Morgunblaðið - 10.07.2005, Side 5

Morgunblaðið - 10.07.2005, Side 5
10.7.2005 | 5 6 Flugan sú snuðrandi partískvísa, lét sig ekki vanta á myndlistarviðburði í sveit og borg og snobb- ar fyrir Odd Nerdrum, ásamt öðrum ... 8 Með fjallamennskuna í blóðinu Jökull Bergmann er með ævintýrapróf upp á vas- ann og stefnir nú á al- þjóðlegt fjallaleiðsögu- próf. Hann heitir eftir Gljúfurárjökli á Trölla- skaga. 10 Hjartað slær í takt við höggborinn Auður Haralds ræðir um hugsanlega olíuleit í 101, hinar drekkandi stéttir og fleira. 12 Mannkynið er stórkostlega skrýtið Þórunn Lárusdóttir ætlaði að verða læknir og viðurkenndi ekki leiklistaráhuga sinn fyrr en um síðir. Hún æfir nú burðarhlutverkið Sally Bowles í söngleiknum Kabarett, sem bráðum fer á fjalirnar í hinu sögufræga Gamla bíói í Reykjavík. 20 Mamma varaði mig við Chuck Mack er fluttur aftur til Íslands, eftir 50 ára fjarveru, með líflega hönnun eftir sjálf- an sig. 24 Stuttar nætur, langir dagar Þótt hreyfing virki auð- veld, s.s. ganga og golf, er nauðsynlegt að hita upp og hafa meðferðis orkuríkt nesti. 25 Lítið og nett og öflugt Coolpix myndavél, kóreskur spilastokkur og fleira úr frumskógi tækninnar. 26 Einsleitni eða fjölbreytni? Togstreitan eykst milli nýja vínheimsins og hins gamla. Nýverið var sýningin Vinexpo haldin í Bordaux í Frakklandi. 28 Krossgáta Kona rakka Sama lendir í snjókomu...? Skilafrestur úrlausna rennur út á föstudag. 30 Pistill Steinunn Ólína segir sára sögu heimilis- hjálpar sinnar, sem komin er til Kaliforníu frá El Salvador. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Þórunni Lárusdóttur við Sundin í Reykjavík, 5. júlí 2005. 12 „Við erum alltaf úti í ystu vegarbrún með allt,“ segir Auður Haralds. L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on „Sjáðu, hvað ég er kynþokkafull svona blóðlöt / en ekki spennt upp í forsíðukennt ástand,“ segir í 27. erindi ljóða- bókarinnar Vængjahurðin eftir Elísabetu Jökulsdóttur, þvert á þá þjóðtrú að fólk sé þokkafyllst þegar það fettir sig og set- ur upp förðunargrímu, ákveðinn svip, spennt bros, útpælt augnaráð. Ýmist til þess að fela persónuleik- ann eða ýkja hann. Þórunn Lárusdóttir spennti sig ekki upp í neitt forsíðukennt ástand fyrir Tímaritið í vikunni heldur fór hún bara í sína úlpu, skellti sér á sjávarklett og spjallaði við Kristin ljósmyndara með hafið blátt í baksýn. Hún hefur alltaf hrifist af hafinu og af þeim sökum var umhverfið valið. Hún greiddi sér sjálf og málaði, var ekki hrukkustraujuð eftir á og brosti bara þegar einhver benti á að hún sæti nú eiginlega í keng. Einmitt af þessum sökum, hinu afslappaða viðhorfi, ljómar myndin af persónu- leika og má því teljast vel heppnuð. Það er annars eitt að mæta í forsíðumyndatöku með fyrirvara og fullu samþykki. Annað er að lenda þar án þess að vera gert viðvart. Það hafa Þórunn og margir aðrir úr stétt sviðslistafólks fengið að reyna, t.a.m. vegna þess að eitthvað er talið fréttnæmt við sambönd þeirra, húsakaup, sambandsslit, árshátíðir, sumarfrí og sundferðir. Oft er útkoman ekki annað en krydd í til- veruna og að mati Þórunnar einungis fyndið að einhver skuli sjá fréttir í ekki-fréttum. En stundum er gengið of langt. „Sjálf forðast ég eins og heitan eldinn að lesa þessi blöð enda hafa vinir mínir lent illa í þeim. Ég hef ekki kviðið umfjöllun þeirra en þetta nýja blað veldur pínulitlum áhyggjum því það svífst greinilega einskis,“ segir hún í tilefni umræðu síðustu vikna. Við þetta verður ekki bætt hér. Gamalt húsráð er að hafa áfram trú á mennsku fólks, kvíða engu og vitna meira í Elísabetu Jökulsdóttur: „Og þessi nótt sem við dveljum í / hún er björt, þingvallabjört.“ | sith@mbl.is 10.07.05 Íslenska þjóðarblómið holtasóley vex úti í móa en Ólöf Erla Bjarna- dóttir leirlistarkona býr til Þjóðarblómin – í fleirtölu – og það úr postulíni. Þjóðarblóm Ólafar Erlu eru þar að auki notuð til að raspa hvítlauk og engifer. „Mér hefur alltaf fundist skemmtilegt að hafa handgerða muni í eldhúsinu. Hugmyndin að Þjóðarblómunum fæddist í umræðunni um „þjóðar-hitt og þetta“. Það var pínulítill rembingur í kringum þjóð- arblómið, þessa hugmynd að velja eitt blóm úr. Mér fannst því upplagt að búa til mörg og mismunandi þjóðarblóm til að undirstrika hvað þau eru mörg og að þau eiga öll sama rétt á að vera þjóðarblóm. Ég vildi hafa þau fjölbreytt og að engin tvö væru al- veg eins. Þau eiga líka að endurspegla þá fjölbreyttu mannlífsflóru sem þessi þjóð samanstendur af,“ segir Ólöf Erla. Aftan á Þjóðarblómunum er hengi og því má festa þau á vegginn milli þess sem þau eru í notkun. Blómin fást í Kirsuberjatrénu. Þjóðarblómin | Ólöf Erla Bjarnadóttir Ís le ns k hö nn un

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.