Morgunblaðið - 11.07.2005, Side 19

Morgunblaðið - 11.07.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 19 Þetta gæti orðið auðveld- fyrir alla. Ég held að lítil ðbylgju flóttamanna hing- ætir ekki hvaða gerðir sem er ð viðbrögð við hryðjuverk- Evrópu er tilhneiging síð- yggismál séu ofar virðingu um einstaklinga, til að ðjuverkaárásum. Það get- ög hættuleg tilhneiging. taka ógnunina alvarlega arlega ekki hvaða aðgerðir dettur í hug að grípa til. oð mín í hverju landi sem Á Íslandi sýnast mér þó meiri háttar breytingar á engi við hryðjuverkaógn. eftir að skoða löggjöfina fara dýpra í ýmislegt sem ð mig um á þessu stigi, til di aðgang að gögnum á nar fjölmörgu spurningar engslum við gagnavernd. gist Gil-Robles því ekki urningum um einstök mál deildar breytingar á fjar- em gerðar voru í lok síð- g að skýrslu um ástand mála á Íslandi gætu verið ptember og skýrslan hugs- pinber um mánuði seinna. i lofa upp í ermina á mér, ka mér frí eins og aðrir,“ g bætir við að nóg verði góða þegar hann lætur af næstkomandi, eftir sex og . stand mannréttindamála í ð síðan hann tók til starfa? efur þróast í ólíkar áttir á m. Sum lönd eru enn langt rðar virðingu fyrir mann- g innviðir samfélaganna afa þó bætt sig gífurlega í hinn bóginn má svo horfa ð við Ísland þar sem lýð- kið og mannréttindavernd tigi. Um þau lönd má þó d mannréttinda hjá ykkur settar undir áhrifum Það gildir raunar um Evr- mið ndi a tilhneiging er til ndastofnun er til. nnréttindafulltrúi ddi við hann. Reuters irra í Moskvu í maí. er stöðug umræða um það hversu langt eigi að ganga og sýnist sitt hverjum um það, enda spila þar inn í bæði trúarbrögð og þjóðfélagsbakgrunnur. Að mínu mati hafa Íslendingar býsna einsleita og til- tölulega skynsamlega afstöðu í þessum málum,“ segir Þorsteinn og minnir á að sífellt sé með læknavísindunum gengið lengra í því að halda fólki sem lengst á lífi. Segir hann að í sínum huga sé mik- ilvægt að lífsgæði fólks séu góð í ellinni. Nýverið birtust fréttir af því að Land- læknisembættið hefði látið útbúa svo- nefnda lífskrá, þ.e. skjal sem greinir frá óskum fólks um meðferð við lífslok. Að- spurður segir Þorsteinn um afar jákvætt framtak að ræða. „Því að mínu viti er ágætt að leiða hugann að því hvernig maður vill deyja. Vil ég deyja tengdur við einhverjar vélar eða heima hjá fjölskyldunni minni? Vil ég deyja einhvers staðar þar sem ekki er hægt að endurlífga mig eða einhvers staðar þar sem öruggt er að ég verði endurlífgaður strax?“ spyr Þorsteinn og bendir á að svarið fari að mörgu leyti eftir lífsskoðun- um, trúarbrögðum, þjóðfélagsbakgrunni og aldri þess sem spyrji. „Unga fólkið hugsar ekkert um þetta, vegna þess að í þeirra huga er dauðinn svo fjarlægur. Fyrir hundrað árum var dauðinn hins vegar alltaf ná- lægur,“ segir Þorsteinn að lokum. gerðum og fari á gjörgæslu til að jafna sig eftir aðgerðina, t.d. meðan það er að vakna og losna úr öndunarvél. En það er ekki bara tæknin og tækin sem tekið hafa miklum breytingum á um- liðnum aldarfjórðungi, því að sögn Þor- steins hefur sjúklingahópurinn einnig tekið miklum breytingum, þar sem sjúk- lingarnir eru sífellt að verða eldri. „Það helgast auðvitað af því að þjóðin er að eldast. Þannig er samkvæmt mannfjölda- spám Hagstofunnar reiknað með því að Íslendingum sem eru 65 ára og eldri eigi eftir að fjölga um helming frá árinu 2000 til ársins 2030,“ segir Þorsteinn og bendir á að þetta sé þróun sem vart verði við alls staðar í heiminum. „Ekki aðeins er eldra fólki að fjölga, það er einnig að verða sí- fellt langlífara, því meðalaldurinn fer hækkandi. Það er þetta fólk sem kemur til með að þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda, enda er það svo að fólk þarf mest á