Morgunblaðið - 11.07.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 11.07.2005, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMKVÆMT skilgreiningu fiskifræðinnar er hrygningarstofn þorsksins reiknaður sem saman- lögð þyngd allra kynþroska þorska á hverjum tíma. En í þarflegri grein sem þrír sérfræðingar Haf- rannsóknastofnunar, Ólafur Karvel Pálsson, Einar Hjörleifsson og Höskuldur Björnsson, skrifuðu í Morgunblaðið 28. júní eru í raun- inni leidd sterk rök að því að hrygningarstofn þorsksins sé og hafi verið rangt reiknaður allt frá því að fiskirannsóknir hófust á Ís- landi. Sérfræðingarnir benda á að ástæðan fyrir þessari villu sé sú að elsti hluti stofnsins, golþorskarnir sem eru 10 ára eða svo, sé langtum virkari í hrygningunni en talið hef- ur verið. Þar vísa þeir til rann- sókna Guðrúnar Marteinsdóttur á síðasta áratug. Þetta eru nokkuð alvarleg tíð- indi. Þau benda til þess að öll sú langdregna umræða sem hefur átt sér stað um þennan fræga hrygn- ingarstofn þorsksins hafi verið byggð á misreikningi og hnignun hans stórlega vanmetin. Þetta gæti að einhverju leyti verið orsök þess að árangurinn af veiðistjórn und- anfarinna áratuga hefur verið verri en enginn, þar sem eldri fiski hefur ekki verið nægilega hlíft. Ég þykist vita að sér- fræðingarnir hafi leitt hugann að því verk- efni að tákna hrygn- ingarstofninn á heppi- legri hátt. Það er að vísu ekki gert í grein þeirra, en að því hefur þó verið ýjað í skýrslu Hafrannsóknastofn- unar um ástand fisk- stofna fyrir fáum ár- um. Það er kannski yfirlæti í mér að segja að þessi niðurstaða fiskifræð- inganna komi mér hreint ekki á óvart. En fyrir 12 árum, 3. nóv- ember 1993, þóttist ég sýna fram á það í grein í Morgunblaðinu, að einungis elstu árgangarnir af hin- um reiknaða hrygningarstofni ættu þátt í viðkomunni, nýliðuninni, á hverju ári. Þessi tölfræðilega at- hugun á þorskstofninum í rúmlega tvo áratugi, 1965–1986, var sett fram í dálítilli töflu: Ályktun mín af þessu var sú að einungis 9 ára þorskur og eldri hefði teljandi áhrif á hrygninguna. Sá stofn sýndi fylgnina 0,89 við ný- liðunina. Fylgnin virtist hins vegar minnka þegar 8 ára þorskinum var bætt við. Fylgni nýliðunar við yngri fiskinn var bókstaflega nei- kvæð, en eðlileg ástæða þess var útskýrð í greininni. Til samanburð- ar var fylgni hefðbundna hrygning- arstofnsins við nýliðunina á þessu sama tímabili hreinlega engin, 0,00. Nú liggja fyrir miklu meiri gögn um þorskinn en þegar ég skrifaði greinina 1993. Ég hef þess vegna litið á samhengi nýliðunar og hrygningarstofns á árunum 1965– 2004, í fjörutíu ár. Taflan er sett upp á nokkuð annan hátt. Ég hef notað gögn um samanlagða þyngd hins kynþroska fisks, eins og mér reiknast hún eftir skýrslum Haf- rannsóknastofnunar og vona að þar sé ekki rangt með farið. Nýlið- unin í þessari athugun er reiknuð fyrir eitt ár í senn, en ekki með- altal þriggja ára eins og í gömlu rannsókninni, en þetta lækkar fylgnitölurnar. Þá lítur útkoman svona út: Þetta leiðir til svo að segja sömu ályktunar og ég komst að í greininni 1993, sem sagt að virka hrygningarstofninn megi tákna með sam- anlagðri þyngd 9–14 ára fisks. Það bætir að vísu ekki fylgnina að telja 9 ára fiskinn með eldri þorski, 10–14 ára, en það sýnist heldur ekki spilla, því að fylgnin reynist hin sama í báðum tilfell- um. Átta ára þorskin- um og yngri er hins vegar sjálfsagt að sleppa því að hann skerðir fylgnina nokkuð greinilega, en þessi gagnslausi og villandi hluti hefðbundna