Morgunblaðið - 30.05.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2005 F 45
mbl.is/fasteignir/fastis
ATVINNUHÚSNÆÐI
FJÁRFESTAR ERUM MEÐ NOKKRA
GÓÐA FJÁRFESTINGARMÖGULEIKA Í
ATVINNUHÚSNÆÐI. NÁNARI UPPL.
VEITIR HAUKUR GEIR GARÐARSSON,
VIÐSKIPTAFR. OG LÖGG. FASTEIGNA-
SALI.
ÓDÝR LEIGA
Til leigu um 125 fm skrifstofuhúsnæði á 3.
hæð með sérinngangi, rétt við Borgartún.
Húsnæðið verður laust 1.6 nk. Mjög hag-
stæð leiga eða aðeins kr. 750.- á fermeter.
FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ.
SKÓGARHLÍÐ – LEIGA Okkur hef-
ur verið falið að leita eftir leigjendum í um
1000 fm skrifstofuhúsnæði í nýju glæsi-
legu húsi. Tölvu- og símalagnir til staðar.
Góð bílastæði. Til greina kemur að leigja í
minni einingum. Nánari uppl. gefur Haukur
Geir.
ÓSEYRARBRAUT - HAFNARFJ
Vorum að fá í einkasölu rúmlega 2000 fm
atvinnuhúsnæði. Húsnæðið er nýtt í dag
fyrir fiskvinnslu. Nánari uppl. gefur Haukur
Geir á Skrifstofu FÍ.
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
ÓSKAST VIÐ HÖFUM FJÁRSTERK-
AN AÐLA SEM LEITAR AF 800-1000
FM TIL KAUPS EÐA LEIGU Á HÖFUÐ-
BORGARSVÆÐINU. NÁNARI UPPL. Á
SKRIFSTOFU.
LAGER ÓSKAST VIÐ HÖFUM
FJÁRSTERKAN AÐLA SEM LEITAR AF
ANNARS VEGAR 100-200 FM og
HINS VEGAR 300 – 700 FM LAGER-
HÚSNÆÐI TIL KAUPS Á HÖFUÐ-
BORGARSVÆÐINU. NÁNARI UPPL. Á
SKRIFSTOFU.
SELJENDUR
GERIÐ KRÖFUR !
LÁTIÐ LÖGGILTAN FASTEIGNA-
SALA SKOÐA OG VERÐMETA
EIGNINA YKKAR
4-6 HERBERGJA
FYRIR SMIÐI EÐA LAGHENTA
Vorum að fá í einkasölu húsnæði sem er
verið að breyta í 2 íbúðir, 2ja og 3ja herb.
Önnur íbúðin er langt komin en hin er nán-
arst tilb. til innréttinga. Glæsilegt útsýni og
miklir möguleikar. Hagstætt hvílandi lán
getur hvílt á eigninni. Laust strax. VERÐ-
TILBOÐ. Teikningar og nánari uppl á skrif-
stofu F.Í.
LAUGAVEGUR LAUS 2 ÍBÚÐIR
Vorum að fá í sölu nýlega endurnýjaðar
íbúðir með sérinngang í góðu fjölbýli efst á
Laugaveginum. Eldhús með nýlegri ljósri
viðarinnréttingu. Sérbílastæði Skúlagötu-
megin. Þetta er eign sem bíður upp á
marga möguleika, leigja aðra eða báðar
út, eða nota hluta sem vinnuaðstöðu. ÁKV.
SALA.
FURUGRUND
Vorum að fá í einkasölu fallega 4ra herb.
íb. í góðu fjölbýli. Rúmgóð stofa/borðstofa
með suðursvölum. Öll herbergi með skáp-
um. Húsið lítur vel út. Gott útsýni. ÁKV.
SALA.
EINBÝLI – PAR – RAÐHÚS
VANTAR – VANTAR HÖFUM
TRAUSTA KAUPENDUR AÐ EINBÝL-
ISHÚSUM EÐA PARH./RAÐHÚSUM.
GÓÐAR GREIÐSLUR FYRIR RÉTTU
EIGNIRNAR.
HÖFUM KAUPENDUR AÐ
GÓÐUM HÆÐUM. VINSAM-
LEGAST HAFIÐ SAMBAND
VIÐ SÖLUMENN.
Opið
mán.- fim. kl. 9-18,
fös. kl. 9-17.
