Morgunblaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 6
6 | 10.7.2005 Æ i, eruð þið ekki orðin þreytt á miðnætursólinni? Partíflugan ykkar er allavega orðin pirruð á að staulast út af börum borg- arinnar á Manolo Blahnik hælunum og fá miskunnarlaust sól- skinið í andlitið um hánótt. Þá getur reynst erfitt að fela bauga og bros- hrukkur við augun og dugar skammt að púðra nefbroddinn, þótt Kanebo förðunardósin geti oft virkað eins og „instant“ andlitslyfting. Hljómsveit- argæjarnir og DJ-arnir, sem eru svo töff inni í myrkri skemmtistaðanna, verða eins og draugar í dagsbirtu þegar þeir skreiðast út í nóttina. Bara hallærislegir. Það var hins vegar svo ljúft og rómantískt andrúmsloft á Öl- stofunni að Flugustelpa hætti að hafa áhyggjur af bévítans birtunni og ein- beitti sér þess í stað að því að njóta kvöldsins. Alltaf er hægt að stóla á að Stofan sé fengsæl til veiða en á meðal þeirra sem skemmtu sér þar við glað- legar samræður voru hinn kokhrausti rithöfundur og ástríðubloggari Ágúst Borgþór Sverrisson og næturgalinn fagri, Móa (Júníusdóttir), auk þess sem Kormákur og Skjöldur, flottustu herramenn landsins, ráku inn nefið og tóku púlsinn á liðinu. Flugan uppveðraðist öll og baðaði út vængjunum af aðdáun þegar hún rak öll augun sín í norska fornaldarfyrirbrigðið og stórlistamanninn Odd Nerdrum. Þvílíkur „hönk“ – þvílíkir hæfileikar. Árni Snævarr tón- leikahaldari lét sig heldur ekki muna um að bruna á Ölstof- una að loknum velheppnuðum „Átta líf“-tónleikum í Hljómskálagarðinum fyrr um kvöldið. Maður verður jú að eiga eitthvert líf ... Í hinni „hipp“ herrafataverslun, Indriða, var opnun á sýningu listamannsins Þórodds Bjarnasonar. Stór- sniðug hugmynd að vera með sýningarrými í fataversl- un og Indriði er stælí fatabúlla sem þarf örugglega ekki á því að halda að kaupa sig inn í samkeppni tíma- ritsins Mannlífs um bestu herrafataverslunina ... Margir listamenn voru mættir en þeir munu einmitt hafa næmt auga fyrir straumum og stefnum í tísku- fatnaði, sem og öðru. Frú listamannsins, Íris Stef- ánsdóttir, sem vinnur í i8, var að sjálfsögðu viðstödd og það var líka Hrafnhildur Arnardóttir, a.k.a. Shop- lifter, myndlistarkona og hönnuður í New York. Ein- ar Garibaldi, myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla Íslands lét sig ekki vanta né heldur Hlynur Helgason, myndlistarmaður og kennari í Borgarholtsskóla. Eyrún Magnúsdóttir, þáttastjórnandi í Kastljósinu, skoðaði sig um með mann sinn upp á arminn. Myndlistarmennirnir Hrafnkell Sigurðsson og Þórunn Hjartardóttir og Gunnar Hersveinn blaðamaður heiðruðu líka listamanninn með nærveru sinni. Flugan er alveg til í að upplifa ekki útilegufíling og lætur öðrum eftir að liggja í tjöldum um þessa miklu ferðahelgi. Hún er þó svo mikið lista- snobb að hún lagði á sig það þrekvirki fara úr bænum til þess að vera við- stödd afhjúpun listaverka í Vatnsfellsvirkjun, annars vegar eftir Finnboga Pétursson (sem er einn af þátttakendunum í Carnegie- sýningunni sem hingað kemur eftir áramót) og hins vegar eftir skvísurnar í Gjörningaklúbbnum, eða The Icelandic Love Cor- poration. Þrátt fyrir úrhellisrigningu og strekkingsvind mættu um 50 manns á viðburðinn og þáðu veitingar í boði Hálend- ismiðstöðvarinnar í Hrauneyjum. Hressandi listviðburður í mergjuðu umhverfi. Það yljaði svo hálfkaldar hjartaræturnar að hitta Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóra og sjálfmenntaðan landslagsarki- tekt, á Búllunni hans Tomma. Þar snæddi Hrafninn sunnu- dagshamborgarasteikina, spariklæddur í svörtum jakkaföt- um og með sólgleraugu í brjóstvasanum, með vandlega snyrt hár og skegg. Maður að mínu margbreytilega skapi ... | flugan@mbl.is Hrafnhildur Ingunn Thoroddsen og Ragnhildur Jónsdóttir. Helga Jóna Þórunnardóttir og Sigríður Ríta Ragnarsdóttir. ... sunnudagssteik Hrafns Gunnlaugssonar og listasnobb borgarflugu ... FLUGAN Ásta María Benónýsdóttir og Jón Rósmann Mýrdal. SÝNINGIN SÖGUR AF LANDI var opnuð í sal Handverks og hönnunar. Helga Þórarinsdóttir og Guðrún Þórsdóttir. WIG WAM, glysrokksveitin norska, hélt tónleika á Gauknum. Dóra Björk Guð- jónsdóttir, Andrés Lárusson og Tinna Kristinsdóttir. Rikki G. og DJ. Andri Frændi. Kristín Bergsdóttir og Samúel Jón Samúelsson. Anna Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Ósk Ólafsdóttir, Unnur Arna Eiríksdóttir og Tinna Karen Árnadóttir. ... Hin mörgu líf Árna Snævarrs og lífskúnstnerinn Odd Nerdrum ... Jenný Rut Arnþórsdóttir og Berglind Ósk Ásmundsdóttir. L jó sm yn di r: E gg er t Bóas Hallgrímsson og Inga María Brynjarsdóttir. Charlotte Bøving og Benedikt Erlingsson. Margrét Kristín Blöndal og Auður Eggertsdóttir. LEIKVERKIÐ ÖRLAGAEGGIN var frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Páll Rósinkrans og Hrefna Jónsdóttir. L jó sm yn di r: E gg er t Gunnlaugur Egilsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. L jó sm yn di r: E gg er t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.