Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 33 Atvinnuauglýsingar  Upplýsingar gefur Elínborg í síma 421 3463 og 820 3463 í Vallahverfi í Keflavík Þarf að hefja störf 26. sept. Byggingaverkamenn - kranamenn Óskum að ráða sem fyrst byggingaverka- menn og kranamenn til starfa í Hafnar- firði. Upplýsingar í símum 898 2869 og 892 8144. Starfskraftur óskast í fullt starf við afgreiðslu í listmunaverslun í Reykjavík. Vinnutími frá kl. 11—18 virka daga og frá kl. 11—15 á laugardögum. Umsóknir, með upplýsingum um fyrri störf, sendist til auglýsingadeildar Morgunblaðsins, merktar: „Listmunaverslun — 17694“, eða á box@mbl.is fyrir 1. október. Raðauglýsingar 569 1100 Félagsstarf Félagsfundur Félags sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ boðar til félagsfundar í Valhöll þriðjudaginn 27. september og hefst hann kl. 18.00. Fundarefni: Val landsfundarfulltrúa. Stjórnin. Félagsfundur Félag sjálfstæðismanna í Austurbæ-Norður- mýri heldur almennan félagsfund í Valhöll í dag, miðvikudaginn 21. septem- ber, kl. 18.00. Dagskrá: 1. Kjör landsfundarfulltrúa. 2. Önnur mál. Gestur fundarins verður Birgir Ármannsson, alþingismaður. Stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ Fundur í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ verður haldinn að Garðatorgi 7 í dag, miðvikudaginn 21. september, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar Fulltrúaráðs- ins um að fram skuli fara prófkjör í Garðabæ vegna framboðs til sveitarstjórnar- kosninga vorið 2006. 2. Staða bæjarmála. Frummælandi: Gunnar Einarsson, bæjarstjóri. Vinsamlegast athugið að fundurinn er ein- göngu opinn þeim, er setu eiga í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Garðabæ. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 28. september 2005 kl. 14:00: Foldahraun 37, 010204, 218-3410, þingl. eig. Jóhann Pálmason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vestmannaeyjabær. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 20. september 2005. Tilkynningar Verkalýðsfélagið Hlíf Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Verkalýðs- félagsins Hlífar á ársfund Alþýðusambands Íslands, sem haldinn verður á Nordica hótel dagana 20. og 21. október 2005. Tillögum með nöfnun 7 aðalfulltrúa og 7 vara- fulltrúa ber að skila á skrifstofu Hlífar fyrir kl. 16.00 föstudaginn 30. september nk. Tillögum ber að fylgja meðmæli minnst 50—60 félagsmanna. Kjörstjórn Hlífar. Félagslíf  HELGAFELL 6005092119 IV/V Fjhst. I.O.O.F. 9  1859218½  I.O.O.F. 7  18692171/2  I.O.O.F.181869217½ Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Fundarboð Til hagsmunaaðila á og við reit milli Einholts og Þverholts. Boðað er til kynningarfundar að Kjarvalsstöðum, í dag, miðvikudaginn 21. september, kl. 20:00. Til fundarins boða formaður skipulagsráðs og skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta á fundinn til að kynnast og hafa áhrif á framþróun og uppbyggingu í hverfinu. Skipulagsfulltrúi/Skipulagsráð Atvinnuauglýsingar augl@mbl.is FRÉTTIR RUNÓLFUR Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, hefur óskað eftir því við dómsmálaráð- herra að beita sér í málefnum Sveinbjörns Kristjánssonar fanga á Litla-Hrauni og tryggja honum og öðrum föngum aðstöðu til háskóla- náms. DV fjallaði um þetta mál í gær, en í yfirlýsingu sem Runólfur sendi fjölmiðlum í gær segir að fréttin sé röng. Hann