hrygningarstofnsins er hvorki meira né minna en 82% hans á þessu tímabili. Og þess má geta að hér breytir það sama og engu frá fyrri grein minni að ein- ungis kynþroska fiskur er nú talinn með, því að 9 ára þorskur og eldri er nærri allur kynþroska. Þess má geta að fylgnin sem 8–14 ára og yngri þorskur sýnir er jákvæð vegna gömlu árganganna sem eru teknir með, annars væri sú fylgni lengst af neikvæð eins og í fyrri töflunni. Þetta er gerbreyting á matinu á hrygningarstofninum. Á síðustu hálfri öld hefur hefðbundni (mis- reiknaði) hrygningarstofninn minnkað úr einni milljón tonna í 300 þúsund eða minna. Í grein sinni nefna sérfræðingarnir Ólafur, Einar og Höskuldur umhverfisslys í sambandi við þessa hnignun og samsvarandi skerðingu nýliðunar. Hvað má þá kalla það að virki hrygningarstofninn 9–14 ára hefur á sama tíma hrunið úr 600 þúsund tonnum í 30–40 þúsund tonn? Ástandið er því í rauninni miklu al- varlegra en menn hafa gert sér grein fyrir, og stafar eflaust að mestu leyti af ofveiði, eins og greinarhöfundar sýna fram á í grein sinni. Ég held að það sé varla of mikið sagt að þessi einfalda aðferð að skilgreina hrygningarstofn þorsks- ins sé gagnleg endurbót í fiski- fræðinni. Trúlega geta þó sérfræð- ingar Hafrannsóknastofnunar umbætt þessa aðferð, og þá er gott að taka því. En hefðbundni hrygn- ingarstofninn og öll ruglandi um- ræðan um hann mætti gjarnan hafa sungið sitt síðasta. Misreiknaður hrygningarstofn Páll Bergþórsson fjallar um hrygningarstofn fisks og út- reikninga mælinga ’Þess má geta að fylgn-in sem 8–14 ára og yngri þorskur sýnir er jákvæð vegna gömlu árgang- anna sem eru teknir með, annars væri sú fylgni lengst af neikvæð eins og í fyrri töflunni.‘ Páll Bergþórsson Höfundur er veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri. Samanlögð þyngd Fylgni við kynþroska þorsks nýliðun 3–14 ára 0,51 4–14 ára 0,50 5–14 ára 0,50 6–14 ára 0,51 7–14 ára 0,56 8–14 ára 0,60 9–14 ára 0,69 10–14 ára 0,69 11–14 ára 0,62 12–14 ára 0,24 Samanlögð Fylgni við þyngd fisks nýliðun 3–5 ára –0,34 4–6 ára –0,38 5–7 ára –0,37 6–8 ára –0,06 7–9 ára 0,41 8–10 ára 0,68 9–11 ára 0,77 10–12 ára 0,53 11–13 ára 0,16 9–14 ára 0,89 ÆTLA má að sú kynslóð sem nú er að hasla sér völl á vinnu- markaði hætti fyrr á ævinni að vinna og hafi þá tíma til að njóta efri áranna. Með auknum möguleikum í lífeyrissparnaði og aukinni meðvitund Ís- lendinga um að leggja fyrir til efri áranna eiga án efa fleiri eftir að hafa fé á milli handanna til að geta lifað góðu og við- burðaríku lífi eftir starfslok. En það er ekki nóg að hætta að vinna snemma og hafa næg fjárráð til að lifa líf- inu. Heilsan þarf að vera til staðar og henni verður ekki kippt í liðinn með töfralausn- um þegar við erum hætt að vinna. Heilsan er eitthvað sem við verð- um að huga að alla ævi. Strax á unga aldri skapast venjur sem geta haft úrslitaáhrif á heilsufar okkar á efri árum. Gott mataræði og reglubundin hreyfing eru lyk- ilþættir í þessu sambandi. Eitt er að velja heilsusamlegt líferni, annað er að halda sig við það. Ef til væri eitt gott ráð til að leysa þann vanda neyttu án efa velflestir hollrar fæðu og hreyfðu sig reglulega og væru þar með að leggja sitt af mörkum til að auka líkur á góðri heilsu á efri árum. Þó að engin töfralausn sé til eru vissulega til fjölmargar leiðir sem auðvelda okkur að halda okkur við heilsusamlegt líferni. Aðalatriðið er að byrja! Settu þér markmið. Brjóttu markmiðin niður í litlar einingar. Sérstaklega þegar sýnt er