Morgunblaðið - 11.07.2005, Side 12

Morgunblaðið - 11.07.2005, Side 12
12 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BRESKI innanríkisráðherrann, Charles Clarke, sagðist í gær bjart- sýnn á að mennirnir sem ábyrgð bera á hryðjuverkunum í London sl. fimmtudag yrðu handsamaðir. Yfir- völd í Bretlandi virðast þó ekki enn vita hvort ódæðismennirnir voru er- lendir al-Qaeda-liðar sem nú eru horfnir úr landi eða hvort um heima- menn hafi verið að ræða, nýliða í röð- um múslímskra öfgamanna sem þar af leiðandi eru ekki undir eftirliti lög- reglunnar. „Við útilokum hvorugan möguleikann á þessu stigi,“ sagði Brian Padick yfirlögregluþjónn á fréttamannafundi í gær. Bresku blöðin hafa velt vöngum um að Sýrlendingurinn Mustafa Set- mariam Naser, sem talinn er hafa skipulagt hryðjuverkið í Madrid í fyrra, tengist ódæðinu í London. Nafn Marokkómannsins Moham- meds al Gerbouzi hefur einnig verið nefnt í þessu samhengi. Hann mun hins vegar hafa lýst því yfir að hann sé staddur í London og sé búinn að gefa sig fram við lögregluna en að hún hafi ekkert viljað við hann tala. Eitt virðist ljóst; hryðjuverkin á fimmtudag voru vel skipulögð og markmið skipuleggjenda þeirra var án efa að myrða eins marga og hugs- ast gat. Vangaveltur hafa þó verið um hvers vegna ein sprengjan sprakk um borð í strætisvagni, á meðan öllum hinum hafði verið kom- ið fyrir í neðanjarðarlestum. Breska leyniþjónustan nýtur lið- sinnis sérfræðinga frá öllum helstu Evrópulöndunum í rannsókn sinni en yfirvöld hafa þegar greint frá því að þau hafi engan grun haft um að hryðjuverk væri yfirvofandi, viðbún- aðarstig vegna hryðjuverkavárinnar var raunar nýverið lækkað. Nánast óhjákvæmilegt að hryðjuverk yrðu framin Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ávarpar breska þingið um þessi mál í dag og er gert ráð fyrir því að hann muni þar verjast öllum ásökunum um að breska leyniþjón- ustan hafi brugðist sökum þess að ekki tókst að afstýra þessu hryðju- verki. En ekki er líklegt að fast verði sótt að Blair, ummæli leiðtoga stjórnarandstöðunnar gefa til kynna að þeir séu sammála því mati yfir- valda að útilokað sé að tryggja ör- yggi borgaranna fullkomlega vegna þeirrar hryðjuverkaógnar, sem nú steðjar að heimsbyggðinni. Virðist raunar samdóma álit manna að nán- ast hafi verið óhjákvæmilegt að ísl- amskir öfgahópar, sem fylgja Osama bin Laden og samtökum hans, létu til skarar skríða í London. Því hefur verið haldið fram að stuðningur breskra stjórnvalda við innrásina í Írak hafi gert London að skotmarki. Flestir virðast hins vegar á því að stórborgin London, sem ein af höfuðborgum vestrænna hátta, hafi hvort eð er verið „segull fyrir al- þjóðleg hryðjuverk“, eins og Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra demó- krata, orðaði það í gær. Vekur at- hygli að Kennedy – sem hefur gagn- rýnt harkalega hernaðaríhlutunina í Írak og þátttöku Bretlands í henni – tók skýrt fram að hann teldi sjálfur ekki unnt að tengja saman innrásina í Írak og atburði sl. fimmtudags. Blair sjálfum er hrósað fyrir frammistöðuna síðustu daga en rætt er um að síðasta vika hafi verið sú erfiðasta í forsætisráðherratíð hans. Blair náði vissulega einum merkasta áfanga valdatíðar sinnar sl. miðviku- dag, en þá var tilkynnt að ólympíu- leikarnir 2012 yrðu haldnir í London, en strax daginn eftir hafði mikil gleði umbreyst í mikinn harm. Þykir Blair að flestu leyti hafa brugðist rétt við tíðindunum frá London á fimmtudag og ýmsir álitsgjafar í breskum fjöl- miðlum í gær virtust sammála um að hann hefði styrkt pólitíska stöðu sína og að hann hefði þjóð sína á bak við sig á þessari stundu, hvað svo sem síðar kann að verða. Mikið jafnaðargeð Ekki er hægt annað en dást að jafnaðargeði íbúa