Morgunblaðið - 24.06.2005, Síða 21

Morgunblaðið - 24.06.2005, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2005 21 MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Calsium eap Kalk sem nýtist Safnið er opið í sumar Árleg flughelgi 25. og 26. júní Upplýsingar á www.flugsafn.is HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hallormsstaður | Skógardagurinn mikli verður haldinn á Fljótsdalshéraði á morg- un, laugardag, og þá verður haldið upp á að 35 ár eru liðin frá því bændaskógrækt hóf innreið sína á Hérað. Guðmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Héraðs- og Austurlandsskóga, segir að fyrstu plönturnar í svokallaðri Fljóts- dalsáætlun hafi verið gróðursettar í Víði- vallaskógi í Fljótsdal þann 25. júní 1970. Síðan hafi skógræktariðnaðurinn vaxið og dafnað á svæðinu og sé nú svo komið að þar er ekki aðeins að finna Íslands stærsta og þekktasta skóg, Hallormsstaðaskóg, heldur jafnframt eitt mesta og samfelldasta skóg- ræktarsvæði landsins sem og gróskumikla starfsemi og iðnað sem á því byggist. Á þessum tímamótum hefur verið ákveðið að blása til mikillar skógarhátíðar í trjá- safninu Hallormsstaðaskógi. Í samstarfi við Landsbanka Íslands ætla Félag skógarbænda á Héraði, Héraðsskógar, Austurlandsskógar og Skógrækt ríkisins að kynna þá fjölbreyttu starf- semi sem þessir aðilar standa fyrir á Héraði. Boðið verður upp á skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna og skógarmenn keppa í ýmsum greinum sem tengjast starfinu. Þá verður keppt í skógarhlaupi sem er um 15 km hlaup í fögru umhverfi Hallorms- staðaskógar. Guðmundur segir markmiðið að Skógardagurinn verði að árvissum við- burði, metnaður skógarmanna sé mikill og stefnt að stórhátíð með fjölda gesta og miklu fjöri. Meðal hápunkta í hátíðardagskrá má nefna sýningu Komedíuleikhússins á Gísla sögu Súrssonar sem farið hefur sigurför um landið og er nú flutt undir berum himni í fögru umhverfi skógarins. Þá verður keppt um Íslandsmeistaratitil í skógarhöggi sem er sjónræn og fjörug keppni þar sem keppt er í fellingu, af- kvistun og fleira tengdu umhirðu skógar- ins. Gestum verður jafnframt boðið að smakka á heilgrilluðu nauti sem grillað verður á landsins stærsta grilli. Þess má geta að í ár á Hallormsstaðarskógur 100 ára afmæli og verður haldið upp á það síðar á árinu. Skógardagurinn mikli haldinn á Héraði Skógarmenn til ýmiss vísir Eitt af uppátækjum skógræktar- manna gæti verið að spila á keðjusagir. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Bifröst | Nemendur úr Viðskiptaháskólanum á Bifröst munu koma að skipulagningu og fram- kvæmd viðskiptahliðar að minnsta kosti einnar leiksýningar nemendaleikhússins næsta vetur. Er það ávöxtur samstarfs sem hefur verið að þróast milli félagsvísinda- og hagfræðideildar Viðskiptaháskólans og leiklistardeildar Listahá- skóla Íslands og hefur nú verið útfært í sér- stökum samstarfssamningi. Samtöl milli stjórnenda og kennara skólanna tveggja hófust eftir að Magnús Árni Magn- ússon, deildarforseti félagsvísinda- og hag- fræðideildarinnar á Bifröst, var fenginn til að halda erindi á leiklistarþingi sem fjallaði um viðskipti og leiklist. Sjálfur hefur hann sér- stakan áhuga á málefninu enda stundaði hann leiklistarnám í tvö ár, áður en hann sneri sér að öðru, eins og hann orðar það sjálfur. Síðastliðinn vetur kom hópur þriðja árs nema úr leiklistardeildinni upp á Bifröst og vann að verkefnum um eina helgi með jafn stórum hópi nema á Bifröst. „Út úr þessu komu margar skemmtilegar hugmyndir og ákveðin tengsl mynduðust milli nemendanna,“ segir Magnús Árni. Nemendahópnum á Bifröst var boðið að taka þátt í markaðs- og rekstrarþætti uppsetn- inga í nemendaleikhúsinu næsta vetur og hópur leiklistarnema fer einnig upp á Bifröst eina helgi næsta vetur. „Þetta gefur nemendum sem hafa áhuga tækifæri til að kynnast sviðslistageiranum,“ segir Magnús Árni. Hann segir að það sé heil- mikið og flókið verkefni