Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÁKÆRUNNI í Baugsmálinu var í gær vísað
frá Héraðsdómi Reykjavíkur í heild sinni
vegna verulegra ágalla á ákærunni og kemur
nú til kasta Hæstaréttar að ákveða framhald
málsins. Verjendur sögðust ánægðir með nið-
urstöðuna en saksóknari efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra lýsti því þegar yfir að frá-
vísunin yrði kærð til Hæstaréttar.
Aðdragandi þess að málinu var vísað frá er
sá að hinn 26. ágúst ritaði héraðsdómur bréf til
sækjanda og verjanda um að dómurinn teldi að
slíkir annmarkar kynnu að vera á ákærunni að
henni yrði að vísa frá dómi og voru gerðar at-
hugasemdir við 18 ákæruliði af 40. Hinn 13.
september sl. gafst sækjanda og verjendum
síðan kostur á að tjá sig um efni málsins.
Í úrskurðinum sem kveðinn var upp í gær
eru gallarnir á þessum 18 ákæruliðum raktir
nánar. Helst er gagnrýnt að þar sé lýst ýmiss
konar ráðstöfunum sakborninga sem, einar og
sér, þurfi ekki að vera refsiverðar í sjálfu sér
og að í ákæruliðina vanti skilgreiningar á því í
hverju hin meintu brot fólust, s.s. hvernig sak-
borningar auðguðust eða hvaða tjóni þeir ollu,
eins og þó væri gert í öðrum ákæruliðum. Bætt
er við að reyndar sé ákæran ekki sem gleggst í
ýmsum öðrum atriðum, sem óþarfi sé að rekja.
Verður að vera skýr og ótvíræð
Í úrskurðinum segir að samkvæmt lögum
þurfi sakargiftir í ákæru að vera svo skýrar og
ótvíræðar að ekki þurfi að geta sér til um eða
deila um fyrir hvað sé ákært. Að þessu leyti
vegi þyngst að lýsing á verknaðinum sé skýr og
ótvíræð. Samkvæmt dómaframkvæmd og áliti
fræðimanna sé talið nauðsynlegt að hverju
broti sé lýst allnákvæmlega í ákæru og á þann
hátt sem sönnunargögn í málinu bendi til að
það hafi gerst. Ástæðan sé m.a. sú að það sé
nauðsynlegt fyrir sakborning að vita fyrir hvað
hann er ákærður svo hann geti varið sig og
einnig þannig að dómari geti gert sér glögga
grein fyrir efni málsins. Þótti dómnum ákær-
unni verulega áfátt að þessu leyti. Taldi dóm-
urinn að þar sem hér væri um að ræða veru-
legan hluta ákærunnar yrði ekki hjá því komist
að vísa málinu frá í heild sinni.
Gallar í lýsingum
Í ákæruliðum 5 og 6 eru Jón Ásgeir Jóhann-
esson, Jóhannes Jónsson og Tryggvi Jónsson
sakaðir um umboðssvik í tengslum við kaup
Baugs á Vöruveltunni, eignarhaldsfélagi 10–
11, og í tengslum við viðskipti með nokkrar
fasteignir í Reykjavík.
Í úrskurði héraðsdóms frá því í gær segir að
umboðssvik séu auðgunarbrot og í því felist
m.a. að sá sem framdi brotið eða aðrir hafi
auðgast eða valdið samsvarandi tjóni eða tjóns-
hættu með því að misnota aðstöðu sína. Þá seg-
ir dómurinn að þær ráðstafanir sem sé lýst í
ákæruliðunum þurfi „sjálfar og einar og sér
ekki að vera refsiverðar“. Því hefði þurft að
skilgreina frekar hvernig brotið var framið,
hvernig sakborningar auðguðust á þeim, skil-
greina tjónið eða tjónshættu eða skilgreina
brotið með öðrum viðunandi hætti eins og væri
raunar gert í 7. ákærulið. Þá væri einnig at-
hugavert að svo virtist sem Tryggvi væri sak-
sóttur sem aðalmaður ásamt Jóni Ásgeiri en
þegar fjallað væri um refsiákvæði væri hann
samt talinn hlutdeildarmaður í brotunum.
Loks væri verknaði Jóhannesar ekki lýst að
neinu leyti í 5. ákærulið en þess einungis getið
að hann hefði verið stjórnarmaður í Baugi hf.
og haft vitneskju um tiltekin atriði.
