Morgunblaðið - 11.07.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.07.2005, Qupperneq 31
 Miðasala opnar kl. 16.30 BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i 16 ÁRA BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!  „Svalasta mynd ársins og besta mynd þessa sumars“ „...í heildina frábær mynd...“ „...í heildina frábær mynd...“ T.V. kvikmyndir.is „...hrein og tær upplifun... gjörsamlega geðveik mynd!“ „...hrein og tær upplifun... gjörsamlega geðveik mynd!“ K&F XFM DÖJ kvikmyndir.com DÖJ kvikmyndir.com „...hrein og tær upplifun... gjörsamlega geðveik mynd!“ BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! Sýnd kl. kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i 14 ÁRA Sýnd kl. 6 og 9 B.i 10 ÁRA x-fm „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV    MORGUNBLAÐIÐ  „Töff, kúl og eiturhörð“  „Töff, kúl og eiturhörð“ Ó.Ö.H. DV – ... . . . . i i .i „. rei g t r lif . gj rsa lega ge veik y !“ F F DÖJ kvikmyndir.com ff, l it . . . ... i t lif ... j l i ! DÖJ kvikmyndir.com „...í heildina frábær mynd...“ ... i li ... j l i ! i i .  „Töff, kúl og eiturhörð“, l i „ ff, l it r r “  „Svalasta mynd ársins og besta mynd þessa sumars“ Þ.Þ. FBL. .  „Svalasta mynd ársins og besta mynd þessa sumars“ Blaðið  ÞÞ - FBL „Skotheld frá A-Ö Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu 553 2075☎ - BARA LÚXUS JANE FONDA JENNIFER LOPEZ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i 14 ára T O M C R U I S E MYND EFTIR Steven spielberg I N N R Á S I N E R H A F I N POWERSÝNINgá stærsta thxtjaldi landsins kl. 10.20 „Innrásin er girnileg sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL  „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.H.T, RÁS 2  Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i 16 ára  „Svalasta mynd ársins og besta mynd þessa sumars.“ Þ.Þ. FBL BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! Sýnd kl. 10.15 B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.30 „HOLLYWOOD í ESSINU SÍNU“ -Blaðið   VINSÆ LASTA MYND IN Á ÍS LANDI - 25.000 GEST IR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 31 Á FÖSTUDAGINN opnaði tímaritið Reykjavík Grapevine listsýninguna „Myndasögur í sprengju- byrgi“ í Galleríi Humar eða frægð! á Laugavegi 59. Sýningin er í samstarfi við GISP!-hópinn og JPV- útgáfu og mun hún standa í tvo mánuði. Sýnd verða verk eftir aðila kennda við GISP!-hópinn, Erró, Hall- grím Helgason, Hugleik Dagsson og fleiri, ásamt völdum teiknuðum myndum upp úr nýjasta tölublaði Grapevine. Sama dag kom út níunda tölublað þessa árs af tímarit- inu The Reykjavík Grapevine og til að tóna blaðið og sýn- inguna saman eru allar myndir í blaðinu teiknaðar að þessu sinni. Eftir því sem útgefendur blaðsins komast næst er það í fyrsta skipti sem slíkt er gert hérlendis. Sýningarskráin er myndasögubók þar sem Grape- vine kynnir fyrstu þjóðlegu íslensku ofurhetjuna, LUNDAMANNINN. Í bókinni verða einnig mynda- sögur eftir Hugleik ásamt upplýsingum um tilurð og sögu GISP!-hópsins. Í tilefni af opnuninni lék hljómsveitin Kimono lög af plötu sinni „Arctic Death Ship“ en útgáfa hennar er ráðgerð á næstu dögum. Fyrsta smáskífulag plöt- unnar, „Aftermath“, hefur gengið vel í útvarpi und- anfarnar vikur og lofar það góðu um hvað koma skal. Reykjavík Grapevine opnar myndasögusýningu Morgunblaðið/Jim SmartGestir létu fara vel um sig. Sýningin er svo sannarlega litskrúðug og fjölbreytt verk prýða sýninguna. Gestir á ýmsum aldri nutu þess sem fyrir augun bar. AÐ morgni 31. janúar 1945 sökkti sovéskur kafbátur skipinu Wilhelm Gustloff í Eystra- salti, en skipið, sem breytt hafði verið úr far- þegaskipi í herskálaskip fyrir þýska herinn við Eystrasalt, var á leið frá Gotenhafen til vest- urs. Um borð voru þó ekki bara hermenn, því á skipinu, sem byggt var fyrir 1.865 farþega, voru 10.582 manns, hermenn, sjómenn, áhöfn og flóttamenn, en talið er að meðal farþega í þessari örlagaríku ferð hafi verið um 4.000 börn. 7.700 manns fórust með skipinu. Það vakti mikla athygli í Þýskalandi þegar Gunther Grass sendi frá sér bókina Krabba- gang, Im Krebsgang, fyrir þremur árum, enda var í henni tæpt á máli sem legið hefur í þagn- argildi í heimalandi hans – þjáningum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Grass er þó ekki einn um að hafa vakið máls á þessu, nægir að minna á framúrskarandi bók W.G. Sebalds, On the Natural Hi- story of Destruction. Grass er þekktastur fyrir Danzig-þríleik sinn, Kött og mús, Blikktrommuna og Hundaár, en tvær þær fyrrnefndu hafa verið gefnar út á íslensku. Danzig-þríleikurinn fjallar einmitt öðrum þræði um stríðið, aðdraganda þess og eyðingarmátt, segir sögu fólks sem lendir í stríðinu, hvert á sinn hátt, og því Þýskalandi sem spratt upp úr stríðinu, þar sem allir voru að byrja á núlli, eignalausir, ærulaus- ir og fortíðarlausir. Krabbagangur er eiginlega fjórða bókin í Danzig-þríleiknum, enda koma fyrir í henni persónur úr Ketti og mús – móðir helstu sögu- persónu Krabbagangs er Tulla Pokriefke. Paul Pokriefke, sonur Tulla, fæddist á her- skipi eftir að móður hans hafði verið bjargað úr sökkvandi skipi – skipinu Wilhelm Gustloff sem getið er í upphafi. Fyrir vikið er hann ævinlega tengdur stríðinu og þeim óttalega harmleik sem átti sér stað í Eystrasaltinu, og sú tenging á eftir að hafa afdrifarík áhrif á hann og son hans. Grass kallar bókina Krabbagang, Crabwalk heitir hún á ensku, og vísar þar í frásagnarstíl- inn, hvernig hann nálgast söguna úr ýmsum áttum, stundum fer hann á hlið, stundum aftur- ábak, en alltaf áfram þó. Stíllinn er ekki ósvip- aður því sem Grass hefur áður beitt, sjá til að mynda Staðdeyfður, Ortlich Betaubt, þar sem hann hleypur fram og aftur í tíma og rúmi – má reyndar sjá í flestum bókum hans. Krabbagangur, Crabwalk, er sannkölluð perla og merkilegt innlegg í þá sögu Þýska- lands sem Grass hefur verið að segja alla tíð, allt frá þrjátíu ára stríðinu, Das Treffen in Telgte, fram á okkar daga, Ein weites Feld og nú Im Krebsgang. Lestur þessarar bókar varð hvatning til að lesa aftur Kött og mús og síðan Blikktrommuna – kannski maður lesi Hunda- árin líka aftur, það mikla meistaraverk. Árni Matthíasson Fjórða bindi þríleiks ERLENDAR BÆKUR Crabwalk, skáldsaga eftir Gunther Grass. Krishna Winston þýddi. Harcourt gefur út. 234 síður innb.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.