Morgunblaðið - 21.09.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.09.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 29 MINNINGAR félagi í átt til nútímalegrar hugsunar og vinnubragða á öllum sviðum. Öfugt við ýmsa vel meinandi forvera þeirra skynjuðu þessir eldhugar ekki mót- sögnina í hugtökunum ,,nútímalegur“ og ,,þjóðlegur“; í augum þeirra var öll góð list í eðli sínu þjóðleg. Sennilega gekk enginn þeirra eins langt og ab- straktlistamaðurinn Hörður Ágústs- son, sem lagðist í rannsóknir á ís- lenska torfbænum, þeirri húsagerð sem í hugum margra var samnefnari fyrir þá vesöld sem landsmenn þurftu að búa við í aldaraðir, ekki hótinu merkilegri en moldarbingur, og birti á endanum þá niðurstöðu sína að torf- bærinn væri í rauninni einstakur í evrópskri byggingarlistarsögu, jafn merkilegur og gotnesku dómkirkj- urnar og stílhreinn arkitektúr mód- ernistanna. En Hörður vinur minn og fóstri var líka öðrum snjallari þegar kom að því að sætta andstæður, svo margbrotinn sem hann var sjálfur. Menntunar- grunnur hans var óvenjulegur, svo ekki sé meira sagt, því hann lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild og kynnti sér bæði verkfræði og arki- tektúr áður en hann hóf nám í mynd- list, að því loknu aflaði hann sér und- irstöðu í grafískri hönnun og byggingarlistarsögu. Heimkominn stundaði Hörður myndlist, ritstörf, auglýsingateiknun og kennslu sem á endanum snerist upp í eins manns baráttu fyrir listvæðingu umhverfis- ins. Eða eins og haft er eftir honum í blaðaviðtali frá 1951: ,,Höfuðatriðið er að allt umhverfi fólks sé talandi vitni listrænnar hugsunar, að það alist upp og starfi í slíku umhverfi, og að tilfinn- ing fyrir listrænum verðmætum seytli inn í blóðið og verði því eðlileg. Þess vegna er fögur borg miklu meiri uppalandi en fullkomin heimilis- og ríkislistasöfn.“ Þeir sem vissu af kaldhömruðum abstraktmyndum Harðar og fylgdust með honum úttala sig í ósveigjanlegri fullvissu um rétt og rangt í myndlist, húsagerð og handverki við öll mögu- leg tækifæri, fengu sennilega á til- finninguna að þar færi maður harð- svíraður og óbilgjarn. Vissulega var ekkert grín að standa uppi í hárinu á Herði þegar honum var mikið niðri fyrir; hann var höfðinu hærri en flest- ir viðmælendur hans, augun voru stingandi undir þykkum gleraugun- um og skutu gneistum og með öðrum handleggnum teiknaði hann ellipsur í loftinu af slíkum ákafa að askan og eimyrjan stóð út úr pípunni sem hann hélt utan um öllum stundum. En það var stutt í annan mann, eins og marg- ir nemendur hans við Handíða- og myndlistaskólann fengu að reyna, umhyggjusaman, uppörvandi og við- kvæman. Þessa hlið á Herði mátti m.a. finna í teikningunum sem hann hóf að gera samtímis formföstum strikamyndum á sjötta áratugnum, teikningum sem eru eins og hjarta- línurit, ofurnæm fyrir veikasta æða- slætti og blæbrigðum kenndanna. Ég held raunar að Hörður hafi ver- ið einhver víðsýnasti myndlistar- áhugamaður sem ég hef þekkt. Hann var einlægur aðdáandi margra starfs- bræðra sinna af sömu kynslóð og vildi ekki heyra á þá hallað. Árum saman var hann einnig eins og grár köttur á sýningum ungra listamanna, hvar sem þær leyndust, jafnvel eftir að