Morgunblaðið - 10.07.2005, Síða 15

Morgunblaðið - 10.07.2005, Síða 15
Sumarsæla frá Saclà 1 krukka Saclà með sólþurrkuðum tómötum 200 gr mozzarella ostur 1 avókadó, skorið frá steini og afhýðað 10 stk. kapers 8 grænar ólífur Saxið allt hráefnið, setjið í skál og bragðbætið með basil-olíu eða góðri ólífuolíu. Verði ykkur að góðu! Grænmetið frá Saclà er ljúffengur bragðauki. Það er tilvalið með pasta-, fisk-, og kjötréttum og er frábært í salatið. Láttu ímyndunar- aflið ráða för og notaðu það hráefni sem þér finnst best eiga við hverju sinni. En mundu eftir grænmetinu frá Saclà! Sumarsæla! www.sacla.com Á vissan hátt segir hún þetta þó koma sér vel. „Það er leikhópurinn Á senunni sem setur upp Kabarett. Ég hefði getað lent í vandræðum ef þær sýningar hefðu stangast á við sýningar í Þjóðleikhúsinu, t.d. Edith Piaf sem hefur verið ákveðið að taka aftur upp í haust og ég hef farið með hlutverk í. En þar sem ég er ekki fastráðin lengur tek ég Kabarett fram yfir. Þar fyrir utan er ég farin að hugsa mér gott til glóðarinnar að vera hvergi föst því ég er búin að fá svo margar hugmyndir sem væri gaman að hrinda í framkvæmd. Eins hefur Tinna boðið mér nýjan samning þannig að ég mun halda áfram að vinna þar í haust sem lausráðinn leikari.“ Sumir leikarar hafa sagt að þeir vilji ekki fastráðningu því valfrelsið sem fylgir því að vera sjálfs síns herra sé svo dýrmætt. Þórunn segir það vissulega sjónarmið. „Hins vegar er mikið öryggi í því að vera fastráðinn og í mínu tilfelli hefur verið skrýtið og erfitt að sjá á bak hópi sem maður var orðinn hluti af, bæði listrænt séð og félagslega. Það er ofsalega þægilegt að geta farið í tveggja mánaða sumarfrí á kaupi – lágu kaupi reyndar, en maður getur engu að síður borgað af íbúðinni eða bílnum án þess að hafa áhyggjur af því hvaðan peningarnir koma. Auðvitað er draumastaðan sú að vera laus- ráðin og hafa nóg að gera en því fylgir áhætta. Listrænt séð er það skemmtilegra því þá þarf maður ekki að taka að sér hlutverk sem mann langar ekki að leika. Það eru kvaðirnar sem fylgja því að vera fastráðin. Þessi fimm ár í Þjóðleikhúsinu hef ég hins vegar lært ofboðslega mikið á því að gera eitthvað úr pínulitlum hlutverkum sem virkuðu ekkert spennandi í fyrstu og ég hefði sennilega aldrei tekið að mér ef ég hefði ekki orðið að gera það.“ Fjölmiðlar upp á gott og vont Leikarastarfinu fylgir óneitanlega athygli, stundum svo mikil að mörgum finnst nóg um. Umfjöllun tímaritsins Hér og nú um einkalíf Bubba Morthens er í fersku minni og ég velti því fyrir mér hvort slík skrif séu eitthvað sem fólk í stöðu Þórunnar kvíðir? „Ef ég byggi í Bretlandi myndi ég kvíða þessu,“ segir hún. „Ég hef aldrei kviðið þessu á Íslandi því blaðamenn hafa hingað til verið tillitsamari en gengur og gerist þar. Ég hef samt ekkert sloppið frekar en aðrir. Þegar ég hætti með fyrrverandi kærasta mínum kom mynd af okkur á forsíðu Séð og heyrt með þessari týpísku eld- ingu á milli. Reyndar vorum við löngu hætt saman þegar þetta kom því þeir voru svo lengi að komast að því.“ Þórunn hlær þegar hún rifjar þetta upp. „Þetta var eiginlega mjög fyndið og ég fékk sms frá öllum vinum mínum sem þóttust vera yfir sig hissa og spurðu: Í alvöru, eruð þið hætt saman?“ Hún segir þó erfitt þegar blaðaskrifin verða svona persónuleg. „Umfjöllun er hluti af starfi leikarans því við lifum á markaðstímum og fólk kaupir ekki það sem það veit ekki af. Því miður á þetta við um leikhúsið líka. Við þurfum að markaðssetja leik- húsið og það er erfiðara fyrir sjálfstæðu leikhópana sem hafa úr litlu auglýsingafé að moða. Þá koma fjölmiðlar sér vel þegar fjallað er um mann í ákveðnu samhengi því um leið er fólk minnt á að þessi sýning sé í gangi. Við getum því ekki sagt að þetta sé alslæmt. Hins vegar er þetta orðið býsna slæmt þegar umfjöllunin er orðin eins og í tilfelli Bubba og fólk er hvatt til að gerast paparazzi-ljósmyndarar. Mér finnst svo lág- kúrulegt að fólk taki slíkar myndir á Íslandi. Að vissu leyti skil ég það í Bretlandi því þar fær fólk upphæðir sem geta breytt lífi þess fyrir eina slíka mynd eða sögu um ein- hvern frægan. Auðvitað er þetta lágkúra en ef fólk á engan pening getur maður skilið af hverju það lætur til leiðast. Hér á landi er markaðurinn ekki svo stór að blöðin geti borgað háar upphæðir fyrir svona upplýsingar. Þannig að ég skil ekki hvað rekur fólk til að gera þetta.“ Sjálf hefur Þórunn einu sinni lent á mynd sem ókunnug manneskja tók að henni forspurðri. „Það var á fótboltaleik úti í Bretlandi þar sem ég var með fyrrverandi kærasta mínum. Ég fann fyrir flassi en pældi ekkert meira í því. Þegar ég kom heim var mynd af okkur í Séð og heyrt og fréttin var sú að við værum greinilega góðir vinir ennþá.“ Hún skellihlær við tilhugsunina. „Já, við erum góðir vinir en hvar er fréttin? Eiginlega fannst mér þetta bara fyndið en samt var pínulítið óþægilegt að þetta gerð- Öxin og jörðin 2004 Ð HÁLFGERÐ MÓÐGUN VIÐ SÖNGVARA MANNKYNIÐ ER STÓRKOSTLEGA SKRÝTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.