Morgunblaðið - 11.09.2005, Blaðsíða 22
22 | 11.9.2005
Í góðæri síðustu ára hafa Íslendingar fengið skyndileganáhuga á hönnun. Það er kannski ekki skrýtið ef litið er áalla þá sjónvarpsþætti og þau glanstímarit sem birtast sjón-
um okkar daglega. Eitt af nýjustu áhugamálum Íslendinga eru
stólar. Stólar, sem gegna ekki bara því hlutverki að hvíla lúin
rass, heldur eru einnig konfekt fyrir augað.
Það eru lítil skil milli hönnunar og listar, en saga hönnunar
spannar mun skemmri tíma. Hún nær aftur til iðnbyltingarinnar
þegar fyrirtæki fóru að reyna að aðgreina sambærilegar vörur
með því að höfða til fegurðarskyns fólks. Frá upphafi fór að
gæta tvennra mismunandi viðhorfa meðal hönnuða. Annars
vegar voru þeir sem vildu skapa nútímalegar, ódýrar, ending-
argóðar og fallegar vörur. Hins vegar voru þeir sem vildu hverfa
til fortíðar og búa til hágæðavörur í stað ódýrs iðnvarnings. Á
19. öld spruttu upp margar listhreyfingar sem höfðu áhrif á
hönnunarsöguna. Í raun er hægt að geta sér til um sögu hvers
stóls þar sem efni og aðferðir voru bundnar við ákveðna staði og
lönd. T.d. var Þjóðverjinn Michael Thonet (1796–1871) fyrstur til
að framleiða stóla með beygðu beyki með hjálp gufunnar undir lok 19. aldar. Í byrjun
20. aldarinnar var Ungverjinn Marcel Breuer (1902–1981) fyrstur til að beygja stál
við hönnun húsgagna.
Fyrsta neyslusamfélagið | Eftir seinna stríð tók við tími uppbyggingar í Evrópu.
Bandaríkin, sem þurftu ekki að þola loftárásir stríðsins, tóku gríðarlegan efnahags-
kipp og til varð hið fyrsta svokallaða neyslusamfélag. Þá var ekki lengur nóg fyrir fólk
að eiga bíl og hús. Það var nauðsynlegt að eiga flottan bíl og fallegt heimili. Þessi nýi
lífsstíll birtist Evrópubúum í bíómyndum og auglýsingum á
fimmta og sjötta áratugnum. Röðin kom síðan að Íslendingum
undir lok síðustu aldar og íslensk heimili verða aldrei söm. Þar
sem áður var hvít eldhúsinnrétting úr panel er komin innrétting
úr stáli og/eða mahóní-við. Gömlu baðherbergistækin hafa vikið
fyrir stílhreinum tækjum frá Phillip Starck, hljómflutningstækj-
unum hefur verið skipt út fyrir græjur frá Bang&Olufsen og þar
sem áður voru fyrirferðarmikil sjónvarpstæki er kominn grilljón
tommu plasma flatskjár. Í bílskúrnum hefur gamli fjölskyldubíll-
inn vikið fyrir upphækkuðum Land Krúser-num.
Hönnunarsnilld í íslenskum eldhúsum | Þegar rætt er um hönnun
stóla hugsa margir Íslendingar fyrst til danska arkitektsins, Arne
Jacobsen (1902–1971). En Jacobsen hafði „smyglað“ sér inn í flest
eldhús landsmanna áður en þeir gerðu sér grein fyrir öllum þeim
pælingum sem liggja að baki hönnun stóla. „Maurinn“ og „Sjöan“
eru einfaldir, fjöldaframleiddir stólar sem við fyrstu sýn virðast
ekki ýkja merkilegir en teljast í dag mikil hönnunarsnilld og sér-
staklega „Sjöan“ sem ein og sér hefur selst í yfir fimm milljónum ein-
taka.
Annar stóll sem er mjög vinsæll meðal Íslendinga í dag er Barcelona-stóllinn eftir
þýska arkitektinn Ludwig Mies Van Der Rohe (1886–1969). Upphaflega var stóllinn
hannaður fyrir Spánarkonung og drottningu fyrir heimsókn þeirra á heimssýninguna
í Barcelona árið 1929. Þar var Van Der Rohe einnig með til sýnis hús, Barcelona Pav-
ilion, sem telst vera mjög mikilvægt í sögu nútímaarkitektúrs. Einföld formin og
kassalaga vöktu það mikla athygli að þrátt fyrir að húsið hafi verið rifið eftir sýn-
HÖNNUN | HALLDÓR BIRGIR BERGÞÓRSSON Í MÍLANÓ
Coffee Design kaffihúsið í Mílanó er óður til stólsins
SESSUNAUTN Í LISTAVERKUM
Aðeins það besta – meira
að segja fyrir óæðri endann.
Í bókinni 1000 stólar er
endalaus fróðleikur fyrir
áhugafólk um stóla.