Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Lýðheilsuáætlun Evrópusambandsins -Tækifæri til fjölþjóðlegs samstarfs á sviði heilbrigðismála Kynningarfundur á Grand hóteli, Reykjavík, Sigtúni 38 23. september kl. 13.00–17.00. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Evrópusambandið veitir árlega umtalsverðum fjárhæðum til verkefna sem falla undir Lýðheilsuáætlun Evrópu- sambandsins. Á fundinum verður áætlunin kynnt, gerð grein fyrir helstu skilyrðum sem verkefni þurfa að uppfylla til að teljast styrkhæf og veittar leiðbeiningar um umsóknarferlið. Einnig verða kynntir sjóðir EFTA og rannsóknarsjóður RANNÍS. Dagskrá 13:00 Setning og ávarp fundarstjóra. Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. 13:10 „EU Health policy developments“. Dr. Fernand Sauer, Director, European Commission, DG Health and Consumer Protection. 13:30 Fyrirspurnir úr sal. 13:50 „EFTA participation in the Public Health Programme and the future Health and Consumer Programme“. Ms. Guri Galtung Kjaeserud, (DG SANCO). 14:10 Fyrirspurnir úr sal. 14:30 Tengsl Lýðheilsustöðvar við Lýðheilsuáætlun Evrópusambandsins. Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar. 14:40 Kaffihlé. 15:00 „Applying for and managing projects financed by Public Health. Funds and the existence of communication networks within Europe“. Georg Bröring, Netherlands Institute for Health Promotion and Disease Prevention. 15:40 Fyrirspurnir úr sal. 16:00 Þróunarsjóður EFTA. Martin Eyjólfsson, viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. 16:30 Fyrirspurnir úr sal. 16:40 Kynning á rannsóknasjóði RANNÍS. Dr. Eiríkur Smári Sigurðarsson, deildarstjóri á rannsókna- og nýsköpunarsviði RANNÍS. 17:00 Fundarslit. ÚTFÖR Steinþórs Gestssonar, fyrrverandi alþingis- manns, var gerð frá Skálholtskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Sigfinnur Þorleifsson jarðsöng. Kistuna báru úr kirkju: Steinþór Birgisson, Steinþór Kári Kárason, Freyja Birgisdóttir, Sigurður Kárason, Páll Gestsson, María Dögg Aðalsteinsdóttir, Helga Høeg Sigurðardóttir og Dórótea Høeg Sigurðardóttir, öll barnabörn Steinþórs. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Útför Steinþórs Gestssonar DAVÍÐ Oddsson utanrík- isráðherra afhenti Svían- um Jan Eliasson, forseta allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna, nýjan fund- arhamar í þingsalnum í gær, að gjöf frá íslensku þjóðinni til samtakanna. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær týndist sá hamar sem Íslendingar gáfu SÞ síðast árið 1961, eftir að fyrsta útgáfa hamarsins hafði brotnað árinu áður í höndum þá- verandi forseta alls- herjarþingsins, Írans Fredericks Bolands. Ný endurgerð er eftir lista- konuna Siggu frá Grund í Villingaholtshreppi, sem hafði frumgerð Ásmund- ar Sveinssonar mynd- höggvara að leiðarljósi. Að sögn Davíðs lýsti Eliasson ánægju og inni- legu þakklæti fyrir gjöf- ina en um leið var forset- inn upplýstur um örlög fyrri fundarhamra. Strax við upphaf síðari hluta allsherjarþingsins í gær greindi Eliasson svo þing- heimi frá gjöf Íslendinga, um leið og hann prófaði nýja hamarinn. Davíð afhenti nýjan fundarhamar Reuters VILMUNDUR Guðnason, for- stöðulæknir