Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DÖNSK HÚSGAGNAHÖNNUN
Ef þú hefur áhuga á danskri húsgagnahönnun í hæsta gæðaflokki,
skoðaðu þá heimasíðu okkar á www.soeborg-moebler.dk og fáðu
nánari upplýsingar eða bæklinga og tilboð frá fyrirtæki okkar.
Næst þegar þú ert í Kaupmannahöfn, ertu velkomin/n að heimsækja
okkur í sýningarsal okkar (800 m2), sem er í aðeins 6 km fjarlægð
frá miðbænum.
A/S Søborg Møbelfabrik, Gladsaxevej 400, 2860 Søborg,
sími +45 39 69 42 22, www.soeborg-moebler.dk
Opnunartímar: mánudag-þriðjudag 8.30-16.30, föstudag 8.30-15
FJÖLMENNI var við útför Bessa
Bjarnasonar leikara, sem gerð
var frá Hallgrímskirkju í gær. Sr.
Hjálmar Jónsson jarðsöng, org-
anisti var Marteinn H. Frið-
riksson og Gunnar Kvaran lék
forspil á selló. Gísli Alfreðsson
las ljóð og Signý Sæmundsdóttir
söng einsöng með karlakórnum
Voces Masculorum. Signý söng
einnig dúett með Jóhanni Sigurð-
arsyni og Ragnar Bjarnason söng
við undirleik Þorgeirs Ástvalds-
sonar.
Líkmenn úr kirkju voru leik-
ararnir Stefán Jónsson, Sigurður
Sigurjónsson, Örn Árnason, Jó-
hann Sigurðarson, Pálmi Gests-
son, Ingvar E. Sigurðsson, Rand-
ver Þorláksson og Þórhallur
Sigurðsson.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Útför Bessa Bjarnasonar leikara
BRYNJAR Níelsson, lögmaður
Þingvallaleiðar, segir mikla ágalla
vera á útboði Ríkiskaupa fyrir
Vegagerðina á nokkrum sérleyfum
fólksflutninga. Samkvæmt útboðs-
gögnum hafi ekki verið gert ráð
fyrir að fyrirtæki skiluðu inn mín-
ustilboðum, þ.e. að þau myndu
greiða Vegagerðinni fyrir að fá sér-
leyfin. Ekki hafi verið reiknað með
að verkið yrði tekjuöflun fyrir rík-
issjóð. Því telji Þingvallaleið að
mínustilboð séu ómarktæk tilboð.
Þingvallaleið bauð 0 krónur í sér-
leyfi á Suðurnesjum, m.a. í flugrút-
una svonefndu, en önnur tilboð
hljóðuðu upp á allt að 470 milljóna
króna meðgjöf. Brynjar segir fyr-
irtækið hafa reiknað með að Vega-
gerðin hafi viljað greiða sem minnst
fyrir sérleyfin. Þingvallaleið hafi
reiknað með að lækka fargjöldin,
frekar en að fá greitt úr ríkissjóði
fyrir aksturinn.
Lagði fram kæru
Áður en tilboð voru opnuð hjá
Ríkiskaupum í síðustu viku hafði
Þingvallaleið lagt inn kæru hjá
kærunefnd útboðsmála. Var þess
krafist að nýtt útboð færi fram,
vegna stöðu Kynnisferða í útboðinu,
sem fengi greitt frá ríkissjóði fyrir
að reka miðasölu á BSÍ og væri í
allt annarri og betri stöðu en keppi-
nautar fyrirtækisins í sérleyfis-
akstri.
Lögmaður
Þingvallaleiðar
Segir mínus-
tilboð vera
ómarktæk
♦♦♦
TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunn-
ar sótti eldri sjómann sem fengið
hafði botnlangakast á skipinu Ósk
KE-5, sem gert er út frá Keflavík,
rétt utan við Faxaflóa um klukkan
hálf sex í gær. Þyrlan lenti með
manninn við flugskýlið á Reykjavík-
urflugvelli klukkan hálf níu í gær-
kvöldi og var hann fluttur á Land-
spítala – háskólasjúkrahús.
Sótti veikan
sjómann út
af Faxaflóa
HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi frávísunar-
úrskurð héraðsdóms í máli Auðar Laxness gegn
Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni en Auður höfðaði
mál á hendur Hannesi og sakaði hann um að hafa
brotið gegn höfundalögum í bók sinni Halldór. Mál-
ið fer því aftur fyrir héraðsdóm, sem mun taka efn-
islega afstöðu til málsins.
Héraðsdómur vísaði málinu í heild sinni frá með
úrskurði sínum 9. júní sl. með þeim forsendum að
málshöfðunin og stefnan væri ekki nægileg skýr og
aðgengileg. Í stefnunni voru talin upp þau 120 atriði
úr fyrsta bindi ævisögu Halldórs þar sem Hannes
var sakaður um að hafa brotið gegn höfundalögum.
Þar var meintum brotum Hannesar lýst þannig að
hann hefði notað texta Halldórs Laxness án að-
greiningar frá eigin texta, ekki getið heimilda, getið
heimilda með villandi og ófullnægjandi hætti,
breytt frumtexta höfundar og birt áður óbirtan
texta án heimildar.
Minni kröfur í einkamáli
Í forsendum héraðsdóms kom fram að í stefnunni
væri hvergi gerð grein fyrir því til hvaða laga-
ákvæðis bæri að heimfæra brotin, eða hvert heiti
ætlaðs brots Hannesar að lögum hefði verið. Sam-
hengi málsástæðna þótti ekki skýrt og lýsing máls-
ástæðna ágripskennd og með öllu ófullnægjandi.
