Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 20

Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Miðasölusími: 551 1200 Miðasala á netinu: www.leikhusid.is Eyjafjarðarsveit hyggst látatil sín taka í tónleikahaldi ívetur, með veglegri tón- leikadagskrá í Laugarborg. List- rænn stjórnandi tónleikanna er Þórarinn Stefánsson píanóleikari, en hann segir tónleikahaldið í Laugarborg byggjast á forsögu hússins. „Laugarborg er gamalt fé- lagsheimili. Með sameiningu hreppanna í Eyjafjarðarsveit, árið 2000 voru allt í einu orðin þrjú fé- lagsheimili í sveitinni, sem gekk illa upp, og ákveðið var að finna hverju þeirra hlutverk við hæfi. Freyvangur varð leikhús, Sólgarð- ur varð smámunasafn, og hug- myndir kviknuðu um að gera Laugarborg að tónlistarhúsi.“ Þórarinn segir að á Akureyri hafi ekki verið neitt tónleikahús, og flygillinn góði, kenndur við Ingimar Eydal, hafi verið á hrak- hólum, og enginn vitað hvað við hann ætti að gera. „Tónlistar- félagið á Akureyri fór þess svo á leit við Laugarborg að fá að hýsa flygilinn þar, og því var ráðist í að breyta húsinu með tónlistarflutn- ing í huga – lagfæra sviðið, bæta hljómburð, og fleira.“ Árið 2002 var skipuð nefnd sem fékk það hlutverk að markaðssetja húsið til tónleikahalds, og skilaði nefndin tillögum þar að lútandi. Þórarinn var þá ráðinn fram- kvæmdastjóri og listrænn stjórn- andi. Tónleikahaldið hófst svo í fyrravetur, en í talsvert minni mæli en verður í vetur. Rekstrarfé til tónleikahaldsins er að uppistöðu fengið með einnar milljónar króna styrk úr Poka- sjóði. KEA lagði fram 300 þúsund, og Sparisjóður Norðlendinga og Norðlenska lögðu einnig fram fé. Einstök fyrirtæki styrkja líka nokkra staka tónleika, en laun list- ræna stjórnandans eru greidd af sveitarfélaginu. „Við valið á dagskránni var það haft að leiðarljósi að hún yrði fjöl- breytt, en jafnframt góð. Ég hef haft það að meginmarkmiði, þar sem málið snýst að miklu leyti um það að kynna tónlistarhúsið Laug- arborg fyrir tónlistarfólki, að fá tónlistarmenn úr Reykjavík til að koma hingað, til þess að þeir öðlist reynslu af húsinu og sjái hvers konar starfsemi fer hér fram. Ég hefði viljað að Laugarborg yrði í öndvegi hvað varðar gæði tón- leika; að mestu tónlistarviðburð- irnir verði hér. Fólkið sem hingað kemur í vetur, kemur alla jafna ekki hingað á eigin vegum, og ekk- ert apparat annað hér fyrir norð- an, sem hefur burði til að bjóða því. Þótt ýmsir tónlistarviðburðir eigi sér stað á Akureyri, tel ég að bærinn hafi einangrast talsvert. Tónleikar þar eru að langmestu leyti á vegum heimamanna, sem koma fram kannski nokkrum sinn- um á ári, en fara lítið annað með sína list. Fáir koma annars staðar frá til að halda tónleika þar. Þetta hef ég viljað brjóta upp. En þótt ég fái fólk að til að spila, vil ég líka vinna með heimamönnum, og horfi þá til stórra verkefna, þar sem heimamenn eru að vinna að metn- aðarfullum tónleikum. Í fyrra hélt Helga Bryndís Magnúsdóttir ein- leikstónleika, sem voru mjög flott- ir, og í vetur ræðst Michael Jón Clarke í Vetrarferðina. Ég vil styðja við bakið á slíkum verk- efnum, og vona um leið að það verði hvatning til þess að fólk geti unnið vel að þeim og farið með þau víðar.