Morgunblaðið - 24.06.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.06.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þeir sem vilja verðasér úti um meira-próf þurfa að greiða allt að tvöfalt meira fyrir námskeið hjá öku- skólum á höfuðborgar- svæðinu eftir að ný nám- skrá til aukinna ökur- éttinda tók gildi í apríl. Meðal breytinga sem ný námskrá kveður á um er fjölgun verklegra kennslustunda á vöru- og hópbifreiðum upp í sam- tals tuttugu en þær voru áður ell- efu. Verklegum kennslustundum fyrir bifreið með tengivagni hefur fjölgað úr fimm í sjö en lágmarks- kröfur um bóklegar kennslustund- ir eru hins vegar lækkaðar, úr 120 í 100 fyrir hópbifreiðir og úr 96 í 84 fyrir vörubíla. Þá er nú krafist 68 kennslustunda fyrir leigubílarétt- indi en 84 áður, en krafist er jafn- margra verklegra kennslustunda fyrir leigubifreiðar. Í kjölfar nýrrar námskrár mun verð fyrir meiraprófsnámskeið hækka hjá ökuskólunum þremur á höfuðborgarsvæðinu; Nýja öku- skólanum, Ökuskóla SG og Öku- skólanum í Mjódd, en aðeins hinn síðastnefndi er farinn að kenna eftir nýju námskránni. Egill Rúnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Ökuskóla SG, segir að hjá þeim sé enn kennt eftir gömlu námskránni þar sem fjöl- margir hafi skráð sig á meiraprófsnámskeið áður en breytingarnar tóku gildi og enn sé verið að kenna þeim hópi. Hann býst við að breytingar á námskrá muni hafa í för með sér fækkun nemenda í ökuskólum í framtíðinni vegna aukins kostnað- ar. Verð fyrir námskeið sam- kvæmt nýrri námskrá hefur ekki verið ákveðið hjá Ökuskóla SG en Egill reiknar með að það verði á bilinu 260-70 þúsund krónur. Hann segir að þrátt fyrir að fjölgun verklegra ökutíma sé já- kvæð breyting og til þess fallin að bæta menntun bílstjóra, hafi breytingin verið ansi stórt stökk í einu. Eðlilegra hefði verið að fjölga tímunum smátt og smátt, að mati Egils, sem telur ekki víst að ökuskólarnir nái allir að halda velli vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar nemenda. Hann segir að auk fleiri verklegra tíma sé hluti hinnar fyrirsjáanlegu hækkunar einnig það að gamla verðið hafi verið mjög lágt vegna mikillar sam- keppni á markaðnum. Í Ökuskólanum í Mjódd er farið að kenna samkvæmt nýrri nám- skrá og kostar nú námskeið sem veitir réttindi á leigu-, vöruflutn- inga- og hópbifreið 240 þúsund en kostaði áður 118 þúsund. Ef rétt- indum á vörubifreið með tengi- vagni er bætt við, þá kostar nám- skeiðið 286.646 krónur, að sögn Kristín Birgisdóttur, sem telur skólann ekki hafa orðið varan við fækkun nemenda af þessum sök- um. Verð ekki hækkað frá 1993 Í Nýja ökuskólanum hefur nám- skeið fyrir öll fern réttindin kostað 148 þúsund krónur. Svavar Svav- arsson, skólastjóri Nýja ökuskól- ans, segist telja að nýju námskeið- in muni kosta um 280 þúsund krónur þegar þau fara af stað. Hann segir að gamla verðið hafi nánast haldist óbreytt síðan 1993 þegar námskrá til aukinna öku- réttinda var tekin upp enda hafi mikil og skefjalaus samkeppni verið á markaðnum. „Öllum sem hafa verið hjá mér er ljóst að þetta er jákvæðasta skrefið síðan 1993,“ segir Svavar og bendir á að ef krafist sé 12 verklegra ökutíma í nágrannalöndunum, þar sem alla- jafna sé ekið á tvöföldum vegum, þá hljóti fimm tímar að vera of lítið miðað við vegina hér á landi og því rétt að fjölga tímum. Nokkuð er um að nemendur taki einnig próf á vinnuvélar og er þá 80 bóklegra tíma krafist. Boðið er upp á grunnnámskeið á allar vinnuvélar fyrir 49.900 krónur í Nýja ökuskólanum, og Iðntækni- stofnun en í Öku- og vinnuvéla- skólanum kostar námskeiðið 39.900 krónur. Að loknu námskeiði mega nemendur taka próf á vinnu- vélar. Betri bílstjórar Holger Torp, sérfræðingur hjá Umferðarstofu, segir ástæðu þess að farið hafi verið út í breytingar á námskrá fyrir aukin ökuréttindi meðal annars vera tilskipun frá Evrópusambandinu, sem tók gildi árið 2003. Einnig hafi verið um það rætt nánast allan þann tíma sem eldri námskráin var í gildi að fjölga þyrfti verklegum tímum. Spurður út í verðhækkanir hjá ökuskólunum af þessum sökum, segist Holger velta því fyrir sér