hann var kominn í hjólastól. Að hluta til var hann að athuga hvernig nem- endur hans spjöruðu sig, en að hluta var hann að svala fróðleiksfýsn sinni, taka púlsinn á nýjustu straumum. Eftir hverja umferð hafði hann fyrir sið að hringja í okkur sem höfðum at- vinnu af því að skrifa um sýningar, og þá helst þegar hann hafði rekist á eitt- hvað sem hreif hann. Fögnuðurinn í rödd hans var ósvikinn. Eina myndlistin sem við gátum ekki náð samstöðu um var list einfara; Hörður vildi ekki skrifa upp á að hægt væri að skapa list án þess að hafa til þess undirstöðumenntun í teikningu. Að því leyti var hann sammála átrún- aðargoðum sínum, kenningasmiðum ítalskrar endurreisnar. Síðari árin mátti alltaf ganga að Herði í kómentu hans undir yfirborði jarðar við Hlemmtorg. Innvígðir fengu aðgangskóða, svo og svo mörg létt högg með berum hnúum á loft- ræstiop, var þá upp lokið durum. Annars ekki. Þarna vann Hörður rannsóknarvinnu sína á vettvangi húsagerðarlistar, sem aðrir þekkja betur en ég, umkringdur grunn- og sniðteikningum af húsum sem sann- færðu mig endanlega um fegurð beinna lína, doðröntum Vitrúvíusar, Albertis og Paciolis, íslenskum mál- dögum í massavís og yfirlitsritum um abstraktlist. Því nefni ég Hörð Ágústsson fóstra minn að ég lærði meira um hús, myndir og menn á þessum stundum í kómentunni en í flestum mennta- stofnunum sem ég hef gist. Lát hans kemur ekki á óvart, því lengi var eins og eldmóðurinn væri líkamsburðum hans yfirsterkari. Sigríði konu hans, börnum og öðru skyldfólki sendi ég samúðarkveðjur. Aðalsteinn Ingólfsson. Kveðja frá Listasafni Háskóla Íslands Þegar hin efnismiklu og djúphugs- uðu brautryðjendarit Harðar Ágústs- sonar um íslenska sjónlistar- og byggingarlistasögu fyrri alda fóru að koma út á síðasta áratug, fór ekki á milli mála að þar færi afrakstur ára- langra rannsókna. Fyrir hvern með- almann virðist í raun um heilt lífsstarf að ræða. Eru þá ótalin myndlistar- verk Harðar, verk hans á sviði graf- ískrar hönnunar, störf hans sem rit- stjóri, gagnrýnandi, kennari, skólastjóri og ötull hugsjónamaður um áratugaskeið við uppbyggingu metnaðarfullrar myndlistarmenntun- ar í landinu. Það var merkileg reynsla að kynn- ast Herði Ágústssyni. Ég vissi lengi vel af honum þar sem þeir faðir minn heitinn þekktust og ræddu bygging- arlist og fagurfræði sænskra bíla- framleiðenda þegar þeir hittust, en báðir óku um götur bæjarins á sams konar volvóum. Það var þó ekki fyrr en ég var komin í framhaldsnám til Parísar á níunda áratugnum að ég hitti þau Hörð og Sigríði í fyrsta skipti í eigin persónu hjá Gunnari syni þeirra og litlu fjölskyldunni á Rue Vieille du Temple. Hörður stóð á miðju eldhúsgólfinu með litla Sigríði Völu í fanginu og það fyrsta sem ég tók eftir var hversu hávaxinn maður hann var. Það gneistaði beinlínis af kennimanninum sem vildi ræða listir og yfirstandandi sýningarviðburði í listaborginni við listfræðistúdentinn sem hafði þá búið í borginni í fjórtán daga og var enn að reyna að finna út hvernig ætti að fara að því að innrita sig í háskólann. Sjálfur var Hörður öllum hnútum kunnugur í borginni frá því hann var þar við nám og störf í miðri hringiðu strangflatarmálverks- ins, eins og