Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NORÐUR-Kóreumenn sögðust í gær ekki ætla að eyða kjarnavopn- um sínum og hætta þróun slíkra vopna fyrr en Bandaríkjamenn létu þeim í té tvo léttvatnskjarna- kljúfa. Þar með grófu þeir undan sam- komulagi sem þeir undirrituðu daginn áður. Samkomulaginu hafði verið lýst sem mikilvægu skrefi í átt að lausn þriggja ára deilu við Norður-Kóreumenn sem segjast þegar ráða yfir kjarnavopnum. Sérfræðingar í málefnum lands- ins sögðu kröfu Norður-Kóreu- manna um tvo öfluga kjarnakljúfa illskiljanlega þar sem það tæki allt að áratug að ljúka smíði þeirra. Mikill raforkuskortur er í Norður- Kóreu og landsmenn standa nú frammi fyrir köldum vetri án kyndingar og lýsingar. Skilyrðinu hafnað Norður-Kóreumenn hétu því í fyrradag að eyða kjarnavopnum sínum og í staðinn lofuðu Banda- ríkjamenn þeim aðstoð í orkumál- um. Stjórnvöld í Pyongyang sögðu hins vegar í gær að loforðið væri bundið því skilyrði að Bandaríkja- menn sæju Norður-Kóreu fyrst fyrir tveimur léttvatnskjarnakljúf- um. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Japan höfnuðu þessu skilyrði þeg- ar í stað og kínverska stjórnin hvatti Norður-Kóreumenn til að standa við samkomulagið frá því í fyrradag. Leiðtogar grannríkja Norður-Kóreu höfðu fagnað sam- komulaginu af varfærni og George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því sem „jákvæðu merki“. Ekkert þeirra fimm ríkja, sem taka þátt í viðræðunum við Norð- ur-Kóreumenn, telur að skilyrði þeirra verði til þess að það slitni upp úr viðræðunum. Stjórnvöld í Suður-Kóreu túlkuðu yfirlýsingar Norður-Kóreumanna í gær sem tilraun til að bæta samningsstöðu þeirra fyrir næstu lotu viðræðn- anna sem hefst í nóvember. Sneitt hjá kröfunni Norður-Kóreumenn höfðu áður krafist léttvatnskjarnakljúfa í samningaviðræðunum, en erfiðara er að nota slíka kjarnakljúfa til að framleiða kjarnavopn en gamla kjarnaofninn sem Norður-Kóreu- menn notast við núna. Bandaríkja- menn höfnuðu þessari kröfu og sögðu að norður-kóreskum stjórn- völdum væri ekki treystandi fyrir neinum kjarnakljúfum. Sneitt var hjá þessu máli í sam- komulaginu frá því á mánudag og í skjalinu var aðeins sagt að málið yrði rætt síðar þegar það teldist „viðeigandi“. Samningamenn Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Japans tóku fram að ekki kæmi til greina að ræða kjarnakljúfana fyrr en eftir að Norður-Kóreumenn gerðust aðilar að alþjóðlega samningnum um bann við útbreiðslu gereyðingar- vopna og heimiluðu vopnaeftirlit af hálfu Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar (IAEA). Norður-Kóreumenn ákváðu hins vegar að leggja kröfuna fram aftur tæpum sólarhring eftir að sam- komulagið var undirritað og settu þar með í raun skilyrði fyrir lof- orðinu um afvopnun. „Óskynsamleg krafa“ Suður-kóreskur sérfræðingur í kjarnorkumálum, Kang Jungmin, sagði að krafa Norður-Kóreu- manna væri „óskynsamleg“ þar sem það tæki mörg ár að ljúka smíði kljúfanna og nauðsynlegt væri að auka raforkuframleiðsluna í Norður-Kóreu sem allra fyrst vegna mikils orkuskorts. Hann sagði að þar að auki gæti það beinlínis verið hættulegt að taka tvo öfluga kjarnakljúfa í notkun í landinu vegna þess að rafveitukerfið væri gamalt og úr sér gengið. Orkan frá tveimur öfl- ugum kjarnakljúfum myndi sprengja allt rafveitukerfið. Setja skil- yrði fyrir afvopnun Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ’Orkan frá tveimur öflugum kjarnakljúfum myndi sprengja allt rafveitukerfið.‘ P39(0 $ 0I C8& E@ Q" 0 .'!""%       "   # $    %& $ ' #   #  (   && ' & &'!%        ()   *   +,             )*+,)-(,).-)                 ! "" # (     $%$      &     ! ""# '( )  '( )   *    +           (        (  &     ! ""#   (   ,     ! ""#    &  %& (  0 - (  - -  +;& -. .  /( ,)/-)0)1* (-/-)0)1*          0 ( (  (.   0 ( (  (.  Norður-Kóreu- menn segjast ekki ætla að eyða kjarnavopnum fyrr en þeir fái kjarnakljúfa BEATRIX Hollandsdrottning á leið í þinghúsið í Haag í gær þegar hún setti þing landsins og las upp stefnuræðu stjórnarinnar. Löng hefð er fyrir því að drottning Hollands mæti í gylltum hestvagni til þingsins þegar það er sett. AP Drottning setur þing Hollands Vín. AFP. | Simon Wiesenthal, sem komst lífs af úr útrým- ingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni og tók þátt í umfangsmikilli leit að nasistum eftir stríðið, lést á heimili sínu í Vín í gær, 96 ára að aldri. „Hann var samviska heimsins,“ sagði Aver Shalev, framkvæmdastjóri stofnunar sem kennd er við Wies- enthal, þegar skýrt var frá andláti Wiesenthals. „Hann taldi að við hefðum ekki aðhafst nóg gegn stríðs- glæpamönnum úr röðum nasista eftir stríðið,“ sagði Shal- ev. „Gyðingar og allar þjóðir heims standa í mikilli þakk- arskuld við hann vegna þess að hann beitti sér markvisst og eindregið í leitinni að stríðsglæpamönnum. Hans verð- ur minnst sem tákns um samvisku gyðinga og alls mann- kyns, þarfarinnar á því að vernda siðferðisleg gildi.“ Wiesenthal átti þátt í því að færa rúmlega 1.100 stríðs- glæpamenn úr röðum nasista fyrir rétt, þeirra á meðal Adolf Eichmann, sem stjórnaði útrýmingarherferð nas- ista gegn gyðingum. Eichmann fannst í Argentínu árið 1960 og var fluttur nauðugur til Ísraels þar sem hann var dæmdur til dauða og hengdur fyrir stríðsglæpi. Bjargað við dauðans dyr Wiesenthal fæddist árið 1908 í bænum Buchach sem til- heyrir nú Úkraínu en var á þeim tíma hluti af Austurríki- Ungverjalandi. Fjölskylda hans flutti búferlum til Vínar eftir að faðir hans féll í fyrri heimsstyrjöldinni. Wiesenthal nam arkitektúr í Prag og starfaði í því fagi í úkraínsku borginni Lvov, sem var þá hluti af Sovétríkj- unum. Hann gekk þar í hjónaband árið 1936. Hann slapp undan sovésku leyniþjónustunni eftir að Sovétríkin gerðu samning við nasistastjórnina í Þýska- landi. Hann var síðan handtekinn þegar nasistar náðu borginni á sitt vald. Frá árinu 1941 var Wiesenthal haldið í alls fimm útrým- ingarbúðum þar til bandarískir hermenn frelsuðu hann í Mauthausen-búðunum í Austurríki 5. maí 1945. Hann var þá aðeins 45 kíló á þyngd og lá fyrir dauðanum. Tugir skyldmenna Wiesenthals létu lífið í útrýming- arherferð nasista, þeirra á meðal móðir hans, stjúpfaðir og stjúpbróðir. Eftir stríðið aðstoðaði Wiesenthal bandarísk hernáms- yfirvöld við að safna upplýsingum um stríðsglæpi nasista. Árið 1947 kom hann á fót stofnun í Linz, nálægt Vín, til að safna gögnum sem hægt yrði að nota í réttarhöldum yfir stríðsglæpamönnum. Handtaka Eichmanns varð til þess að Wiesenthal herti leitina að stríðsglæpamönnum og hann tók þátt í stofnun Simon Wiesenthal-miðstöðvarinnar í Los Angeles árið 1977. Eiginkona Wiesenthals, Cyla, lést í nóvember 2003. „Hann var sam- viska heimsins“ Simon Wiesenthal á skrifstofu sinni í Vín í apríl 2002. Reuters Simon Wiesenthal látinn KONUR hrópa vígorð gegn Gyan- endra, konungi Nepals, í mótmæla- göngu í Katmandu í gær. Hundruð kvenna gengu þá um borgina til að krefjast þess að konungurinn kæmi á lýðræði að nýju og brutust í gegn- um vegatálma lögreglunnar. Lögreglan handtók um 400 manns sem tóku þátt í götumótmæl- unum. Sjónarvottar sögðu að lög- reglumenn hefðu ráðist á konur með kylfum og nokkrar þeirra hefðu meiðst. Konungurinn vék rík- isstjórn landsins frá völdum í febr- úar fyrir að binda ekki enda á upp- reisn maóista sem hefur kostað um 12.000 manns lífið frá árinu 1996. AP Konur krefj- ast lýðræðis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.