hvort verið sé að leiðrétta gamla taxta sem hafi verið orðnir of lágir eða þá hvort fleiri verklegir tímar séu í raun svona dýrir. Hann segir aukninguna á verklegum tímum ekki verulega og ætti ekki að leiða til mikilla verðhækkana. Ekki sé um of mikla fjölgun í einu skrefi að ræða, að sögn Holgers sem bendir á að í löndunum í kringum okkur séu tímarnir mun fleiri. „Það er fyrst og fremst verið að mennta betri bílstjóra sem er afar mikil- vægt í dag, þegar umferð er mikil og oft á tíðum erfið,“ segir hann. Fréttaskýring | Fleiri verklegir ökutímar í nýrri námskrá Meiraprófið orðið dýrara Kostnaður nemenda sem vilja öðlast aukin ökuréttindi tvöfaldast Það kostar sitt að mega keyra vörubíl í dag. Misjafn kostnaður við að afla sér menntunar  Það kostar nú um 280 þúsund krónur að sækja námskeið fyrir aukin ökuréttindi og 40-50 þús- und krónur að öðlast réttindi á vinnuvélar. Til samanburðar má nefna að einkaflugmannsréttindi kosta tæpar 747 þúsund krónur í Flugskóla Íslands og fyrir þriggja ára háskólanám greiða nemendur 135.000 krónur í skráningargjöld við HÍ, KHÍ og HA en 594 þúsund krónur í skólagjöld við HR og 1.230 þús- und krónur við Bifröst. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ÞEIR sem hyggja á ferð til Banda- ríkjanna á vegabréfum sem gefin voru út fyrir 1. júní 1999 geta ekki ferðast þangað án áritunar, að sögn Hauks Guðmundssonar, skrifstofu- stjóra í dómsmálaráðneytinu. Verð á áritun til Bandaríkjanna er um 100 dollarar, tæpar sjö þúsund krónur. Nýtt vegabréf kostar á hinn bóginn 5.100 fyrir fullorðna og 1.900 krónur fyrir börn. Bandarísk stjórnvöld hafa frestað um eitt ár ákvörðun sinni um að 27 ríki sem ekki þurfa vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, þ.m.t. Ísland, þurfi vegabréf með lífkennum, en breytingin átti að taka gildi frá og með 25. október nk. Þeir sem eiga vegabréf sem gefin voru út eftir 1. júní 1999 þurfa þó ekki að end- urnýja vegabréf sín. Að sögn Hauks var áformað að bjóða út miðlægan búnað sem skrif- ar á flöguna sem komið verður fyrir í nýja vegabréfinu en því verður nú frestað fram á næsta vor. Haukur segir að framleiðslu- kostnaður vegna nýju vegabréfanna verði mun meiri og reikna megi með nokkurri verðhækkun. Ríkið muni þó eflaust taka á sig hluta aukins kostnaðar líka. Haukur bendir á að nýju vegabréfin sem taka gildi á næsta ári séu öruggari skilríki og minni hætta á að fólk misnoti þau. Nýju vegabréfin verða mun dýrari í framleiðslu FREYJA Haraldsdóttir er starfs- maður á leikskólanum Kjarrinu í Kópavogi og unir hag sínum vel þar. Hún er í fullu starfi og vinnur auk þess með námi á veturna, þrátt fyrir að glíma við sjúkdóminn osteogenisis imperfecta. Sjúkdómurinn felur í sér beinagenagalla sem veldur því að beinin eru stökk og brotna af minnsta tilefni. Freyja verður nítján ára í næstu viku og stundar nám á félagsfræði- braut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hún útskrifast um næstu jól og tekur því námið á aðeins þremur og hálfu ári. Hún hóf störf á Kjarrinu vorið 2004 og starfar sem leiðbeinandi. „Mitt starf felst í að hugsa um börn- in; sjá til þess að þeim líði vel og þau skemmti sér vel.“ Aðspurð segir hún að börnin hafi tekið sér vel, en að þau séu forvitin um fötlun hennar. „Þau spurðu mjög mikið fyrst og gera í raun enn. Ég reyni að svara þeim eft- ir bestu getu, enda lærir maður með því að spyrja. Oft koma þau samt með svo heimspekilegar spurningar að ég stend á gati,“ segir Freyja brosandi og hefur greinilega gaman af vangaveltum barnanna. Ekki allir steyptir í sama mótið Hún segir að börnin, eins og raun- ar allir, hafi gott af því að umgangast fólk sem ekki er allt steypt í sama mótið. „Þau koma fordómalaus að þessu og ég held og vona að þetta fylgi þeim út í lífið og dragi úr for- dómum.