2ja HERBERGJA
LAUGAVEGUR Vorum að fá í sölu fal-
lega og mikið endurnýjaða 2ja herbergja
íbúð í góðu steinhúsi ofarlega á Laugaveg-
inum. Íb. snýr að mestu frá Laugav. Parket
á gólfum. Bílastæði.
KRUMMAHÓLAR – LAUS Vorum
að fá í einkasölu góða 2-3ja herb. íb á 1. h.
í fjölbýli ásamt stæði í bílskýli. Eldhús með
viðarinnréttingu, opið inn í stofu. Stofa.
Vinnu/hobbyherb. Svefnherbergi með
skápum, einnig skápar á gangi. Baðher-
bergi með baðkari, l.f. þvottavél. LAUS
STRAX.
3ja HERBERGJA
VANTAR – VANTAR Höfum ákv.
kaupanda að 3 – 4ra herb. íb. með bílskúr.
Góðar greiðslur. RÚMUR AFHENDINGAR-
TÍMI.
BURKNAVELLIR - HAFNARF.
Vorum að fá í einkasölu fallega 2-3ja herb.
íbúð á jarðhæð með sérinngangi í nýju fjöl-
býli. Stofa, svefnherbergi með góðum
skápum, lítið herbergi með glugga, eldhús
með kirsuberjainnréttingu, fallegt baðher-
bergi með baðkari og sturtu. Parket og
flísar. Góð afgirt timburverönd í suður. Hús
er klætt að utan og því væntanlega við-
haldsfrítt á næstu árum. Ákv. sala.
ÁSTÚN -KÓPAVOGI
Vorum að fá í einkasölu fallega og töluvert
endurnýjaða 3ja herbergja íbúð á fyrstu
hæð á þessum vinsæla stað. Góð parket-
lögð stofa með vestursvölum. Rúmgott
endurnýjað eldhús. Hjónaherbergi og
barnaherb. með parketi og skápum. Bað-
herbergi allt endurnýjað, flísal. í hólf og
gólf. Á hæðinni er þvottaherb. fyrir 4 íb.
Góð sameign með leigutekjur. Ákveðin
sala. Verð 16,9 millj.
HÓLARNIR Vorum að fá í einkasölu
fallega 3ja herb. íb. á 3. h. í litlu fjölbýli.
Tvö herbergi með skápum. Eldhús með
borðkróki. Baðherbergi með með baðkari,
nýl. flísum á veggjum og gólfi, gluggi.
Stofa með svalir í suður sem eru yfir-
byggðar og með glæsilegu útsýni. Góð
staðsetning í barnvænu hverfi.
EIRHÖFÐI
Vorum að fá í sölu 1150 fm atvinnuhús-
næði á 3 hæðum, mjög vel staðsett á
góðri lóð. Húsið býður upp á marga
möguleika; sali með innkeyrsludyrum,
skrifstofur og óinnréttað rými. Glæsilegt
útsýni. Mjög góð aðkoma og fjöldi bíla-
stæða. Möguleiki er á 600 m2 byggingar-
rétti (nýbbyggingu) á aðliggjandi lóð sem
selst aukalega. Nánari uppl. veitir Haukur
Geir.
MIÐSVÆÐIS Til leigu um 200 fm skrif-
stofuhæð í góðu steinhúsi miðsvæðis í
Reykjavík. Laust strax. Nánari uppl. á
skrifstofu.
SUMARBÚSTAÐIR
GRÍMSNES - NÝTT
Vorum að fá í sölu nýjan og glæsilegan
sumarbústað á stóru og fallegu eignar-
landi rétt við Kerið í Grímsnesi. Sumarbú-
staðurinn er um 60 fm ásamt um 30 fm risi
sem er lítið undir súð. Verður skilað full-
búnum eftir um 2 vikur. Myndir og teikn-
ingar á skrifstofu.
GRÍMSNES - NÝTT Vorum að fá í
sölu nýjan um 70 fm sumarbústað ásamt
12 fm gestahúsi. Stór stofa, 3 svefnherb.,
eldhús og bað. Stór og góð verönd.
Möguleiki er að kaupa bústaðinn rúmlega
tilbúinn undir tréverk eða fullbúinn með af-
hendingu eftir um 2 vikur. Myndir og nán-
ari uppl. á skrifstofu FÍ.