Hjartaverndar, og Thor Aspelund, tölfræðingur Hjartaverndar, kynntu nýverið svonefndan áhættureikni Hjarta- verndar á þingi European Society of Cardiology. Áhættureiknirinn sem er að- gengilegur á heimasíðu Hjarta- verndar byggist á skoðunum og mælingum á hátt í 20.000 Íslend- ingum sem hafa tekið þátt í vís- indarannsókn Hjartaverndar á síð- ustu 38 árum. Skv. upplýsingum Hjartaverndar virðist áhættureikn- irinn ekki eingöngu virka fyrir Ís- lendinga heldur einnig aðrar Evr- ópuþjóðir. Alls sóttu um 20 þúsund manns þingið sem haldið var í Stokkhólmi. Fram kemur í frétt frá Hjarta- vernd að á lokahluta þingsins fór fram kynning á því markverðasta sem fór fram á þinginu. „Í þetta sinn voru rannsóknir Hjartavernd- ar á áhættureikni Hjartaverndar fyrir hjarta og æðasjúkdóma sér- staklega til umfjöllunar…,“ segir m.a. í tilkynningunni. Áhættureiknirinn settur á ensku og sænsku á heimasíðu „Hóprannsókn Hjartaverndar hefur vakið verðskuldaða athygli og er ljóst að hún er ein merkileg- asta faraldsfræðilega rannsókn sem gerð hefur verið og skipar nú sess meðal fremstu og mikilvæg- ustu rannsókna hvað varðar aukn- ingu á skilningi og mat á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum sem og öðrum langvinnum sjúkdómum,“ segir þar. Í ljósi þess að áhættureiknir Hjartaverndar gagnast öðrum Evrópuþjóðum og áhættureiknar eru ekki mjög aðgengilegir al- menningi í þessum löndum þá hef- ur Hjartavernd núna sett útgáfur á ensku og sænsku á heimasíðu sína svo almenningur í öðrum löndum megi njóta þess að skoða sína áhættu á hjarta- og æðasjúkdóm- um. Áhættureiknir Hjarta- verndar vekur athygli VEGNA fréttar um fundarhamar Sam- einuðu þjóðanna í Morgunblaðinu í gær höfðu afkom- endur Jóns Bene- diktssonar hús- gagnasmiðs samband við blaðið og sögðu hann hafa gert eftirlíkinguna af hamri Ásmundar Sveinssonar, en ekki Guðmund, bróður Jóns, eins og sagt var í fréttinni. Ís- lendingar gáfu ham- arinn árið 1961, eftir að fyrsta útgáfa hafði brotnað á hitafundi árið áð- ur. Bræðurnir störfuðu mikið saman, enda ráku þeir verkstæði um árabil, og áttu talsverð samskipti við marga af fremstu listamönnum þjóð- arinnar. Hefur ýmsum verka þeirra verið ruglað saman en bræðurnir eru nýlega fallnir frá á gamalsaldri. Ólafur, sonur Jóns, segir föður sinn hafa ákveðið að hafa nýja ham- arinn mun sterkari en þann fyrri, sem brotnaði á sínum tíma. Því hafi hann límt saman tvær fjalir þar sem önnur þeirra lá langsum í annarri hliðinni en þversum í hinni. Að sögn Ólafs gerði Jón þá kröfu að vinur sinn, Ásmundur Sveinsson, fengi greidd höfundarlaun fyrir eftirgerð hamarsins. Gerði Jón einnig aðra eftirgerð af hamrinum, sem Íslend- ingar gáfu NATO. Á meðfylgjandi mynd er eftirgerð Jóns Benediktssonar, en sá hamar týndist hjá Sameinuðu þjóðunum. Þegar Ásmundur var beðinn um lýs- ingu á verkinu sagði hann hamarinn sýna víking á bæn fyrir friði. Jón Benediktsson gerði eftirlíkingu af síðasta fundarhamri Vildi að Ásmundur fengi höfundarlaunin Eftirgerð Jóns Benediktssonar af fundarhamri Ás- mundar Sveinssonar. Þessi hamar týndist hjá Sam- einuðu þjóðunum og því var nýr afhentur í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.