Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 23
UMRÆÐAN
Yfirtökutilbo› til hluthafa í
Landssíma Íslands hf.
Tilbo›i› er sett fram í kjölfar fless a› Skipti ehf. keyptu 98,7677% hlut
íslenska ríkisins í Landssíma Íslands hf. flann 5. ágúst sl. fiann 30. ágúst
sl. féllst Samkeppniseftirliti› á kaupin. Af 37. gr. laga nr. 33/2003 um
ver›bréfavi›skipti lei›ir a› a›ili sem hefur eignast 40% atkvæ›isréttar í
hlutafélagi sem skrá› er á skipulegum ver›bréfamarka›i er skylt a› gera
ö›rum hluthöfum yfirtökutilbo›.
Tilbo›sgjafi
Tilbo›sgjafi er Skipti ehf., kt. 530705-1450, Tjarnargötu 35, Reykjavík.
Félag og hlutir sem tilbo›i› tekur til
Tilbo›i› tekur til allra hluta í Landssíma Íslands hf., kt. 500269-6779,
Ármúla 25, Reykjavík, sem ekki eru í eigu Skipta ehf.
Gildistími tilbo›s
Tilbo› fletta gildir frá kl. 10 árdegis flri›judaginn 27. september nk. til kl. 4
sí›degis flri›judaginn 25. október nk. Til fless a› samflykkja tilbo›i› ber
hluthöfum anna›hvort a› fylla út framsalsey›ubla› og senda Rá›gjöf
Kaupflings banka hf., Austurstræti 5, 101 Reykjavík, e›a hafa samband vi›
ver›bréfará›gjafa bankans í síma 444 7000. Ver›ur samflykki a› hafa borist
umsjónara›ila fyrir lok gildistímans. Til a› eiga ver›bréfavi›skipti hjá bankanum
er nau›synlegt a› eiga vörslureikning hjá Kaupflingi banka hf.
Tilbo›sver›
Ver› samkvæmt tilbo›i flessu er 9,6 krónur fyrir hvern hlut, sem er fla›
sama og vi›mi›unargengi í kaupum Skipta ehf. á hlut ríkisins í Landssíma
Íslands flann 6. september sl. Ver›ur kaupver›i› greitt í peningum.
Afskráning
Stjórn Landssíma Íslands hf. mun óska eftir flví a› hlutabréf Landssíma
Íslands hf. ver›i afskrá› úr Kauphöll Íslands hf. í kjölfar yfirtökutilbo›sins.
Umsjónara›ili
Fyrirtækjará›gjöf Kaupflings banka hf. hefur umsjón me› ger› tilbo›sins
fyrir hönd tilbo›sgjafa. Nánari uppl‡singar veita ver›bréfará›gjafar bankans
í síma 444 7000. Nálgast má tilbo›syfirlit og framsalsey›ublö› hjá
Fyrirtækjará›gjöf bankans í Borgartúni 19 í Reykjavík, á heimasí›u bankans,
www.kbbanki.is og í fréttakerfi Kauphallar Íslands hf. á heimasí›u hennar,
www.icex.is.
Skipti ehf. bjó›a hluthöfum
Landssíma Íslands hf. a› kaupa
hlutabréf fleirra í félaginu.
MIKIL samkeppni á sér nú stað um
hylli kjósenda enda styttist í sveit-
arstjórnarkosn-
ingar og fram-
bjóðendur að
vakna til lífsins,
ekki síst í
Reykjavík. Nú
virðist af fréttum
að dæma sem
helsta fjöregg og
framtíð Reykja-
víkur liggi í
Vatnsmýrinni og
á sér stað mikið
kapphlaup um skipulagningu svæð-
isins.
Í ritstjórnargrein Morgunblaðsins
laugardaginn 17. september sl. er
fullyrt að víðtæk málefnaleg sam-
staða sé um að Reykjavíkurflug-
völlur eigi að víkja og innanlandsflug
að færast til Keflavíkur. Þessu er ég
algerlega ósammála því flug til
Reykjavíkur snýst ekki einungis um
upplyftingu í höfuðborginni fyrir þá
íbúa landsins sem búa í meira en
klukkustundar akstursfjarlægð frá
höfuðborginni og hafa nægan tíma
til að komast inn í miðborgina. Flug-
völlurinn þjónar ekki síst öryggis-
hlutverki vegna nálægðar við Land-
spítalann. Þá eru opinberar
stjórnsýslustofnanir flestar í nálægð
við flugvöllinn sem landsbyggð-
arfólk þarf að sækja þjónustu til.