að setja upp leiksýn- ingu og geti verið skemmtileg æfing í verk- efnastjórnun hjá fólki sem er að læra viðskipti og rekstur. Viðskiptanemar setja upp leiksýningu LANDIÐ Kringlumýrarbraut | Umfangs- miklar framkvæmdir eiga sér nú stað á Kringlumýrarbraut og gatna- mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Hafa framkvæmd- irnar valdið nokkurri röskun og óþægindum fyrir gangandi vegfar- endur og hjólreiðamenn. Þannig eru skilti sem beina allri göngu- og hjólreiðaumferð aftur yfir Miklu- braut og gegnum undirgöng, eigi fólk erindi á Kringlusvæðið. Ófáir vegfarendur hafa þó hunds- að þessar ráðleggingar og hefur sést til hjólreiðamanna, unglinga, fjölskyldufólks og eldri borgara reyna að klöngrast yfir ófæruna til að stytta sér leið. Það virðist því greinilegt að hjáleiðin hentar ekki öllum.Morgunblaðið/Eyþór Óþægindi fyrir göngu- og hjólreiðafólk Seltjarnarnes | Iðkendur hjóla- bretta- og línuskautaíþrótta fengu langþráða aðstöðu til æfinga á Sel- tjarnarnesi á dögunum þegar nýr hjólabrettagarður var opnaður við Suðurströnd. Jónmundur Guð- marsson bæjarstjóri opnaði völlinn ásamt hópi iðkenda sem vart gátu beðið eftir að völlurinn væri tekinn í notkun. Helstu notendur vallarins eru unglingar og ungmenni og við opnunina mátti heyra margar ánægjuraddir yfir að fá aðstöðu sem þessa í bæjarfélagið. Á síðasta ári gengu tveir áhuga- menn um hjólabrettaíþróttir á fund bæjarstjórans og afhentu honum undirskriftalista til stuðnings hjóla- brettasvæði á Seltjarnarnesi. Bæj- arstjóri tók vel í hugmyndina og hefur afraksturinn nú litið dagsins ljós. Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri vígir nýja Hjólabrettavöllinn. Hjólabretta- völlur í notkun BORGARSTJÓRN Reykjavík- ur hélt sinn síðasta fund á þessu sumri sl. þriðjudag en fundir borgarstjórnar eru jafn- an felldir niður í tvo mánuði að sumarlagi. Næsti fundur borg- arstjórnar verður haldinn 6. september nk. Vikulegir fundir borgarráðs verða áfram á fimmtudögum í sumar. Næsti fundur borgarstjórnar 6. september Laugardalur | Starfsfólk Múla- lundar heimsótti Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í árlegri sumar- ferð sinni í gær. Þar grillaði starfs- fólkið hamborgara og átti saman góðan hádegisverð. Undanfarin ár hefur Heiðmörkin freistað mjög, en nú var breytt út af vananum og litið í Laugardalinn til að stytta ferðatímann og lengja samveruna. Í garðinum var farið í tæki við hæfi hvers og eins og starfsmenn skoðuðu sig um. Sumir höfðu aldr- ei komið áður í garðinn og velti Helgi Kristófersson, framkvæmda- stjóri Múlalundar, því fyrir sér hvort mögulega væri of stutt fyrir marga í Laugardalinn og þeim þætti þá meira spennandi að fara lengra. „En fyrir suma starfsmenn Múlalundar eru stuttar ferðir á við langar hjá öðrum,“ segir Helgi og bætir við að ferðir sem þessar, þar sem starfsmenn komast út á meðal almennings, geri góða hluti fyrir sjálfstraustið og almenna vellíðan. Góður starfsandi Hin árlega ferð starfsfólksins er farin til að reka smiðshöggið á gott vinnuár áður en framleiðslan lokar í byrjun ágúst og farið er í frí. „Söludeildin er þó að sjálfsögðu opin en öll sérvinnsla liggur niðri þar til í lok ágúst,“ segir Helgi og bætir við að starfsfólkið vonist til að hafa næg verkefni eftir sum- arfrí. Ólafur Jónas Sigurðsson, einn af starfsmönnum Múlalundar, segir frábært að komast með starfs- félögum sínum í garðinn. „Það er góð stemmning, maður er að sýna sig og sjá aðra og skoða sig um,“ segir Ólafur, sem segir að helst mætti gera þetta oftar yfir sum- arið. „Þetta er alveg þrælmagnað og góður andi í hópnum og góður mórall á vinnustaðnum, þetta ger- ist ekki betra.“ Sumargleði hjá Múlalundi Morgunblaðið/Jim Smart Þessir félagar tóku vel á því á kláfn- um yfir litlu tjörnina í garðinum. Þau Dagný Sverrisdóttir og Ingvar Pétursson kunnu vel að meta tilbreytinguna, veiting- arnar og góða veðrið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.