segir að það sé vinnu- regla að gefa ekki upplýsingar um námsframvindu, árangur eða aðrar persónulegar upplýsingar um nem- endur eða umsækjendur um skóla- vist, án samráðs við þá. Eftir sam- ráð við Sveinbjörn hafi hann hins vegar ákveðið að birta upplýsingar um málið. „Sveinbjörn sótti um nám fyrir síðustu vorönn en gat þá ekki stundað það vegna aðstöðuleysis í fangelsinu. Hann endurnýjaði um- sókn sína fyrir haustmisseri sem nýlega er hafið. Honum hefur verið tilkynnt að hann verði tekinn í nám samkvæmt umsókn að því gefnu að fangelsisyfirvöld tryggi honum og skólanum viðunandi aðstöðu til að hann geti sinnt sínu námi. Sveinbjörn er iðnrekstrarfræð- ingur frá THÍ og vantar 30 ein- ingar til að geta lokið námi í við- skiptafræði. Þau fög sem hann þarf að taka til að geta lokið fjarnámi frá Bifröst eru eftirfarandi: Að- ferðafræði viðskipta, breytinga- stjórnun og stefnumótun, fjármál og fjármálamarkaðir, hagnýt hag- fræði, málstofa um íslenskt at- vinnulíf, markaðsmál og neytenda- hegðun, nýsköpun og frumkvöðla- fræði, samningatækni, samtíma- menning og viðskiptasiðfræði. Auk þess myndi hann samhliða skrifa BS ritgerð undir leiðsögn umsjón- arkennara. Bókhald er ekki á meðal þeirra kennslugreina sem Svein- björn myndi leggja stund á, enda gert ráð fyrir að nemendur á 3. ári í viðskiptafræði hafi tileinkað sér slíkar grunngreinar fyrr í sínu námi. Undirritaður heimsótti Svein- björn á Litla-Hraun þann 26. ágúst sl. til að kanna aðstæður hans til háskólanáms og ræddi ég um leið við Kristján Stefánsson, fangelsis- stjóra. Gerði ég fangelsisstjóranum grein fyrir því að í krefjandi há- skólanámi, eins og því sem Svein- björn vildi stunda í fjarnámi, þyrfti hann að lágmarki netaðgang í 30 klst. á viku og að slíkt væri í raun forsenda þess að Bifröst treysti sér til að taka Sveinbjörn í nám. Á fjar- námsvef skólans þyrfti hann að hlusta á fyrirlestra, vinna verkefni, hafa samskipti við samnemendur sína og kennara, auk þess að afla gagna úr alþjóðlegum gagnagrunn- um til að geta stundað nám á Bif- röst með fullnægjandi hætti. Í framhaldi af þessum fundi var haft samband við forstjóra Fangelsis- málastofnunar og atbeina hans ósk- að í málinu. Ljóst er að öryggismál varðandi netnotkun fanga eru við- kvæmt atriði en háskólinn hefur bent fangelsisyfirvöldum á að þau megi leysa með einföldum hætti. Viðskiptaháskólinn á Bifröst tel- ur sig hafa samfélagslegar skyldur. Hluti af þeim skyldum er að stuðla að jöfnum rétti allra til náms við skólann. Fangar eru þar ekki und- anskildir, enda er það trú mín að bæði sé eðlilegt og sjálfsagt að skólakerfið, þ.m.t. háskólar, sinni þörfum fanga til náms. Ég tel rétt að fangar geti notað þann tíma sem fangavist skapar til menntunar og með slíku stuðlað að auknum þroska sínum í þeirri viðleitni að gera sig að betri mönnum. Í þeim skilningi ætti hið gamla íslenska orð betrunarhús að gilda um þær stofnanir sem sinna refsivist fyrir samfélagið. Í ljósi viðræðna við fangelsisyf- irvöld og fréttar DV hef ég í dag sent Birni Bjarnasyni, dómsmála- ráðherra bréf og beðið hann að beita sér í málefnum Sveinbjörns Kristjánssonar og tryggja honum og öðrum föngum aðstöðu til há- skólanáms. Viðskiptaháskólinn er tilbúinn til samstarfs við fangels- isyfirvöld í þeim efnum.“ Föngum verði gert kleift að stunda nám á Bifröst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.