Eins og umræðan um flugvöllinn
hefur verið virðist sem Reykvík-
ingar hafi gefið það frá sér að
Reykjavík verði áfram höfuðborg
landsins þar sem nálægð flugvall-
arins við opinberar þjónustustofn-
anir landsmanna veitir nauðsynlegt
öryggi og sparar dýrmætan tíma og
orku fólks sem þarf þar um.
Flutningur flugvallarins úr Vatns-
mýrinni er ekki einangrað mál held-
ur órjúfanlegt umræðu um hlutverk
Reykjavíkur sem höfuðborgar
landsins og opinbera stjórnsýslu
þess sem nánast öll er í Reykjavík.
En vissulega má hugsa sér breyt-
ingar á því.
ELÍN MARGRÉT
HALLGRÍMSDÓTTIR,
íbúi á Akureyri.
Uppgjöf Reykjavíkur sem
höfuðborgar landsins
Frá Elínu Margréti
Hallgrímsdóttur
Elín Margrét
Hallgrímsdóttir
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
SÚ SKOÐUN virðist almennari
nú en áður að Reykjavíkurflug-
völlur verði að fara. Ég hef lengi
búið við að horfa á flugvöllinn frá
tveimur mismunandi sjón-
arhornum. Annars
vegar sem íbúi í
Reykjavík þaðan sem
ég hef saknað þess að
sjá enga borgarbyggð
rísa á Vatnsmýr-
arsvæðinu á meðan
borgin hefur teygt
anga sína inn með sjó
og upp til heiða. Hins
vegar hef ég horft til
flugvallarins frá sjón-
arhorni landsbyggð-
arinnar og skynjað frá
þeirri hlið þægindi við
að hafa flugvöllinn í
hlaðvarpanum.
Frá þessu sama sjónarhorni geri
ég ráð fyrir að margt landsbyggð-
arfólk horfi til hans. Einkum það
fólk sem starfa vegna þarf eða tel-
ur sig þurfa að vera mikið á ferð-
inni á milli höfuðstaðar og heima-
byggðar.
Umræðan snýst nú einkum um
hvort færa eigi innanlandsflugið til
Keflavíkurflugvallar eða hvort ráð-
ast eigi í byggingu nýs flugvallar
fyrir það. Í því efni hefur verið
gripið til hugmyndar sem Trausti
Valsson, arkitekt og skipulagsfræð-
ingur, setti fram fyrir einum þrem-
ur áratugum. Að byggja flugvöllinn
úti á Lönguskerjum en einnig er
rætt um að byggja flugvöll á Álfta-
nesi jafn fjarstæðukennt og það er
nú þótt það hafi e.t.v. ekki verið
jafn óraunhæft á sínum tíma.
Allt önnur viðmið
Þegar Trausti setti hugmynd
sína fram voru allt önnur viðmið
ríkjandi í samgöngumálum. Þá
gerðu menn ekki ráð fyrir að
byggt yrði vetrarfært og varanlegt
þjóðvegakerfi með þeim hætti sem
varð. Megin áherslan var lögð á
flutninga á sjó og í lofti. Stjórnvöld
og sveitarstjórnir stóðu fyrir hafn-
arframkvæmdum víðs vegar og
einnig var verið að byggja og laga
flugvelli á ótrúlegustu stöðum. Á
áttunda áratugnum og fram á þann
níunda var flogið áætlunarflug til
um 20 flugvalla víðs vegar um
landið. Í dag er aðeins flogið á
stórum flugvélum til þriggja áætl-
unarstaða en nokkurra á minni vél-
um.
Krónur í vegtengingu
Gjörbreyting í samgöngumálum
kallar á nýja hugsun í flugvall-
armálinu ekkert síður en nauðsyn
þess að taka flugvall-
arsvæðið til bygginga.
Með tvöföldun
Reykjanesbrautar eru
samgöngur við flug-
vallarsvæðið á
Reykjanesi að batna
til muna. Eflaust yrði
að leggja nokkra fjár-
muni í að greiða og
styrkja vegatengingu
frá BSÍ í Vatnsmýr-
inni suður fyrir Hafn-
arfjörð verði innan-
landsflugið flutt út á
Reykjanes. Slíkar
framkvæmdir ættu þó aðeins að
kosta brot af byggingarkostnaði
nýs flugvallar.
