Morgunblaðið - 11.09.2005, Síða 18
18 | 11.9.2005
létta á erfiðum aðstæðum, takast á við óbærilegar upplif-
anir og sjá starfið sitt í broslegu ljósi á köflum. Þetta eru
sálrænar aðferðir til þess að ekki byrgist inni sorg, spenna
eða streita. Eru þá gerð skýr skil á milli heilbrigðrar notk-
unar húmors og hins vegar hótfyndni sem notuð er sem
skammvinn ábreiða yfir erfiðar tilfinningar, og gerir
þannig ógagn. Þá þurfa allir að sjálfsögðu að fara varlega í
að gera að gamni sínu við skjólstæðinga sína, þá sem eiga
erfitt eða eru fórnarlömb. Húmor getur hjálpað, jafnvel
líknað, en hann getur líka skaðað, móðgað og sært.
Hér er þjóðráð …
Maður fer með aldraða og veika eiginkonu sína til
læknis. Eftir skoðun segir læknirinn að tvennt komi til
greina: „Þetta er annaðhvort Alzheimer eða alnæmi.“
„Hvað meinarðu,“ segir maðurinn, „geturðu ekki greint
muninn?!“ Læknir: „Uh, sjúkdómarnir eru svipaðir á
fyrstu stigum… en hér er þjóðráð: Brunaðu með konuna
þína út úr bænum og sparkaðu henni út úr bílnum. Ef
hún ratar aftur heim – skaltu aldrei sofa hjá henni aftur!“
Þessi brandari er kannski samnefnari fyrir margar þær
tegundir brandara sem tæpt hefur verið á. Hann er upp-
lýsandi (HIV getur smitast með kynmökum, Alzheimer
skaðar minnið), það vottar fyrir kvenfyrirlitningu (konan er viðfang), hann er absúrd
(svona kemur aldrei fyrir mig) og tekur á kvíðvænlegri staðreynd (allir geta fengið
Alzheimer, lítið lát er á eyðnifaraldrinum).
Brandarar geta þannig verið af margvíslegum toga, sumir segja flóknar sögur í ein-
feldni sinni, sumir taka tíðarandann í bakaríið og eru einungis skiljanlegir sam-
tímafólki: Hvað kallast ljóska sem litar á sér hárið? Gervigreind.
Síðasta tilvitnunin er í Joseph P. Goodwin, um eðli hins fyndna:
„Húmor er ótrúlega flókinn og virkar á marga vegu. Hann getur verið til í sjálfum
sér, til skemmtunar, til þess að fanga athygli, sýna hnyttni einhvers, greind og yfir-
burði, eða undirgefni og eigið gengisfall. Hann getur tjáð andúð, reiði, árásarhneigð,
hann getur nýst til að kljást við eða endurspegla átök, ótta eða kvíða, hann hefur hlut-
verk í samskiptum, samsömun og hópamyndun, hann má nota til að kenna og upp-
lýsa, til að reka áróður. Húmor getur vakið kvíða, hann getur vakið máls á óþægileg-
um umfjöllunarefnum (...), hann getur nýst í lækningaskyni, hann getur fært
einstaklinga nær öðrum, nýst til að afla samþykkis þeirra eða móðga þá, getur hjálpað
manni að falla í hópinn – hann getur verið flótti frá veruleikanum. Kímnigáfa er í öllu
falli snörp og áhrifarík leið til þess að miðla gildum einstaklingsins, oft ómeðvitað.“
| sith@mbl.is
Og Árni Johnsen
Fleiri ljótir atburðir en fall Tvíburaturnanna hafa orðið
Bandaríkjamönnum aðhlátursefni – ef svo ónotalega má
að orði komast – með tímanum; fjöldamorðin í Waco,
Challenger-slysið og þannig má áfram telja. Eftir að sjö
manna áhöfn fórst með geimskutlunni Challenger frá
Geimferðastofnun Bandaríkjanna árið 1986 spurðu gár-
ungar:
Hvað merkir NASA? Svar: Need Another Seven
Astronauts (Vantar sjö nýja geimfara).
