Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 22
’Óhjákvæmileg krafa,samhliða sölu, verður að öllum ábyrgðum Reykjavík- urborgar og Akureyrar- bæjar vegna skulda Lsv. verði aflétt.‘ NÚ ÞEGAR viðræður eru sagðar á „viðkvæmu stigi“ varðandi sölu 44,525% eignarhlutar Reykjavík- urborgar og 5,475% eignarhlutar Akureyr- arbæjar í Lands- virkjun, er upplýst í frétt RÚV sl. sunnu- dag, að einungis beri 5 milljarða kr. í milli á „rúmum“ 20 millj- örðum kr., sem fulltrú- ar ríkisins eru tilbúnir til að greiða fyrir og samkvæmt því á „rúm- um“ 25 milljörðum kr. sem fulltrúar Reykja- víkurborgar vilja fá fyrir hlut borgarinnar. Þarna virðist skakka hreint ótrúlega litlu. Sam- kvæmt þessu bjóða fulltrúar ríkisins væntanlega einungis í samræmi við uppgefið eigið fé skv. ársreikningi Lsv. 51.376.926 kr. x 44,525% = 22.875.576 kr. Ef mið er tekið af því að aflstöðvar voru bókfærðar hjá LSV á ca. 85 milljarða kr. um sl. áramót, er skv. því dulin eign í aflstöðvunum ein- ungis 14% hærri. Þetta hlýtur að þurfa að skoða nánar, þar sem for- stjóri og fjármálastjóri Lsv. hafa margítrekað lagt áherslu á að vatnsaflsvirkjanirnar endist að meginhluta til langt um- fram afskriftartíma þeirra. Óhjákvæmileg krafa, samhliða sölu, verður að öllum ábyrgðum Reykjavíkurborgar og Akureyr- arbæjar vegna skulda Lsv. verði af- létt. Í fréttinni sagði jafnframt að mikil „leynd“ hvíldi yfir viðræðunum! Leynd gagnvart hverjum? Eigend- unum, almenningi? Verðgildi Landsvirkjunar Sveinn Aðalsteinsson fjallar um Landsvirkjun Höfundur er viðskiptafræðingur. Sveinn Aðalsteinsson 22 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 23. september mun lýðræð- is- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar, í samstarfi við Kvenréttindafélag Ís- lands efna til ráðstefnu í Hafnarfirði undir yfirskriftinni Foreldrar og fæð- ingarorlofið. Með ráð- stefnunni vill nefndin og KRFÍ skapa um- ræðu um framkvæmd fæðingarorlofs á Ís- landi. Í ár eru 5 ár liðin frá því að ný lög um fæðingar- og for- eldraorlof voru sam- þykkt á Alþingi. Lögin þóttu og þykja enn mikil réttarbót, einkum að því er varðar rétt feðra til fæðing- arorlofs, en samkvæmt lögunum eiga foreldrar sjálfstæðan rétt til fæð- ingarorlofs í allt að þrjá mánuði auk sameig- inlegs réttar á þremur mánuðum til viðbótar. Markmiðin með hinum sjálfstæða rétti til handa feðrum voru m.a. að hvetja karla til að gegna skyldum sín- um gagnvart börnum sínum og fjölskyldulífi til jafns við konur og að gera báðum foreldrum það auðveld- ara að samræma skyldur sem lagðar eru á herðar þeirra í starfi og einka- lífi. Það má því segja að með lögfest- ingu fæðingarorlofs til handa feðrum hafi verið tekið mikilvægt skref í átt til jafnréttis kynjanna en atvinnu- þátttaka kvenna mælist óvíða meiri en á Íslandi og því nauðsynlegt að ís- lenskir foreldrar hafi tækifæri til að deila með sér ábyrgð á fjölskyldu og heimili og að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf. Umræða um fram- kvæmd fæðingarorlofs hefur borið á góma á undanförnum mánuðum. Flestir þekkja mál framkvæmda- stjóra KEA sem gerði starfsloka- samning við fyrirtækið um svipað leyti og hann hugðist nýta rétt sinn til töku fæðingarorlofs. Því miður er KEA-málið ekkert einsdæmi og allt of margir