Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vart er gerlegt nemafyrir öflugustu tor-færutæki og við góð skilyrði að komast til eða frá Bolungarvík aðra leið en um Óshlíð,“ stendur í fundargerð Almanna- varnanefndar Bolungar- víkur sem fundaði á mánu- dag um grjóthrun á veginn til Bolungarvíkur en hann liggur undir snarbrattri Óshlíðinni og með sjó. Um helgina féllu stórir steinar úr hlíðinni og rifu göt á tveggja til þriggja metra háa varnargirðingu úr vírneti, mynduðu gíga í veginum og höfn- uðu úti í sjó. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar fara um sex til sjö hundruð bílar um veginn á degi hverjum og þykir því mikil mildi að ekki fór illa. Íbúar Bolungarvíkur eru ekki óvanir grjóthruni úr Ós- hlíð en að sögn kunnugra var hrun- ið síðastliðna helgi í stærra lagi og vakti bæjarbúum óhug. Málið hef- ur vakið athygli fjölmiðla og virðist loks eitthvað vera að þokast í mál- um Bolvíkinga sem óttast að líf fari að týnast undir rótum fjallsins. Í óformlegri könnun sem Jónas Guðmundsson, sýslumaður og for- maður Almannavarnanefndar Bol- ungarvíkur, framkvæmdi í fyrra kom í ljós að 34% aðspurðra voru sjaldan eða aldrei örugg þegar keyrt var um Óshlíð. Jónas bendir ennfremur á að meirihluti bílstjóra hefðu verið bolvískir karlmenn og hefði talan að öllum líkindum verið mun hærri ef til að mynda meira hefði verið um aðkomufólk, sem sjaldnar keyrir þarna um. Jónas segir tvær hættur leynast í Óshlíðinni, annars vegar er það sprunga sem er 70-80 metra löng og 10-12 metra breið og hins vegar allt fjallið Óshyrna þar sem öll of- anverð hlíðin er laus í sér. Á fundi Almannavarna var lagt fram erindi Tómasar Jóhannesson- ar, jarðfræðings, sem kannað hef- ur bergið í Óshyrnu og segir að stórt og mikið klettabelti þar sé allt laust í sér og mikið af hálflausum stuðlum og grjót hangi á örmjóum syllum. Í erindinu efast Tómas að „stykkið sem þarna sé á hreyfingu breyti miklu til eða frá með lausa- grjóthrunið sem sé þarna stöðugt og geti komið af miklu stærra svæði.“ Jarðgöng fýsilegur kostur? Í skýrslu sem Vegagerðin gerði árið 2002 kemur fram að stærsta vandamálið er á svæði sem nefnist Skriður en þaðan komi stórgrýtis- hrun einu sinni til tvisvar á ári. Jónas minnist þess að þegar haldið var upp á fimmtíu ára af- mæli vegarins seinni hluta ágúst- mánaðar árið 2000 hrundi úr hlíð- inni á bílalestina og varð fjöldi manns vitni að því. Engin slys urðu þó á fólki. „Það er alltaf af og til grjóthrun en oftast sleppur þetta nú og hittist þannig á að enginn bíll er nálægt, en grjótið hefur lent á bílum og fyrir nokkrum árum eyði- lagðist lögreglubíll í grjóthruni.“ Lengi hefur verið rætt um að gera jarðgöng í gegnum hlíðina en að sögn Jónasar hefur kostnaður- inn við slíkar framkvæmdir tafið þær svo árum skiptir. Umræður um jarðgöng eru enn hitamál á Bolungarvík og stendur undir- skriftasöfnun yfir á vefsvæði bæj- arfélagsins. Ýmsar útfærslur hafa verið settar fram en ljóst er að kostnaður við gerð jarðganga hleypur á einum til fleiri milljarða króna. Jónas er ekki hrifinn af hug- myndum um að setja upp fleiri vegskála, en fyrir eru fjórir slíkar skálar til varnar gegn snjóflóðum. „Ég held að það sé eins og að pissa í skóinn sinn, ofan á það skilst mér að hver metri í vegskálum sé dýr- ari en í göngum.