SUMARBÚSTAÐUR – BORG-
ARFJ.
Vorum að fá í sölu góðan um 60 fm bústað
á fallegu kjarrivöxnu landi. Bústaðurinn
skiptist í stofu, eldhúskrók, 2 svefnher-
bergi, baðherbergi, svefnloft og um 15 fm
útigeymslu. Stór sólpallur í suður. Verð 5,8
millj.
SUMARBÚSTAÐUR – BORG-
ARFJ. Vorum að fá í sölu um 40 fm
sumarbústað, vel staðsettan í kjarrivöxnu
landi rétt fyrir ofan Borgarnes. Góð stofa
og 3 svefnherbergi. Sólpallur á móti suðri.
Verð aðeins 4,5 millj.
SUMARHÚS TIL FLUTNINGS
Vorum að fá í sölu nýtt um 50 fm sumar-
hús ásamt ca 20 fm svefnlofti. Timburstigi
upp á svefnloft sem er með svölum. Sum-
arbústaðurinn er tilbúinn til flutnings. Verð
7,0 millj.
VANTAR SUMARBÚSTAÐI
OG LÓÐIR Á SKRÁ. NÚ ER
RÉTTI TÍMINN TIL AÐ SKRÁ
HJÁ OKKUR.
Haukur Geir Garðarsson
Viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
Albert Bjarni Úlfarsson
Sölufulltrúi
Ólafur Hreinsson
Lögfræðingur
HÖNNUN og uppsetning lagnakerfa
er stór þáttur í verklegum fram-
kvæmdum hjá Fasteignum Akureyr-
arbæjar. Oft hefur tekist vel til og er
það ánægjulegt þegar vel gengur.
Amtsbókasafnið á Akureyri fékk við-
urkenningu Lagnafélagsins árið 2003
og eiga þeir hönnuðir og iðnaðarmenn
sem þar stóðu að verki miklar þakkir
skilið fyrir þá góðu vinnu.
Viðurkenning Lagnafélags Íslands
fyrir lofsvert lagnaverk er hvatning
til góðra verka og
eiga þeir þakkir
skilið fyrir gott
framtak.
Því miður koma
einnig upp mál hjá
Fasteignum þar
sem erfitt er að
láta hlutina ganga
til enda. Meiri aga
vantar í vinnu-
brögð og hlutirnir
því oft ekki leystir. Þegar verktaki og
hönnuðir telja að þeir hafi lokið vinnu
sinni þá virka hlutirnir ekki eins og
verkkaupi og notandinn höfðu vænt-
ingar um.
Oft eru ekki til aðgengilegar upp-
lýsingar/leiðbeiningar um lagnakerf-
in þannig að auðvelt sé fyrir aðra fag-
menn að koma að þeim og skilja
virkni þeirra. Of langan tíma tekur að
ganga frá þeim lagnakerfum og stýri-
kerfum sem sett eru upp.
Lagnakerfin eru því ekki fullbúin
þegar þau eru afhent. Ákveðinnar
tregðu gætir hjá þeim aðilum sem
koma að framkvæmdum að setjast
niður saman og ganga frá þeim hand-
bókum sem þurfa að fylgja lagnakerf-
um til þess að þau teljist fullbúin og
rekstur, viðhald og hreinsun kerfa
geti gengið snurðulaust fyrir sig. Því
tók ég fegins hendi boði um að koma á
ráðstefnu um loftræstingu í íbúðar-
og atvinnuhúsum sem Lagnafélag Ís-
lands stóð fyrir hinn 7. apríl sl.
Ráðstefnan tók á ýmsum málum og
ljóst er að mikið starf er óunnið við að
bæta vinnubrögð og samvinnu þeirra
sem að framkvæmdum koma. Að
mínu mati kom fram að bæta þyrfti
vinnu við hönnunarforsendur, sam-
ræmingarvinnu hönnuða og síðast en
ekki síst skil framkvæmda. Oftar en
ekki vantaði upp á að hönnuðir settu
niður á blað út frá hvaða forsendum
þeir hönnuðu lagnakerfin, settu niður
uppbyggingu kerfisins á auðskiljan-
legan og myndrænan hátt ásamt lýs-
ingu á virkni kerfisins (samvirkni
tækja).