geómetrían var nefnd á sjötta áratugnum. Þekking hans á listum var óhemju yfirgripsmikil og spannaði marga tíma og ólíka hug- myndastrauma. Það lýsir Herði vel að í skammri viðdvöl sinni í París þetta haustið hafði hann mestan áhuga á því að kynna sér það sem ungir, franskir myndlistarmenn væru að gera. Hörður stóð jafnan heilshugar með ungu listafólki í sínu uppeldis- starfi, enda þekki ég fáa myndlistar- menn af kynslóð Harðar Ágústssonar sem eiga sér jafn marga og dygga aðdáendur meðal yngstu kynslóðar listamanna. Það er hins vegar skemmst frá okk- ar fyrstu kynnum að segja að lista- maðurinn gaf mér verðskuldaða fall- einkunn í fræðunum og var það upphafið að einlægri virðingu minni fyrir Herði Ágústssyni. Leiðir okkar áttu síðar eftir að liggja saman í gegn- um starf mitt fyrir Listasafn Háskóla Íslands og þá sýndi hann mér ávallt mikla hlýju og uppbyggingu listfræði- námsins sömuleiðis áhuga. Það var líka umtalsverður heiður fyrir konu að fá að halda undir arminn á glæsi- menninu Herði stuttan spölinn úr íbúð þeirra Sigríðar niður á vinnustof- una í Grænuhlíð. Listasafn Háskóla Íslands státar af því að eiga nokkur öndvegisverk eftir Hörð Ágústsson, hvert öðru mikil- vægara í samhengi íslenskrar lista- sögu. Sjálfur sýndi þessi heiðursdokt- or Háskóla Íslands uppbyggingu háskólalistasafnsins mikla ræktar- semi, m.a. með listaverkagjöfum. Fyrir hönd Listasafns Háskóla Ís- lands sendi ég Sigríði og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Auður Ólafsdóttir. Kveðja frá Listasafni Reykjavíkur Í lífi hvers eru textar sem skipta meira máli en aðrir. Fyrsta greinin sem ég las um arkitektúr var slíkur texti. Hún var í 3. hefti tímaritsins Birtings árið 1960, umfjöllun Harðar Ágústssonar í tilefni af útkomu ritsins Íslensk íbúðarhús. Líkt og svo margir textar Harðar var greinin allt í senn: kennslubók fyrir almenning í „frum- lögmálum fagurskyns“, útlistun á grunnatriðum arkitektúrs í fortíð og samtíð, hugvekja um gildi hins gamla, íslenska byggingararfs og ádeila á smekkleysi í húsbyggingum eftir- stríðsáranna. Við lesturinn fékk ég sannfæringu fyrir því að þannig og ekki öðruvísi ætti að skrifa um bygg- ingarlist. Alla tíð síðan hef ég litið á Hörð Ágústsson sem minn helsta læriföður í arkitektúrfræðum. Og það þó ég sæti aldrei svo mikið sem eina kennslustund í hans skóla. Með Herði Ágústssyni er fallinn frá einn fremsti og fjölhæfasti listamaður sem íslenska þjóðin hefur eignast. Á hálfri öld skilaði hann margföldu ævi- starfi sem myndlistarmaður, hönnuð- ur, gagnrýnandi, fræðimaður á sviði sjónvísinda og brautryðjandi í rann- sóknum á íslenskri húsagerðarsögu. Hann var okkar helsti baráttu- og hugsjónamaður á sviði íslenskra sjón- lista, sem hélt því ótrauður fram að umbúðirnar ættu sér innihald og að mennt og menningararfur forms og lita væri engu síðri en orðsins list. Fá verk hafa verið mér kærari en það að fjalla um framlag Harðar til ís- lenskrar byggingarlistar í tengslum við yfirlitssýningu á verkum hans á Kjarvalsstöðum fyrr á þessu ári. Sú breyting sem orðið hefur á viðhorfi ís- lensku þjóðarinnar til verndunar gamalla húsa og gildi byggingararfs- ins er meðal þess markverðasta sem gerst hefur