Í dómi Hæstaréttar kom fram að enda þótt fallist
yrði á með héraðsdómara að lýsing málsástæðna
hefði verið ágripskennd yrði að gæta þess að krafan
væri einkarefsikrafa. Hæstiréttur vísaði þannig til
þess að um einkamál er að ræða, en ekki opinbert
mál, sem ákæruvaldið höfðar. Einstaklingar geta
hins vegar höfðað mál á grundvelli höfundalaga.
„Hafa verður í huga að ekki verða gerðar sömu
kröfur um framsetningu stefnu í einkarefsimáli og
gerðar verða til ákæru í opinberu máli samkvæmt
116. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra
mála.“
Dómurinn taldi því að sóknaraðili hefði sett kröf-
ur sínar fram með nægilega skýrum hætti og að
ekki væri ástæða til að vísa þeim frá dómi enda
væru kröfurnar ekki svo óskýrar að varnaraðili
fengi ekki tekið til varna með eðlilegum hætti.
Hæstiréttur fjallaði einnig um miskabótakröfu
Auðar á hendur Hannesi. Vísað var frá kröfu um
bótaskyldu byggðri á gáleysi, skv. 3. mgr. 56. gr.
höfundalaga en kröfu um bótaskyldu á grundvelli
ásetnings eða stórfellds gáleysis, skv. 2. mgr. 56. gr.
höfundalaga var ekki vísað frá og mun héraðsdóm-
ur taka efnislega afstöðu til hennar.
Það voru hæstaréttardómararnir Garðar Gísla-
son, Guðrún Erlendsdóttir og Ingibjörg Benedikts-
dóttir sem dæmdu málið.
Mál Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni
Hæstiréttur fellir frá-
vísunarúrskurð úr gildi
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
MIÐAÐ við markaðsverð má gera ráð
fyrir því að andvirði byggingarréttar
á því svæði sem hugmyndasamkeppni
Reykjavíkurborgar mun ná til í
Vatnsmýrinni sé ekki undir 30 millj-
örðum króna, þrátt fyrir að fyrirtæki
sem þangað sæki greiði ekki hátt verð
fyrir lóðir, segir Dagur B. Eggerts-
son, formaður skipulagsráðs.
„Ef við er bætt þeim afleiddu verð-
mætum sem til verða margfaldast
þessi tala. Það er að segja annars veg-
ar uppbyggingu blómlegs íbúðar-
svæðis og hins vegar þeim atvinnu-
tækifærum sem myndu skapast í
þekkingariðnaði í tengslum við há-
skólana og þá miðborgarstarfsemi
sem þarna myndi vera.“ Þessar tölur
miðast við frekar þétta byggð, og geta
því breyst eftir því hversu þétt verður
byggt í Vatnsmýrinni, en Dagur tekur
fram að ekki liggi fyrir ný rannsókn á
verðmæti Vatnsmýrarinnar.
Athygli hefur vakið að hvorki Há-
skólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands
né Landspítali – háskólasjúkrahús
hafa þurft að greiða fyrir lóðir í Vatns-
mýrinni, fyrir utan gatnagerðargjöld,
og hefur það verið skýrt með því að
skólarnir og LSH laði að sér starfsemi
æskilegra fyrirtækja í Vatnsmýrina.
Aðspurður segir Dagur að almennt
greiði fyrirtæki ekki háar upphæðir
fyrir lóðir undir atvinnustarfsemi, og
ólíklegt sé að það breytist þótt landið í
Vatnsmýrinni sé verðmætt.
Þannig hafi t.d. Íslensk erfðagrein-
ing aðeins greitt sem samsvarar tvö-
földum gatnagerðargjöldum fyrir sína
lóð, en helmingur þeirrar upphæðar
hafi runnið til Háskóla Íslands þar
sem féð var notað til að þróa frekar
hugmynd um vísindagarða skólans í
Vatnsmýrinni.
Hluti samnings sem gerður var við
HR gerir einmitt ráð fyrir því að bún-
ar verði til leikreglur um þau kjör sem
fyrirtæki sem háskólinn laði að svæð-
inu njóti. „Hugsunin er sú að fyrir-
tækin greiði fyrir land, en að það fé
nýtist svæðinu til frekari uppbygging-
ar, því við teljum að stóru peningarnir
liggi í því að gera þessi svæði aðlað-
andi fyrir fyrirtæki í þekkingariðnaði
sem leiða af sér hálaunastörf fyrir
ungt fólk. Ekki bara það sem er að
læra hér heldur einnig fyrir þá sem
bíða eftir tækifæri til þess að koma
heim úr námi,“ segir Dagur. „Við er-
um þannig að nota háskólana og há-
tæknisjúkrahúsið sem segul á þessa
starfsemi.“
Augun beinast að Vatnsmýrinni
„Við hjá Reykjavíkurborg verðum
mjög vör við það að augu manna bein-
ast að Vatnsmýrinni, og til þess er jú
leikurinn gerður,“ segir Dagur. Hann
segir einhver fyrirtæki hafa sett sig í
samband við Reykjavíkurborg og ósk-
að eftir lóð í mýrinni, en vildi ekki
nefna hvaða fyrirtæki þar er um að
ræða að svo komnu máli. Invent
Farma hefur þegar ákveðið að flytja
rannsóknar- og þróunarstarfsemi á
svæðið, eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu.
Verðmæti Vatnsmýrar ekki undir 30 milljörðum segir formaður skipulagsráðs
Fyrirtæki munu fá ódýrar
lóðir undir atvinnustarfsemi
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is