foreldrar, bæði konur og karlar, hafa lent í vandræðum og jafnvel uppsögnum í tengslum við töku fæðingarorlofs. Í umræðunni hefur ekki mikið borið á þessum mál- um enda oft erfitt um vik fyrir þá sem lenda í þessari lífsreynslu að tjá sig um hana. Á fyrrnefndri ráðstefnu mun Lóa Aldísardóttir fréttakona á Talstöðinni greina frá sinni reynslu í þessu sambandi. Lýðræðis- og jafn- réttisnefnd er á þeirri skoðun að samfélagið í heild sinni, og þá ekki síst atvinnu- rekendur, verði að standa vörð um fæðing- arorlofslögin og að tryggja verði að fram- kvæmdin sé með þeim hætti að foreldrar upp- lifi ekki að atvinnu- öryggi þeirra sé í hættu vegna barneigna. Lög- gjöf, ein og sér, dugir skammt ef ekki er vilji til að fylgja henni eftir og virða markmið henn- ar. Umræða er mik- ilvæg í þessu samband og vonandi tekst með ráðstefnunni Foreldrar og fæðingarorlofið að varpa nokkru ljósi á málefnið en auk Lóu Al- dísardóttur munu eft- irfarandi fyrirlesarar skoða framkvæmdina frá mismunandi sjón- arhorni: Halldór Grön- vold aðstoðarfram- kvæmdastjóri ASÍ, Edda Jónsdóttir frá Kvenréttinda- félagi Íslands, Ingólfur Ásgeir Jó- hannesson prófessor við kenn- aradeild Háskólans á Akureyri, Hrannar Pétursson upplýsinga- fulltrúi Alcan á Íslandi hf. og Þor- björg S. Gunnlaugsdóttir lögfræð- ingur. Lýðræðis- og jafnréttisnefnd hvet- ur alla sem áhuga hafa á málefninu að mæta í Hásali v. Strandgötu í Hafn- arfirði (Safnaðarheimili Hafnarfjarð- arkirkju) á föstudag 23. september kl. 13:00, ráðstefnunni lýkur kl. 16:30. Aðgangur er ókeypis en vinsamleg- ast tilkynnið þátttöku á netfangið annaj@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5503 fyrir hádegi fimmtudagsins 22. september. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hafnarfjarð- arbæjar www.hafnarfjordur.is. Foreldrar og fæðingarorlofið Hulda Karen Ólafsdóttir fjallar um ráðstefnu um fæðingarorlof í Hafnarfirði ’Í ár eru 5 árliðin frá því að ný lög um fæð- ingar- og for- eldraorlof voru samþykkt á Al- þingi.‘ Hulda Karen Ólafsdóttir Höfundur er formaður lýðræðis- og jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar. SAMGÖNGUR um Óshlíð eru á allra vörum þessa dagana. Ástæðan er einföld, móðir náttúra hefur minnt á sig enn og aftur með skriðu- föllum og grjóthruni. Meira hruni og með skemmra millibili en oft áður. Vegurinn hefur verið þyrnir í augum margra vegna snjóflóða- hættu og grjóthruns. Hefur það valdið því að umferð um veginn takmarkast oft á tíðum við þá sem þurfa að fara veginn vegna starfs eða skóla. Enginn vafi er á því að aukið öryggi á veg- inum mun auka um- ferð til muna. Árið 2001 var skip- aður vinnuhópur, af vegamálastjóra að ósk samgönguráðherra, um öryggismál Djúp- vegar milli Súðavíkur og Bolungarvíkur. Í hópnum var einn fulltrúi Bolung- arvíkurkaupstaðar, einn fulltrúi Súðavíkurhrepps og tveir fulltrúar frá Vegagerðinni. Nefndin skilaði skýrslu sem kynnt var í bæjarstjórn Bolungarvíkur 14. ágúst 2002 og síð- an gefin út í nóvember 2002. Um er að ræða allviðamikla skýrslu þar sem teknir eru fyrir 8 valkostir í aukningu umferðaröryggis um Ós- hlíð. Í bókun bæjarstjórnar, sem samþykkt var í einu hljóði á fund- inum segir m.a. „Bæjarstjórn fellst í megindráttum á tillögur vinnuhóps- ins en bendir á að ekki liggur fyrir hönnun einstakra kosta t.d. jarð- ganga: Hrafnaklettar- Einbúi, sem talin er vera besta leiðin til aukn- ingar umferðaröryggis á Óshlíð.