“ Hún segir starfsmennina líka hafa tekið sér vel. Hún fái verk- efni við hæfi og að á leikskólanum sé komið fram við hana eins og mann- eskju. Það er sláandi að heyra slíka yfirlýsingu, enda ætti eðlileg fram- koma ekki að teljast til tíðinda. Freyja segir að starfið sé skemmti- legt og að hún myndi gjarnan vilja vinna með börnum áfram. Þegar hún er spurð hvort hugurinn standi til frekara náms eftir stúdentspróf segir hún að sálfræði og fötlunarfræði heilli mikið, en hún sé samt alltaf að skipta um skoðun. „Ég mun samt aldrei vinna ein inni á skrifstofu. Ég vil læra eitthvað á félagslega sviðinu og er sjálf mikil félagsvera.“ Refsað fyrir dugnað Freyja er mikið fötluð líkamlega, en hana vantar greinilega ekki sprengikraftinn. Hún er þroskuð og hefur fastmótaðar skoðanir og segir að þrátt fyrir öryrkjastimpil geti fatl- aðir unnið og ekki eigi að gera lítið úr þeim. Hún segir að endurskipuleggja þurfi hvert fjármunirnir fara. „Með nútíma tækni og aðstoð frá fólki í um- hverfinu eru fötluðum allir vegir fær- ir og það er mikilvægt fyrir allt sam- félagið að hvatt sé til þess að þeir fari út á vinnumarkaðinn. Það vinnur gegn fordómum og sýnir að fatlaðir eru vel færir um að sinna ýmsum störfum. Það er verið að vinna mikið í þessu og framfarir hafa orðið. Vissu- lega fylgir þessu kostnaður og við þurfum réttu tækin og aðstöðuna, en geðheilsa okkar er líka mikilvæg. Við þurfum að hafa eitthvað fyrir stafni og vera í kringum annað fólk eins og aðrir. Manni virðist stundum vera refsað fyrir að vera duglegur.“ Freyja segir að auðvelt hafi verið að fá vinnu, en erfiðara sé að fá stuðn- ingsfólk. Sjálf nýtur hún aðstoðar Ástu Maríu Harðardóttur við það sem hún ræður ekki við ein. Freyja segir að þrátt fyrir mörg jákvæð skref muni baráttunni fyrir réttindum fatlaðra líklega aldrei ljúka, en það væri synd að segja að hana vantaði kraft eða jákvæðni. „Það er til dæmis alger synd að mennta sig mikið en geta síðan ekki nýtt menntunina til starfs. Erfiðasta verkefnið sem fatlaðir þurfa að kljást við er að berjast við kerfið og fyrir því sem flestir álíta mannréttindi. Það er samt líka krefjandi og skemmtilegt; bara verkefni sem þarf að leysa.“ Baráttan við kerfið erfiðust Morgunblaðið/Þorkell Freyja segir að fötluðum séu allir vegir færir, njóti þeir réttrar aðstöðu. Freyja Haraldsdóttir er fötluð en í fullu starfi á leikskóla Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is HUGMYND Ríkisendurskoðunar um að frysta greiðslur til stofnana sem fara meira en 4% fram úr fjár- heimildum eru forkastanlegar og forneskjulegar að mati Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB. Hann telur lítið réttlæti í því að svipta starfsfólk launum ef stofnunin sem það vinnur hjá fer fram úr heimildum. „Ríkisstofnanir geta farið fram úr fjárlagaheimildum af ýmsum orsök- um. Vegna þess að þeim er skammtað fé af óraunsæi, einhver ófyrirséð at- vik hafa komið upp, eða vegna þess að verið er að skerða framlög stofnunar- innar af pólitískum ástæðum, eins og við þekkjum dæmi um,“ segir Ög- mundur í samtali við Morgunblaðið. „Ríkisendurskoðun vill að það sé tekið á þessu með því að refsa starfs- fólkinu með því að hætta að borga þeim laun, og leyf- ir sér að leggja til að lögum um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna verði breytt til þess að þetta geti gengið yfir. Þetta eru forkastanlegar tillögur og reyndar undra ég mig á því að svo forneskjulegar raddir skuli heyrast enn þann dag í dag. Hugmyndir af þessu tagi hafa komið upp áður, en þær hafa jafnan verið kveðnar niður jafnharðan, enda held ég að þetta sé ekki í nokkru samræmi við réttlætis- kennd okkar,“ segir Ögmundur. Þarf að taka á rótum vandans „Það sem þetta þýðir er að ef sjúkrahús fer fram úr áætlunum þá vill Ríkisendurskoðun taka á því með því að hætta að borga starfsfólkinu laun. Ég veit ekki á hvaða róli menn eru sem láta sér detta svona lagað í hug. Það þarf að taka á rótum hvers vanda þar sem hann liggur. Ef hann liggur í gjörðum stjórnmálamanna á að beina athyglinni þangað. Ef illa er haldið á fjármálum stofnana á að beina kastljósinu að þeim sem þar stýrir för. En að ætla að fara að láta þetta bitna á starfsfólkinu almennt er gjörsamlega út í hött.“ Formaður BSRB gagnrýnir tillögu Ríkisendurskoðunar Ögmundur Jónasson Forkastanlegar og forn- eskjulegar hugmyndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.