Morgunblaðið - 10.07.2005, Qupperneq 8
8 | 10.7.2005
H
i, this is JB, I’m in the Rockies right now...“ Nei, þetta er ekki
setning einhverrar bandarískrar vestrahetju af hvíta tjaldinu
heldur af símsvara Íslendingsins Jökuls Bergmanns, ævintýra-
og fjallamanns. Eins og upplýsingarnar úr apparatinu gefa til kynna er
hann staddur í Klettafjöllunum í Kanada um þessar mundir þar sem
hann er upptekinn við klifur frá morgni til kvölds. Nú stendur nefnilega
yfir þjálfun fyrir aðstoðaralpaklifursleiðsögumannapróf sem hann hyggst
þreyta í haust.
Það er kannski við hæfi að titill prófraunarinnar sé svo viðamikill því
hún er hluti af ferli, ekki síður löngu og ströngu, sem Jökull er á bólakafi
í. „Í vor lauk ég tveggja ára háskólagráðu sem
kallast Adventure Diploma frá Thompson Ri-
vers University í Bresku Kólumbíu,“ segir
hann og samsinnir því að líklegast sé rétta þýð-
ingin á gráðunni Ævintýrafræði. „Í því námi
var tekið fyrir allt sem viðkemur afþreyingar-
túrisma, þ.e.a.s. útivist, flúðasiglingar, skíði,
klifur og fleira í þeim dúr. Þetta var ekki bara
þjálfun heldur voru viðskiptalegar hliðar líka
teknar fyrir því þetta nám á að búa leiðsögu-
menn undir að reka sjálfa sig sem fyrirtæki.
Samhliða byrjaði ég í alþjóðlegu fjallaleiðsögu-
mannaprógrammi í gegnum kanadísku fjalla-
leiðsögumannasamtökin. Þau eru í alþjóðleg-
um samtökum fjallaleiðsögumanna sem kallast
IFMGA (International Federation of Mount-
ain Guides Association) en réttindin eru
kennd við þau.“
Aðstoðaralpaklifursleiðsögumannaprófið
framundan er annar áfangi Jökuls að því að
geta kallað sig alþjóðlegan fjallaleiðsögumann.
„Þetta eru fimm próf sem þarf að taka: þrjú eru hálfgerð sveinspróf, þ.e. klettaklifrið
(aðstoðarklettaklifursleiðsögupróf) sem ég lauk í fyrra, og þegar því er lokið er næsta
skref að taka fjallaleiðsöguprófið sem ég stefni að núna í sumar. Loks er það skíða-
prófið (aðstoðarskíðaleiðsögupróf) sem gengur út á alls kyns fjallaskíðun. Þegar þess-
um þremur prófum er lokið er maður kominn með full aðstoðarleiðsöguréttindi. Þá
tekur við vinna sem leiðsögumaður í u.þ.b. tvö ár áður en hægt er að taka meist-
araprófin. Þau eru tvö, annars vegar skíðaleiðsögupróf og hins vegar alpaleiðsögu-
próf og að þeim loknum getur maður loksins titlað sig alþjóðafjallaleiðsögumann.“
Hann segir mögulegt að ljúka þessu ferli á fimm árum en þar með er ekki öll sagan
sögð. „Ég myndi segja að ferlið allt taki svona tíu ár, frá því að maður ákveður að
verða fjallaleiðsögumaður og þar til því er lokið. Það þarf gífurlega reynslu, bara til
að geta sótt um að komast inn í námið og það fer mjög langur tími í að afla hennar.“
Skólaganga Jökuls er ekki sérlega hefðbundin. „Maður er stöðugt úti að klifra,
skíða og fara á fjöll en gerir lítið af því að sitja kúrsa og glugga í bækur. Ég hef stefnt
að þessu síðan ég fór fyrst í Alpana 17 ára gamall. Þar sá maður alla þessa töffara og
fjallaleiðsögumenn og fannst þessi lífsstíll voðalega heillandi.“
Þeir eru ófáir tindarnir sem Jökull hefur klifið bæði á Íslandi og úti í hinum stóra
heimi. M.a. hefur hann gengið á Mont Blanc, Matterhorn, unnið sem leiðsögumaður
á Kilimanjaro, í Nepal, á Grænlandi og í Suður-Ameríku, fyrir utan Kanada. „Maður
fer út um allan heim og hittir alls kyns fólk til að þjónusta það í fríum þess. Þetta er
