Morgunblaðið - 10.07.2005, Side 24

Morgunblaðið - 10.07.2005, Side 24
ingin minnkar. Ef til vill langar mann mest til að hætta, en á göngu er til lítils að snúa við þegar maður er kominn hálfa leið og þrjóskan kemur flestum í mark að lokum. Sé þráin í súkkulaði mikil þá verður hún enn meiri á stundum sem þessum. Súkku- laði er reyndar alls ekki slæmur kostur þegar löng leið er fyrir höndum, enda fær maður mikla orku úr litlu stykki. Það er hins vegar ekki nóg að stinga súkku- laðistykki í rassvasann, enda er fjölbreytni ávallt mottóið þegar matur er annars veg- ar. Góðir kolvetnagjafar skipta miklu máli því þegar kolvetnaforðann fer að þrjóta gerir þreytan vart við sig. Á meðan verið er á ferð er ágætt að narta í þurrkaða ávexti, kexkökur og stöku orkustykki, auk þess sem ferskir ávextir gefa bæði vökva og orku (en hafa þann galla að vera þungir ef taka þarf tillit til slíks). Bananar eru í sérstöku uppáhaldi hjá mörgum og sumir telja þá hið fullkomna íþróttafæði enda skjótfengin orka sem auðveld er í meðförum. Tími til að setjast niður | Ef tími gefst til að setjast niður er auðvitað best af öllu að hafa með sér almennilegt nesti og njóta þess að borða. Smurðar samlokur með uppáhaldsálegginu koma t.d. stemningunni og líkamanum auðveldlega í lag. Smekkur og þarfir einstaklingsins ættu einfaldlega að vera í fyr- irrúmi. Þannig er gott ráð að borða það sem maður þekk- ir en ekki velja álagstoppa, s.s. keppni, til tilrauna- mennsku í fæðuvali. Drykkirnir – nóg en ekki of mikið | Á síðustu árum hefur vatnsdrykkja aukist mikið og í dag er svo komið að vatn er algengasti drykkurinn á Íslandi. Það er vissulega til fyr- irmyndar og gleðiefni að vatnshanar og vatnsbrúsar séu ávallt nærri. Hins vegar er hægt að fá of mikið af því góða – líka vatni. Sér í lagi á þetta við þegar íþróttir eru stund- aðar tímunum saman í heitu veðri, en einnig í roki. Þessar veðuraðstæður auka uppgufun og þar með vökvatap lík- amans en um leið einnig tap málmsalta. Sem betur fer er svokölluð vatnseitrun ekki algeng og allra síst á Íslandi, en hún verður helst ef ógrynni vatns eru drukkin eða mun meira en maður hefur undir eðlilegum kringumstæðum lyst á. Nægur vökvi er nauðsynlegur því það þarf ekki mikið vökvatap til að afkastagetan minnki verulega. Vatnið dugir þeim vel sem æfa í klukkustund eða skemur og er fínt inn á milli ef æft er lengur. Ef hreyfingin varir í meira en klukkustund í einu (án matarhlés) er ágætt að velja drykki með hæfilegu magni kolvetna og málmsalta, s.s. íþróttadrykki (ekki orkudrykki) eða vatnsþynnta ávaxtasafa. Almennt má segja að flestum henti að drekka um það bil 1/8 l af vökva á 15–20 mínútna fresti á meðan álag varir, en mun- urinn getur verið talsverður á milli einstaklinga. Sopi strax við minnsta þorsta er ágætt ráð því þorstinn er merki þess að þegar sé farið að vanta vökva. Umfram allt – gleði og sæluvíma | Hver kannast ekki við þá líkamlegu og andlegu vellíðan sem fylgir því að reyna á sig? Erfiðið er kannski ekki alltaf skemmtilegt (eða þægilegt) á meðan á því stendur en flestir eru þeim mun ánægðari þegar horft er um öxl. Hvort sem það eru áhrif af völdum þeirra hormóna sem losna úr læðingi eða einfaldlega vegna þess hversu mikið sjálfsöryggið vex við að ná settu marki þá er víst að margir skynja sæluvímu í kjölfarið. Þá er bara að skella sér í gott bað, setja plástra á hælsærin, fá sér góðan bita til að endurhlaða batteríin og hvíla lúin bein. Hvíldin varir þó vonandi ekki fram á næsta sumar. Anna Sigríður er matvæla- og næringarfræðingur, naering@simnet.is Þessa lengstu daga ársins er sprettan ekki aðeins mikil í gróðrinum heldurvirðist landinn einnig mun léttari í lund og líklegri til að spretta úr spori.Fleiri mæta á golfvöllinn en áður og eyða þar lengri tíma, margir búa sig undir löng hlaup, s.s. maraþon og Laugavegshlaup, og fjallaferðir og miðnæt- urgöngur eru vinsælar, enda ekkert sem rekur mann í rúmið