London, þeir hafa ekki látið atburði fimmtudagsins umbylta lífi sínu og engin merki eru um ofsahræðslu meðal fólks. Þegar að er spurt hverju þetta kunni að sæta hafa flestir orð á því að íbúar London séu öllu vanir, írskir hryðju- verkamenn hafi á sínum tíma staðið fyrir ódæðisverkum í borginni og flestir muni þá tíð enn. En hér ræðir samt um nýja tegund hryðjuverka og velta má fyrir sér hvort óhugn- anleg vitneskjan um það búi ekki undir niðri í huga fólks. Fórnarlömb- in eru mun fleiri og markmiðið bein- línis að valda sem mestu manntjóni. Menn eru auðvitað varir um sig, lögreglumenn hafa verið mjög áber- andi í miðborg London síðustu daga og viðbrögð lögreglu í Birmingham á laugardagskvöld sýna þetta einnig; en þar var ákveðið að rýma miðbæ- inn eftir að vísbendingar um að ör- yggi borgara kynni að vera ógnað. Fátt vitað með vissu um skipuleggjendurna Eftir Davíð Loga Sigurðsson í London david@mbl.is Reuters Lögregla stundar ítarlega rannsókn á vettvangi allra sprenginganna. TÍU ár eru í dag liðin frá fjölda- morðunum í Srebrenica, þar sem serbneskar hersveitir myrtu átta þúsund múslímska karlmenn og drengi. Fjöldamorðin eru þau mestu sem framin hafa verið í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Tugir þúsunda manna sækja minningarathöfn í Srebrenica í dag, flestir þeirra ættingjar fórnarlamba auk fjölda erlendra erindreka, þeirra á meðal sendinefnd frá Serbíu og Svartfjallalandi. Þar verður for- seti Serbíu, Boris Tadic, í broddi fylkingar. Tadic sagði í gær að hann vildi votta fórnarlömbum fjölda- morðsins í Srebrenica virðingu sína, og sýna að serbneska þjóðin væri ekki hlynnt voðaverkinu. „Við verð- um að gera skýran greinarmun milli fólksins og glæpamannanna.“ Þeir sem bera ábyrgð á fjölda- morðunum ganga lausir en David Leakey, yfirmaður friðargæsluliðs Evrópusambandsins í Bosníu, sagði í gær að „hringurinn væri að þrengj- ast“ um Radovan Karadzic, fyrrver- andi leiðtoga Bosníu-Serba, og Ratko Mladic herforingja, sem taldir eru hafa skipulagt fjöldamorðin. Við athöfina í dag verða lík 610 fórnarlamba sem fundust í fjölda- gröfum umhverfis bæinn og borin hafa verið kennsl á borin til grafar. Reuters Mujic Sabra tárast yfir kistu sonar síns Mujo, sem var meðal 8.000 drengja og karla sem myrtir voru í Srebrenica. Mujo er einn þeirra 610 manna sem kennsl hafa verið borin á eftir að hafa fundist í fjöldagröfum. Undanfarna daga hafa ættingjar þeirra komið og fundið kistur merktar með nöfnum ástvina sinna. Þeir verða jarðsettir í dag. Tíu ár frá fjöldamorðunum í Srebrenica Bishkek, Kirgistan. AFP. AP. | Kurman- bek Bakiyav var í gær kosinn forseti Mið-Asíuríkísins Kirgistan með miklum yfirburðum. Þegar um þriðj- ungur atkvæða hafði verið talinn í gærkvöld virtist hann ætla að fá 89% atkvæða, en sá sem næst kom var með 5% at- kvæða samkvæmt útgönguspám. 2,6 milljónir manna voru á kjörskrá og var kjörsókn 74,6 prósent. Bakiyav hefur undanfarið gegnt embætti forseta landsins tímabundið, en hann var settur forseti þann 24. mars síðastlið- inn eftir að þáverandi forseti, Askar Akayev, hrökklaðist frá völdum. Það gerði Akayev vegna uppreisnar gegn honum í kjölfar ásakana um að stjórnvöld hefðu staðið fyrir víðtæku kosningasvindli í þingkosningum sem fram fóru 13. mars. Bakiyaz kosinn forseti Kirgistan Kurmanbek Bakiyav Bagdad. AP. | Að minnsta kosti 44 féllu og tugir til viðbótar særðust í árásum í Írak í gær. 33 féllu í þremur að- skildum sjálfsmorðsárárum. Sú mannskæðasta varð við skráningar- stöð fyrir hermenn í Bagdad, en þar gekk maður með sprengiefni innan- klæða að hópi manna sem beið við stöðina og varð sprengingin 25 að bana og særði 47. Mannskæðar sjálfsmorðsárásir hafa áður verið gerðar við þessa skráningarstöð. Árás var