Morgunblaðið - 21.09.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 31
MINNINGAR
Mér er það afar
minnisstætt þegar
Björn Björnsson, þá-
verandi aðstoðarfor-
stjóri Íslandsbanka, greindi mér frá
því að hann hygðist láta af störfum af
heilsufarsástæðum. Samtalið bar
vott um æðruleysi, raunsæi og ein-
lægni Björns; hann tókst á við veik-
indin af sömu festu og önnur ábyrgð-
armikil verkefni sem honum var
treyst fyrir í lífinu. Það segir meira
en mörg orð um Björn að á stund al-
vörunnar var kímnin jafnan skammt
undan. Maðurinn sem bar ábyrgð á
lánaáhættu bankans sagði um sínar
batahorfur þegar ég vildi gera minna
úr þessu: „Bjarni, tölfræðin er á móti
mér.“
Samstarfsfólk Björns kveður hann
með söknuði. Allt frá því fjórbank-
arnir sameinuðust í Íslandsbanka ár-
ið 1990 var Björn lykilmaður í upp-
byggingu og framþróun bankans.
Hann átti sæti í þriggja manna
bankastjórn við sameininguna, sat
alla tíð í framkvæmdastjórn og í
mars 2003 var hann ráðinn aðstoð-
arforstjóri. Hann var framkvæmda-
stjóri lánaeftirlits frá árinu 1994 og
bar jafnframt ábyrgð á lögfræðideild
og starfsmannaþjónustu bankans.
Hann gegndi auk þess fjölmörgum
öðrum trúnaðarstörfum fyrir Ís-
landsbanka.
Björn setti mikið mark á fyrir-
tækjabrag bankans með persónu
sinni og störfum. Heilindi, raunsæi
og stefnufesta voru aðalsmerki
Björns. Sem forsvarsmaður Lána-
eftirlits glímdi hann við mörg erfið
mál. Þá naut hann þess hversu mikið
traust var borið til hans, jafnt innan
bankans sem utan. Slíkt traust skap-
ast ekki án innistæðu. Birni tókst
frábærlega vel að gæta hagsmuna
bæði bankans og viðskiptavina,
þannig að allir voru sterkari eftir.
Með sinni þægilegu nærveru,
framkomu og háttsemi tókst Birni að
búa til hlýlegt andrúmsloft. Án þess
þó að missa sjónar á því að bankinn
er í samkeppni og þarf stöðugt að
sækja fram. Þá er mikilvægt að fyr-
irtækjabragurinn sé umvafinn heil-
indum og trúnaði.
Þegar Björn lét af störfum flutti
hann samstarfsfólki sínu kveðju og á
slíkum stundum er til siðs að gefa
heilræði. Hann kvaðst ekki ætla að
gera það, því að ef við, samstarfs-
fólkið, hefðum ekki lært af honum og
með honum, þann tíma sem hann
starfaði í bankanum, þá væri það
örugglega of seint við kveðjuathöfn.
Þannig var Björn, lét verkin tala en
setti með sinni alvörugefnu kímni
mál sitt fram á skýran og einfaldan
hátt sem við lærðum af. Ómetanlegt
framlag Björns rúmast ekki í heil-
ræði heldur gætir áhrifa hans í öllum
innviðum og starfsemi bankans.
Þakklæti er ofarlega í huga okkar
allra fyrir að hafa fengið að vera
Birni samferða. Mikill missir er að
Birni og hans er sárt saknað. Við
Helga færum Guðnýju og fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Bjarni Ármannsson.
Þegar ég kvaddi æskufélaga minn,
Björn Björnsson, í Hallgrímskirkju í
dag, flutu fram margar gamlar
minningar, sem reyndust geymdar
en ekki gleymdar. Við Björn, eða
Gutti eins og hann var þá kallaður,
vorum fyrstu vinir og leikfélagar
hvor annars hér í lífinu. Við komum í
heiminn norður á Akureyri með
rúmlega mánaðar og nokkurra hús-
lengda millibili. Foreldrar okkar
voru vinafólk, og líklega höfum við
Gutti leikið okkur saman allt frá því
BJÖRN
BJÖRNSSON
✝ Björn Björnssonfæddist á Akur-
eyri 24. ágúst 1949.