Hér á landi virðist okkur síður vera hlátur í hug eftir að
ógæfa dynur yfir, í fljótu bragði koma ekki í hugann
„brandarar“ um snjóflóð, sjóslys eða morðmál, svo dæmi
séu nefnd. Hins vegar eru stjórnmálamenn hér, eins og
víðast hvar annars staðar, sífelld uppspretta gamanmála,
einnig ýmis hneykslismál og/eða dómsmál (þ.e. ekki
morð). Skemmst er þess að minnast þegar Árni Johnsen,
þá þingmaður, var ákærður fyrir að leysa til sín ýmsar
gerðir byggingarefnis á kostnað Þjóðleikhússins, og
spratt af mikil umræða í þjóðfélaginu. Af vefsíðunni
meira.is:
Vissir þú að Árna Johnsen var boðin vinna í Gripið og
greitt – hann afþakkaði og sagðist frekar vilja vinna hjá
Aktu taktu.
Við segjum brandara um fjarstadda, eins og Clinton og Monicu Lewinsky, Michael
Jackson, páfann, og, já… reyndar Hafnfirðinga. Færri nota til dæmis nöfn nafn-
greindra glæpamanna í brandara hér á landi, þó hafa þeir heyrst, t.d. um dæmda kyn-
ferðisafbrotamenn. Sumir segja brandara um jarðarfarir, en þá sjaldnast nafngreindra
einstaklinga. Á köflum eru sagðir brandarar um misheppnaðar kynlífsathafnir, heim-
færðir upp á þá sem henta þykir í hverjum hópi.
Kannski er það vegna þess að Íslendingar eru of fáir og nánir, sem ekki hafa komið
upp abstrakt eða afleiddir brandarar eftir, segjum, snjóflóðin á Vestfjörðum. Sem
betur fer, segja flestir. Og líka til hvers?
Í erlend fagtímarit á borð við The Phsychologist eru reglulega ritaðar greinar eins
og Hvers vegna hlæja lögreglumenn að dauðanum? og Til varnar svörtum húmor.
Inntakið er að kímni sé það sem á ensku kallast „coping device“ eða leið til að vinna
sig í gegnum erfiðleika, og beri því ekki endilega vott um kæruleysi eða harðneskju.
Þvert á móti. Til að mynda er talið að húmor, sem í eðli sínu leiðir saman óvæntar
hliðar eða ósamrýmanlegar, geti hjálpað fólki að sjá atburði í nýju ljósi eða endurtúlka
aðstæður, líkt og haft hefur verið eftir rithöfundinum Arthur Koestler.
Fólk í samfélagsþjónustu víða um lönd er þjálfað í því að nota húmor til þess að
„Ef sjeikinn er þver, skaltu hvergi hvika. Verðið
á eldflaugunum er óumbreytanlegt og... hver
djö...?!“
© Fanofunny.com / Alessio Spataro, Ítalíu.
HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ
Eru þá gerð skil á milli heil-
brigðrar notkunar húmors og
hins vegar hótfyndni sem not-
uð er sem skammvinn ábreiða
yfir erfiðar tilfinningar.
M ér finnst brandarar alveg stórkostlega spennandi, þaðer hægt að skoða svo margt í gegnum þá,“ segir Krist-
ín Einarsdóttir, stundakennari í þjóðfræði við Háskóla Ís-
lands. Hún hefur fjallað um brandara sem tæki til samfélags-
skoðunar í þjóðfræðiáföngum sem hún hefur kennt, en segist
vera einungis rétt að byrja að kynna sér húmor. „Þú talar
eiginlega við mig hálfu ári of snemma,“ segir hún hlæjandi.
Kristín vitnar í bandaríska þjóðfræðinginn Alan Dundes, aðal-
höfund bókarinnar Cracking Jokes, sem fjallar um „sjúkan
húmor“ og ástæður hans. „Hann tekur fyrir ákveðna flokka
brandara, eins og til dæmis svonefnda Dead Baby Jokes, sem
gengu í bylgju fyrir nokkrum árum en hurfu svo,“ segir Krist-
ín, en brandararnir voru yfirleitt stuttir og keimlíkir: Hvað er
rautt úti í horni? Hvað er rautt og grænt úti í horni? Svarið var
yfirleitt „dáið barn“ með ýmsum tilbrigðum. „Greining Dund-
es er að þessir brandarar hafi farið á kreik í Bandaríkjunum
þegar fóstureyðingar fóru að vera algengar, sem andsvar við
þeirri frelsissviptingu kvenna sem barneignir þóttu vera. Húm-
or er í raun farvegur fyrir það sem ekki má segja. Maður má
ekki segja að börn séu ljót og leiðinleg, það er skylda að finn-
ast þau yndisleg.“ Þó finnist það ekki öllum og það brjótist
fram í kolsvörtum húmor.