Hvað gerðu Norðmenn?
Snemma á síðasta áratug ákváðu
Norðmenn að endurbyggja her-
flugvöllinn á Gardemoen norður af
Osló sem innanlands- og milli-
landaflugvöll. Ástæður þess voru
m.a. þær að þröngt var orðið um
flugvöllinn á Fornebu sem var inni
á Oslóarsvæðinu þar sem bygging-
arland skorti tilfinnanlega. Ekki
var til umræðu að viðhalda Forn-
ebu fyrir innanlandsflugvöll þótt
Norðmenn séu mun háðari innan-
landsflugi í sínu langa landi en Ís-
lendingar.
Gardemoen er í sambærilegri
fjarlægð frá Osló og Keflavík-
urflugvöllur frá Reykjavík og
Arlanda frá Stokkhólmi svo annars
norræns dæmis sé getið. Bæði
Gardemoen og Arlanda þjóna inn-
anlandsflugi jafnt sem millilanda-
flugi og því má spyrja af hverju
Keflavíkurflugvöllur getur það ekki
einnig.
Draga myndi úr
hálfsdagsferðum
Hver yrðu áhrif þess að innan-
landsflugið yrði flutt til Keflavík-
urflugvallar? Ef til vill myndi
færsla þess draga úr dags- og
hálfsdagsferðum fólks af lands-
byggðinni sem er að reka erindi í
höfuðborginni. Trúlega myndu
menn fremur gista yfir nótt en
fljúga suður á morgnana og heim á
kvöldin þurfi þeir að sinna erind-
um í nokkra daga í röð í höf-
uðborginni eins og ég veit að nokk-
uð er stundað. Vissulega styrkir
þessi ferðamáti tilvist innanlands-
flugsins eitthvað. Ég veit ekki
hversu mikið og ekki hvort til eru
kannanir um hverjir nota flugið
mest. Svo kann þó að vera.
Telji menn þörf á að viðhalda
Reykjavíkurflugvelli af þessum
sökum hljótum við að vera á villi-
götum. Hvernig fer bæjarráðs-
maður frá Þrándheimi eða hrepps-
nefndarmaður frá Lofoten að þurfi
hann að fara erinda til Oslóar?
Hann flýgur til Gardemoen og tek-
ur lestina eða rútuna inn á Östban-
an.
Stundum dettur manni í hug að
þeir sem stunda hálfsdagsferðir
eða kvartdagsferðir til höfuðborg-
arinnar hafi aldrei heyrt um Int-
ernetið og Skype-forritið eða önnur
tækniundur í samskiptum nú-
tímans. Í einhverjum tilvikum ætti
að vera hægt að nýta þessa tækni
og spara skotferðirnar suður. Og
hver veit nema að það verði þróun-
in þótt flugvallarmál komi þar ekki
við sögu.
Þjóð sem ekki nær hálfri milljón
og aðeins þriðjungur hennar býr
utan höfuðborgarsvæðisins þarf
ekki að reka flugvöll fyrir milli-
landsflug og annan fyrir innan-
landsflug vegna þess að innan-
landsflugið verði að lenda í fimm
mínútna akstursleið frá stjórn-
arráðinu eða í göngufæri frá Hótel
Sögu.
Þótt ég hafi lengi horft með
nokkrum skilningi á tilvist Reykja-
víkurflugvallar frá mismunandi
sjónarhornum virðist tímans rás
sýna glöggt að aðeins eitt er fram-
undan í þessu máli.
Fimm mínútur frá stjórnarráðinu
Þórður Ingimarsson fjallar
um staðsetningu innanlands-
flugvallar ’Þjóð sem ekki nærhálfri milljón og aðeins
þriðjungur hennar býr
utan höfuðborgarsvæð-
isins þarf ekki að reka
flugvöll fyrir millilanda-
flug og annan fyrir inn-
anlandsflug …‘
Þórður Ingimarsson
Höfundur er blaðamaður.
Jónína Benediktsdóttir: Sem
dæmi um kalrifjaðan sið-
blindan mann fyrri tíma má
nefna Rockefeller sem Hare
telur einn spilltasta mógúl
spilltustu tíma
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu
svæði munu naumast sýna getu
sína í verki; þeim er það fyr-
irmunað og þau munu trúlega
aldrei ná þeim greindarþroska
sem líffræðileg hönnun þeirra
gaf fyrirheit um.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Fréttasíminn
904 1100