heilbrigðisþjónustu að halda við byrj- un lífs síns og við lok þess,“ segir Þorsteinn og bendir á að á gjörgæsludeildinni við Hringbraut hafi 45% sjúklinga á síðasta ári verið 70 ára eða eldri. Ekki er hægt að sleppa Þorsteini án þess að fá álit hans á þeim siðferðilegu spurningum sem eðlilega hljóta að vakna í starfi hans, þeirra á meðal hversu langt eigi að ganga í því að halda fólki á lífi með aðstoð nútímatækni. „Það „ÞAÐ hefur orðið mikil þróun í gjörgæslulækningum á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, gjörgæslulæknir á LSH. Bendir Þorsteinn á að á þeim aldarfjórðungi sem hann hefur starfað sem gjörgæslulæknir hafi í raun allt breyst. „Það er ekkert sem er eins og það var. Vissulega er tæknin sem við vorum með þá ennþá talsvert notuð, eins og t.d. önd- unarvélar, tæki til að vakta sjúklinga með og tæki til að mæla hluti eins og t.d. öndunargildi og blóðrásar- gildi, en það hafa náttúrlega orðið gríðarlegar fram- farir,“ segir Þorsteinn og bendir á að nú sé í notkun fimmta kynslóð af öndunarvélum sem eru miklu betri og fullkomnari en þær sem áður voru í boði. „Þannig gefast með nýju vélunum meiri möguleikar á að aðlaga öndunarmynstrið að þörfum sjúklingsins á hverjum tíma,“ segir Þorsteinn og tekur fram að ný tæki, sem og ýmsar tækniframfarir og betri lyf, hafi breytt ár- angri af meðferð. Að sögn Þorsteins þurfa árlega í kringum 1.200 Ís- lendingar á gjörgæslulækningum að halda. Segir hann meðallegutímann vera þrjá til fimm daga, en reynt er að hafa sjúklinga á deildinni eins stutt og hægt er, þó að vissulega sé alltaf eitthvað um það að fólk þurfi að vera á deildinni vikum og jafnvel mánuðum saman. Bendir hann á að nokkuð stór hluti sjúklingahópsins á gjörgæsludeild sé fólk sem nýkomið er úr stórum að- Ör þróun í gjörgæslulækningum Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Þorsteinn Svörfuður Stefánsson SUMAR stofnanir ríkisins eru við- kvæmari fyrir flokkspólitískum af- skiptum en aðrar. Ein þeirra er Ríkis- útvarpið, áhrifamesta frétta- og menningarstofnun landsins. Lykilaðili þess sem oft er nefnt fjórða valdið í okk- ar lýðræðisskipan. Vegna þess hlutverks varðar miklu, að ráðning þeirra sem stjórna og starfa hjá ríkisútvarpinu sé hafin yfir flokkspólitíska eða aðra sérhagsmuni á hverjum tíma. Að stjórnendur þess og starfsmenn njóti trausts almennings og allra stjórn- málaflokka, sem fara með umboð almennings til að stýra opinberri starfsemi. Við ráðningar í opinberar stöður falla íslenskir stjórn- málaflokkar of oft í þá gryfju að telja þær sitt herfang, sem út- hluta megi að eigin vild óháð almanna- hagsmunum. Þeir virðast of oft telja að pólitísk völd þeirra á hverjum tíma veiti þeim sjálfdæmi innan ramma laga um viðkomandi stöður, laga sem æði oft eru loðin eða fáorð, jafnvel þegar um lykil- stöður er að ræða. Stöðurnar verða að pólitískri skiptimynt ætlaðri oft á tíðum til að leysa innanflokksmál viðkomandi stjórnmálaflokks. Það skal þó tekið fram að tækifæri íslensku flokkanna til her- fangs af þessu tagi eru æði misjöfn og til- hneiging þeirra einnig. En enginn þeirra hefur sett það á sína stefnuskrá að segja flokkspólitískum sjónarmiðum eða -tengslum við ráðningar til opinberra starfa stríð á hendur, þótt allir viti að þau eru landlæg. Tíu ára gömul stjórnsýslu- lög kveða m.a. á um að við allar stjórn- valdsákvarðanir skuli stuðst við mál- efnaleg rök og að jafnræðis þegnanna skuli gætt. Ráðningar í störf hjá hinu opinbera eru stjórnvaldsákvarðanir og falla undir stjórnsýslulög. Augljóst er hins vegar af reynslunni að stjórnsýslu- lögin duga ekki gegn herfangshugsun- inni. Þeir sem ég hef rætt við og sem þekkja glöggt til þessarar framkvæmdar telja að framkvæmdavaldið hafi of mikið