Hann lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 11. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Hallgríms-
kirkju 19. septem-
ber.
að við skriðum úr
vöggu, þótt ekki muni
ég svo langt. Það
fyrsta sem ég man er
að við lékum okkur við
að byggja hús í sykur-
skúffunni í Mýrarbúð-
inni, sem foreldrar
mínir ráku, en þá var
sykur seldur í lausri
vikt. Síðan þróuðust
leikirnir, við fórum
saman í bíó að sjá
Tarzan og Roy Rog-
ers, við stofnuðum
íþróttafélag, og einu
sinni samdi ég um hann vísu, „Gutti
sat við stein“. Við ræddum leyndar-
dóma tilverunnar og fundum lausnir
á ýmsum vandamálum lífsins, þótt
ekki sé ég viss um að þær lausnir
hafi alltaf nýst okkur þegar við urð-
um stórir.
Gutti var góður félagi, alltaf hress
og kátur, og ég minnist þess ekki að
við höfum nokkurn tíma orðið óvinir.
En það er gangur lífsins að gamlir
vinir fjarlægjast og nýir koma í stað-
inn. Þannig var það líka með okkur
Gutta, og þegar foreldrar hans fluttu
úr Grænumýrinni hittumst við æ
sjaldnar og áttum hvor sinn kunn-
ingjahóp. Síðan við urðum fullorðnir
höfum við bara hist endrum og eins á
förnum vegi. Núna síðast hitti ég
Gutta og Guðnýju eiginkonu hans,
gamla skólasystur og vinnufélaga, á
35 ára stúdentsafmæli okkar allra í
Menntaskólanum á Akureyri. Við
spjölluðum aðeins lauslega saman,
og ekki grunaði mig að hann ætti svo
skamman veg ófarinn hérna megin
línunnar hárfínu sem skilur milli lífs
og dauða.
Mér þótti miður að frétta af veik-
indum hans og vonaði alltaf að úr
rættist, en nú veit ég af honum á
betri stað, þar sem sjúkdómar og
sársauki eru ekki til staðar. Þar
munum við Gutti hittast að mínum
degi loknum hér á jörðinni. Ég sendi
fjölskyldu hans og systrum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Bjarki Jóhannesson.
Björn skipaði forystusveit Ís-
landsbanka við sameiningu fjór-
bankanna árið 1990 allt þar til hann
lét af störfum snemma árs 2005.
Björn kom víða við á þeim 15 árum
sem hann vann hjá Íslandsbanka en
lengst af var hann yfir lánamálum og
lánaeftirliti bankans.
Við útibússtjórar áttum því mikil
samskipti við hann í gegnum tíðina
enda eru lánamál einn stærsti þáttur
í rekstri útibúa. Það var ávallt gott
að leita til Björns hvort heldur um al-
mennar ráðleggingar eða vegna
viðamikilla viðskiptamála. Hann var
fljótur að greina kjarnann frá hism-
inu og setja sig inn í þau mál sem
borin voru á borð fyrir hann.
Björn var skapmikill og gat verið
hvass á stundum. Slíkt sat hins vegar
hvorki í honum né lét hann viðkom-
andi gjalda fyrir slíkt síðar. Hann
var góður leiðbeinandi og á hann var
hlustað enda var hann afskaplega
næmur við greiningu mála og fljótur
að átta sig á hvað bæri að gera og
hvað bæri að forðast í viðskiptum.
Hann hafði til að bera mikla fram-
sýni í lánamálum og sá iðulega fyrst-
ur manna ef í óefni stefndi en tók vel
undir og studdi góð mál. Björn var
einstaklega yfirvegaður og flutti mál
sitt iðulega af hógværð en með festu
og ákveðni. Hann talaði tæpitungu-
laust og gaf skýr fyrirmæli og skila-
boð.
Minni Björns var einstakt og gat
hann rekið fólk á gat með einhverju
sem áður var sagt eða gert þrátt fyr-
ir að sá sem málið flutti ætti að vita
betur. Í amstri hversdagsins gat ver-
ið stutt í húmorinn hjá Birni og sá
hann oft spaugilegar hliðar á graf-
alvarlegum hlutum sem aðrir veittu
litla eða enga eftirtekt.
Það var áfall fyrir alla er til Björns
þekktu þegar hann greindist með
krabbamein fyrir réttu ári. Aðdáun-
arvert var að fylgjast með þrotlausri
baráttu hans við sjúkdóminn allt þar
til yfir lauk.
Nú hefur Björn gengið veginn á
enda. Að leiðarlokum þökkum við
Birni trausta og góða samfylgd í
gegnum árin. Minningin um góðan
dreng lifir.
