Morgunblaðið - 24.06.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.06.2005, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún J. Möllerfæddist á Ísafirði hinn 12. júlí 1926. Hún lést á LSH í Fossvogi hinn 13. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru þau Valfríður Guð- mundsdóttir, f. 8. jan- úar 1894, d. 5. mars 1998, og Jón Guð- mundsson, f. 17. ágúst 1896, d. 18. des- ember 1982. Guðrún giftist hinn 14. janúar 1956 Sig- urði Möller, vél- stjóra, f. 10. desember 1915, d. 16. október 1970. Hann var sonur hjónanna Þorbjargar Pálmadótt- ur og Jóhanns Georgs Möller, kaupmanns á Sauðárkróki. Börn þeirra Guðrúnar og Sigurðar eru: 1) Jón S. Möller, f. 7. nóvember 1956, verkfræðingur í Reykjavík, kvæntur Helgu Hauksdóttur, fé- lagsráðgjafa og eiga þau tvo syni, Sigurð og Hauk. 2) Valfríður Möll- er, f. 5. febrúar 1959, hjúkrunar- fræðingur, gift Jóni Karli Ólafs- syni, forstjóra og eiga þau fjögur börn, Guðrúnu, Önnu Sigrúnu, Eddu Björgu og Jón Val. Guðrún ólst upp í foreldrahúsum á Bræðraborgarstíg 4 í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1944 og var síðan einn vetur við nám við hús- mæðraskóla í Sví- þjóð. Guðrún vann ýmis verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík þar til hún gifti sig. Árið 1958 fluttist Guðrún ásamt fjölskyldu að Sogsvirkjunum, þar sem þau bjuggu fram til ársins 1968, er þau fluttu aftur til Reykjavíkur. Guð- rún hóf þá störf hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og vann síðan hjá Rafmagnseftirliti ríkisins í 26 ár, þar til hún hætti störfum sökum aldurs. Guðrún bjó síðustu árin á Dalbraut 14 í Reykjavík, þar sem hún var virk í hússtjórn og öðrum félagsstörfum. Útför Guðrúnar verður gerð frá Bústaðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Það er alltaf erfitt að setjast niður til að minnast góðra vina og ættingja. Nú er hún Guðrún (Lilla), tengda- móðir mín látin eftir stutta en snarpa sjúkdómslegu. Minningarnar hlaðast upp og verða fljótt ljúfsárar, því að það er svo margs að minnast. Það eru ekki margir sem kynnast tengda- mæðrum sínum á sama tíma og maka sínum. Þannig var það nú með okkur Lillu, ég held jafnvel að við höfum tal- ast við áður en leiðir okkar Völu lágu síðan saman. Það tókst góður vin- skapur með okkur strax og bar aldrei skugga þar á alveg til loka. Lilla var um margt sérstök og merkileg kona. Hún varð ung ekkja eftir mann sinn, Sigurð Möller, með börnin sín tvö, 11 og 13 ára gömul. Eftir erfið veikindi Sigurðar var efnahagurinn ekki mjög sterkur. Hún var hins vegar alveg staðráðin í því að koma börnunum sínum til manns og það gerði hún svikalaust. Hún vann mikið, fór vel með sitt og aldrei leið neinn skort í kringum hana Lillu. Leiðir okkar lágu síðan saman um fimm árum síðar, þegar hún var ásamt börnunum í sólarlandaferð á Mallorca. Ef ég ætti að nota nokkur orð til að lýsa henni Lillu, þá kemur dugnaður fyrst upp í hugann. Hún var mjög sjálfstæð, heiðarleg og hreinskilin kona. Hún sagði sínar skoðanir um- búðalaust og var ekkert að fara leynt með það ef henni þótti eitthvað miður. Lilla var mjög vinmörg og henni þótti mjög vænt um alla vini sína og