“ Þórarinn leggur áherslu á ís- lenska tónlist í tónleikadagskrá Laugarborgar. Gengið verður til samstarfs við Myrka músíkdaga og kveðst Þórarinn með því vilja koma Eyjafjarðarsvæðinu inn á kort samtímatónlistarinnar. „Ég vil gjarnan að öll flóra íslenskrar tónlistar þrífist hér, – ekki bara með íslenskum flytjendum, heldur líka í íslenskri tónlist. Því væri gott að einn af tónleikastöðum Myrkra músíkdaga, til framtíðar, yrði Laugarborg.“ Laugarborg kveður sér hljóðs með viðamikla tónleikaröð ’Ég hefði viljað aðLaugarborg yrði í öndvegi hvað varðar gæði tónleika; að mestu tónlistarviðburðirnir verði hér.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Ingimarsflygillinn og salurinn í Laugarborg. PRÓFESSOR í sagnfræði við Há- skólann í Lundi, Harald Gustavsson, ritaði langa grein sem birtist í sænska dagblaðinu Svenska dagblad- et í gær og fjallar um tvær ævisögur Halldórs Laxness sem komið hafa út á Íslandi á undanförnum árum, Hall- dór eftir Hannes Hólmstein Giss- urarson og Halldór Laxness eftir Halldór Guðmundsson. Að mati Gustavsson er ævisaga Laxness áhugaverð bæði sem hluti af umritun sögunnar eftir lok kalda stríðsins og sem saga af fjölbreyttum ein- staklingi, en telur ennfremur að Hall- dóri hafi tekist mun betur upp í ævi- sagnaritun sinni en Hannesi Hólmsteini. Klassískt uppgjör? Gustavsson hefur greinina á því að velta upp þeirri spurningu hvernig standa skuli að ritun ævisögu manns, sem var stórt nafn í íslenskri menn- ingarsögu og hafi á tíðum nálgast það að vera talinn þjóðardýrgripur, en hvers saga hafi ennfremur einkennst á 30 ára ferli af kommúnískri afstöðu. Hann lýsir aðstæðum við skrif Hann- esar Hólmsteins og Halldórs svo: „Laxness varð gamall og dó hylltur og ærukrýndur 1998. Heimili hans að Gljúfrasteini var gert að þjóðarsafni, skjöl hans voru varðveitt í Þjóð- arbókhlöðu og nú átti að skrifa ævi- sögur. Sá fyrsti til að kasta sér yfir skjalasafnið var stjórnmálafræðing- urinn Hannes Hólmsteinn Giss- urarson. En þá dró fjölskyldan í land. Gissurarson er þekktur hægrimaður sem áður hafði lýst Laxness sem menntuðum frammámanni sem hafði selt sig til Moskvu. Fjölskyldan lok- aði skjalasafninu fyrir honum – þrátt fyrir að það væri umdeilanlegt hvort hún hefði rétt á því – og gaf í staðinn velviljuðum bókmenntamanni, Hall- dóri Guðmundssyni, aðgang til þess að skrifa „samþykkta“ ævisögu. 2003 kom út fyrsta bindið af ætluðum þrí- leik Gissurarsonar, Halldór, sem teygir sig til ársins 1932. Bók hans vakti umsvifalaust miklar deilur og fjölskyldan stefndi honum fyrir rit- stuld; bókin var sögð vera að mestu létt snyrtar endurritanir á eigin minningum og bréfum Laxness. Ári síðar kom Halldór Laxness eftir Guð- mundsson, sem fjallar um lífshlaup skáldsins í einu bindi. Þetta lítur út eins og klassískt upp- gjör milli fjölskyldu, sem með aðstoð viðráðanlegs rithöfundar vill halda minningu mikils manns óflekkaðri, og andsnúins utangarðsmanns sem vill segja sannleikann, og án tafar heldur maður með utangarðsmanninum. Þar til maður les bækurnar.