Guðnýju eiginkonu Björns, dætr-
um og fjölskyldunni allri vottum við
samúð okkar.
Útibússtjórar Íslandsbanka.
Átta ára gömul
kynntist ég Óla.
Þangað til hafði ég
átt Hlín móðursystur
mína ein – en nú var
dularfullur maður fluttur inn til
hennar. Við Óli rifjuðum stundum
upp hvernig ég gekk fram og aftur
fyrir utan stofugluggana þeirra á
Sóleyjargötunni til að freista þess
að „skoða“ þennan hálfgerða
keppinaut. Óli kom út til mín, og
hófst nú alvarlegt spjall lítillar
stelpu við mann sem fann það á
sér að hér væri best að vanda vel
til fyrstu kynna. Í næstu minningu
hafði lagskipt amerískt ávaxta-
hlaup – neðst appelsínugult, þá
grænt og rautt efst – fyllt mig
barnslegri aðdáun og þeirri vissu
að sá sem kynni að útbúa slíka
dýrð væri sennilega ekki svo af-
leitur.
Þessi nálgun Óla gaf enda for-
smekkinn að þeim tæplega tuttugu
og fimm ára kynnum sem á eftir
fylgdu, og ég hefði óskað að yrðu
miklum mun lengri. Ég átti eftir
að njóta af sérstæðum frumleika
hans í margvíslegu tilliti en Óli var
að sönnu maður sem fór sínar eig-
in leiðir.
Sá eiginleiki kristallaðist eftir-
minnilega í kennaranum Óla sem
ég var svo lánsöm að kynnast
einnig. Veit ég að ég tala fyrir
hönd ótal margra þegar ég segi að
þar fór kennari sem lítið hafði fyr-
ir að verða nemendum sínum
ógleymanlegur. Raungreinarnar,
sérsvið Óla, urðu fyrir hans sér-
stöku og einstæðu nálgun lausar
við alla „mystík“ í þeim skilningi
að þær væru aðeins fárra að skilja
og geta lært.
Sjálfsagt átti ekki síður þátt í
þeim árangri að hann kom fram
við alla af sömu virðingu, nokkuð
sem eflaust hefur eflt sjálfstraust
þeirra sem af einhverjum ástæðum
töldu sig til lakari nemenda. Sá
lærir fátt af því sem hann telur sig
ekki geta lært og ég skil það nú
hversu vel Óli hefur gert sér grein
fyrir þessu.
Tilraunir Óla náðu langt út fyrir
eðlis- og efnafræðistofuna. Ég
minnist hans sem manns sem
heima og heiman var sífellt að
prófa sig áfram með það sem hon-
um hafði dottið í hug og naut frjó
hugsun hans sín á þeim fjölmörgu
sviðum sem honum voru hugleikin,
allt frá tónlistariðkun til matar-
gerðar.
Tel ég jafnvel að þetta hafi verið
aðferð Óla við að njóta lífsins: ekki
að sitja við orðin tóm, heldur
framkvæma, prófa, nokkuð sem
við mörg hver ástundum allt of lít-
ið.
Stórt skarð er höggvið í fjöl-
skyldu okkar að Óla gengnum.
Megi góðar vættir fylgja vænum
manni.
Kristín Helga Þórarinsdóttir.
Í dag kveðjum við eftirminnileg-
an mann, umsjónarkennarann og
vöfflumeistarann okkar, hann Ólaf
Guðmundsson. Óli eðla tók við
bekknum okkar á unglingastigi
eftir að margir kennarar höfðu
gefist upp, enda var það ekki á
hvers manns færi að reyna að hafa
hemil á jafn óstýrilátum hópi ung-
menna.
Þegar við í bekknum fréttum af
því að Óli myndi verða umsjón-
arkennarinn okkar varð tilhlökk-
unin mikil þar sem við höfðum
þegar heyrt ófáar sögur af
skemmtilegum kennslustundum
hans. Það má segja að Óli hafi
ÓLAFUR
GUÐMUNDSSON
✝ Ólafur Guð-mundsson fædd-
ist í New York hinn
4. júlí 1944. Hann
lést á Landspítalan-
um 9. september
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Dómkirkjunni 19.
september.
strax frá fyrsta degi
unnið okkur á sitt
band. Óli var nefni-
lega einn af þeim
kennurum sem var
ófeiminn við að tala
við nemendur sína
sem félaga, taka af
og til þátt í fíflalátum
þeirra ásamt því að
miðla áleiðis þeim
ómetanlega fróðleik
sem hann bjó að.