að ávinningurinn kemur fram á löngum tíma. Í stað þess að hætta alfarið að kaupa skyndibita, fækk- aðu þá skyndibitamáltíðunum smátt og smátt. Ekki ætla þér of mikið í einu. Róm var ekki byggð á einum degi. Þínar venjur hafa verið að mótast allt þitt líf, það tekur tíma að breyta þeim. Skráðu árangurinn. Fylgstu með framför- unum. T.d. með því að halda matar- og æf- ingadagbók, fara í fitumælingu o.s.frv. Verðlaunaðu þig þegar þú nærð mark- miðum þínum. Smá- verðlaun sem þér finnst spennandi. Ferð í leikhús, bíó- ferð, ný flík eða róm- antískt kvöld með makanum. Þegar þú nærð tímamótaárangri í þjálf- uninni er tilvalið að verðlauna sig með nýjum æfingafötum o.s.frv. Fáðu fólkið í kringum þig í lið með þér. Við getum ekki gert stórar og miklar breytingar á lífs- háttum okkar öðruvísi en að fá fólkið í kringum okkur í lið með okkur. Fáðu stuðning hjá fjöl- skyldumeðlimum, vinnufélögum og vinnuveitendum. Skýrðu fyrir fólkinu þínu hvaða máli þessar breytingar skipta þig. Gerðu þér grein fyrir því hvað þú þarft að- stoð við og kallaðu eftir henni. Finndu út hvað það er sem hvetur þig til að halda þig við þín- ar áætlanir í þjálfuninni. Margir fara þá leið að æfa með vinkonu eða vini. Það er vel til þess fallið að ná árangri. Við erum líklegri til að mæta þegar einhver bíður eftir okkur. Einkaþjálfari getur gegnt sama hlutverki og veitt okkur fé- lagsskap, aðhald, fræðslu og aga. Komdu auga á þá þætti sem gætu farið úrskeiðis og gerðu þér grein fyrir því að það á eitthvað eftir að fara úrskeiðis á ein- hverjum tímapunkti. Þú átt eftir að missa úr æfingar vegna anna, veikinda barna eða þinna eigin. Þú átt eftir að fara út af sporinu í mataræðinu, það koma jól og páskar með tilheyrandi veislum, við förum í afmæli og boð. Ekki láta þessar uppákomur brjóta þig niður og slá þig út af laginu. Ein- settu þér að gera enn betur á morgun. Finndu þjálfunarform sem þér finnst skemmtilegt og hentar þér. Sumir hafa aga í að mæta á eigin spýtur í ræktina eða æfa heima. Aðrir þurfa aðhald sem finna má í hóptímum. Aðrir þurfa aga lok- aðra aðhaldsnámskeiða og enn aðrir þurfa á einkaþjálfara að halda til lengri eða skemmri tíma til að ná tilætluðum árangri. Sú þjálfun sem þú velur þér og hent- ar þér er rétta þjálfunin fyrir þig. Gerðu þér grein fyrir því að það hafa fjölmargir aðrir verið í þínum sporum og náð að sigrast á vand- anum. Lausnirnar eru til. Þær eru engar töfralausnir. Fylgdu þessum ráðum og þú nærð árangri. Það er aldrei of seint að byrja að huga að heilsunni, velja hollara fæði og hreyfa sig. Eftir því sem lengra líður á ævina verða venjur okkar sterkari og erfiðara að breyta þeim. Léttu þér lífið síðar á ævinni. Byrjaðu strax að leggja inn í heilsubankann og njóttu bestu vaxtanna í formi betra lífs. Hreyfing gerir lífið betra. Heilsubankinn – bestu vextirnir Unnur Valborg Hilmarsdóttir fjallar um gildi heilsusamlegs lífernis ’Heilsan er eitthvaðsem við verðum að huga að alla ævi.‘ Unnur Valborg Hilm- arsdóttir Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Hreyfingar. ÞAÐ hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að nýlega var ungur maður dæmdur í héraðsdómi fyrir að kasta grænu skyri á gesti á álráð- stefnu nokkurri. Það er hvorki til- gangurinn með skrifum mínum að fordæma athæfi þessara ungmenna, sem þarna voru að verki, né mæla því bót. Hins vegar get ég ekki orða bundist vegna þess að hvað eft- ir annað hef ég heyrt og lesið í fjölmiðlum að sá verknaður sem þarna var framinn kall- ist „borgaraleg óhlýðni“. Að mínu mati er hér um alvarlegan misskilning og mis- túlkun á þessu hugtaki að ræða. Það var bandaríski heimspekingurinn og rithöfundurinn Henry David Thoreau (1817–1862) sem kom fram með þetta hugtak í ritgerð sinni „Civil Disobediance“, þar sem hann staðfestir að það sé skylda hvers borgara að rísa gegn órétt- látum lögum eða yfirvöldum sem brjóta gegn mannlegri reisn og al- mennum mannréttindum. Hann var sjálfur ötull baráttumaður gegn þrælahaldi í Bandaríkjunum og var fangelsaður fyrir að neita að borga stríðsskatt sem var settur á til að fjármagna stríð Bandaríkjanna við Mexíkó. Hugmyndin um borgaralega óhlýðni byggist á baráttu án ofbeldis (None violence). Þeir Mahatma Gandhi og Martin Luther King og margir fleiri baráttumenn og -konur hafa notað hugmyndir og aðferðir Thoreau til að ná árangri í baráttu fyrir friði og mannréttindum. Þeir sem nota þessa aðferð hafa skýra sýn á það óréttlæti sem þeir vilja berjast gegn og ef með þarf brjóta lög sem styðja óréttlæti, eins og t.d. lög um aðskilnað hvítra og svartra í Bandaríkjunum á 7. áratugnum, en ávallt með því að virða önnur lög og meginreglur þjóðfélagsins. Þær að- ferðir sem notaðar eru til að vekja athygli á óréttlæti geta verið mismunandi en mega aldrei fela í sér ofbeldi. Í mannréttindabaráttu blökkumanna í Banda- ríkjunum notuðu King og hans samstarfs- menn ýmsar leiðir. Kirkjur þeirra urðu vettvangur innblásturs og hvatningar fyrir fólkið til að leita réttar síns, langar göngur, útifundir og eining um það að hunsa fyrirtæki sem studdu aðskilnað voru á meðal þeirra leiða sem notaðar voru í þessari miklu mannréttindabaráttu. Eins og ég hef bent á byggist hug- myndin um borgaralega óhlýðni á baráttu án ofbeldis. Mín skoðun er sú að unga fólkið með skyrið hafi notað ofbeldi og geti því ekki kallað baráttu sína fyrir náttúrunni borg- aralega óhlýðni. Ofbeldi getur bæði verið líkamlegt þar sem ein- staklingur veldur skaða á líkama eða heilsu annarrar manneskju eða and- legt þar sem reynt er að skapa ótta og grafið er undan sjálfstrausti og öryggi annarrar manneskju. Það var mjög greinilegt í sjónvarpsfréttum eftir atburðinn á Nordica-hótelinu að margir ráðstefnugestir upplifðu atburðinn sem árás á líf sitt. Þótt skaðinn hafi ekki verið líkamlegur var greinilegt að ýmsir voru í miklu andlegu uppnámi eftir atburðinn. Ef markmið þeirra sem köstuðu skyr- inu hefur verið að skapa ótta og ringulreið tókst þeim það. Það er andlegt ofbeldi. Í nóvember á þessu ári mun Áhugamannafélag um frið og mann- réttindi í samvinnu við SGI á Íslandi standa fyrir fræðslusýningu sem kallast „Gandhi, King Ikeda. Friður fyrir komandi kynslóðir“ í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi sýning fjallar um líf og störf þessara manna fyrir friði og mannréttindum. Þar kemur skýrt fram hvernig þeir notuðu hug- myndir Thoreau um borgaralega óhlýðni með baráttu án ofbeldis til að sigrast á því óréttlæti sem þeir stóðu frammi fyrir. Þessi sýning verður opin fyrir almenning og skólafólk og er gott tækifæri fyrir fólk að kynna sér betur hugmyndina um borgaralega óhlýðni. Borgaraleg óhlýðni Eygló Jónsdóttir fjallar um borgaralega óhlýðni ’Þar kemur skýrt framhvernig þeir notuðu hugmyndir Thoreau um borgaralega óhlýðni með baráttu án ofbeldis til að sigrast á því órétt- læti sem þeir stóðu frammi fyrir.‘ Eygló Jónsdóttir Höfundur er kennari og áhugamaður um frið, mannréttindi og umhverf- isvernd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.