“ Í jarðgangaáætlun Vegagerðar- innar frá árinu 2000 er talið líklegt að gerð yrðu þrenn göng samtals um 4 km á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Óshlíð væri þá úr sögunni sem farartálmi. Kostnaðaráætlun frá þeim tíma er 2–2,5 milljarðar. Tímasett áætlun um framkvæmdir Það gæti verið lykillinn að lausn öryggismála á Óshlíð að hægt er að áfangaskipta verkinu. Öllum má vera ljóst að brýnt er að bregðast hratt við þeirri hættu sem nú virðist hafa aukist og er langmest á „Skriðum“ yst á Ós- hlíð. Það er hins vegar gríðarlega mikilvægt að setja einnig fram tímasetta áætlun um hvernig eigi að „af- greiða“ Óshlíðina í eitt skipti fyrir öll. Bæjarstjórn Bolung- arvíkur hefur á þessu kjörtímabili nýtt öll tækifæri sem hún hefur haft til að kynna fyrir stjórnmálamönnum, bæði stjórnar og stjórnarandstöðu, ástand sam- göngumála við Bolungarvík. Nú síð- ast í ágústmánuði, þegar málið var kynnt af undirrituðum á fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem þá var í heimsókn í Bolungarvík. Þann fund sátu m.a. ráðherrar sam- göngu-, fjármála-, dómsmála-, sjáv- arútvegs- og menntamála. Þá var einnig farið yfir málið á fundi með vegamálastjóra og svæðisstjóra NV- svæðis vegagerðarinnar í lok ágúst. Sveitarstjórnir Bolungarvíkur Ísafjarðar og Súðavíkur ályktuðu í þá veru að tryggja þurfi öruggar samgöngur frá Bolungarvík um Ísa- fjörð til Súðavíkur nú síðast í mars, á sameiginlegum fundi sveit- arstjórnanna, sem haldinn var í Bol- ungarvík. Fjórðungssamband Vest- firðinga er samstiga í sinni ályktun um samgöngumál, sem samþykkt var samhljóða á nýafstöðnu fjórð- ungsþingi á Patreksfirði í byrjun september. Áhættan óviðunandi Það er í mínum huga alveg ljóst að sú áhætta sem talin hefur verið viðunandi til skemmri tíma á Óshlíð, er það engan veginn lengur. Ástæð- an er ekki sú að menn hafi skellt skollaeyrum við yfirvofandi hættu, heldur miklu fremur sú að áhættan virðist hafa aukist til muna vegna tíðni og stærðargráðu grjóthruns eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum undanfarnar vikur. Jákvæðar undirtektir hjá ráðamönnum Rétt er að geta þess að málið hef- ur alstaðar mætt skilningi og hlotið afar jákvæðar viðtökur hjá ráða- mönnum. Greinilegt er að þar á bæ er farið yfir málið af fullri alvöru. Ég tel að fullur vilji sé til þess að leysa vandann, þótt lausnin sé ekki á borðinu enn. Takandi mið af þessum jákvæðu viðbrögðum sem við höfum fengið, leyfi ég mér að vera bjartsýnn á að sett verði fram áætlun um lausn vandans innan skamms. Samgöngubætur á Óshlíð Elías Jónatansson skrifar um samgöngur um Óshlíð ’Nú er því öllum orðiðljóst að aðgerða er þörf hið bráðasta.