Hið sama gildi um svonefnda fötlunarbrandara, þar birtist
viðhorf sem ekki þykir pólitískt kórrétt. Dæmi: Handalausa
Anna spyr mömmu sína: Má ég fá köku? Já, elskan. En
mamma, hún er hátt uppi á borði, geturðu rétt mér hana?
Mamman snýr sér að Önnu og svarar: Engar hendur, engin
kaka.
Svona brandarar komu, samkvæmt kenningum Alan Dundes,
upp á yfirborðið þegar fatlaðir „tóku að mælast til þess að
tekið væri tillit til þeirra, þegar þeir vildu fá skábrautir og
bílastæði“ og fleira. „Enginn má segjast vera ósammála kröf-
um fatlaðra,“ útskýrir Kristín. „en þær virðast samt pirra
suma – svona brandarar birta undirliggjandi frústrasjónir.“
Brandarar virðast margir hverjir ferðast áreynslulaust milli
landa og virka óháð menningarbundnum aðstæðum. „Já,
þetta á við um brandara og margt fleira í þjóðfræðinni – það
er eitthvað sammannlegt sem birtist á ólíkum stöðum á sama
tíma. Í fræðunum eru pælingar um hvort slík fyrirbæri berist
milli landa með fólki, eða spretti samtímis af einhverri þörf.“
Kristín er spurð um ljóskubrandara. „Ég hef á þeim mína
skoðun. Mér finnst þeir ekki vera karlremba, heldur ótti okkar
allra við að vera álitin heimsk. Við viljum ekki láta standa okk-
ur að því að vita ekki eitthvað og reynum að hylma yfir það.
Þessir brandarar eru líka óháðir kyni að því leyti að unglings-
strákar kalla hver annan
ljósku, ef tilefni þykir til.“
Að hennar sögn segja ís-
lenskir unglingar óhikað
brandara sem fela í sér
kynþáttaandúð, án þess
oft að gera sér grein fyrir því. Einn fjalli til dæmis um þrjá
menn sem deyja, tvo hvíta og einn svartan. Hinir hvítu verði að
englum en hinn svarti að leðurblöku.
Kristín kenndi námskeið um flökkusagnir, húðflúr og brandara
í Háskóla unga fólksins í sumar, þar sem nemendur voru 12 til
14 ára. Finnst henni mikilvægt að unglingar fái fræðslu um
þau viðhorf sem svona brandarar birta?
„Ég vil ekki gera það þannig að þau hætti að hlæja eða vari
sig á því að segja brandara – því hláturinn lengir jú lífið,“ svar-
ar Kristín. „En þau voru svakalega forvitin og mér fannst
mjög skemmtilegt að sjá augu þeirra opnast fyrir þessu. Og
ekki bara fyrir húmor, heldur mörgu öðru í samfélaginu – það
er mikilvægt að vera alltaf vakandi.“
Krakkarnir bentu sjálfir á að blökkumenn segi gjarnan brand-
ara um sjálfa sig. Kristín segir þetta að vissu leyti rétt, og svip-
að gildi t.a.m. um feitt fólk, það sé gjarnan sagt hafa húmor
fyrir sjálfu sér. Þetta hafi með sjálfsmynd að gera, sem mótuð
sé af samfélaginu. Hvítt fólk segi til dæmis síður brandara um
eigin litarhátt, hann sé ekki talinn undarlegur og því ekki efni í
brandara. Þetta birti enn og aftur ósýnilega staðla, eitthvað
sem annars megi ekki orða.
Og enn af bók Dundes. „Ég var slegin að lesa kafla hans um
gyðingabrandara. Hann vill meina að ef húmorinn í Þýska-
landi hefði verið skoðaður betur í aðdragandanum, hefði
kannski aldrei þurft að koma til þjóðernishreinsana gagnvart
gyðingum,“ segir hún. Að mati Dundes eigum við að veita
húmor á hverjum tíma meiri athygli til þess að greina undir-
liggjandi strauma í samfélaginu, svo sem andúð, aðdáun og
ásetning.
SVARTUR HÚMOR: ÞAÐ
SEM EKKI MÁ SEGJA
KRISTÍN EINARSDÓTTIR ÞJÓÐFRÆÐINGUR Handalausa Anna
spyr mömmu sína:
Má ég fá köku? ...