Héraðsdómur Reykjavíkur vísar ákærum í Baugsmálinu frá í heild sinni vegna galla á kæruliðum
Verulega skortir á að verknaði
sé lýst með fullnægjandi hætti
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
JÓN H. Snorrason, saksóknari og
yfirmaður efnahagsbrotadeildar rík-
islögreglustjóra sagði aðspurður,
eftir að héraðsdómur kvað upp frá-
vísunarúrskurðinn, að niðurstaðan
væri ekki áfall og að þetta væri
hluti af málsmeðferðinni. „Þessi nið-
urstaða verður kærð til Hæsta-
réttar, það er næsta skref,“ sagði
hann. Farið yrði fram á það við
Hæstarétt að ákæran yrði látin
standa í heild sinni en ef svo færi að
úrskurðurinn yrði staðfestur gæti
ákæruvaldið komið að nýrri ákæru.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Jón að hann væri auðvitað ekki
sammála héraðsdómi um að ákæran
væri óskýr. „Ég tel að ákæran sé
uppbyggð eins og lög gera ráð fyrir,
með atvikalýsingum sem eru full-
komlega skiljanlegar og uppfylli
þær kröfur sem lög setja,“ sagði
hann. Þá hefðu sakborningarnir
skilið þessa ákæruliði og benti hann
á að þeir hefðu lýst því yfir að þeir
væru saklausir af þeim sökum sem
þar væru bornar á þá.
Verjendur hafa lýst því yfir að
þeir telji að ákæruvaldið hafi afar
takmarkaða möguleika á að gefa út
nýja ákæru í málinu en Jón sagði
aðspurður að engin takmörk væru á
því. Hann vísaði til Handbókar um
meðferð opinberra mála frá árinu
1992 en þar segir m.a. um rétt-
aráhrif frávísunar að ef máli er vís-
að frá geti ákærandi „lagfært þá
annmarka á málatilbúnaði sem ollu
frávísun og höfðað mál að nýju á
hendur sakborningi“. Spurður um
dæmi þess að ákæra í máli hafi ver-
ið gefin út að nýju, eftir að málinu
hafði verið vísað frá dómi, sagði Jón
að dæmin væru mörg en benti sér-
staklega á Hafskipsmálið. Í því máli
hefði ákærandi verið talinn van-
hæfur og ákærunni vísað frá en síð-
an gefin út ný ákæra, mun um-
fangsmeiri en hin fyrri. Það væri
einfaldlega ekki rétt hjá verjendum
að ekki væri hægt að gefa út nýja
ákæru í málinu. Jón sagði spurður
að úrskurðurinn væri ekki áfall fyr-
ir ákæruvaldið. Hann var spurður
að því hvort hann hefði gert ráð fyr-
ir þeim möguleika að málinu yrði
vísað frá að frumkvæði héraðsdóms.
„Nei. En við skulum spyrja að leiks-
lokum. Þetta er bara eitt af þeim
skrefum sem þarf að taka áður en
málinu lýkur,“ sagði Jón H. Snorra-
son saksóknari.
Morgunblaðið/Ásdís
„Þessi niðurstaða verður kærð til Hæstaréttar, það er næsta skref,“ sagði
Jón H. Snorrason saksóknari við blaðamenn þegar hann gekk úr dómssal.
„Við skulum
spyrja að
leikslokum“
Jón H. Snorrason, saksóknari
og yfirmaður efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra
GESTUR Jónsson hrl., verjandi
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lítur
svo á að möguleikar ríkislög-
reglustjóra til þess að gefa út nýja
ákæru í Baugsmálinu, fari svo að
Hæstiréttur staðfesti frávísun
þess frá dómi, séu verulega tak-
markaðir. Það standist ekki kröfu
um óvilhalla dómstóla að dóm-
stólar veiti ákæruvaldinu leiðbein-
ingar um hvernig eigi að gefa út
ákærur. Eðlilegast væri að málinu
lyki ef Hæstiréttur kemst að sömu
niðurstöðu og Héraðsdómur
Reykjavíkur.