‘ Elías Jónatansson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. FÖSTUDAGINN 16. september sat ég sem oftar við vinnu mína í loftherbergi á Skóla- vörðuholtinu þegar þakið tók að nötra af drunum frá flugvél í aðflugi að Reykjavík- urflugvelli. Í stélfarið kom önnur með engu minni látun, svo þriðja, svo fjórða og út um þakglugga sá ég ill- úðleg brún flykki fljúga hjá. Þessar flug- vélar höfðu aug- ljóslega ekkert með innanlandsflug að gera, ekki heldur sjúkraflug. Þetta leit út eins og loftárás, þó án þess sprengjum væri varpað. Í sjónvarpsfréttum um kvöldið var frá því skýrt að þetta hefðu verið breskar orrustuþotur og að um eins konar nauðlendingu hefði verið að ræða, þar sem þær hefðu ekki haft búnað til þess að lenda á Keflavík- urflugvelli vegna þoku. Í Morg- unblaðinu 17. sept. kom fram að vél- arnar hefðu borið umtalverðar aukabirgðir af eldsneyti. Ekki var að því spurt hvort elds- neytisbirgðir hefðu ekki dugað til þess að lenda á varaflugvöllunum á Egilsstöðum eða Akureyri eða hvort það væru traustvekjandi stríðstól sem ekki geta notað Keflavíkur- flugvöll nema í björtu. Hver var neyðin sem réttlætti það að valda fjölda manns skelfingu í miðbæ Reykjavíkur án nokkurrar viðvörunar? Neyð sett á svið Í grein eftir Hjálmar Árnason alþingismann í Morgunblaðinu 19. september kemur fram að neyðin hafi ekki ver- ið jafn mikil og Flug- málastjórn lét í veðri vaka. Þingmaðurinn býr í Keflavík og segir að flug um Keflavík- urvöll hafi verið með eðlilegum hætti umræddan dag. Hann dregur í efa „að fullkomnustu herþotur hafi þurft frá að hverfa meðan farþegavélar lentu sem ekkert væri“. Þingmað- urinn gefur í skyn að með því að láta herþoturnar lenda á Reykjavík- urflugvelli hafi Flugmálastjórn verið að blanda sér í pólitískar deilur um það hvar miðstöð innanlandsflugsins verði best komið fyrir í framtíðinni. En sem kunnugt er hafa Keflvík- ingar nýlega lýst sig reiðubúna til þess að taka við þeirri þjónustu sem nú er í hjarta Reykjavíkur og þver- pólitísk samstaða er að nást um að víki þaðan fyrir miðborgarbyggð. Upplýsingar Hjálmars um aðstæður í Keflavík vekja grun um að „neyðin hafi verið sett á svið“ til þess að koma því að með áhrifamiklum hætti að Reykjavíkurflugvöllur sé vara- flugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Og þingmaðurinn krefst þess „að Flugmálastjórn geri opinberlega grein fyrir því hvernig og hver hafi tekið ákvörðun um hina ein- kennilegu lendingu umræddan dag“. Flugmálastjórn ógnar Ráðhúsinu Undir þá kröfu tek ég sem Reyk- víkingur og íbúi á Skólavörðuholt- inu. Ég krefst þess að fá fulla vitn- eskju um málið af hálfu flugmála- yfirvalda á opinberum vettvangi. Ég held því fram að lendingin hafi ekki bara verið „einkennileg“, hún hafi verið ógnvekjandi. Flugmálastjórn hikar ekki við að ógna Reykvík- ingum með þeim ráðum sem hún hefur tiltæk nú þegar hún horfir framan í alvöru þess að framtíð höf- uðborgarinnar liggur á flugvall- arsvæðinu. Þar og hvergi annars staðar geta Reykvíkingar þróað miðborg. Þar og hvergi annars stað- ar hljóta Íslendingar að búa kom- andi kynslóðum bestu lífsskilyrði. Með því að senda fjórar orr- ustuþotur í lágflug yfir Ráðhús Reykjavíkur er Flugmálastjórn að steyta hnefann framan í borg- arstjórn og Reykvíkinga alla. Op- inberir embættismenn sem misbeita valdi sínu með þessum hætti eru ekki starfi sínu vaxnir. Borgarstjórn á að krefjast afsagnar þess sem ábyrgð ber á tiltækinu. Herþotur gegn Ráðhúsinu Steinunn Jóhannesdóttir skrif- ar um herþotur yfir Reykjavík ’Ég held því fram aðlendingin hafi ekki bara verið „einkennileg“, hún hafi verið ógnvekjandi.‘ Steinunn Jóhannesdóttir Höfundur er rithöfundur. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.