Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.02.1963, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 18.02.1963, Blaðsíða 3
Mánuóagur 18. febrúar 1963 Mánudagsblaði& 3 Ritstjóra og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Kemur út á mánudögum. Verð. kr 5.00 í lausasölu; áskrifenda- gjald kr. 260,00. Sími ritstjórnar 13496 og 13975. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Ný míðborg ó flug- vallarsvœðinu Framhald af 1. síðu. hefðu þá verið nægar lóðir undir íbúðarhús innan bæjarins og ekki þurft að þenja bæinn inni fyrir Elliðaár í náinni framtíð. Ráðhús Reykjavíkur 1 hinni nýju miðborg var hið ákjósanlegasta stæði fyrir hið glæsilega ráðhús Reykjavíkur, sem enn hefur ekki endan- lega verið valinn staður að því er bezt verður vitað. Hin nýja miðborg hefði orðið samvaxin hinni eldri með Tjömina í miðju. Nábýii hins nýja og gamla bæjar hefði orðið til ómetanlegs hagræðis fyrir öll viðskipti. Þama hefði getað risið vel skipu- lögð borg að tillögu hins ágæta skipulagsstjóra, sem féll frá fyri'r aldur fram. Flugvöllurinn Raddir hafa heyrzt um það, að við Reykvíkingar megum ekki missa flugvöllinn. Mikið rétt. Höfuðborg Islands á að eiga flugvöll, en hann á ekki að vera innd í miðri borginni. Nýlega hefur það komið í ljós, að brautir Reykjavíkurflugvallar eru orðnar lélegar og að meira muni kosta að byggja nýjar þar, heldur en að gera nýjan flugvöll á öðrum stað i nágrenni borgarinnar, t. d. á Álftanesi, svo sem hin stjómskipaða nefnd með Árna Snævar sem formann, og nefnd bandarískra sérfræð- inga í flugvallarmálum benti á. Ekki er heldur ótrúlegt, að fyrirtæki muni borga góðan skilding fyrir byggingalóðir á flugvallarsvæðimu, sem svo mætti verja til þess að greiða kostnað við nýjan flugvöll annars- staðar. Vegakerfið Ein aðalástæðan sem sá danski skipulagsmaður færði fram fyrir því að ekki yrði farið að tillögum um nýjan miðbæ á flugvallarsvæðinu, var sú að erfitt mundi að gera þangað greiðfært vegakerfi. Einnig þessi fullyrðing hins danska manns hefur verið hrakin og stendur nú fátt eftir af hinu upphaflega áliti hans. Ekki þurfa Islendingar heldur annáð en renna aug- um til ýmissa borga í nágrarunalöndunum, til þess að sjá hvern- ig þarlendir leysa slík vandamál, sem em i mörgum tilfellum torleystari en hér. Hefjizt handa Porráðaenn bæjarins mega ekki leggja árar í bát í viðleitni sinni til þess að gera Reykjavík að þeirri borg, sem henni ber. Mistök geta hent og það er ekki nema mannlegt. Núver- andi borgarstjóri hefur sýnt að hann er framkvæmda maður og honum er bezt til trúandi að taka hér af skarið. Nú nálg- ast sú stund, er hinu nýja ráðhúsi verður endanlega valinn staður. Bcrgarbúar krefjast þess, að þar verði sjónannið skyn- seminnar látin ráða, að farið verði aftir skipulagsuppdráttum sem gerðir voru með heill Reykjavíkur í huga, að ráðhúsið cg hin r.ýja miðborg Reykjavíkur rísi á svæðinu vestan öskju- hlíðar, þar sem flugvöllurinn er nú. F jðibrey ttasti matseiillinn íslenzkir, iranskir og kínverskir réttir. Borðið og njótið útsýnisins írá Sögu, því sá sem ekki hefur komið í ,,Grillið" eða Astrabar hefur ekki séð Reykjavík. Hótei Saga Bretar, Noiðurlönd og stórríkið Veröld gerist nú válynd. Flestar þjóðir, jafnvel hinar stærstu og voldugustu sækjast eftir bandamönnum til styrks í meiri háttar þjóðarraunum. Smáþjóðirnar finna þörfina þó öllu meira. Eins og við var að búast voru frændur Islendinga Danir og Norðmenn allfúsir til að ganga í bandalag við grann- þjóðir í Vestur-Evrópu, en þeg- ar í ljós kom að hin gamla og trausta vinaþjóð Skandínava Bretamir, fenigu ekki að vera með í hinu nýja félagi lýstu bæði Danir og Norðmenn yfir að án Breta vildu þeir ekki ganga í Stórríkið Hér lá ekki fyrir hendi ósk frá Bretum um þessa norrænu ákvörðun. Hún kom fram sem eimhliða ósk nor rænu þjóðanna um að þær vildu halda opinni leið til frjálsmanni legs bandalags við England. Samtímis kemur þráfaldlega í ljós að Bretar vilja hafa samn ingsbundið öryggi um gagni- kvæma aðstoð Ameríku og no'kkurra minni þjóða ef í harð bakka slær. Ameríka og Sovét finna jafnvel nokkurn vanmátt og hafa fylkt um sig f jölmennri bandamannasveit.