góð svefnherbergi, stóra stofu og borðstofu, eldhús með nýlegri eikarinnréttingu, gott sjónvarpshol, baðherbergi með kari og sturtu, gestasalerni og gott þvottahús. Hellulagt bílaplan m/snjóbræðslu og fallegur suðurgarður. Verð kr. 37,9 m. Sumarbústaðarparadís á Þingvöllum. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá einstaka sumarbústaðarparadís rétt við Þingvallar- vatn, með tveimur sumarbústöðum, stórum bílskúr og saunahúsi á 8.000 m2 eignarlóð úr landi Mið- fells. Aðalbústaðurinn er 69 m2 með tveimur svefn- herbergjum, stórri stofu, eldhúsi og baði, stór timb- urverönd tengir bústaðinn við 17 m2 hús með saunaklefa, baðherbergi og svefnaðstöðu. Þarna er einnig 45 m2 gestabústaður með tveimur svefnher- bergjum, salerni, eldhúskrók, stofu og timburver- önd. Að lokum er 45 m2 flísalagður bílskúr, fínn fyr- ir bíl og bát. Þetta er eign fyrir vandláta. Byggðarholt – 131,5 fm endaraðhús Vorum að fá gott 2ja hæða endarað- hús í þyrpingu svipaðra húsa rétt við miðbæ Mosfellsbæjar. Aðalhæðin skiptst í stofu, eldhús, hol og forstofu, en á neðri hæð eru tvö herbergi, hol, baðherbergi, saunaklefi og geymsla. Góð timburverönd og sérgarður í suð- vestur og hellulagt bílastæði fyrir framan húsið. Leiksvæði er rétt við húsið og stutt í alla þjónustu.Verð kr. 22,9 m. Blikahöfði – 3ja herb íbúð. Vorum að fá mjög fallega 99,8 m2, 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í nýlegu fjölbýli á vestursvæði Mosfellsbæjar. Íbúðin er mjög björt og rúmgóð, eik- arparket er á gólfum nema að flísar eru á forstofu og baðherbergi. Mjög falleg kirsuberjainnrétting er í eldhúsi. Mjög stutt í skóla og leikskóla auk þess gönguleiðir og golfvöllur eru rétt við húsið.Verð kr. 19,8 m. N Ý TT Á SK R Á Skeljatangi – 4ra herb. Mjög falleg 94,2 m2 íbúð á 2. hæð í litlu fjórbýlishús með sérinngangi af opnum svalagangi og góðum svölum. 3 góð svefnherbergi, baðherbergi flís- lagt í hólf og gólf m/baðkari, sér þvottahús/geymsla, stofa og eldhús. Eikarparket og flísar á gólfum. Frábær staðsetning, rétt við lítinn leikvöll, leik- skóli og grunnskóli í næsta nágrenni. Verð kr. 19,7 m. Brattholt – 176,3 fm endaraðhús Vorum að fá fallegt 176,3 m2 end- araðhús á 2 hæðum á góðum stað í Mosfellsbæ. Aðalhæðin skiptist í tvö svefnherbergi, stóra stofu, eldhús, borðstofu og sólstofu, en neðri hæðin skiptist í tvö herbergi, baðherbergi, saunaklefa, þvottahús og stóra geymslu. Sér inngangur er í neðri hæðina. Þetta er tilvalin eign fyrir stóra Verð kr. 30,8 m. N Ý TT Á SK R Á N Ý TT Á SK R Á N Ý TT Á SK R Á Sumarbústaður í Mosfellsdal 68 m2 sumarbústaður á 1,5 ha. eignarlóð á mjög fallegum stað í Mosfellsdal. Mikill og hár trjágróð- ur er á landinu, sem stendur fyrir neðan Laxness, rétt við Bakkakotsvöll. Í bústaðnum er eldhús, 2 svefnherbergi, stofa, baðherbergi m/sturtu, gufu- bað og gestasalerni, bæði heitt og kalt vatn er í bústaðnum sem og rafmagn.Verð kr. 22,0 m. 10 ha jörð í Mosfellsdal Erum með 10 ha landspildu á góðum stað í Mosfellsdal. Á landinu er 72 m2 einbýlishús með verönd og heitum potti, auk útihúss. Mikil trjárækt er í kring- um húsið. Landið er á fallegum