“ Ofanflóðasjóður greiði hluta framkvæmda Á 50. Fjórðungsþingi Vestfirð- inga í byrjun mánaðar var lögð áhersla á það að tryggja þyrfti full- komið öryggi vegfarenda á milli byggðarlaganna við Ísafjarðar- djúp. Á þinginu var einnig vakin at- hygli á hugmyndum þess efnis að Ofanflóðasjóður kæmi að fjár- mögnun og framkvæmdum við gerð jarðganga á milli Bolungar- víkur, Ísafjarðar og Súðavíkur. Eins og staðan er í dag er Ofan- flóðanefnd ekki heimilt að styrkja slíkar framkvæmdir en hún kemur aðeins að varnarvirkjum fyrir hættusvæði sem byggð eru eða verða samkvæmt aðalskipulagi. Því þyrfti lagabreytingu til að heimila slíkar fjárveitingar og stefnir Fjórðungsþing Vestfirð- inga að því að funda með þing- mönnum um slíkar breytingar. „Við erum búin að senda öllum ráðuneytum niðurstöður þingsins, þannig að samgönguráðuneytið hefur fengið þetta og umhverfis- ráðuneytið – sem sér um málefni Ofanflóðasjóðs – og þessu verður svo fylgt eftir með fundum með þingmönnum,“ segir Aðalsteinn Óskarsson, hjá Fjórðungsþingi Vestfirðinga, og tekur undir að ef til lagabreytingar um Ofanflóða- sjóð kæmi væri það gríðarlega stórt skref fram á við í baráttunni fyrir sameiningu byggðarlaganna við Ísafjarðardúp, þ.e. Bolungar- víkur, Ísafjarðar og Súðavíkur, og samgönguöryggi mundi stóraukast á svæðinu. Fréttaskýring | Íbúar Bolungarvíkur óttast að keyra um Óshlíð Varðar búsetu í bænum Stórgrýtishrun einu sinni til tvisvar á ári, nú síðast á laugardaginn         ! "# $  %                                                                                     Bolvíkingar vilja öruggar samgöngur til og frá bænum  Mat íbúa Bolungarvíkur á að- gerðaleysi stjórnvalda vegna grjóthruns í Óshlíð er að manns- líf verði að týnast áður en pen- ingum verði varið í fram- kvæmdir. „Ef ég ætti börn á Ísafirði væri ég ekkert að senda þau hingað til Bolungarvíkur að óþörfu,“ segir Jónas Guðmunds- son, sýslumaður og formaður Al- mannavarnanefndar Bolungar- víkur, og vill að ráðist verði í gerð jarðganga sem fyrst. Eftir Andra Karl andri@mbl.is VETRARAÐSTÆÐUR ríktu á Hellisheiðinni í gær þótt enn séu nokkrar vikur í fyrsta vetrardag, 22. október. Töluverð hálka var á heiðinni eftir snjókomu í fyrrinótt og fóru tveir bílar út af veginum á gærmorgun en engin slys urðu á fólki. Um klukkan 9 fór að snjóa á nýjan leik og var því búist við hálku fram eftir morgni. Á Holtavörðuheiði var krapi í gærmorgun þegar lögreglan á Blönduósi fór um heiðina en þegar líða tók á daginn var hún orðin auð og öllum vel fær. Morgunblaðið/RAX Vetraraðstæður á Hellisheiði STARFSMENN grunn- og leik- skóla Vestmannaeyjabæjar afhentu í gær Berg Elíasi Ágústssyni bæjar- stjóra mótmælabréf vegna fyrirhug- aðrar sameiningar skóla bæjarins. Ákvörðun var tekin um sameiningu fyrr í sumar og hefur sú ákvörðun bæjarstjórnar mætt harðri andstöðu starfsmanna skólanna. Alls skrifuðu 147 starfsmenn skól- anna undir mótmælin. Telja þeir bæjarstjórn hafa sýnt skólastjórum, starfsfólki skólanna, foreldrum og ekki síst nemendum lítilsvirðingu með slíkri ákvörðun án þess að nokk- ur fagleg vinna hafi farið fram. Berg- ur Elías kvaðst mundi koma mót- mælunum á framfæri við bæjar- yfirvöld. „Við undirrituð, starfsfólk Ham- arskóla, Barnaskóla, Kirkjugerðis, Rauðagerðis og Sóla mótmælum harðlega þeirri ákvörðun bæjar- stjórnar að sameina grunnskólana undir eina stjórn án þess að nokkur fagleg vinna hafi átt sér stað. Við teljum það lítilsvirðingu við skóla- stjóra, starfsfólk skólanna, foreldra og síðast en ekki síst nemendur. Einnig mótmælum við harðlega þeirri aðferðafræði sem notuð var og veldur óvissu og óöryggi hjá starfs- fólki skólanna. Í ljósi þessa beinum við þeim tilmælum til bæjarstjórnar að hún dragi ákvörðun um samein- ingu til baka,“ segir í yfirlýsingunni. Mótmæla sameiningu skólanna í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.