á sviði byggingarlistar hér á síðari árum. Óumdeilt er að þar á enginn stærri hlut að máli en Hörð- ur Ágústsson. Eru vandfundin hliðstæð dæmi um að einn einstaklingur hafi, með innsæi sínu og þrotlausri baráttu, náð að verða upphafsmaður heillar þjóðar- vakningar. Fyrir hönd Listasafns Reykjavíkur sendi ég fjölskyldunni í Grænuhlíð 12 mínar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur H. Ármannsson. Hörður Ágústsson var einstakur hæfileikamaður. Við sem nutum þess að ganga í skóla hjá honum minnumst hins mikla áhuga og eldmóðs sem ein- kenndi stjórn hans í Myndlista- og handíðaskólanum. Hann hafði ein- lægan og brennandi áhuga á myndlist og byggingalist sem náði langt út fyr- ir hinn þrönga stakk sem honum var sniðinn í umhverfi sem sýndi áhuga- sviði hans oftast heldur takmarkaðan skilning. Þótt hann þætti strangur var hann um leið afar hlýr maður og gefandi. Það var hreint tilhlökkunar- efni að sitja tíma hjá honum því nem- endum þótti sem þeir væru að fást við eitthvað verðugt og háleitt sem snerti beinlínis framtíð þeirra og nánasta umhverfi. Að öðrum kennurum ólöstuðum hafði enginn jafnóbrigðula yfirsýn yf- ir sjónmenntir og Hörður, en það sem meira var; enginn var eins opinn og hann fyrir endurnýjun listarinnar og þörfinni á stöðugri leit hennar að óvæntum og ögrandi lausnum. Þann- ig bauð hann af rausn sinni töluvert yngri listamönnum til leiks í málstofu skólans þótt þeir væru í orði kveðnu á öndverðum meiði við hugmyndir hans og skoðanir. Hörður var nefnilega enginn bókstafsmaður þótt hann þekkti manna best samhengi listasög- unnar og bæri ómælda virðingu fyrir hinu besta sem hvert tímabil hennar hefði eftirlátið okkur. Djörfung hans og dugur í barátt- unni fyrir varðveislu menningarverð- mæta um allt land opnaði augu margra fyrir því sem þeir áttu bágt með að trúa; að Íslendingar ættu sér gersemar í byggingalist sem vert væri að hlúa að. En það var ekki tekið út með sældinni að kristna suma þöngulhausana í þessum efnum. Margir okkar höfðu svo lágt mat á eigin sögulegum minjum að þeir vildu helst skola þeim sem fyrst á haf út. Hörður gekk oft nærri sér til að breyta þessu hugarfari en hafði loks erindi sem erfiði, okkur eftirkomend- um til ævinlegrar blessunar. Þannig sýndi hann og sannaði að enginn öðl- ast alþjóðlega stærð nema eiga sér ákveðnar rætur. Menningin verður ekki flutt inn hrá á kostnað þess sem fyrir er heldur aðeins í sátt og sam- lyndi við það. Hið dýrmætasta sem Hörður kom þó til skila var eflaust sú staðreynd að enginn verður velunnari listar nema bera merki hennar áfram um ókomna tíð, hvernig sem á móti blæs. Í þeim efnum nægir ekki að hugsa um eigin nafla því enginn er eyland. Ættingjum Harðar Ágústssonar vottum við dýpstu samúð um leið og við trúum að til séu nægilega margir ósérhlífnir Ís- lendingar til að taka við merki baráttu hans. Margrét Auðuns og Halldór Björn. Kveðja frá Listaháskóla Íslands Með Herði Ágústssyni er genginn lista- og menntafrömuður sem hefur haft afgerandi áhrif á þróun í menn- ingarlífs á Íslandi allt frá miðri síðustu öld. Lífsverk hans spannar ótrúlega breitt svið og sér verka hans mjög víða. Listamaður, fræðimaður og kennari – allt í senn, og