Morgunblaðið - 11.07.2005, Side 15

Morgunblaðið - 11.07.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 15 MENNING LJÓSMYNDIR eftir Ragnar Ax- elsson eða Rax, eins og hann er mörgum kunnur, eru til sýnis þetta sumarið á Austurvelli í Reykjavík. Ragnar er annar ljósmyndarinn sem er valinn til að sýna á Austurvelli eft- ir að Frakkinn Yann Arthus- Bertrand reið á vaðið árið 2003. Bertrand hafði þá sýnt ljósmyndaröð sína „Jörðin séð frá himni“ með þess- um hætti víðsvegar um heiminn og menningarnefnd Reykjavíkurborgar ákvað síðan að halda leiknum áfram og auglýsa eftir umsækjendum, enda ástæðulaust að henda stöplunum sem borgin hafði kostað. Þótti um- sókn Ragnars bera af öðrum en myndirnar eru úr seríu hans „Andlit norðursins“ sem var gefin út í vand- aðri bók í fyrra og sýnd ýmist að hluta eða í heild á nokkrum sýn- ingum hérlendis og erlendis. Hafa myndirnar verið stækkaðar og lag- aðar að stærð stöplanna, plastaðar til að vernda þær fyrir veðri og vindum og fer furðuvel um þær á klunnaleg- um sementsklumpunum. Myndir Ragnars sýna deyjandi lifnaðarhætti í Norður-Atlantshafi; selveiði, ísbjarnarveiði, fýlaveiði og gamaldags fiskveiði. Hér eru svip- sterkir karakterar á ferð með nátt- úruna mótaða í andlitið eftir harða lífsbaráttu ýmist á Íslandi, Græn- landi eða Færeyjum. Myndirnar eru undantekningarlaust merktar stöð- um en ekki með ljóðrænum titlum eða nöfnum persóna á myndunum, jafnvel þó að um augljósa portrett- mynd sé að ræða. Myndirnar eru því fyrst og fremst skrásetningar. Þó ekki blákaldar heimildaljósmyndir, heldur tekur Ragnar skýra fag- urfræðilega afstöðu. Í fyrsta lagi með því að taka myndirnar í svart- hvítu. En heimurinn er jú í lit og ef maður vill blákalda skrásetningu þá er eðlilegt að hafa þær þannig. Í svart-hvítu myndinni býr ætíð ein- hver dulúð sem nýtist Ragnari til að ná fram hádramatísku andrúmi þar sem rómantíkin er í fyrirrúmi, hinir æðrulausu menn sem hafa lifað harð- neskju náttúrunnar í þakklæti og jafnvel einfeldni (í jákvæðum skiln- ingi). Undir myndunum fylgir svo texti ritaður á fjórum tungum þar sem Ragnar segir lítillega frá aðstæðum þegar hann tók myndirnar. Textar Ragnars gefa myndunum frásagn- argildi til viðbótar við skrásetning- argildið og fyrir vikið verður sýn- ingin einskonar dagbók eða ferðabók. Á því vel við að hún standi í alfaraleið yfir ferðatímann, sum- artímann, þar sem ferðamenn jafnt sem heimamenn sem spóka sig í miðbæ heimsborgarinnar geta notið þess að sjá þessa hverfandi þjóð- hætti í glæsilegum og dramatískum ljósmyndum Ragnars. MYNDLIST Austurvöllur Sýningin er aðgengileg allan sólarhring- inn. Sýningarlok 1. september. Ljósmyndir – Ragnar Axelsson Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/RAX „Í svart-hvítu myndinni býr ætíð einhver dulúð sem nýtist Ragnari til að ná fram hádramatísku andrúmi þar sem rómantíkin er í fyrirrúmi.“ Hverfandi þjóðhættir í miðbænum ÉG MAN eftir forláta útvarpi sem pabbi minn átti í gamla daga. Það var svo öflugt að varla var til útvarpsstöð sem ekki var hægt að ná. Einu sinni heyrði ég meira að segja kínversku talaða … Svo var líka hægt að hlusta á símtöl sjómanna við eiginkonur þeirra í landi, og þá var nú gaman. Bestu samtölin voru þegar fólk hafði ekkert að tala um, en reyndi þó. Það voru samtöl sem enduðu alltaf á þessa leið: „Já, þannig er nú það.“„Já, svona er þetta.“„Já, það er eins og það er.“„Einmitt, einmitt.“ Og á þá leið var haldið áfram mínútum saman og maður hló í kvikindisskap sínum. Nú er auðvitað ekkert að því að fólk reyni að ná hvert til annars án þess að hafa eitthvað sérstakt að segja. Og sjómenn og eiginkonur þeirra eru ekkert andlausari en ann- að fólk. Frasar á borð við „þannig er nú það“ eru algengir í samtölum allra þjóðfélagshópa. Skáldið Sjón hefur meira að segja ort ljóð þar sem orðið „þannig“ kemur fyrir tuttugu sinn- um. Viðlagið hljómar svona: „Þannig hefur það verið/þannig er það víst/ þannig mun það verða/eða þannig …“ Á tónleikum í Skálholti á laug- ardaginn var mátti heyra eiginkonu skáldsins, Ásgerði Júníusdóttur mezzósópran, syngja þetta skemmti- lega ljóð. Tónlistin var eftir Jórunni Viðar og hét Séð frá túngli. Skemmst er frá því að segja að þetta er með betri tónsmíðum Jórunnar; tónmálið virkaði margbrotið og hugmyndaríkt en samt einfalt og blátt áfram. Tón- listin endurspeglaði stemninguna í ljóðinu fullkomlega; hún var kæru- leysisleg og kímin og stígandin var markviss og hnitmiðuð. Hápunkt- urinn var hárrétt tímasettur og þegar Ásgerður söng af öllum kröftum: „Þannig mun það verða. Eða ÞANNNNNIIIG!!!“ gat ég ekki ann- að en skellt upp úr. Maður var í góðu skapi lengi á eftir. Nokkur önnur verk eftir Jórunni voru á dagskránni og var flutning- urinn á þeim oft vel heppnaður. Ás- gerður söng afar fallega Mamma ætl- ar að sofna og Hvítur hestur í tunglskini en ég var ekki alveg eins sáttur við undirleik fáeinna strengja- leikara, sem var fullsterkur og því ekki eins gegnsær og hann hefði þurft að vera til að viðkvæm túlkun söngkonunnar nyti sín sem best. Sömuleiðis var kórsöngurinn í Man- söng fyrir Ólafs rímu Grænlendings leiðinlega loðinn, líkt og kórinn réði ekki við verkið þrátt fyrir nákvæma stjórn Árna Harðarsonar. Annað á tónleikunum var hins veg- ar gott; strengjaleikjurinn var a.m.k. tær þótt hann væri heldur hávær á köflum og kórinn söng prýðilega allt annað en Mansönginn. En toppurinn var auðvitað lagið við ljóðið eftir Sjón, það var snilld og aftur snilld. Og þannig var nú það! Þannig mun það verða, eða þannig … TÓNLIST Skálholtskirkja Tónsmíðar eftir Jórunni Viðar í flutningi Ásgerðar Júníusdóttur, Hljómeykis og nokkurra hljóðfæraleikara. Stjórnandi var Árni Harðarson. Laugardagur 9. júlí. Kórtónleikar Jónas Sen Sjón Jórunn ViðarÁsgerður Júníusdóttir Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.