rækt- aði vel samband við þá. Hún var mjög skemmtileg og ræðin og vel lesin um menn og málefni. Það var oft mjög skemmtilegt að sitja og spjalla um daginn og veginn. Ég tel það forrétt- indi að hafa fengið að kynnast og eiga samleið með konu eins og Lillu og er mjög þakklátur fyrir allar góðar sam- verustundir á liðnum áratugum. Það urðu mikil viðbrigði þegar Lilla veiktist fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum. Fram til þess dags hafði henni vart orðið misdægurt að neinu ráði. Hún átti dásamlegt heimili á Dalbraut 14, þar sem henni leið mjög vel með hópi af góðu fólki. Hún ók sjálf og fór allra sinna ferða, hvort sem var innanlands eða utan. Aldur var einhvern vegin afstæður þegar Lilla átti í hlut, hún var það sjálfstæð og fylgin sér alveg þar til hún veiktist. Lilla var okkur Völu oft ómetanleg hjálparhella með börnin þegar mikið var að gera í námi eða starfi og fyrir þessa hjálp erum við óendanlega þakklát. Lilla var mjög stolt af börn- unum sínum og barnabörnum og er söknuður þeirra og okkar allra mikill. Með Lillu er gengin merkileg, sterk og skemmtileg kona, sem margir munu sakna mikið. Blessuð sé minn- ing hennar. Jón Karl Ólafsson. Guðrúnu Möller (Lillu) tengda- móður minni kynntist ég fyrir um 17 árum. Það var ljóst frá fyrstu kynnum að þar var á ferðinni sjálfstæð, ákveð- in og beinskeytt kona sem stóð fyrir sínu. Guðrún tilheyrir kynslóð kvenna þar sem húsmóðurhlutverkið var sjálfgefið og starfsframi lá fyrst og fremst innan heimilisins eftir skóla- skyldu. Guðrún tróð ekki alveg hefð- bundnar slóðir í þeim efnum, hún fór til Svíþjóðar á húsmæðraskóla eftir próf frá Kvennaskólanum í Reykja- vík. Guðrún fór síðan út á vinnumark- aðinn eftir Svíþjóðardvölina og reyndi m.a. fyrir sér í verslunarrekstri í Reykjavík. Eftir að Guðrún giftist flutti hún með eiginmanni sínum, Sig- urði Möller vélstjóra, að Írafossi og bjó fjölskyldan þar í um áratug. Guð- rún varð ekkja eftir 12 ára hjónaband, aðeins 42 ára gömul. Árin þar á eftir eru til marks um dugnað hennar og sjálfstæði. Guðrúnu tókst með dugn- aði og ráðdeild að eignast fallegt heimili sem bar alla tíð vott um fág- aðan smekk og gott auga fyrir fal- legum munum. Guðrún var mikil fé- lagsvera og ber stór og virkur vinahópur merki um það, en mig grunar að Guðrún hafi verið einn að- aldrifkrafturinn í þeim hópi. Ef eitt- hvað er til í þeirri fullyrðingu að aldur sé hugarástand á það við Guðrúnu því hún lifði lífinu til enda af fullum krafti og sló hvergi af, var ætíð tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og kynn- ast nýju fólki. Skyndileg og alvarleg veikindi Guðrúnar sl. tvo mánuði voru henni, aðstandendum og vinum mikið áfall. Guðrún fór í gegnum veikindi sín af æðruleysi og vissi sennilega betur en aðrir að hverju stefndi. Ég kveð þig, kæra tengdamóðir, með þökk fyrir liðin ár og þá sérstaklega fyrir að vera sú fyrirmynd sem þú varst í að nýta og njóta þess sem lífið hafði upp á að bjóða. Hvíl í friði. Helga. Minningar okkar um ömmu Lillu eru um stolta, glæsilega og duglega konu. Hún var alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á og vildi allt fyrir mann