frelsi til að velja sjónarmið til að byggja ráðningar á og ef vinna eigi gegn þeim ósið að þeir telji sig geta ráðið í opinber- ar stöður nánast að eigin geðþótta, innan ramma laga um viðkomandi stöður, verði að setja framkvæmdavaldinu strangari lög hvað þetta varðar. Mikilvægi trausts á opinberum stofnunum Ein af undirstöðum okkar lýðræðis- skipunar er traust almennings á stofn- unum samfélagsins. Hin íslenska hefð við „úthlutun“ opinberra embætta er til þess fallinn að grafa undan þessu trausti. Svo ekki sé minnst á hollustu og helgun ann- arra sem starfa hjá viðkomandi stofnun. Í opinberri umræðu eru menn of oft samdauna þessari hefð, tala jafnvel um að tilteknir flokkar „eigi“ tilteknar stöð- ur eins og seðlabankastjórastöður og sendiherrastöður. Það er sem þeim gleymist að spyrja spurninga um grund- vallarviðmið eins og; Fyrir hvern er hið opinbera? Hvaða hagsmuni á að leggja til grundvallar við val á starfsmönnum þess og af hverju? Eru þar ekki hagsmunir almennings og viðkomandi stofnunar æðsti og eini mælikvarðinn? Aðhald fjölmiðla og opinberrar umræðu Aðhald almennings eða fjölmiðla að þessu leyti er nánast ekkert, e.t.v. vegna þess að áðurnefnd grund- vallarviðmið skortir. Afleiðingin er sú að við horfum upp á ráðningu eftir ráðningu í lykilstöður hins opinbera, þar sem flokkspólitísk tengsl ráða því hver verður fyrir valinu. Þeir sem þannig eru valdir fá síðan tækifæri til að öðlast reynslu sem aftur gerir þá líklegri til að fá næstu stöðu o.s.frv. Umfjöllun fjölmiðla undanfarnar vikur um hugsanlega kandídata í embætti út- varpsstjóra er gott dæmi um þetta, þau ein eru nefnd sem vitað er að tengjast Sjálfstæðisflokknum með einum eða öðr- um hætti í stað þess að fjölmiðlar sem um málið vilja fjalla leiti að okkar besta fólki til að gegna þessu lykilembætti. Fjölmiðlar sem fjórða valdið Það er viðurkennt í fjölþjóðlegum samningum sem Ísland á aðild að að fjöl- miðlar hafa mikla sérstöðu umfram önn- ur fyrirtæki, hvort sem um er að ræða einkafyrirtæki eða opinberar stofnanir. Er það vegna lýðræðislegs hlutverks þeirra, sem oft er nefnt fjórða valdið. Fyrir sjálfstæði þeirra eru sömu rök og fyrir sjálfstæði annarra þátta hins lýð- ræðislega valds; löggjafar-, fram- kvæmda- og dómsvalds. Hverjum þætti um sig er ætlað að hafa aðhald og eftirlit með hinum og að hluta samfélaginu í heild. Umræða sl. sumars um svonefnd fjölmiðlalög sýndi þetta glöggt, þótt menn greindi á um lögin sjálf. Þegar menntamálaráðherra skipaði nýja nefnd sl. haust, til að gera tillögu um lagaum- hverfi fyrir íslenska fjölmiðla, viður- kenndi ráðherra þessa sérstöðu og í raun þverpólitískt eðli þessa máls og áttu allir stjórnmálaflokkar fulltrúa í nefndinni. Nefndarmenn skynjuðu sína ábyrgð og komust að sameiginlegri niðurstöðu sem vafalaust byggði á margskonar mála- miðlunum af allra hálfu. Hlutverk ríkisútvarpsins Staða okkar ríkisútvarps markast að sjálfsögðu ekki síst af þessu mikilvæga lýðræðislega hlutverki. Og þar sem það er eign almennings eigum við að gera til þess ýtrustu kröfur hvað varðar sjálf- stæði gagnvart hvers kyns sérhags- munum, hvort sem þeir eru flokks- pólitísks eðlis eða annars konar. Því miður gætti menntamálaráðherra ekki að sér við samningu nýs frumvarps um ríkisútvarpið, datt ofan í gamla flokks- farið og lét leyninefnd semja það án að- komu annarra en ríkisstjórnarflokkanna. Vonandi breytist það við meðferð Alþing- is næsta vetur, þá komi inn sjónarmið stjórnarandstöðunnar einnig. Ráðningar hjá íslenska ríkisútvarpinu Þegar breska ríkisstjórnin stóð frammi fyrir því verkefni árið 2004 að velja sínu ríkisútvarpi, BBC, nýja forystu eftir afsögn stjórnarformanns og for- stjóra, var sett í gang ferli við að finna