þegar ekki verður dimmt. Áður en haldið er af stað | Sem betur fer virðast sífellt fleiri Íslendingar hafa gert reglulega hreyfingu að lífsstíl sem fylgir þeim allt árið. Golfkylfan er ekki síður munduð í snjó og roki og hlaupaskórnir fá alls ekki árstíðabundna hvíld hjá öllum þótt færðin sé misgóð. Alltaf eru þó einhverjir sem legið hafa í hálfgerðum vetr- ardvala og rjúka fyrst af stað þegar góða veðrið kemur. Átök í margar klukkustundir í einu geta auðveldlega gengið fram af manni ef enginn er undirbúningurinn og ástundunin. Vangaveltunum hér er þó síst ætlað að letja þá sem eru að fara af stað heldur ýta undir að við gerum öll enn betur. Upphitun, æfingar og réttur búnaður | Þar sem okkur er svo sjálfsagt að ganga (eða ætti að minnsta kosti að vera það þótt skrefin sem við tökum verði sífellt færri) virðumst við oft ekki gera ráð fyrir að sömu reglur gildi um slíka hreyf- ingu og aðrar íþróttir. Þegar mætt er í ræktina þykir ekki nema eðlilegt að byrja á að hita upp og teygja, svo líkaminn sé betur búinn undir álagið sem á eftir kemur. Rannsókn sem gerð var meðal kylfinga í Ástralíu leiddi í ljós að yfir 70% þeirra hituðu aldrei upp en einungis 4% slepptu aldr- ei upphitun. Þeir fáu sem gáfu upphituninni gaum voru hins vegar sannfærðir um að þeir lékju betur, auk þess sem þeir næðu að fyrirbyggja slys á meðan skussarnir – ef svo má að orði komast – kenndu tímaskorti um eða sögðust einfaldlega ekki nenna að hita upp. Hvern munar um mínútur til eða frá?| Merkilegt að tíminn eða öllu heldur tímaleysið skuli vera á dagskrá hjá þeim sem stunda svo tímafreka íþrótt sem golfið getur orðið. Þeir sem þekkja til segja að fjórar til fimm klukkustundir taki að leika 18 holur. Hvern munar þá um að bæta tíu mínútna upphitun við? Hvort sem farið er á fjöll, um golfvöllinn eða bara í góðan göngutúr á heimaslóðum þá er þess virði að gera viðeigandi upphitunaræfingar til að undirbúa þá vöðva og liði sem verða fyrir mestu álagi undir það sem koma skal. Á tómum tanki | Það er ekki nóg að vera vel á sig kominn með viljann að vopni. Til viðbótar við þann ótvíræða kost sem reglulegar æfingar hafa í för með sér þarf einn- ig að huga að reglulegum máltíðum fyrir ánægjuna og árangurinn. Hámarks afköst eru mest hjá þjálfuðum einstaklingum sem hugsa um hvað þeir setja ofan í sig fyrir, á meðan og eftir að líkamsþjálfuninni lýkur. Þetta á líka við um allar tegundir göngugarpa! Það má nota sem þumalputtareglu að fyrir hvert kíló líkamsþyngdar brennum við einni hitaeiningu (kcal) á hvern kílómetra sem við göngum eða hlaup- um (og meira ef bakpokinn er þungur). Laugavegsganga eða hlaup sem er 55 km kostar þess vegna 70 kg einstakling tæpar 4.000 kcal. Það er því augljóst að þegar tveir jafnfljótir eru notaðir sem farartæki er ekki síður þörf á nægu eldsneyti. Vega- sjoppan á þó helst ekki að vera eina bensínstöðin. Rétti maturinn | Þegar kroppurinn er notaður til hreyfingar í fleiri tíma í senn er líklegt að þreyta geri á einhverjum tímapunkti vart við sig, orkuna þrýtur og einbeit- HOLLUSTA | ANNA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR STUTTAR SUMARNÆTUR OG LANGIR DAGAR Átök í margar klukkustundir geta auðveldlega gengið fram af manni ef enginn er undirbúningurinn L jó sm yn d: B ry nj ar G au tiEf hreyfingin varir í meira en klukkstund í einu (án matarhlés) er ágætt að velja drykki með hæfilegu magni kolvetna og málmsalta, s.s. íþróttadrykki.  Fyrir hvert kíló líkamsþyngdar brennum við einni hitaeiningu (kcal) á hvern kílómetra sem við göngum eða hlaupum (og meira ef bakpokinn er þungur). Hlaup sem er 55 km kost- ar þess vegna 70 kg einstakling tæp- ar 4.000 kcal.  Almennt má segja að flestum henti að drekka um það bil 1/8 l af vökva á 15–20 mínútna fresti á meðan álag varir. Sopi strax við minnsta þorsta er ágætt ráð því þorstinn er merki þess að þegar sé farið að vanta vökva.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.