boðberi nýrra hugmynda og nýrrar sýnar á allt okk- ar manngerða umhverfi. Hann hefur verið nefndur „kyndilberi módern- ismans“ en hafði þann víða hug að taka fordómalaust við stefnum og hugmyndum sem síðar komu. Sem skólamaður skildi hann við sig arfleið sem við enn í dag byggjum á og er til viðmiðunar í okkar litla en kraftmikla skólasamfélagi. Hörður tengdist Listaháskólanum með beinum og óbeinum hætti. Skól- inn var stofnaður 1998 en þá var Hörður hátt á áttræðisaldri. Hann lagði okkur lið við stofnun skólans með því að tala máli okkar við áhrifa- fólk innan listasamfélagsins og utan þess, og við undirbúning arkitektúr- námsins kom þekking hans og sýn á þetta svið að miklu gagni. Hörður var einn aðalhöfundur tillagna um kennslu í byggingarlist á Íslandi sem nefnd á vegum menntamálaráðuneyt- is lagði fram 1988, og lögðu hug- myndafræðilegan grunn að þeim til- lögum sem síðar var unnið eftir. Fyrir þetta vill Listaháskólinn sérstaklega þakka. Það var mér sem listamanni og skólamanni mikil reynsla að kynnast Herði Ágústssyni. Þótt aldurinn væri þá farinn að færast yfir hann leiftraði hugur hans af fjöri og hann hvatti mig til dáða. Af þeim fáu fundum sem ég átti með honum kveikti hann með mér nýjar hugmyndir og hann lýsti upp þær flækjur sem ég einhvern veginn sá þá ekki í gegnum. Nú þegar við kveðjum Hörð vil ég þakka honum þessar stundir og ég sendi fjölskyldu hans mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hjálmar H. Ragnarsson. Hörður Ágústsson var klettur á sviði sjónlista og sjónmennta á Ís- landi. Sköpunarkraftur hans spannaði afar vítt svið listar, hönnunar og fræðimennsku. Einkennin á öllu því sem hann tók sér fyrir hendur voru ævinlega hin sömu; nákvæmni, elju- semi og ástríða. Oft var hann braut- ryðjandi en aldrei hugsunarlaus spor- göngumaður. Hörður var svo lengi sem ég man viðmið í fagmennsku í sjónlistum á Íslandi. Hörður var að mörgu leyti ein- kennilega samsettur maður. Hann var hvort tveggja í senn dálítið gamaldags upplýsingamaður og klassíker, og ólg- andi módernisti og framúrstefnumað- ur, en umfram allt endurreisnarmað- ur í fleiri en einum skilningi. Í honum toguðust á með kostulegum hætti annars vegar jarðbundin og smá- munasöm skynsemisvera og hins veg- ar fljúgandi og mótsagnakennd til- finningavera. Hann var maður þess gamla en um leið þess nýja og náði sjaldgæfu jafnvægi þar á milli. Ég kynntist Herði ekki síst vegna húsafriðunarverkefnis sem hann hafði afskipti af, björgun og endurreisn æskuheimilis míns, baðstofu og torfbæ að Austur-Meðalholtum í Flóa. Má telja víst að lítið hefði orðið úr framkvæmdum ef hvatningar og stuðnings Harðar hefði ekki notið við. Í mörgum skoðunarferðum okkar austur í Flóa meðan þetta verkefni stóð sem hæst á níunda áratugnum bar margt á góma um listir og menn- ingu í fortíð og nútíð. Þá fannst mér ég oft verða þess áskynja að á bak við formhyggju- manninn var rómantískur hugsjóna- maður sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Þannig varð bjartsýni hans og eldmóður þeim sem í kringum hann voru oft sem áskorun til að tak- ast á við jafnvel stærri verkefni en þeir héldu sjálfir að þeir réðu við. Hörður vakti smám saman með mér