eftirmenn þeirra. Forsögnin var að þeir skyldu uppfylla tvö skilyrði, njóta trausts allra stjórnmálaflokka og vera afburða fagmenn á sviði sem mikilvægt væri fyrir BBC. Þetta er fordæmi sem íslenska ríkisstjórnin og menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, eiga að fylgja. Því miður hafa ráðningar hjá íslenska ríkisútvarpinu ekki ávallt fylgt þessu for- dæmi Breta. Það var umhugsunarvert í því ljósi að horfa á sjónvarpsmyndir frá fundum útvarpsráðs fyrr á árinu í frétta- stjóramálinu svonefnda. Þar sátu, auk út- varpsráðs, æðstu stjórnendur RÚV; Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, Bogi Ágústsson forstöðumaður frétta- sviðs og framkvæmdastjórarnir tveir, þau Bjarni Guðmundsson og Dóra Yngvadóttir. Með þessu er ekki verið að segja að aldrei ráðist afburða fagfólk til RÚV – fólk sem ekki er þangað komið vegna flokkspólitískra tengsla. Einungis að það er of mikið um að þau tengsl ráði því hver er ráðinn þar í lykilstöður, hver fær tæki- færi til að spreyta sig. Embætti útvarpsstjóra Fyrir utan það sem áður sagði um að nýr útvarpsstjóri þurfi að njóta víðtæks trausts, mætti skilgreina þær hæfnis- kröfur sem gera þarf til hans með eftir- farandi hætti. 1. Hann þarf að hafa náð afburðaárangri og hafa staðgóða þekkingu. 2. Hann þarf að hafa hæfileika til að verða öflugur forystumaður RÚV og talsmaður, maður sem laðar að sér og velur úrvals samstarfsfólk. 3. Hann þarf að hafa reynslu og ríka til- finningu fyrir rekstri. 4. Hann þarf að hafa hæfileika til að vinna með fólki, fá það til liðs við sig í óumflýjanlegum breytingum sem gera þarf hjá RÚV, ekki síst í ljósi óhag- stæðra vinnustaðagreininga sem þar hafa farið fram, erfiðleika í rekstri undanfarin ár og loks tímabærrar endurskoðunar á hlutverki RÚV vegna gjörbreyttra aðstæðna á ljós- vakamarkaði með tilkomu öflugra einkastöðva. Tækifæri til að rjúfa hefð nýlenduherranna Embætti útvarpsstjóra hefur verið auglýst. Ekki eru gerðar tilteknar kröfur um menntun eða reynslu. „Það er til þess að allir geti sótt um“, sagði starfsmaður RÚV í blaðaviðtali, en í ljósi reynslunnar óttast ég að það sé til þess að hægt sé að hafa sjálfdæmi um ráðninguna. Óstað- festar sögusagnir í fjölmiðlum um flokks- pólitískt forval benda í þá átt og munu þær áreiðanlega því miður koma í veg fyrir að einhverjir, sem uppfylla BBC skilyrðin, sæki um. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefur margsagt opinberlega að hún vilji standa vörð um Ríkisútvarpið. Hún hefur nú gullið tæki- færi til að sýna það í verki með því að fara að fordæmi þeirra sem réðu nýja stjórnendur að BBC. Ríkisútvarpið á það skilið. Íslenskur almenningur á það skil- ið. Hún hefur ennfremur tækifæri til að rjúfa þá hefð sem áður greindi. Hún hef- ur tækifæri til að brjóta blað og senda ný skilaboð til ungs fólks á Íslandi; það er menntun ykkar, hæfileikar, reynsla og árangur sem mun ráða ykkar frama, ef þið kjósið að starfa fyrir hið opinbera. Ekki hvort þið eruð í réttum stjórnmála- flokki – hvað þá í réttri klíku innan hans. Ég skora á Þorgerði Katrínu að sýna að hún sé, eins og margir vænta af henni, stjórnmálamaður nýrra tíma, en ekki gamaldags nýlenduherra sem úthlutar eigum almennings eftir flokkspólitískum geðþótta. Embætti útvarpsstjóra – tækifæri menntamálaráðherra Margrét S. Björnsdóttir fjallar um embættisveitingar ’Menntamálaráðherra hef-ur gullið tækifæri til að sýna að hún sé stjórnmála- maður nýrra tíma sem sendir ungu fólki þau skila- boð, að menntun, reynsla og hæfileikar ráði starfs- frama hjá opinberum stofn- unum, ekki flokkspólitísk tengsl.‘ Margrét S. Björnsdóttir Höfundur er stjórnsýslufræðingur og forstöðumaður við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.