Morgunblaðið - 11.07.2005, Síða 14

Morgunblaðið - 11.07.2005, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DALEGT LÍF | HEILSA                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% T il að gerast blóðgjafar þarf fólk að vera á aldr- inum 18 til 60 ára en þeir sem eru þegar orðnir blóðgjafar geta gefið til 65 ára aldurs. Blóðgjafar þurfa líka að vera heilsuhraustir og lyfjalausir. En það er margt sem getur orðið til þess að fólk má ekki gefa blóð í ákveðinn tíma. „Fólk heldur oft að það megi ekki gefa blóð eftir að það hefur fengið sér tattú en það er misskilningur. Einstaklingur sem hefur fengið sér tattú þarf að bíða í eitt ár áður en hann getur far- ið að gefa blóð. Sama gildir um skartgripagöt og rafháreyðingu. Ef fólk fær flensu, frunsu eða kvef þurfa að líða ein til tvær vikur þang- að til það má gefa blóð,“ segir Marín Þórsdóttir, umsjónarmaður upplýs- inga í Blóðbankanum. „Eins er það með bólusetningar, eftir þær getur orðið viku til fjögurra vikna frestur á blóðgjöf. Það fer eftir því fyrir hverju fólk er bólusett hversu lang- ur tími þarf að líða þar til að það má gefa blóð. Til dæmis ef fólk hefur ferðast til fjarlægra landa þá þarf einn mánuður til hálft ár að líða þangað til blóðgjöf er leyfileg á ný, gott er að hafa samband við Blóð- bankann eftir slíkt ferðalag því fresturinn er misjafn eftir löndum.“ Ákveðið járnmagn skilyrði Til þess að blóðið sé nothæft til gjafar þarf það að innihalda ákveðið járnmagn og einnig þarf blóðgjafinn að vera yfir fimmtíu kíló að þyngd. „Blóðið er tekið af varabirgðum blóðgjafans og fólk undir fimmtíu kílóum er það lítið og nett að það hefur oft ekki nægar varabirgðir. Ungar konur lenda sumar í því að geta ekki gefið blóð því þær eru of léttar og of járnlitlar, en járnskort- urinn getur meðal annars stafað af því að þær fara á blæðingar mán- aðarlega og/eða borða ekki nægilega járnríkan mat,“ segir Marín. Konur geta gefið blóð á fjögurra mánaða fresti en karlar á þriggja. „Hver blóðgjafi er metinn út frá járnmagni í líkamanum og heilsufari hvers og eins. Frestur milli blóðgjafa getur því verið misjafn hjá hverjum og ein- um, en blóðgjafi getur ekki gefið oft- ar en fjórum sinnum á ári.“ Í hverri blóðgjöf eru teknir 450 millilítrar úr hverjum blóðgjafa. Aðspurð segir Marín að karlmenn sem eru búnir að stofna fjölskyldu gefi oftast og reglulegast blóð. „Þá erum við að tala um karlmenn yfir þrítugt. Áður fyrr gáfu konur ekki blóð en í dag eru konur helmingur nýrra blóðgjafa þannig að þær eru að koma til jafns á við karlana. Yngri konur gefa líka meira en eldri konur. Konur mega reyndar ekki gefa blóð þegar þær eru barnshafandi og í heilt ár eftir að þær eiga svo þær detta oft út í langan tíma og þá virð- ist erfitt að muna eftir okkur og koma aftur í blóðgjöf.“ Frá jan- úarmánuði til júní á þessu ári voru konur 25% blóðgjafa hjá Blóðbank- anum og er það mikil aukning frá árinu 1995 þegar þær voru aðeins 12% blóðgjafa yfir allt árið. Blóð- flokkarnir eru fjórir og skiptist hver í plús og mínus. Algengasti blóð- flokkurinn á Íslandi er O plús en meira en fimmtíu prósent þjóð- arinnar eru í O-blóðflokknum. Blóðbankinn þarf sjötíu blóðgjafir á dag til að sinna þörfum og nær hann því oftast. „Við þurfum samt alltaf að minna á okkur og gott væri að fólk sem hefur ekki komið í lang- an tíma léti sjá sig aftur hjá okkur. Svo er Blóðbankabíllinn alltaf á ferðinni og fólk getur hoppað upp í hann og gefið blóð eða látið taka prufu og athuga hvort það yrði hæft sem blóðgjafar,“ segir Marín að lok- um.  