gerð í gær á lögreglusveit sem var á ferð við borgina Mosul, en þar keyrði bíll hlaðinn sprengiefni að henni og varð sprenging í honum fjórum lögreglumönnum að bana. Í Kirkuk sprakk bíll hlaðinn sprengi- efni á hraðbraut með þeim afleiðing- um að fjórir óbreyttir borgarar féllu. Skotmark árásarinnar virðist hafa verið óbreyttir borgarar, að sögn yf- irvalda, en engin hernaðar- eða lög- reglustarfsemi er þar sem hún var gerð. Fleiri morð voru framin í Írak í gær. Átta manna fjölskylda sjíta múslíma var myrt í svefni og þrír lög- reglumenn voru drepnir í Bagdad. 44 drepnir í Írak London. AFP. | Breska lögreglan heldur áfram leit sinni að líkamsleifum fórnarlamba sprenginganna á fimmtudag og eru aðstæður til leitarinnar vægast sagt skelfilegar, einkum í neðanjarðarlestargöngunum milli King’s Cross og Russell Square-stöðvanna. Þar róta lögreglumenn í gegnum brak lestarvagnanna og verða að gæta þess vandlega að spilla engu því sem gæti talist mikilvæg sönnunargögn. Áðurnefndur staður er sá eini þar sem talið er að lík séu enn í vögnunum og hefur verið talað um að þau kunni að vera um 20 talsins. Björgunar- og rannsóknarlið starfar þar í gríðarlegum hita og loftleysi, en hitastigið þar er allt að 60 gráðum og loftið mettað ryki og asbest-trefjum, auk þess sem talsvert er um rottur í göngunum. Andy Trotter, yfirmaður hjá bresku lögreglunni, hefur varað við því að rannsóknin í göngunum kunni að taka talsverðan tíma. Segir hann að að- eins nokkrir menn geti verið að störfum þar í einu og að þeir þurfi að koma reglulega upp úr göngunum vegna þess hversu skelfilegar aðstæðurnar þar séu. Hópar lögregluþjóna skiptist á að mæta hinum „hryllilegu að- stæðum í göngunum,“ en sóttvarnarbúningar og loftræstitæki séu notuð til að gera þær bærilegri. Trotter segir að leitarliðið noti ýmiss konar búnað til að skera og þvinga efni lestarinnar í sundur. Annar yfirmaður hjá lögreglunni sagði að leitar- liðið beitti einnig svokallaðri „fingraleit“, þar sem hvert einasta stykki úr brakinu, þar á meðal líkamsleifar, sé tekið og skoðað mjög vandlega með það í huga hvort hægt sé að bera kennsl á líkin eða finna vísbendingar um hverjir gætu hafa framið voðaverkin. Forgangsverkefni væri þó að ná öll- um líkamsleifum út úr vögnunum. Leitarlið vinnur samhliða sérfræðingum frá Scotland Yard á vettvangi allra sprenginganna í leit að vísbendingum um hvers konar sprengiefni var notað og hverjir kunni að bera ábyrgð á þeim. Lögregla leitar neðanjarðar við „hryllilegar“ aðstæður Lúxemborg. AFP. | Íbúar Lúxemborgar samþykktu í gær í þjóðaratkvæða- greiðslu stjórnarskrársáttmála Evr- ópusambandsins (ESB). 56,5% þátt- takenda voru hlynnt sáttmálanum en 43,5% andvíg. Lúxemborg er fyrsta ríkið sem staðfestir stjórn- arskrársáttmál- ann eftir að Frakkar og Hol- lendingar felldu hann í þjóðarat- kvæði fyrir rúm- lega mánuði. Viðbúið var að mjótt yrði á mununum í atkvæða- greiðslunni í Lúxemborg, því enda þótt íbúar landsins séu almennt afar hlynntir Evrópusamstarfi sýndu kannanir að stuðningur við stjórnar- skrána dalaði talsvert þar eftir úrslit- in í Frakklandi og Hollandi. Jean-Claude Juncker, forsætisráð- herra Lúxemborgar, sem lýkur senn sex mánaða veru sinni í forsæti innan ESB, hafði sagst ætla að segja af sér felldi þjóðin stjórnarskrána. Niður- staðan telst því ákveðinn sigur fyrir hann þó að fullkomin óvissa ríki enn um hvað verður um stjórnarskrána, en allar aðildarþjóðir ESB hefðu þurft að samþykkja hana til að hún gæti tekið gildi. Eftir úrslitin í Frakklandi og Hol- landi lýstu leiðtogar ESB-ríkja því yfir að við tæki „tími umhugsunar“ um stjórnarskrármálið. Stjórnarskráin samþykkt í Lúxemborg Jean-Claude Juncker ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.