áhuga á ýmsum hliðum hinnar fornu íslensku byggingarhefðar í þessum ferðalögum og með skrifum sínum og fyrirlestrum. Þetta veganesti hefur reynst mér ómetanlegt og má vafa- laust rekja fleira en ég er meðvitaður um í eigin sköpunarstarfi til þessarar uppsprettu. Á bakaleiðinni úr þessum ferðum austur fyrir fjall, sem alltaf voru farnar á góðviðrisdögum, var gjarnan tekinn hringur í Reykjavík, hús skoðuð, spáð í liti og form, bygg- ingastíla og stílbrot, gamlar hefðir og nýjungar. Athugasemdir Harðar voru jafnan vel grundvallaðar, frum- legar, skemmtilegar, en umfram allt markaðar afar næmri fagurfræðilegri sýn. Hörður var alla tíð fastagestur á flesta þá atburði sem fram fóru á sjónlistavettvangi í Reykjavíkur. Ég held að best megi lýsa þeim áhrifum sem það hafði að hitta Hörð hvort heldur var á slíkum samkomum eða við önnur tækifæri með orðinu upp- lífgandi. Ég hygg að sama orð lýsi jafnframt vel ævistarfi hans og fram- lagi til íslenskrar menningar. Ég votta aðstandendum Harðar Ágústssonar samúð mína við fráfall hans. Hannes Lárusson. Hörður Ágústsson hafði þann bráð- nauðsynlega eiginleika almennilegra kennara að kunna að tendra ljósið og fá nógu marga nemendur til að hrífast með til að ljósið héldi lífi og skipti ein- hverju máli. Hann vissi sem var að logandi ljós tapar engu við að tendra upp annað. Það ljós sem skein skær- ast var sú fullvissa hans að íslensk myndlist ætti sér miklu dýpri sögu en frá öndverðri tuttugustu öld. Hann kenndi okkur hvernig grundvallar- hugmyndir berast landa á milli, taka á sig þjóðlegan svip eftir verkmenningu og efnisnotkun. Hvernig hlutfalla- dýrð Péturskirkjunnar í Róm væri til dæmis falin í Víðimýrarkirkju í Skagafirði. Þetta kann að hljóma ankannalega en fyrir 40 árum mátti heyra í hátíðarræðum að Íslendingar ættu nær enga menningarsögu en bókmenntasögu sem næði lengra aft- ur í tímann en 50 ár. Það bergmál glumdi lengi en Hörður var í forystu- sveit þeirra sem bentu á annað og opnuðu augu fjölmargra. Hann til- heyrði þeirri kynslóð sem stóð frammi fyrir rústum seinni heims- styrjaldarinnar og kenndi þjóðrembu og foringjadýrkun um. Hann var í far- arbroddi þeirra sem vildi leggja grunn að alþjóðlegu myndmáli hér á landi. Hann vissi að öll góð list er í senn þjóðleg og alþjóðleg. Hann var helstur þeirra sem lögðu grunninn að sjónmenntum eins og við þekkjum þær hér í dag. Hann vissi að list hans yrði að ná yfir allt. Hvort sem hann vann með olíu, límbönd, blýant eða við uppsetningu tímarita, hönnun og myndskreytingu bóka, merkjagerð eða kennslu og fræðistörf. Eldmóður hans var smitandi. Hann kenndi líka sjálfsvirðingu listamanna; að leggjast ekki lágt og láta peningavöld og póli- tíkusa stjórna ferðinni en um leið full- komlega meðvitaður um pólitík og peninga í listum. Samfélag hönnuða á honum mikið að þakka fyrir að kenna okkur skilninginn og virðinguna. Ljósið sem hann bar mun lifa. Guðmundur Oddur Magnússon.  Fleiri minningargreinar um Hörð Ágústsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Pjetur Stef- ánsson formaður Íslenskrar graf- íkur og fyrrverandi formaður Sam- bands íslenskra myndlistarmanna; Arndís Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.