Gestur sagði eftir að úrskurð-
urinn var kveðinn upp að auðvitað
væru verjendur sáttir við þessi
málalok. Í samtali við Morg-
unblaðið sagði Gestur að í úr-
skurðinum fælist mjög hörð gagn-
rýni á málatilbúnað ákæru-
valdsins. „Það er í rauninni þannig
að við höfum upplifað það að
ákæruvaldinu sé vorkunn að því
leyti að um sumt sé það að reyna
að færa háttsemi sem er ekki
refsiverð inn í búning refsiverðrar
háttsemi,“ sagði Gestur. „Ég held
að hluti af vandamálinu sé að ver-
ið sé að fjalla um hluti sem eru
ekki refsiverðir og þess vegna er
mjög erfitt að láta þetta ganga
upp.“ Spurður um hugsanlegar
ástæður fyrir því sagðist hann
ekki vilja ræða um hvatirnar fyrir
því. „Ég vil auðvitað trúa því að
ákæruvaldið sé að vinna eftir þeim
leikreglum sem því er ætlað. En
það er mjög hörð gagnrýni á
vinnubrögðin í þessum úrskurði,
alveg gríðarlega hörð. Eftir
þriggja ára rannsókn sem hefur
valdið jafnmörgum jafnmiklu tjóni
og þessi rannsókn hlýtur að vera
mjög erfitt að fá það í fangið að
niðurstaðan af rannsókninni, sem
birtist í formi ákærunnar, sé ekki
tæk til dóms,“ sagði Gestur. Að-
spurður sagðist hann ekki þekkja
neitt dæmi um að svo viðamiklu
máli hefði verið vísað frá í heild
sinni vegna gallaðrar ákæru. Sum-
ir hefðu borið þetta saman við
Hafskipsmálið en í því tilfelli hefði
frávísun byggst á vanhæfi ákær-
anda, ekki galla í ákærunni sjálfri.
Eins og fram hefur komið vísaði
héraðsdómur málinu frá að eigin
frumkvæði. Aðspurður hvort verj-
endur hefðu, þegar ljóst var að
dómurinn teldi ákæruna gallaða,
hafið undirbúning að því að krefj-
ast frávísunar málsins sagði hann
að það væri ekki alltaf sjálfgefið
að verjendur færu fram á að
ákæruliðum yrði vísað frá ef þeir
teldu að sýknað yrði fyrir þá liði.
Oft væri betra að fá fram sýknu
fyrir slíka ákæruliði en frávísun.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
„Verið að fjalla um hluti
sem eru ekki refsiverðir“
Morgunblaðið/Ásdís
„Eftir þriggja ára rannsókn sem hefur valdið jafnmörgum jafnmiklu tjóni
og þessi rannsókn hlýtur að vera mjög erfitt að fá það í fangið að niður-
staðan af rannsókninni, sem birtist í formi ákærunnar, sé ekki tæk til
dóms,“ sagði Gestur Jónsson í samtali við Morgunblaðið.
Frávísunarúrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur um Baugsmálið varð
umfjöllunarefni erlendra netmiðla
í gær strax eftir að hann féll.
Reuters í Bretlandi segir frá úr-
skurðinum og að honum verði
áfrýjað til Hæstaréttar. Vitnað er í
ónafngreindan talsmann Baugs
sem fagnar niðurstöðunni. Raktar
eru helstu fjárfestingar Baugs í
Bretlandi og rifjað upp að Baugur
hafi dregið sig út úr hópi sem stóð
að yfirtökutilboði í verslanakeðj-
una Somerfield eftir að ákærurnar
komu fram. Þá er vitnað í Gest
Jónsson, lögmann Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, og haft eftir hon-
um að frávísunin sé meiriháttar
bakslag fyrir saksóknarann. Málið
gegn öllum sex sakborningunum
sé hrunið, þar sem málatilbúnað-
urinn mæti ekki þeim kröfum sem
gerðar séu í þeim efnum.
Netmiðill BBC segir einnig frá
frávísuninni og rifjar upp helstu
atriði varðandi viðskiptaveldi
Baugs í Bretlandi. Netútgáfa við-
skiptatímaritsins Forbes segir
einnig frá frávísuninni og vitnar til
Baugs og talsmanns fyrirtækisins í
þeim efnum. Viðskiptaumsvif
Baugs í Bretlandi eru einnig rifjuð
upp.
Einnig er fjallað um málið í nor-
rænum vefmiðlum, þ.á m. Borsen
og Webfinancer.com.
Sagt frá frávísuninni
í erlendum miðlum