“ Ekkert dregið undan Gustavsson fjallar stuttlega um bók Hannesar Hólmsteins, segir að hún sé „satt að segja hörmulegt klippiverk“. Langir kaflar séu stolnir, einungis skipt út „honum“ fyrir „mér“ og að hann hafi á barnalegan hátt tekið skálduð málefni fyrir sönn. Hann lýsir rökstuðningi Helgu Kress, segir Hannes ekki setja fram neinar tilgátur um pólitíska afstöðu Laxness eins og mátt hafði vænta, rétt eins og hann hafi „ekkert haft að segja heldur bara sett saman ágrip af heimildum sínum. Nokkrar fréttir fá að fljóta með, að mestu um kvenna- mál hins unga Laxness,“ skrifar Gustavsson. Öðru máli þykir honum gegna um bók Halldórs Guðmundssonar. „Hon- um tekst að setja saman hið umfangs- mikla efni í skiljanlega frásögn um einstakling sem var fullur af þver- sögnum og með óstöðvandi tjáning- arþörf, sem komið er á framfæri í skýrum og einföldum prósa með lág- stemmdum húmor, rétt eins og hinn síðari tíma Laxness hefði talað,“ segir hann og lýsir lífi Laxness sem sögu 20. aldarinnar, með þeim öru og gagngeru breytingum sem þá urðu. „Það er erfitt að brigsla Guð- mundssyni um að hylma yfir eitthvað eða gera viðfangsefni sitt stærra en það var,“ heldur hann áfram og segir Halldór Guðmundsson ekki draga undan í lýsingum sínum á hvernig líf Laxness einkenndist af tillitsleysi við aðra ef um var að ræða tækifæri sín til listrænnar sköpunar, tveimur hjónaböndum þar sem krafist var þögulla barna og þjónandi eig- inkvenna þar sem byggt sé meðal annars á viðtölum við Auði Laxness sjálfa, og einnig pólitískum mál- efnum. Getur gefið nýja sýn Gustavsson segir að Laxness hafi verið mjög virkur í stjórnmálum, þrátt fyrir að hafa viljað gera lítið úr því á seinni hluta ævinnar. Halldór Guðmundsson dragi þó klárlega fram í ævisögu sinni að í listsköpun hafi Laxness alltaf verið hófsamari en í skoðunum. Hann rökstyðji einnig vel að Laxness hafi ekki látið kaupa sig til pólitísks friðar með Nóbelnum, heldur hafi umskipti hans hafist mun fyrr og rekur stöðu Laxness gagn- vart íslenskum stjórnvöldum og menningarstefnu þeirra í smáat- riðum. „Sagan af Laxness og stjórnmálum er áhugaverð sem hluti af umritun sögunnar eftir lok kalda stríðsins,“ skrifar Gustavsson, en bætir við að saga mannsins sem endurnýjaði sig með reglulegu millibili allt frá 17 ára aldri og framyfir áttrætt sé ekki síður áhugaverð. Hann bendir á að á síðari tímum hafi list Laxness oft verið mis- skilin erlendis, en bók Halldórs Guð- mundssonar gæti breytt þeirri sýn. „Það orð sem fór af honum sem ep- ískum realista varð honum að nokkru leyti að falli alþjóðlega. Hann tapaði mörgum lesendum þegar hann yf- irgaf hina stóru drætti, og hefur átt erfitt með að fá nýja. Fólk hefur vilj- að líta á hann sem „íslenskan sagna- mann“. Sjálfstætt fólk hans, sem á Ís- landi var hörð gagnrýni á hinar erfiðu aðstæður smábænda á Íslandi, hefur erlendis verið tekið sem hyllingu á hinum frjálsa íslenska bónda – kald- hæðnin í titlinum hefur algjörlega glatast. Þýðing á ævisögu Halldórs Guðmundssonar stendur nú til á mörgum tungumálum, og gæti hún fengið útlönd til að opna augun fyrir margbreytileikanum í verkum Lax- ness gæti það opnað fyrir nýjar lestr- arupplifanir.“ Gustavsson lýkur greininni á því að velta upp hvernig ákærunni á hendur Hannesi Hólmsteini fyrir ritstuld hafi lyktað. „Héraðsdómur í Reykjavík synjaði upptöku málsins,“ svarar hann sjálfum sér. „Og það er nú gott; væri það glæpsamlegt að skrifa léleg- ar bækur, sætu margir rithöfundar í fangelsi. En ekki Laxness.“ Bókmenntir | Sagnfræðiprófessor í Lundi tjáir sig um ritun ævisögu Halldórs Laxness Bækur af ólíkum toga Halldór Laxness Hannes Hólmsteinn Gissurarson Halldór Guðmundsson Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.