gera. Það var gott að koma heim til ömmu og sitja bara og spjalla og henni fannst alltaf svo gaman að heyra fréttir af okkur. Hún kenndi okkur að spila manna og þegar við urðum eldri spáði hún í spil fyrir okk- ur. Við vorum viss um að hún væri al- vöru spákona og vorum alveg viss um að allt sem hún sagði myndi rætast. Amma var ætíð svo ung í anda og gerði alltaf það sem hana langaði til að gera og lét ekkert stoppa sig, hvort sem það voru ferðalög um heiminn eða ferðir um Ísland. Hún varð ein- hvern veginn aldrei gömul. Þegar við vorum lítil, var hún snillingur í að finna upp leiki eða eitthvað okkur til skemmtunar. Gleymist seint inn- pökkunarleikurinn, þar sem við pökk- uðum inn dótinu hennar í gjafapappír eða uppvöskunarleikurinn, þar sem amma klæddi okkur í plastpoka og við fengum að vaska upp, jafnvel þótt ekkert uppvask væri fyrir hendi. Við máttum alltaf leika okkur með fallegu skartgripina hennar eða klæða okkur upp í fötin hennar og halda tískusýn- ingu henni til mikillar skemmtunar. Alltaf var hún amma tilbúin til að hlusta á það sem okkur hrjáði og rétta hjálparhönd eins og að ráða skrýtna drauma eða gefa góð ráð. Hún var líka alltaf að segja okkur skemmti- legar sögur af sjáfri sér þegar hún var ung og alltaf var hún með eitthvert slúður. Svo varð hún snögglega svo veik og allt í einu var hún amma Lilla orðin gömul. Það var svo sárt að sjá hana svona, en hún er nú í góðum höndum með langömmu Fríðu, lang- afa Jóni, afa Sigurði og ömmu Lillý. Við kveðjum okkar elsku ömmu Lillu með söknuð í hjarta og vitum að hún mun alltaf vaka yfir okkur. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Guðrún, Anna Sigrún, Edda Björg og Jón Valur. Þegar ég kveð kæra frænku mína, Guðrúnu Jónsdóttur Möller, eða Lillu, eins og hún var oftast kölluð af vinum sínum, hrannast fram í hugann minningar og allar góðar. Lilla var dóttir Hólmfríðar Guð- mundsdóttur, systur mömmu minnar, sem dó frá henni og tveimur öðrum dætrum, þegar Lilla var ekki eins árs gömul. Hún var tekin í fóstur af Jóni, bróður Hólmfríðar og Valfríði Guð- mundsdóttur eiginkonu hans. Hún var síðan alin upp hjá þeim fram á fullorðinsár – var þeirra einkadóttir og naut góðs atlætis, kærleika og hlýju af þeim góðu hjónum, Jóni og Valfríði. Þegar hugurinn reikar til æskuár- anna, þá kemur margt upp í hugann. Við Lilla bjuggum í sama húsi á Bræðraborgarstíg 4, í vesturbæ Reykjavíkur, frá því við vorum sjö ára gamlar. Þetta var um miðjan þriðja áratug síðustu aldar. Bræðraborgar- stígur 4 var mikið barnahús og fjör og kátína á öllum hæðum. Á neðstu hæð- inni bjuggu hjón með sex börn, Ólafur og Margrét, síðan komu foreldrar mínir, Guðmundur og Guðrún með fjögur börn og á sömu hæðinni fjöl- skylda Lillu frænku. Á hæðinni fyrir ofan voru Ágústa og Felix með sína þrjá stráka. Og svo efst uppi var háa- loft, þar sem hátt var til lofts og vítt til veggja og því tilvalinn staður til leikja hjá okkur krökkunum. Mér er minnisstætt þegar Lilla frænka fékk hjólaskauta frá frænku sinni í Ameríku. Þá var nú fjör á háa- loftinu. Allir þurftu að reyna skautana með misjöfnum árangri. Það var ekki svo gott að renna sér á hjólaskautum