stað rétt við Köld- ukvísl, auk þess sem er 9 holu golfvöllur við Bakkakot er rétt við landið. Vinna er í deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir einbýlishúsi, reiðskála, gróðurhúsi og smáhýsi fyrir ferðaþjónstu. Þetta er lóð sem býður upp á ýmis tækifæri. VANTAR SUMARBÚSTAÐAR- LÓÐ Erum með áhugasaman kaupanda að frí- stundarlóð í nágrenni við Mosfellsbæ, t.d. við Sil- ungatjörn, Krókaatjörn eða Selvatn. UPPSVEITIR Árnessýslu voru lengi vinsæl- asta frístundahúsasvæði fólks á höfuðborg- arsvæðinu, en eftir að Hvalfjarðargöngin voru opnuð hefur Borgarfjörður verið í stöð- ugri sókn og eftirspurn eftir lóðum þar farið vaxandi. Sl. vor var farið að úthluta lóðum á nýju svæði í landi Stóra-Áss í Borgarfirði, en þá voru þar skipulagðar um 60 frístundahúsa- lóðir og áður höfðu verið skipulagðar 34 lóð- ir. Búið er að úthluta eða byggja á tæplega 40 af þessum lóðum, flestum á fyrra svæð- inu. Stærð lóðanna er á bilinu 4.000–7.000 ferm. Stóri-Ás er ofarlega í Borgarfirði, um 9 km neðan við Húsafell. Um eins og hálfs tíma akstur er þangað frá Reykjavík. Ábú- endur eru Kolbeinn Magnússon og Lára Kristín Gísladóttir. „Af frístundahúsasvæðinu er frábært út- sýni yfir Hallmundarhraun og fram til fjalla og jökla,“ segja þau Kolbeinn og Lára. „Eiríksjökull, Strútur, Kalmanstunga, Ok, Hafursfell og Langjökull blasa við. Sums staðar af svæðinu er hægt að horfa yfir Hraunfossana, sem eru í næsta ná- grenni. Svæðið er allt meira og minna kjarri og skógi vaxið og stendur á ás sem hallar til suðurs, norðurs og að hluta til austurs.“ Lóðunum fylgir heitt og kalt vatn, sem af- hent er á lóðamörkum. Heita vatnið er tekið úr borholu um 2 km frá svæðinu og rafmagn er á staðnum. Einnig fylgir bílastæði auk þess sem svæðið er afgirt í heild sinni. Leigusamningar eru gerðir til 25 ára í senn. Stofngjald er 750.000 kr. og ársleigan í kringum 90.000 kr. Innifalin er notkun á heitu og köldu vatni. Stutt er í alla þjónustu, en 9 km eru í Húsafell þar sem rekin er umfangsmikil ferðaþjónusta, sundlaug, golf, veitingastaður o.fl, 15 km eru í Reykholt og um 50 km í Borgarnes. Stutt er í jöklana fyrir jeppa, eða snjósleðaáhugafólk. Kolbeinn rekur byggingafyrirtæki og býð- ur upp á byggingu sumarhúsa, allt frá því að sjá um grunninn, pallinn eða skila húsum fullbúnum, allt eftir óskum kaupenda. „Nú eigum við til sölu rúml. 70 ferm. hús á góðum stað,“ segja þau Kolbeinn og Lára. „Húsið er nær fullbúið að utan og einangrað að innan. Einnig er hægt að skila því fullbúnu. Við bjóðum hestafólki að taka hesta í geymslu, hvort sem er í hagabeit að sumri eða vetri. Þá getur fólk t.d. haft hestana hjá sér á sumrin til að ríða út hér, en við höfum frábærar reiðleiðir í kringum okkur, bæði til styttri og lengri ferða t.d. inn á Arnarvatns- heiði. Við seljum veiðileyfi í Hvítá síðsumars og á haustin, en þá er góð silungs- og laxveiði í ánni og veiðileyfin kosta 3.500 kr. stöngin.“ Borgarfjörður Lóðir fyrir frístunda- hús í landi Stóra-Áss Landið er kjarri vaxið og frá svæðinu er gott útsýni fram til fjalla og jökla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.