Morgunblaðið - 10.07.2005, Side 20

Morgunblaðið - 10.07.2005, Side 20
20 | 10.7.2005 É g hef alltaf passað illa inn í fyrirfram mótuð box,“ segir Chuck Mack, þegar hann tekur á móti gesti á fallegu heimili í Grafarvogi á miðjum degi; í ljósi tímasetningarinnar snýst fyrsta spurning um fasta atvinnu, eða hvort honum líki bet- ur að vera sjálfstætt starfandi. „Ekki það að ég rekist illa í vinnu hjá öðrum, skrifstofuvinna hefur bara aldrei höfðað til mín og ég gæti heldur ekki unnið við færiband í verksmiðju.“ Chuck talar skýra og hlýja ensku – segir íslenskuna sína því miður hafa týnst á lífsleiðinni – enda bjó hann aðeins um fimm ár á Íslandi þegar hann var barn. Hann er hálf- íslenskur; móðir hans er Gyða Breiðfjörð Mack og faðir hans Charles C. Mack. „Ég hef hins vegar unnið við margt í gegnum tíðina, til þess að komast af,“ bæt- ir hann við, „en nú starfa ég eingöngu að mínum eigin hugðarefnum og þeirri áskorun að koma þeim á framfæri.“ Hugðarefnið, sem í þessu tilviki má kalla í senn atvinnu og ástríðu, er hönnun. Iðnhönnun væri kannski rétta orðið, en húsgagnahönnun er helsta trompið auk þess sem Chuck hefur reynt sig við list- hönnun með ágætum árangri. Í sölu hér á landi er stóll hans Gíraffi, sem margir þekkja, en hann er ennfremur framleiddur hér á landi, nánar tiltekið af Sóló- húsgögnum. Nýverið var Gíraffi til sýnis í gluggum verslunarinnar Sævars Karls í Bankastræti, ásamt skrifborði og fleiri munum eftir Chuck – tveir þeirra muna eru nú til skoðunar hjá bandarískum framleiðanda og garðbekkurinn Wingchair er þegar á leið í framleiðslu vestra. Þá hefur Chuck tvisvar tekið þátt í hús- gagnasýningum erlendis á vegum Útflutningsráðs Íslands, annars vegar í Kaup- L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on MAMMA VARAÐI MIG VIÐ Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur ÞEGAR CHUCK MACK VAR LÍTILL DRENGUR HLJÓP HANN UM GÖTUR HAFNARFJARÐAR OG TALAÐI VIÐ VINI SÍNA Á ÍSLENSKU. NÚ ER HANN FLUTTUR AFTUR TIL ÍSLANDS, EFTIR 50 ÁRA FJAR- VERU, MEÐ LÍFLEGA HÖNNUN EFTIR SJÁLFAN SIG Í FARTESKINU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.