Morgunblaðið - 24.06.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.06.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2005 31 Á FUNDI Vísinda- og tækniráðs fyrr í þessum mán- uði mátti greina að árangurinn af samtali stjórnmálanna, vís- indanna, tækninnar og at- vinnulífsins á þessum vettvangi kemur sífellt betur í ljós. Ráðið stýrir nú umfangsmiklum breytingum á vísinda- og tæknikerfi Íslendinga og for- sendur starfseminnar eru bæði betri og styrkari en áður hefur þekkst hér á landi. Starf ráðs- ins mótast af ein- dregnum vilja til samstarfs til að ná betri árangri í þágu heildarhags- muna. Ímynd ráðsins er að skýrast en það setti sér þrjú höf- uðmarkmið í upp- hafi: Eflingu sam- keppnissjóða, eflingu háskól- anna sem rannsóknastofnana og endurskilgreiningu á fyr- irkomulagi og starfsháttum op- inberra rannsóknastofnana. Mikilvæg skref hafa verið tek- in varðandi öll þessi markmið. Samkeppnissjóðir efldir og samhæfðir Samkeppnissjóðir hafa vaxið með þeim hætti sem ráðið og ríkisstjórnin samþykktu og munu ríflega tvöfaldast á kjör- tímabilinu. Samanlagt hafa samkeppnissjóðirnir vaxið úr 637 m.kr. árið 2003 í 1.300 m.kr árið 2005, þar af eru 760 m.kr hjá sjóðum á vegum menntamálaráðuneytisins. Mest er aukningin vegna stofn- unar Tækniþróunarsjóðs og AVS áætlunarinnar (Aukið Verðmæti Sjávarfangs), alls 500 m.kr á þessu ári. Vísinda- og tækniráð leggur ríka áherslu á samhæfingu og samspil þessara sjóða í stuðn- ingi við rannsóknir og nýsköp- un í þágu íslensks þekking- arþjóðfélags. Athugun hefur leitt í ljós að samstarf fyr- irtækja, háskóla og rann- sóknastofnana hefur vaxið með tilstyrk samkeppnissjóðanna en það samstarf er einmitt hornsteinn í stefnu Vísinda- og tækniráðs. Grunnfjárveitingar efla háskólarannsóknir Ég hef ákveðið að leggja til- lögur vísindanefndar um leiðir til að ákveða grunnframlög til háskólarannsókna til grund- vallar ákvörðunum ráðuneyt- isins í því efni. Þetta felur í sér að gæði rannsókna og árangur samkvæmt ýmsum mælikvörð- um verða ákvarðandi þegar grunnfjárveitingar til háskóla- rannsókna verða ákveðnar. Grunnfjárveitingum er ætlað að standa straum af eigin rannsóknum skólanna, fram- lögum þeirra á móti styrkveit- ingum samkeppnissjóða hér á landi og erlendis og til að þróa innviði háskólarannsókna, m.a. til að styrkja þá í samkeppni um fé til rannsókna. Þegar grunnveitingar til háskólanna hafa verið tryggðar verður aukning opinberra framlaga til háskólarannsókna nýtt til að efla samkeppnissjóðina enn frekar. Vísindanefnd hefur einnig að ósk minni sett fram hugmyndir um kröfur til doktorsnáms hér á landi. Nefndin leggur áherslu á að fylgja beri alþjóðlega við- urkenndum forsendum og tryggja óháð gæðamat í þessu efni. Ráðuneytið vinnur nú úr þessum tillögum og hyggst ég leita til vísindanefndarinnar með fleiri verkefni á þessu sviði. Skipulag og staðsetning stofnana Mikil gerjun er í umræðum um fyrirkomulag rannsókna- og háskólastofnana í framtíð- inni. Háskólinn í Reykjavík hefur sameinast Tækniháskóla Ís- lands og ný stað- setning hefur ver- ið ákveðin fyrir hinn nýja skóla í grennd við öfluga rannsókna- starfsemi Háskóla Íslands og stofn- ana hans. Þá er hafinn undirbún- ingur Há- skólatorgs sem breyta mun miklu um starfsemi Há- skóla Íslands. Unnið er að flutningi Til- raunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum í Vatns- mýrina í nábýli við Landspítala – háskólasjúkrahús og lífvís- indarannsóknir fyrirtækja og fleiri. Fram hefur komið vilji hjá talsmönnum annarra, op- inberra rannsóknastofnana að flytja starfsemi þeirra á svæð- ið. Nái þessi áform fram að ganga myndast öflugt þekking- arþorp á svæðinu með þátttöku stjórnvalda, fyrirtækja, há- skóla og rannsóknastofnana. Við okkur blasir ný framtíð- arsýn sem gæti orðið mikil lyftistöng rannsókna og þróun- ar hér á landi. Víða um lönd hefur samþjöppun háskóla-, vísinda- og tæknistarfsemi með þessum hætti orðið undirstaða öflugrar atvinnuþróunar og til styrktar þekkingariðnaði sem skýtur fleiri stoðum undir efnahag ríkja. Öflugt rannsóknaumhverfi gagnast ekki aðeins þeim sem þar starfa heldur styrkir það þekkingarstarfsemi í öðrum landshlutum. Að því er stefnt að aflstöð íslenskra rannsókna verði fræðilegur bakhjarl þekkingarsetra annars staðar á landinu. Háskólasetur var stofnað á þessu ári á Ísafirði með þátttöku fjölmargra aðila í samvinnu við heimamenn og unnið er að undirbúningi þekk- ingarseturs á Austurlandi. Þegar starfa nokkur slík setur, t.d. í Sandgerði, í Borgarfirði, í Skagafirði, á Akureyri, á Hornafirði, í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Það er í mínum huga lykilatriði að góð sam- vinna takist milli þessara setra og þeirrar starfsemi sem verð- ur í Reykjavík. 14% rannsókna fjármögnuð erlendis Alþjóðasamstarfið hefur skipt miklu máli fyrir upp- byggingu rannsókna og þróun- arstarfsemi hér á landi og ís- lenskir vísindamenn staðið sig afar vel í erlendu samstarfi og í samkeppni um fé úr erlend- um og alþjóðlegum sjóðum. Norrænt samstarf hefur reynst okkur afar mikilvægur stökkpallur í alþjóðlegri sam- vinnu. Árangurshlutfall Íslands í sjöttu rammaáætlun ESB er enn á milli 30 og 40%. Heildar- framlag Íslands til sjöttu rammaáætlunarinnar verður um 17,3 milljónir evra en þeg- ar hafa aflast styrkir til ís- lenskra aðila að upphæð um 18,6 milljóna evra og enn er nokkuð eftir af áætluninni. Rannsóknasjóðir í Bandaríkj- unum hafa einnig opnast fyrir Íslendingum á sviði jarðvísinda og líf- og læknavísinda vegna áhuga þar á samstarfi við ís- lenska vísindamenn. Erlendir aðilar fjármagna rúmlega 14% af íslenskum rannsóknum um þessar mundir og er það hlutfall með því hæsta sem þekkist innan OECD og segir nokkuð um tiltrú á íslensku vísinda- samfélagi. Opnun til umheimsins Stefna ESB um Evrópskt rannsóknasvæði, ERA, fellur vel að hagsmunum Íslendinga. Við þurfum því að leita leiða til ýta undir hana og opna okkar vísindakerfi þannig að við löð- um að okkur samstarfsaðila og erlenda vísindamenn sem vilja taka þátt í rannsóknastörfum á sviðum þar sem styrkur okkar er mikill. Styrkir til erlendra doktorsnema á sviðum þar sem við skörum framúr koma að mínu mati til álita um leið og við hugum að verulegri eflingu Rannsóknanámssjóðs. Sömu- leiðis þurfa stjórnir samkeppn- issjóða að meta hvort þær vilji út frá samkeppnissjónarmiðum leggja fé, ásamt öðrum ríkjum, í sameiginlegar áætlanir á ein- stökum sviðum vísinda og tækni. Með því móti gengjum við óhrædd til samkeppni við vísindamenn annarra þjóða með styrk og gæði íslenskra rannsókna að vopni og von um hærri styrki en sem nema því sem við leggjum til samstarfs- ins. Reynslan virðist sýna að það sé Íslendingum hagstætt vegna góðrar frammistöðu í samkeppni. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og hlúa að þátttöku okkar í al- þjóðasamvinnu eftir því sem bolmagn okkar vex. Ísland í fremstu röð Frammistaða Íslands á sviði rannsókna og nýsköpunar hef- ur vakið athygli margra al- þjóðastofnana og aðila sem velta fyrir sér samkeppn- ishæfni þjóða og gera á þeim samanburð. Ísland er nú talið í fremstu röð. Þarna er byggt bæði á tölulegu mati og skoð- anakönnunum. Stefnumótun Vísinda- og tækniráðs byggist einnig að verulegu leyti á því að við höfum skýra mynd af vísinda- og tæknistarfseminni. Sérstök ástæða er nú til þess að efla söfnun og úrvinnslu töl- fræðilegra upplýsinga sem eru undirstaða umræðu ráðsins um frekari stefnumótun. Við höf- um náð umtalsverðum árangri sem eftir er tekið en tímabært er orðið að láta taka út hið nýja kerfi með formlegum hætti. Hæfilegt er að gera það að loknu fyrsta starfstímabili Vísinda- og tækniráðs á næsta ári. Ég mun leita til OECD í því efni. Efling rannsókna með samhæfingu og samstarfi Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur ’Ráðið stýrir nú um-fangsmiklum breyt- ingum á vísinda- og tæknikerfi Íslend- inga og forsendur starfseminnar eru bæði betri og styrk- ari en áður hefur þekkst hér á landi.‘ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er mennta- málaráðherra. fyrir almenning heldur þá sem ætli sér að græða hratt og mikið. Hann vitnar til kenninga hagfræðingsins Johns Maynard Keynes sem sagði að ríkisvaldið ætti að fjárfesta og stýra heildareftirspurninni og telur Engelberts það vera heilladrýgst. „Ef ESB hefði ekki fjárfest með almannafé í Airbus þá hefðum við aldrei haft evrópskan iðnað sem gæti keppt við Boeing.“ Hann segir að ríkisstjórnir verði að hugsa til lengri tíma ólíkt aðilum í einkageir- anum. Barist með staðreyndum Aðspurður um helstu baráttuaðferðir PSI segir Engelberts besta vopnið vera staðreyndir og rannsóknarvinna. „Við þurfum oft að sann- færa samfélög um hluti sem eru þeim ekki til hagsbóta því margir stjórnmálamenn eiga það til að ýta málum í gegn sem gerir þá auðugri. Okkur finnst nauðsynlegt að efla samvinnu við félög og aðila sem starfa eftir sömu hug- myndafræði og stefna að sömu markmiðum,“ segir Engelberts og bætir því við að nauðsyn- legt sé að fræða fólk um hvað sé í gangi. Hann bendir þó á að fólk sé alls ekki vitlaust og bein- ir umræðunni að stjórnarskrá ESB sem var felld bæði í Frakklandi og Hollandi. Fólk treysti ekki stjórnmálamönnunum. „Stundum er tilfinning venjulegs fólks betri en allar sög- urnar sem stjórnmálamenn segja þeim. Fólk er ekki heimskt og á vissum tímum segir það hingað og ekki lengra. Stundum gerir það þó glappaskot. Hvernig gat t.a.m. George Bush verið kosinn forseti Bandaríkjanna?“ spyr Eng- elberts undrandi. Hann kveðst ekki vera mikill aðdáandi „spilltustu ríkisstjórnar í heiminum“ eins og hann orðar það. „Þessi náungi er að eyðileggja Bandaríkin. Hugsaðu þér alla þá peninga sem hafa farið í hernaðarreksturinn, alla þá sem hafa látið lífið o.s.frv. Hann hefur lagt gífurlega byrði á komandi kynslóðir með óábyrgri hegðun,“ segir Engelberts. Bilið milli ríkra og fátækra breikkar stöðugt PSI hefur átt mikil samskipti við Alþjóða- bankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og að- spurður segist Engelberts ekki hafa mikið álit á þessum stofnunum. „Stefna þeirra sl. 20 ár hefur