ekki eins og það sé að fara til tannlæknis! Svo sér maður ansi mikið af ótrúlegum
stöðum.“
Það er ekki hægt að sleppa Jökli Bergmann undan því að svara því hvort áhuginn
hafi komið með nafninu og það er greinilegt að þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann
svarar þeirri spurningu: „Ætli þetta sé ekki
bara ein af þessum tilviljunum eins og með Sig-
urjón Bláfeld loðdýraræktarráðunaut og Loga
Eldon arinsmið. Reyndar kemur þetta frá móð-
ur minni. Við erum frá Klængshóli í Skíðadal á
Tröllaskaga þar sem er mjög fjalllent og jöklar í
dalbotnunum. Þar er stærsti hvilftarjökull á Ís-
landi, Gljúfurárjökull, sem er ofboðslega fal-
legur. Eiginlega heiti ég í höfuðið á honum.“
Hann segir því fjallamennskuna sér í blóð
borna. „Mamma hefur verið bæði leiðsögu-
maður og landvörður og ég ólst því að miklu
leyti upp á fjöllum. Allur ættboginn er líka
sauðfjárbændur frammi í afdal sem voru alltaf á
fjöllum að eltast við einhverjar skjátur.“
Sá lífsstíll sem Jökull hefur valið sér er ekki með öllu hættulaus og sjálfur hefur
hann lent í ýmsum hremmingum, m.a. snjóflóði í Skíðadal fyrir þremur árum þar
sem það þótti ganga kraftaverki næst að hann lifði af. „Nei, þetta er ekki hættulaust
og almenningur horfir kannski svolítið á það,“ segir hann. „Fólk slasast og deyr í
þessum bransa en í raun held ég að þetta sé ekkert hættulegra en að vera sjómaður, sé
litið á tölfræðina. Maður er með líf fólks í höndunum í svona fjallaferðum og því þarf
að vera með öll öryggismál á hreinu.“ Hann segist búa að eigin reynslu í þessu sam-
bandi. „Maður lærir ofboðslega mikið af mistökunum og maður lærir líka mikið af
mistökum annarra. Reynslan er dýrmæt því maður lærir voða lítið af því að sitja
heima og lesa Moggann.“
Gangi allt að óskum vonast Jökull til þess að geta titlað sig alþjóðlegan fjallaleið-
sögumann eftir um þrjú ár. „Þá tekur bara vinnan við. Ég hugsa að ég verði að vinna
víðsvegar; hér í Kanada eða í allt öðru umhverfi. Í haust getur t.d. verið að ég fari til
Suður-Ameríku að vinna á Aconcagua sem er hæsta fjall í Suður-Ameríku, tæplega
7.000 metra hár tindur. Á vorin vinn ég fyrir norðan í fjallaskíðaferðum. Það er orð-
inn dálítill bissness að fara með útlendinga í fjallaskíðaferðir á Tröllaskaganum og við
rekum þar fyrirtæki á Klængshóli í Skíðadal, Anna Dóra móðir mín, Örn Arn-
grímsson og ég. Framtíðarmarkmiðið er hins vegar að koma á fót námi fyrir fjallaleið-
sögumenn á Íslandi og það er kannski aðalástæðan fyrir því að ég ákvað að hella mér
út í þetta nám. Minn draumur er að koma heim og miðla þessari reynslu minni þann-
ig að ef stelpur og strákar eins og ég hafa áhuga á að verða fjallaleiðsögumenn þá geti
þau gert það á Íslandi án þess að eyða hálfri ævinni og fleiri milljónum í það.“
| ben@mbl.is
Með
fjallamennskuna
í blóðinu
Jökull Bergmann er með ævintýrapróf
upp á vasann og stefnir á alþjóðleg
leiðsögumannaréttindi
„Ætli þetta sé
ekki bara ein af
þessum tilviljunum
eins og með
Sigurjón Bláfeld
loðdýraræktar-
ráðunaut og Loga
Eldon arinsmið.“
Á brattann að
sækja: Jökull
klífur leið
sem nefnist
Angel’s Crest
og er á fjallinu
The Chief
í Bresku
Kólumbíu
í Kanada.
L
jó
sm
yn
d:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on