úti á götu á þessum árum í Reykjavík, því gangstéttir og götur fáar lagðar bundnu slitlagi. Það er svo merkilegt að í slíku ná- vígi, sem var á Bræðraborgarstígn- um, þá skyldi aldrei verða ósamkomu- lag. Vafalaust gekk oft mikið á hjá okkur krökkunum en misklíð leystum við farsællega og milli okkar Lillu féll aldrei styggðaryrði enda trúnaðar- vinkonur og strax kært milli okkar, sem hélst síðan alla tíð. Og fullorðna fólkið bast líka vina- böndum. Frúrnar í húsinu fengu sér morgunkaffi saman og karlarnir spiluðu brids hvenær sem færi gafst. Í þessu umhverfi ólumst við Lilla frænka upp. Það var alla tíð mjög kært á milli okkar frændsystkinanna. Lilla sótti mikið til okkar því þar var oft fjörugt og mikið um að vera. Það var mikið sungið og spilað og farið í alls konar leiki. Seinna fórum við saman í dans- skóla til Rigmor Hanson og lærðum að dansa og steppa. Og þá var nú gott að nota stigana á milli hæða og steppa í tröppunum. Svona liðu æskuárin í góðu yfirlæti. Síðan fór Lilla í Kvennaskólann en ég í Versló, en svo hittumst við aftur í skóla saman í Ljungskile í Svíþjóð þar sem við vorum í húsmæðraskóla ásamt vinkonum okkar. Síðan tók alvara lífsins við. Lilla frænka gifti sig Sigurði Möller og eignuðust þau tvö börn, þau Valfríði og Jón. Það var mikil sorg þegar Sig- urður dó um aldur fram. Það reyndist Lillu og fjölskyldunni mjög erfiður tími. Þó að oft hafi verið langt á milli okkar, ég búsett í Hafnarfirði eða er- lendis og Lilla frænka á Ljósafossi, hélst alltaf vináttan óslitin og náin. Við töluðum oft saman í síma og heim- sóttum hvor aðra þegar færi gáfust. Áfram hittumst við líka á Bræðra- borgarstígnum þar sem foreldrar okkar bjuggu áfram í nokkur ár. Og nú við vinkonurnar og frænkurnar sjálfar orðnar mæður. . Við höfðum líka mjög gaman að því þegar hún dvaldist hjá mér um tíma í Epsom í Englandi. Þá nutum við sam- verunnar til fullnustu og svo fyrir nokkrum árum fórum við saman í ógleymanlega ferð til Grænlands og einnig vorum við búnar að ákveða að fara til Færeyja nú í byrjun júlí og vera þar í vikutíma. Af þeirri ferð verður ekki, því hún frænka mín er farin í lengri ferð. Hennar er sárt saknað. En mennirnir áætla en Guð ræður. Lilla hafði ævinlega mikið fyrir stafni og lét hendur standa fram úr ermum. Rólegheit áttu ekki við hana. Fyrir skömmu varð hún fyrir slysi sem skerti alvarlega ferðafrelsi henn- ar. Það átti ekki vel við Lillu frænku. Hún vildi vera á ferð og flugi. Og að lyktum kvaddi hún þessa jarðvist sátt við Guð og menn. Við leiðarlok þakka ég kærri frænku langa og góða samfylgd. Missir barna hennar, tengdabarna, barnabarna og annarra ættingja og vina er mikill og sár. Þeim sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að líta til með þeim nú sem endranær. Guð blessi minningu Guðrúnar J. Möller. Margrét Guðmundsdóttir. Mér er í fersku minni þegar ég hitti Guðrúnu Möller í fyrsta sinn. Við vor- um stödd í garði hótels á Mallorca fyrir hart nær 30 árum. Hún hafði dvalið þarna nokkurn tíma, einstæð móðir með dóttur sína og son, en þetta var fyrsta kvöld okk- ar fjölskyldunnar á staðnum. Það varð svo sannarlega „ást við fyrstu sýn“ þegar sonur minn og dótt- ir hennar litu hvort annað augum í fyrsta sinn og þar upphófst samband, sem staðið hefur óslitið síðan. Það hefur verið mikið áfall fyrir Guðrúnu og börnin þegar eigin- mað- ur hennar Sigurður Möller vélstjóri féll frá aðeins 54 ára gamall eftir 14 ára hjónaband. Heimili þeirra hafði verið á Ljósafossi, sem var síðasti vinnustaður Sigurðar, en síðan tók við búseta og lífsbarátta í Reykjavík. Með dugnaði og eljusemi tókst henni ásamt börnum sínum að skapa fjöl- skyldunni gott og fagurt heimili og hún vann sjálf meðan aldur leyfði, lengst af hjá Rafmagnseftirliti ríkis- ins þar sem hún átti farsælan starfs- feril. Dugmikil og vel gefin börn hennar gengu menntaveginn svo- nefnda, luku bæði stúdentsprófum og framhaldsnámi eftir þau. Sjálf stundaði Guðrún lífshlaup sitt með reisn. Ég heyrði hana ekki kvarta yfir örlögum sínum eða ein- veru. Guðrún var jafnan hress í fasi og framkomu, fór ekki með veggjum, hafði ákveðnar skoðanir á flestum hlutum og fór ekki dult með þær. Hún var félagslynd og átti stóran hóp vina og kunningja, sem hún ferðaðist oft með erlendis og naut samvista við hér heima. Dans og tónlist kitluðu fætur hennar frá fornu fari og hún hafði ómælda ánægju af því að taka í spil. En mestu máli skipti hana velferð barna hennar og síðar barnabarna. Hún naut samvista við þau og vildi sjá hag þeirra sem mestan og bestan. Á kveðjustund þakka ég Guðrúnu Möller fyrir góðar samverustundir á liðnum árum, en þær eru æði margar. Sérstaklega er hún mér minnisstæð þegar hún í febrúar sl. kom á systra- kvöld hjá Mími, frímúrarastúku Sig- urðar heitins og var svo hress og heil- brigð, að eftir var tekið. Mér fannst hún bera aldur sinn sérlega vel og frá- fall hennar nú ótímabært, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Öllum aðstandendum Guðrúnar sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðrúnar Möller. Ólafur G. Karlsson. Guðrún Jónsdóttir Möller var starfsmaður Rafmagnseftirlits ríkis- ins, þegar undirritaður hóf þar störf 1979. Þar hófust kynni okkar, þó að bæði hafi sézt og hitzt við Sogsfossa á 6. áratug síðustu aldar. Sigurður Möller, eiginmaður Guðrúnar, var vélstjóri við Ljósafoss og Ýrufoss. Þar bjuggu þau í mörg ár, en undirrit- aður vann ýmis störf við Ljósafoss- stöð í nokkur ár í skólaleyfum. Sig- GUÐRÚN J. MÖLLER Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORGEIR HARALDSSON, Bjarkargrund 39, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 21. júní. Guðríður Halldóra Halldórsdóttir, Jón Þór Þorgeirsson, Vilborg Helgadóttir, Anna Júlía Þorgeirsdóttir, Alexander Eiríksson, Halldór Geir Þorgeirsson, Bryndís Þórarinsdóttir, Hrönn Þorgeirsdóttir, Bjarni Friðrik Bragason, og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN AXELSDÓTTIR, Tunguseli 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 21. júní sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir, Atli Sverrisson, Karen Guðmundsdóttir, Auðunn Örn Jónsson, Hafdís Guðmundsdóttir, Þorsteinn Kjartansson, Bryndís Halla Guðmundsdóttir, Óðinn Guðbrandsson, Guðlaugur Guðmundsson, Anna Þórdís Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.