Önnur samtök in eru kennd við Atlantshafið. Hin við Varsjá. Þegar hinir miklu risar á mannl'ifsakrinum skynja að þeir þola ekki óstuddir hina mestu storma þá má játa fyrirfram að birkimeiður við heimskauta- bauginn murui ekki þola mikla hvirfilbylji. Islenzka þjóðin er ein af þessum veikbyggðu meið um. Á alþjóðamáli mundi það þýða að við þyrftum góðan bandamann einn éða jafnvel fleiri. Hlntleysi — hernám íslendingar höfðu ekki þessa mininimáttarkennd 1918 og töldu yfirlýst hlutleysi nægja með algeru vopnleysi. Þetta reyndist missýning. Þjóðverjar voru albúnir til að hremma Is- land þegar Bretar tóku okkur 1940. Ári síðar töldu Bretar sér henta að nota innrásarlið sitt annars staðar en á Islandi: Þá báðu Islendimgar Bandaríkin um vernd sem var fúslega veitt og vel framkvæmd. Þegar liðsafli Vestmanna var mestur hér á landi voru hermennirair 80 þúsund. Minna var ekki tal- ið nægja til að varna hugsan- legri innrás Þjóðverja, Við stríðslokin 1946 töldu all ir flokkar á Alþingi einsætt að treysta á óvopnað hlutleysi. Þess vegna lýstu allir þingflokk arnir hátíðlega yfir að allur varnarher Bandaríkjanna yrði að hverfa úr landi og það taf- arlaust. Veikur meirihluti á þingi (Munaði einu at- kvæði, þegar bezt lét.) vildi af náð og upp á gamlan kunniingsskap leyfa flugvélum Bandaríkjamanna að koma við á Keflavíkurflugvelli í 5 ár vegna aðstöðu Bandaríkjahers i Þýzkalandi. Enn sem fyrr treystu leiðtogar Islendinga á varnarlaust hlutleysi fyrir sína eigin þjóð. Viðhorfin breytast Á þessu varð nokkur breyt inig fáum árum síðar. Þá þótti leiðtogum Islendinga grunsam- legt, meðan styrjöld var í Kór- eu, að vita af fjölmörgum rúss- neskum skipum. vel mönnuðum æfðu herliði, allt kringum land ið. Þá báðu allir borgaraflokk arnir Bandaríkin að senda hinig að herlið á sjó, landi og í lofti. Stjómin í Washington varð '*.ð þessum tilmælum og síðan hefur veriö hér nokkur vestrænn her. Þjóðin virðist þjóðiti sem kostaði vamarliðið á Islandi af heimspólitískum á- stæðum, var beðin um mciri lán og gjafir til daglegrar eyðslu. Hættur stórríkisins Næsta dæmi um algera botn- leysu í utanríkismálum þjóðar- innar er viðhorf fjölmargra á- hrifamanna landsins gagnvar væmtanlegri inngöngu Islands í stórriki vesturþjóðanna. Eftir stofnsáttmála þessara þjóða mundi fámennt land með marga lítt notaða atvinnumöguleika i bili ekki megináherzlu á að opna landhelgina heldur að fá leyfi til að eignast veiði- og vinsluhafnir helzt á Vestur- i landi. Þetta er hundrað ára I gömul frönsk tillaga en þá 1 tókst Jóni Sigurðssyni að stööva 1 sóknina. Frá opnum fiskihöfn- ' um mun auður hafsins renna J úr höndum Islendinga til auð- 1 hringa stórríkisins. Boð Breta 3 um stórlán handa íslendingum - fyrir jól i vetur var furðulegt fyrirbærí. Alþingi varð að sam- _ þykkja þessa lántöku á nckkr- r kunna allvel þessari skipanj þó ' að það sé mikið frávik frá hinu marglofaða varnarleysi. Þó vakti Hermann Jónasson og kommúnistar allmikla öldu 1956 móti aðfengnu varnarliði. Vinstrí stjórnin vannt kosning- ar á þeirri dagskrá að láta her inn fara og búa við hlutleysi, en þegar til kom féllu allir flokkarnir sem að stjórninni stóðu frá þessu heiti og létu efla varnir landsins frá því sem áður var. Síðan virðast allir stjórnmálaflokkarnir sam mála um nauösyn varnarliðs á Islandi. Stefnuleysi