Mikið vald er fært hönnuðum þar
sem sýn verkkaupa er oft ekki skýr
vegna þess að þekking er ekki til stað-
ar eða með öðrum orðum er verk-
kaupi ekki nægjanlega upplýstur um
hvað er í boði. Ábyrgð hönnuða er því
mikil og áríðandi að hönnunarfor-
sendur séu settar fram á skýran hátt
og kynntar fyrir verkkaupa. Oftar en
ekki eru nokkrir möguleikar í stöð-
unni og ekki dugar að horfa á stofn-
kostnað einan sér.
Rekstur lagnakerfa er þáttur sem
þarf að liggja fyrir áður en ákvarðanir
eru teknar og til þess að verkkaupi
geti tekið upplýsta ákvörðun þurfa
upplýsingar að berast frá hönnuðum
þar sem tíundaðir eru kostir og gallar
þeirra kosta sem í boði eru. Mikið er í
húfi, því oftar en ekki er um mjög
kostnaðarsöm kerfi að ræða bæði í
grunninn og í rekstri.
Lagnafélag Íslands hefur gefið út
handbók lagnakerfa þar sem settar eru
niður á einn stað verklagsreglur um
gerð handbókar fyrir lagnakerfi og
ætti það að auðvelda þeim aðilum sem
við þetta starfa að halda og setja fram
á greinargóðan hátt upplýsingar um
hönnun, framkvæmd og lokafrágang
lagnakerfa. Mikilvægt er að handbókin
sé greinargóð til að auðvelda rekstur
kerfisins og til að auðvelda verktaka og
hönnuðum að fara yfir virkni lagna-
kerfa áður en þeim er skilað fullbúnum
til notanda og að hún sé eins og þeir
höfðu væntingar um.
Nokkur umræða var um skil fram-
kvæmda á ráðstefnunni og hvað væri
til ráða til að bæta vinnubrögð. Fram
kom að til bóta væri að sá verktaki
sem setur upp lagnakerfin hefði
umsjá með rekstri kerfanna fyrsta ár-
ið og að það væri hluti af útboði. Skil á
handbók, sem er samvinna hönnuða
og verktaka, þarf einnig að vera hluti
af samningum verkkaupa við þessa
aðila. Sérstakur greiðsluliður skal
vera fyrir gerð handbókar og lokafrá-
gang lagnakerfa. Hann þarf að vera
það hár að hvati sé fyrir þá sem að
málinu koma að vinna saman að því að
skila lagnakerfum fullbúnum, stillt-
um og tilbúnum til notkunar til
ánægðra notenda. Fasteignir Akur-
eyrar telja að handbókin muni gera
rekstur lagnakerfa auðveldari.
Á ráðstefnunni var rætt um
ábyrgðir og þar kom fram að oftar en
ekki er erfitt að draga einhvern til
ábyrgðar og ef eitthvað misferst þá er
það að jafnaði greitt af verkkaupa.
Ljóst er að ef eitthvað fer úrskeiðis
þá er það kostnaðarsamt fyrir alla
sem að málinu koma og því mikilvægt
að vinnubrögð séu vönduð og að gæði
séu tryggð frá fyrsta degi.
Heimsókn mín til Lagnafélags Ís-
lands í tengslum við ráðstefnuna
sýndi mér að þar er unnið metnaðar-
fullt starf og framtíðarsýn skýr. Að-
staða þeirra er öll til fyrirmyndar og
stefnan sett hátt. Mikill áhugi er á því
að stuðla að vönduðum vinnubrögð-
um, aga í allri framkvæmd og að
lagnakerfum sé skilað fullbúnum og
tilbúnum til notkunar frá fyrsta degi.
Ég er sannfærð um að sú vinna á eftir
að skila okkur bættum og hagkvæm-
ari lagnakerfum í framtíðinni.
Mikið vald er fært hönnuðum þar sem sýn verkkaupa er oft ekki skýr vegna þess að þekking er ekki til staðar. Guðríður Friðriksdóttir segir
frá ráðstefnu um loftræstingu í íbúðar- og atvinnuhúsum sem Lagnafélag Íslands stóð fyrir.
Morgunblaðið/Kristján
Amtsbókasafnið á Akureyri fékk viðurkenningu Lagnafélagsins árið 2003.
Guðríður
Friðriksdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Fasteigna Akureyrar.
Heimsókn til
Lagnafélags Íslands