Morgunblaðið - 11.07.2005, Page 10

Morgunblaðið - 11.07.2005, Page 10
10 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laxamýri | Gamlir garðar og at- hyglisverðar tóftir frá fornum tíma var þema kvöldsins þegar Hið þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun stóðu fyrir leið- angri út í Þingey í Skjálfandafljóti sl. fimmtudagskvöld. Hugmyndin hefur verið sú að gera Þingey aðgengilegri ferða- fólki og öðrum sem áhuga hafa á sögu Þingeyjarsýslu, en til þess þyrfti að gera t.d. göngubrú eða annað samgöngumannvirki þannig að ekki þyrftu allir að fara í vöðl- um eins og nú er. Í ferðahópnum voru einkum þingeyskt áhugafólk um fornleifar í héraði, en gestir kvöldsins voru Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra og Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra. Þau hafa öll sýnt eynni mikinn áhuga og þeirri sögu sem þar hvílir. Ferðin hófst með því að hist var á bænum Vaði þar sem Vésteinn Garðarsson bóndi slóst með í för og síðan var farið á jeppum suður að Glaumbæjarseli. Þar var klæðst vöðlum og öðrum búnaði sem þurfti til að komast yfir, en aldrei hefur verið brúað út í eyna svo vaða þarf yfir tvær kvíslar fljóts- ins. Það gekk nokkuð vel en áður höfðu verið strengdir kaðlar yfir til þess að halda sér í á leiðinni. Þegar allir voru komnir að rúst- unum var byrjað á svonefndum Þinghól og þar sagði Adolf Frið- riksson, forstöðumaður Fornleifa- stofnunar, fólki frá sögu staðarins í stórum dráttum og þeim til- gátum sem uppi eru um Þingey sem vorþingstað, en undanfarnar tvær vikur hefur Fornleifastofnun staðið að rannsóknum á görðum og húsatóftum í því skyni að varpa betra ljósi á söguna. Búsetuminjar og þingbúðir Þingey er talinn með merkustu en jafnframt minnst þekktu sögu- stöðum landsins, en ekki er kunn- ugt um athuganir á minjum í henni fyrr en á 18. öld. Örnefni eins og Þinghóll, Þinglág og Þing- vellir minna óneitanlega á þing- hald og þar eru allt að 16–18 rúst- ir mannvirkja. Þingeyjarminjar minna um margt á Þingskála og á Hegranes þar sem er fjöldi tófta sem taldar eru leifar af þinghaldi en inn á milli eru bæjartóftir og garðlög. Segja má að sýnilegar tóftir í Þingey skiptist í tvo flokka, ann- ars vegar misstórar tóftir, mis- jafnar að lögun og gerð, sem liggja óreglulega hér og þar og hins vegar eru aflangar tóftir sem liggja í lengdarstefnu N-S og skiptast í regluleg og vel afmörk- uð hólf. Tóftir í síðarnefnda flokknum hafa fyrri athugendur talið vera leifar þingbúða og taka margir undir þá skoðun. Þá var búið í Þingey á 19. öld og hugs- anlegt að sumar þeirra bú- setuminja séu byggðar ofan á aðr- ar rústir. Engin aska, bein eða aðrir fornmunir Adolf fór með hópnum að þeim stöðum þar sem fornleifafræð- ingar hafa verið að grafa und- anfarið og fór hann yfir garðlögin og hugsanlegan aldur þeirra út frá gjóskulögum. Í görðunum og rúst- unum þar sem grafið var fundust lítil ummerki um mannavist þar sem engin aska eða bein fundust né heldur neinir munir. Það styð- ur e.t.v. þá kenningu að þarna hafi verið þinghald á sumrin og ekki hafi þurft að kynda eld. Árið 2004 fóru fram vettvangs- athuganir á vegum Fornleifastofn- unar í Þingey en rannsóknum þar verður fram haldið ef fjármagn fæst til þess. Kristnihátíðarsjóður hefur styrkt verkefnið og nú hefur Þing- eyskur sagnagarður og Hið þing- eyska fornleifafélag lagt máli þessu lið. Segja má að leiðangursfólk hafi talið ferð þessa mjög fróðlega og fæstir höfðu komið þangað út áð- ur. Þingey er um 5 km á lengd og 1 km á breidd og því um mikið land að ræða. Í lok ferðar var svo drukkið kaffi við túnræturnar á Glaumbæj- arseli og voru þau Halldór, Jón og Valgerður öll mjög ánægð með þessa kynningarferð og lýstu áhuga sínum á verkefninu. Ráðherrar og forseti Alþingis kynntu sér ásamt fleirum fornleifarannsóknir í Þingey í Skjálfandafljóti Morgunblaðið/Atli Vigfússon Adolf Friðriksson, fornleifafræðingur og forstöðumaður Fornleifastofnunar, við eina af rústunum sem hafa verið grafnar upp. Gaf hann hópnum leiðsögn og upplýsingar um hvernig rannsóknirnar hafa gengið. Gera á Þingey aðgengi- lega fyrir ferðafólk Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fer öruggum fótum í vöðlum yfir Skjálfandafljótið með aðstoð Einars Hermannssonar leiðsögumanns. Umræðan Daglegt málþing þjóðarinnar ... á morgun MARGRÉT K. Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri og varaborgar- fulltrúi Frjálslynda flokksins, seg- ist ekkert kippa sér upp við það þótt F-listinn hafi einvörðungu fengið 0,8% í nýlegri skoðanakönn- un Gallup um fylgi flokkanna í Reykjavík. „Gagnvart okkur er þetta ómarktækt vegna þess að það eru bara um 250 manns sem svara. Það er ekkert skrítið að við mælumst svona í þessari könnun, ég kippi mér ekkert upp við það. Við bjóð- um alveg sér og ég hugsa að við eigum eftir að koma rækilega á óvart eins og áður.“ Hún segir það vera öðru nær að listinn sé horfinn af sjónarsviðinu og bætir því við að hún sé hissa á því hversu mikið sé látið með um- rædda könnun. Svarhlutfallið sé ekki nema 50% og rúmlega 250 manns hafi svar- að. Margrét bæt- ir því við að enn sé langur vegur til kosninga og margt eigi eftir að gerast á þeim tíma. „Ég held að við eigum eftir að vera þriðja aflið fyr- ir næstu borgarstjórnarkosningar, ef það verður þannig að R-listinn býður fram í heilu lagi, sem ég á von á,“ segir Margrét. Framkvæmdastjóri frjálslyndra F-listinn á eftir að koma á óvart Margrét K. Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.