í utanríkismálum Amerískur fræðimaður dr. Donald hefir ritað og gefið út nákvæma og hlutlausa bó'k um utanríkismál Islendinga eftir 1944. Hefir höfundur byggt frá sögn sína á frumheimildum, ekki sízt Alþingistíðindum og öðrum opinberum skjölum. Nið urstaða hans er að utaniríkis- stefna þjóðarinnar hafi alltaf farið eftir úrslitum kosninganna á þessu tímabili. Hér er talað kurteislega og með nærgætni við þjóð sem er að byrja þátt- töku í spili þjóðanna á tafl- borði heimsviðburðanna. Af þessu má sjá að Islendingar hafa alls ekki haft ineina stefnu 5 utanríkismálum á þessu tíma- bili. Þingið cg stjórnin hafa látið öldugang kosninganna marka stjórnarstefnuna gagn- vart öðrum löndum eftir niður stöðum tilviljunarkenndra kosn inga. Sigur svokallaðra vinstri manna 1956 var byggður á al- viðurkenndri blekkingu. Kjós- endum var lofað að gera landið varnarlaust, en að fengnum sigri eru varrirnar auknar og hafa legið varnarlaust við fæt- ur gróðahringa hinna vestrænu stórvelda. Landhelgin, vatnsork an, jarðhitinn og hin góðu ræktarlönd í mörgum héruðum mundu á svipstundu hafa verið komin í hendur auðhringa. í rík um löndum. Sú þróun hefði á svipstundu gert Islendinga að ráfandi flækingsþjóð í sínu eig in landi. Vonin um hóflegan fisktoll í þessum löndum átti að bæta frelsis- og eignatjónið og sjálft þjóðarmorðið. Brátt kom í ljós að innbyrðis átök milli þjóða í stórríkinu voru svo æsileg að líkast var að þar væru óvinaþjóðir en ekki fé- lagsbræður að verki. Samt munu þessi samtök halda á- fram að starfa á vegum gróða brasks og þjóðarmetnaðar án tilefnis eða mannsæmandi und- irstöðu. Hin rétta leið Reynsla undangenginnia 20 ára sýnir Islendingum rétta leið í mesta vandamálinu: Hyggilega utanríkisstefnu og vernd frelsis í landinu. Við höf um sannreynt að við getum ekki komizt leiðar okkar nema fá ár í senn, án þess að biðja stærri þjóðir um vernd enda gert það að lckum eins og fyrr er á bemt. Við höfum reynt vernd norrænu þjóðanna öldum saman. Þeir græddu á okkur eins og frekast mátti við koma. Stórríkið vill opna arðs- uppsprettur landsins fyrir sín- um fésýslumönnum en býður í þess stað tollalækkun á fiski, sem aðrir veiða. Bretar hafa varið Island þrjár aldir eftir Tyrkjaránið og margt gert vel til okkar en útvegsmenn Breta hafa nú mikinn hug á, ef við lendum inn í stórríkið að leggja um dögum eða vera án fjárins. Um þetta sama leyti var ausið úr íslenzkum sjó gulli jafn- miklu þvi sem Bretinn bauð til láns með erfiðum kjörum, Þjóð ina sýndist ekki vanta neinar 240 milljóndr króna í það sinn enda gaf stjórnin enga skýr- ingu á að landið hefði þörf fyrir enska Iánið. Ingersoll — Si. G. St. íslendingum er opin ein leið til frjálsrar lífsafkomu. Við eig um að semja um skynsamlegt og heiðarlegt bandalag við Ameríku eftir fororði St. G. St. í samanburði á honum og ame ríska manmbótamanninum Ing- ersoll. ..Orkuminni og yngri bróðir, ekki þegn né lærisveinn“. Bandaríkin og Sovét óska eftir bandamönnum af skynsam legum ástæðum. Allir þekkja veikdóm. Veikdómur okkar er að vísu annars eðlis heldur en voldugra stórþjóða. Hver þjóð þarf sinn læknisdóm. Við þurf T um hervernd. Við þurfum vemd ■' á sviði verzlunar cg viðskipta. I Verndarlandið má ekki hafa l þörf til að aröræna sjólstæðing í sinn. Náttúrugæði Islands ■* freista ekki Bandaríkjamanna, 1 Þau era of lítil og cf fjarlæg. I Allar Evrópuþjóðir sem hafa 1 tekið okkur í sinn bát liafa gert það til að hagnast á fátækt okkar. i Árið 1945—6 vildu Islend- ingar hvorki hervernd eða við skiptatryggingu. Árið 1947 vor um við bæði aura- og markaðs- lausir. Ameríka hefur hjálpað okkur um reiðufé og stundum með matvörur. Samtals mun sá Framhald á 6. síðu. ■» i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.