Hann var ekkert
venjulegur kennari,
hann var stórkostleg-
ur kennari. Með skemmtilegum
kennsluaðferðum sínum tókst hon-
um að smita okkur af brennandi
áhuga sínum á þeim fögum sem
hann kenndi.
Það fór ekki á milli mála þegar
hann steig fæti inn í eðlisfræði-
stofuna að þar var hann staddur á
heimavelli og tilraunirnar sem þar
fóru fram voru hver annarri
skemmtilegri. Einu sinni ákvað
hann að gera tilraun sem myndi
sýna okkur hve mikið af eitur-
efnum væri í tóbaksreyk, sem varð
til þess að við önguðum öll af
vindlareyk. Óli tók þá skýrt fram
að ef lyktin yrði til þess að við yrð-
um grunuð um að vera byrjuð að
reykja mættu foreldrar okkar
endilega hafa samband við sig. Á
þeim tíma þegar allir áttu slím
ákvað hann að nú skyldi búa til
eitt slíkt.
Það fór reyndar ekki betur en
svo að hann endaði útataður í tré-
lími á höndunum og varð að senda
alla út í frímínútur.
Nokkrum sinnum á skólaári
voru vöffludagar hjá Óla. Þá mætti
hann með vöfflujárnið undir hend-
inni og skellti í nokkrar vöfflur
fyrir bekkinn. Rjómann þeytti
hann með því að hrista hann í
poka og fræddi okkur um leið hvað
veldur því að rjómi þeytist. Gott
dæmi um þá lífsgleði sem ein-
kenndi Óla var þegar hann byrjaði
að læra á selló á miðjum aldri.
Þrátt fyrir að langt sé síðan Óli
kenndi okkur fann maður alltaf
fyrir sömu umhyggjunni frá hon-
um þegar hann varð á vegi manns.
Við viljum þakka fyrir þann
skemmtilega tíma sem við áttum
með Óla, hann var ekki bara kenn-
arinn okkar heldur líka góður vin-
ur sem við gátum alltaf leitað til,
og maður sem kenndi okkur að
hafa gaman af lífinu.
Elsku Hlín og fjölskylda, við
vottum ykkur okkar innilegustu
samúð á þessum erfiðu tímum.
Minningin um Óla mun lifa í hug-
um okkar um ókomna framtíð.
10. bekkur ÆSK 1994–1995.
Þegar við bekkjarsystkinin lít-
um til baka minnumst við Óla, eða
Óla eðlu eins og við kölluðum
hann, sem eins besta og skemmti-
legasta kennarans okkar. Það
sannaðist á hverju ári þegar kom
að kosningu vinsælasta kennarans,
en þar bar Óli ávallt sigur úr být-
um.
Tímarnir hjá Óla voru alltaf til-
hlökkunarefni og tilbreyting frá
venjulegu skólastarfi því þar gat
allt gerst. Óli var nefnilega sann-
kallaður galdramaður innan eðl-
isfræðistofunnar og fékk okkur
krakkana oft með sér í afar frum-
leg og metnaðarfull verkefni. Það
skipti þó ekki máli hvort tilraun-
irnar heppnuðust eða ekki, bara að
allir væru með og hvernig sem fór
var alltaf glatt á hjalla. Óhefð-
bundnar kennsluaðferðir hans,
glaðværð og óborganlegur húmor
áttu vel upp á pallborðið hjá okkur
nemendunum og settu ógleyman-
legan svip á skólalífið. Við erum
heppin að hafa kynnst Óla.
Elsku Hlín, Maggi, Helga og
fjölskylda, við sendum ykkur okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur á
þessum erfiðu tímum.
Útskriftarárgangur
Háteigsskóla 1998.
Okkar ástkæri,
ÞÓRARINN ÞORLEIFSSON,
Flúðabakka 2,
Blönduósi,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
föstudaginn 16. september.
Hann verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju
laugardaginn 24. september kl. 14.
Aðstandendur.
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
LAUFEY GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
Gilhaga
í Öxarfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga laugar-
daginn 17. september.
Hún verður jarðsungin frá Skinnastaðarkirkju
laugardaginn 24. september kl. 14.00.
Brynjar Halldórsson, Hildur Halldórsson,
Einar Þorbergsson,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær eiginkona mín,
UNNUR GRÉTA KETILSDÓTTIR,
andaðist á líknardeild Landspítala, Kópavogi,
mánudaginn 19. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hrólfur S. Gunnarsson.