mistekist. Þær hafa gert allt öfugt við það sem þær hafa sagst ætla að gera. Þær hjálpa til við að búa til meiri vandamál í heim- inum. Aðferðir nýfrjálshyggjunnar eru þar í heiðri hafðar, þ.e. við gerum hlutina með aðstoð markaðarins og allt verður í lagi. Þetta gengur einfaldlega ekki upp,“ segir Engelberts og bæt- ir því við að skattalækkanir hjá hinum ríku hjálpi fátæku fólki ekki neitt. Hann vísar til skattalækkana Bush og bendir á að bilið milli hinna ofurríku og þeirra sem eru hvað fátæk- astir sé sífellt að breikka. „Miðstéttirnar eru að hverfa. Ef það er einn hlutur sem þú þarft á að halda til þess að viðhalda stöðugleika í landi þá er það miðstéttin,“ segir hann og bætir því við að ójafnrétti sé engu þjóðfélagi til góðs. Aðspurður segir hann ljóst aðstæður á Ís- landi og á Norðurlöndunum séu með því betra sem gerist í heiminum. „Miðað við að þið séuð smáríki með um 300 þúsund íbúa þá gengur ykkur afar vel. Lífsgæði hér eru í háum gæða- flokki miðað við önnur lönd,“ segir Engelberts en þetta er fyrsta heimsókn hans til landsins og hlakkaði hann til að fá tækifæri til að kynnast landi og þjóð. rts, framkvæmdastjóra Alþjóðasamtaka starfsmanna í almanna- ónustunnar, einkavæðingu, fátækt og fyrstu kynni hans af Íslandi. Morgunblaðið/SverrirHans Engelberts, framkvæmdastjóri PSI. jonpetur@mbl.is ald á erlendum . Hann bauð er- n þeir eru að ku kirkjunni í þíópíu þar sem hafa starfað. irkjunnar um arstarf og Hann sagði frá þátttöku sinni í mál- þingi um stofnfrumurannsóknir og vildi gaumgæfa siðfræði vísindanna og ábyrgð stjórnmálamanna og hvernig gagnrýnin skoðun sé mögu- leg í ljósi „þeirra togkrafta sem nú um stundir eru sterkastir,“ en í því sam- hengi nefndi hann auðmagn lyfjaris- anna. „Hagsmunir hinna sjúku og þjáðu, fátæku og fötluðu virðast oft mega sín lítils í þeirri stórfenglegu, hraustu, nýju veröld sem við erum að móta með ofurtrú á afl tækni og vís- inda.“ Guðlaust samfélag framtíðin? Karl sótti biskupsvígslu innan eist- nesku kirkjunnar: „Eftir hremmingar undir kerfisbundinni afhelgun guðlauss samfélags kommúnismans stendur hún eftir fátæk með einungis brot þjóð- arinnar innan sinna vébanda, en samt sem áður er litið til hennar sem samein- andi þjóðkirkju. Iðulega spyr maður sig hvort þetta sé sú framtíð sem við þjóð- kirkjunni okkar blasir.“ Einnig sagði Karl frá ráðstefnu sem hann sótti, þar sem tilefnið var umræða um frétta- flutning af dómsmálum. Hann skýrði frá ósk sinni um að auðsýnd sé virðing í slíkri umfjöllun. „Við erum lítið samfélag á Íslandi og ættum að hafa tækifæri til að sýna meiri aðgát og virðingu en það sem tíðkast í sorppressum og skólpveitum fjölmiðlunar stórþjóðanna.“ Þá vill biskup stefna að því að Biskupsstofa komi upp sérstakri rafrænni með- limaskrá Þjóðkirkjunnar, – sálnareg- istri – sem prestar verði beintengdir því erfitt sé nú að halda utan um trú- félagaskráningu. Í framhaldi af umræðu um helgihald kirkjunnar og nauðsyn þess að styrkja stöðu hennar í þjóðfélaginu sagði hann ennfremur: „Eflum messu helgidags- ins. Við skulum, kæru vígðu þjónar, messa, biðja, boða og þjóna – og það eins og sagt er „fjandann ráðalausan!““ fnu 2005 ýjunar messunnar Morgunblaðið/Eyþór ýnt væri að beina athygli að málum sem varða fjármál, m úrslitin myndu ráðast um framtíð kristins siðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.