BLÓÐGJAFAR | Fjölskyldumenn yfir þrítugt gefa mest af blóði Þurfa að vera hraustir og lyfjalausir Til að blóðið sé nothæft til gjafar þarf það að innihalda ákveðið járnmagn og einnig þarf blóðgjafinn að vera yfir fimmtíu kíló að þyngd. Inn í Blóðbankann vilja sumir ekki stíga fæti af ótta við sprautunálar og eldrautt blóð. En Blóð- bankinn er lífsnauðsyn- legur og fyrir tilstilli hans bjargast ófá mannslíf á ári hverju. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Hægt er að fræðast um Blóðbank- ann og ferðir Blóðbankabílsins á www.blodbankinn.is.  Ekki er gefið blóð við fyrstu heimsókn í Blóðbankann, einungis tekin blóðsýni.  Blóðgjöf tekur um 5–8 mínútur en heimsóknin í heild um 30–40 mínútur.  Í hvert skipti eru teknir 450 millilítrar af blóði úr hverjum gjafa.  Þegar blóð er gefið er mikilvægt að vera úthvíldur, heill heilsu, án lyfja og hafa borðað og drukkið vel.  Eftir blóðgjöf þarf að hlífa hand- leggnum, drekka vel og ekki er ráðlagt að fara í líkamsrækt eða sund þann daginn.  Boðið er upp á hressingu á kaffi- sofu Blóðbankans að lokinni gjöf.  Lítil hætta er á aukaverkun vegna blóðgjafar.  Á heimasíðu Blóðbankans eru tilgreindir þeir áhættuhópar sem ekki mega gefa blóð tímabundið eða varanlega samkvæmt alþjóð- legum reglugerðum. Athugaðu fyr- ir blóðgjöf hvort þú tilheyrir ein- hverjum af þeim hópum. Um blóðgjöf NÚ geta þeir sem þurfa að styrkja hláturtaugarnar hlakkað til því nú hefur ferðaskrifstofan Ocean Village skipulagt skemmtisiglingu fyrir áhugasama á fínu skemmtiferðaskipi um Miðjarðarhafið. Ráðgert er að skipið leggi úr höfn frá Palma á Mallorca í september og síðan er för- inni meðal annars heitið til Túnis, Rómar, Cannes, Barcelona og Ibiza. Ferðinni, sem fengið hefur yf- irskriftina „The Laugh Alive cruise“, er einkum ætlað að höfða til þeirra sem vilja létta sér lundina og kalla eftir meiri gleði inn í lífið. „Hlátur er ómissandi þáttur í heilsusamlegu og hamingjusamlegu lífi sérhvers einstaklings og er jafn- framt árangursríkt og fljótvirkt mótefni gegn streitu og spennu. Fullorðið fólk þarf að læra hvernig það getur endurheimt barnæskuna og gáskann í sér,“ sagði meðferð- arsérfræðingurinn Amanda Bate í samtali við netmiðil Evening Stand- ard. Hún segir að gamanleikir, spuni, skapandi frásagnarlist og hláturjóga verði fastir liðir í meðferðinni um borð. Þessi nýja ferðamarkaðssetn- ing byggist á þeirri einföldu stað- reynd að hláturinn leysti endorfín úr læðingi, sem létti bæði skap og fas. Því þyrfti enginn að fara í grafgötur um það að hlátur væri allra meina bót. Reuters Hlátur er ómissandi þáttur í heilsu- samlegu og hamingjusamlegu lífi sérhvers einstaklings og er jafn- framt árangursríkt og fljótvirkt mótefni gegn streitu og spennu.  MEÐFERÐ Hláturjóga og spuni á skemmti- ferðaskipi TENGLAR ..................................................... www.oceanvillageholidays.co.uk ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.