Morgunblaðið - 11.09.2005, Page 4

Morgunblaðið - 11.09.2005, Page 4
4 | 11.9.2005 ræmunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Barði, broslausi, Jóhannsson mætti með fagurri dömu en hann er höf- undur tónlistar myndarinnar ásamt Mínusmönnum. Krummi og kó sátu einmitt framarlega í Háskólabíói en bleksvart hár Hrafns- ins virtist greitt aftur með brilljantíni. Hann var eins og sam- bland af ungum Elvis og Bjögga Halldórs, föður sínum. Samt töff. Íslenska landsliðið mætti í heild sinni á frumsýninguna og einnig sást til Einars Más Guðmundssonar, rithöfundar, ásamt eiginkonu og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur með bónda sinn. Meðal gesta voru einnig Stelpurnar okkar: Söngfuglarnir Móeiður Júníusdóttir og Birgitta Haukdal en sú síðarnefnda var í hvítum leðurjakka, hvítum leðurstígvélum og með hvít sólgleraugu. Ekki alveg að grípa svörtu hausttískuna? Með haustinu færist nú fjör í leikinn þar sem alls staðar er verið að opna sýningar og hefur Flugan vart haft undan að hlaupa á milli staða og dreypa á léttum veigum. Frábært að geta skemmt sér svona vel í starfinu og er þá mikilvægt að vanda sig. Í Listasafni Íslands var opnuð sýningin Íslensk myndlist 1945– 1960 og þar nutu Sigurður Pálsson, skáld, Helgi E. Helgason, fréttamaður á RÚV, og Þorsteinn Gunnarsson, leikari, afspyrnu fallegrar sýningar. Ljósmyndarinn vinalegi, Gunnar Andrésson, og Svanhildur Konráðsdóttir voru líka á meðal gesta. Flugan var í fé- lagi við tvo unglingspilta sem þóttust listhneigðir mjög og drukku sódavatn í staupi. Þegar rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson gekk í salinn með villt, hvítt hárið, klæddur gallabuxum og leðurjakka, kleip annar unglingurinn þéttingsfast í væng Flugunnar og hvíslaði aðdáunarfullri röddu: ,,Vá, rosalegur gangster er þetta! Kúl gaur, maður.“ Tangóhátíð Kramhússins og Tangófélagsins var hleypt af stokk- unum í hinu sjarmerandi Iðnó við Tjörnina þar sem hljómsveitin Silencio lék snilldarlega tangótónlist og snerti við dansstrengjum gesta. Jói Fel, bakari og ,,hönk“, var mættur með frúnni og Egill Ólafsson, Stuðmaður, sat heillaður og hlýddi á unaðslega tónana. Það gerði Björgólfur Guðmundsson, stórathafnamaður, líka. Lengi lifi takturinn og tangóinn! | flugan@mbl.is Ónærfærnislegt orðalag Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, og fjölskylda hans eru beðin velvirðingar á ónærfærnislegu orðalagi í Flugu-pistli um síðustu helgi. Orðalagið gat gefið tilefni til misskilnings og því skal áréttað að á málverkasýningu Eiríks Smith og síðar á Kaffi París var Sigurður í fylgd með eiginkonu sinni og dóttur. Í Borgarleikhúsinu var slegið upp veislu og boðið upp á mjög fjölbreytt hlaðborð, hvítvín og bjór. Guðjón Pedersen, leik- hússtjóri, bauð viðstadda velkomna en þeirra á meðal voru leikararnir Ingvar Sigurðsson, Gunnar Hansson og Halldóra Geirharðsdóttir. Tilefnið var upphaf leikársins og leikstjórinn Reynir Lyngdal, í hlutverki plötusnúðar, kom fólki í stuðstemn- ingu. Leikkonurnar Edda Björg Eyjólfsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir, ásamt Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni, voru í þessu sérlega skemmtilega partíi sem færðist út í sólina á svölum þriðju hæðarinnar. Góður forleikur að næsta viðburði sem var frumsýning á Strákunum okkar í leikstjórn Róberts Douglas en Gunnar Hansson, Nína Dögg Filipp- usdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. L jó sm yn di r: E gg er t Sóley Elíasdóttir og Sig- rún Edda Björnsdóttir. Halldór Gylfason og Ellert A. Ingimundarson. Þóra Gunnarsdóttir og Björn Árnason. Stelpurnar okkar, Krummi og kó og Barði broslausi … í hvítum leðurjakka, hvítum leðurstígvélum og með hvít sólgleraugu. Ekki alveg að grípa svörtu hausttískuna … ? FLUGAN LEIKÁRIÐ 2005/2006 var kynnt í Borgarleikhúsinu. ÍSLENSKA BÍÓMYNDIN Strákarnir okkar var frumsýnd í Háskólabíói. TÓNLEIKAR Patti Smith og hljómsveitar voru haldnir á Nasa. L jó sm yn di r: E gg er t Jón Axel Björnsson, Edda Heiðrún Backman, Pétur Einarsson og Stefán Jónsson. Þórunn Hjartar- dóttir og Ása Richardsdóttir. Ásdís Óladóttir, Anna Jóna Einarsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Jónas Sen og Una Sveinbjarnardóttir. Lísa Pálsdóttir og Magnús R. Einarsson. Guðný Skúladóttir og Dagný Skúladóttir. L jó sm yn di r: Á rn i S æ be rg Hafdís Ósk Jónsdóttir, Erlendur Eiríksson og Björn Ingi Hilmarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.