Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Allt útlit er fyrir aðákveðin tímamótverði í atvinnu- sögu Akureyrar með haustinu, en ef allt fer sem horfir þá leggst sútun skinna af á landinu þegar Skinnaiðnaður leggur nið- ur starfsemi sína á þessu sviði. Um síðustu mánaða- mót var hátt í þrjátíu af starfsmönnum Skinnaiðn- aðar á Akureyri sagt upp störfum og mánaðamótin þar áður var níu starfs- mönnum sagt upp, en þar með leggst niður verksmiðju- rekstur og sútun á Akureyri. Eftir verða tveir starfsmenn á skrif- stofu og fimm í hrávinnslu skinna á Sauðárkróki. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu má, að sögn Ormars Örlygssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, rekja ástæður uppsagnanna til erfiðra markaðsaðstæðna, sölu- tregðu og erfiðs gengis, en hátt gengi krónunnar veldur því að minna fæst fyrir útflutningsvörur. Lifði góðu lífi í skjóli tollverndar Skinnaiðnaður á Akureyri á sér langa sögu, en að sögn Jóns Arn- þórssonar, forstöðumanns Iðnað- arsafnsins á Akureyri, má rekja sögu skinnaiðnaðar allt aftur til ársins 1923 þegar Gæruverk- smiðja SÍS var stofnuð á Akur- eyri, en hún sá þá um forverkun gæra fyrir sútun. Segir hann skinnaverksmiðjuna Iðunni hafa verið brautryðjanda á sínu sviði. „Á upphafsárum iðnaðarins voru sútaðar m.a. kýrhúðir, lambs- og kálfsskinn. Svo er aftur farið að vinna fínni skinn sem voru notuð í skótau, hanska og töskur, svo fátt eitt sé nefnt. Árið 1969 varð alvar- legur bruni í verksmiðju Iðunnar með þeim afleiðingum að þurr- vinnsla sútunarverksmiðjunnar eyðilagðist. Í kjölfarið var byggð upp ný verksmiðja á nýjum grunni, hætt var við leðursútun, en hafin sérhæfð stórframleiðsla á pelsmokka,“ segir Jón og bendir á að sú framleiðsla hafi leitt til upp- gangs í saumi á mokkaskinnum, en á árabilinu 1978-1987 rak SÍS skinnasaumastofuna Skinnu, og upp úr 1980 voru árlega seldar 5-8 þúsund mokkakápur og -jakkar. Að sögn Jóns varð framleiðsla Skinnaverksmiðju Iðunnar til þess að farið var af stað með skóverk- smiðju, húfugerð, fataframleiðslu á skinni og síðan tösku- og hanska- gerð. Nefnir hann að skógerðin, sem fór af stað 1936, hafi lifað til ársins 1989 og framleitt einhverj- ar milljónir para á starfsferli sín- um. „Hins vegar hvarf eftirspurn- in eftir því sem skóinnflutningur til landsins jókst á árunum upp úr 1960 og innflutningur jókst til muna eftir að tollaverndin hvarf á áttunda áratugnum. En sumt af þessum iðnaði lifði góðu lífi í skjóli tollverndar.“ Mikil framleiðsla Í byrjun níunda áratugar síð- ustu aldar störfuðu, að sögn Jóns, samtals um þúsund manns hjá SÍS-verksmiðjunum á Akureyri, en verksmiðjunar tengdust nær allar skinnaiðnaði á einn eða ann- an hátt. Var þar m.a. um að ræða Ullarverksmiðjuna Gefjuni, Skinnaverksmiðjuna Iðunni, Skó- verksmiðjuna Iðunni og Fataverk- smiðjuna Heklu. „Öll þessi fyrir- tæki framleiddu mikið magn af vörum fyrir útflutning, m.a. til Rússlands. Til dæmis hafði Ullar- verksmiðjan selt eina milljón ull- arteppa þangað og Hekla selt tvær milljónir af peysum í vöruskipta- samningum fyrir timbur og olíu,“ segir Jón og bendir á að mikil nið- ursveifla hafi orðið á níunda ára- tugnum á skinn- og fatamörkuðum þegar sovéski markaðurinn hrundi. Aðspurður um hvernig útskýra megi það að hallað hafi undan fæti hjá fyrirtækjum í skinnaiðnaði á umliðnum árum bendir Jón á að skinnaiðnaður hafi ávallt verið í erfiðri stöðu þar sem hann sé eina landbúnaðargreinin sem aldrei hafi verið ríkisstyrkt. Nefnir hann einnig að markaðurinn fyrir sútuð skinn gangi ávallt í bylgjum eftir tískunni hverju sinni og því séu mörg ytri skilyrði sem hafi áhrif á skinnaiðnaðinn hérlendis. „Enda er þetta ekki í fyrsta skiptið sem það koma upp vandræði í Skinna- verksmiðjunni, því gjaldþrot hafa orðið oftar en einu sinni og fyr- irtækin verið endurreist aftur í góðri trú.“ Aðspurður um hvort eftirsjá verði af skinnaiðnaði legg- ist hann af með haustinu eins og allt útlit er fyrir svarar Jón því ját- andi. „Það er eftirsjá að öllu sem leggst af á þessu sviði,“ segir Jón að lokum. Svartsýnir á endurvakningu Það var síðla árs 2000 sem Skinnaiðnaður á Akureyri var lýstur gjaldþrota og tók þá félag á vegum Landsbankans, Skinnaiðn- aður – rekstrarfélag, við rekstrin- um og hóf að endurreisa iðnaðinn, enda töldu forsvarsmenn fyrir- tækisins markaðshorfur ekki eins slæmar og verið hafði. Nú er stað- an hins vegar sú að áframhaldandi rekstur er nánast útilokaður m.a. sökum gengismála. Leggist skinnaiðnaður af í haust eru menn svartsýnir á að sútunariðnaðurinn verði endurreistur hérlendis á ný. Fréttaskýring | Tímamót að verða í sögu skinnaiðnaðar á Akureyri Eftirsjá að greininni Skinnaiðnaður eina landbúnaðargrein- in sem aldrei hefur notið ríkisstyrkja Verkun skinna er að leggjast af hér á landi. Skinnaiðnaður leggst líklega af með haustinu  „Það verða mér mikil von- brigði ef fer sem horfir og skinnaiðnaður hér í bænum leggst af, því það er ávallt erfitt að sjá á bak störfum,“ segir Jak- ob Björnsson, formaður bæj- arráðs Akureyrar, og bendir á að leggist skinnaiðnaður af með haustinu séu hverfandi líkur á því að farið verði af stað aftur. „Þarna erum við því að missa grein sem verið hefur hér á Ak- ureyri í rúma átta áratugi.“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SKELFINGIN leynir sér ekki í svip krakkanna sem skelltu sér í öflugt leiktæki í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal á dög- unum. Þau hafa fengið léttan fiðr- ing í magann þegar tækið fór upp og niður á miklum hraða en á end- anum verða minningarnar ekkert annað en skemmtilegar. Margskon- ar leiktæki eru nú í Fjölskyldugarð- inum, þ.á m. parísarhjól sem nýtur mikilla vinsælda. Morgunblaðið/Jim Smart Skelfilega skemmtilegt tæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.