Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 35
FRÉTTIR
Á NORÐURLANDAMÓTI skóla-
sveita sem lauk um síðustu helgi í Ár-
ósum í Danmörku varð lið Lauga-
lækjarskóla efst í keppni
grunnskólasveita. Árangur Lauga-
lækjarskóla var glæsilegur og má
m.a. rekja hann til umtalsverðrar
þjálfunar sem Torfi Leósson, liðs-
stjóri sveitarinnar, hefur haft veg og
vanda af undanfarin fjögur ár. Loka-
staðan í keppninni varð þessi:
1. Laugalækjarskóli 14 vinningar af 20 mögu-
legum.
2. Nordseter Ungdomsskole (Noregur) 11½
v.
3. N. Zahles Gymnasien skole (Danmörk II)
10½ v.
4. Porin Suomalainen yhteislyseo (Finnland)
9½ v.
5. Mårslet skole (Danmörk I) 9 v.
6. Mälarhöjdens Skola (Svíþjóð) 5½ v.
Árangur einstakra sveitarmeðlima
Laugalækjarskóla varð þessi:
1. borð: Daði Ómarsson (1641) 3 vinninga af 5
mögulegum.
2. borð: Matthías Pétursson (1505) 2 v.
3. borð: Vilhjálmur Pálmason (1470) 4½ v.
4. borð: Einar Sigurðsson (1345) 4½ v.
Aron Ellert Þorsteinsson var vara-
maður en tefldi enga skák.
Taflmennska liðsins var oft á tíðum
áhugaverð og var baráttugleðin í fyr-
irrúmi. Framganga Vilhjálms Pálma-
sonar og Einars Sigurðssonar var
eftirtektarverð en þeir hlutu gull-
verðlaun fyrir bestan árangur á
þriðja og fjórða borði. Vilhjálmur
tefldi tveir athyglisverðar skákir með
hvítu í skoska leiknum og var sú síð-
ari gegn Finna.
Hvítt: Vilhjálmur Pálmason (1470)
Svart: Jere Mäkinen (1427)
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4.
Rxd4 Bc5 5. Rb3 Bb6 6. Rc3 d6 7. a4
a6 8. Bc4 Re5 9. Be2 Be6 10. Rd4 Df6
11. Be3 Re7 12. Dd2 Rc4?! 13. Bxc4
Bxc4 14. b3 Be6
Hvítur stendur betur í framhaldi
af þeim uppskiptum sem nú eiga sér
stað.
Sjá stöðumynd 1
15. Rxe6!? fxe6 16. Bxb6 cxb6 17.
O-O O-O 18. Re2!
Lunkinn leikur sem hótar d6-peð-
inu og auðveldar fyrir góðri sam-
vinnu hvítu mannanna.
18...e5 19. Had1 Had8 20. Rc3 Dg6
21. De2 Rc6?! 22. Rd5 Rd4?
Slæmur afleikur í vondri stöðu.
Sjá stöðumynd 2
23. Hxd4! exd4 24. Re7+ og svart-
ur gafst upp enda er hann að tapa
drottningunni.
Á sama tíma og stað fór fram
Norðurlandamót menntaskólasveita
og lenti lið Menntaskólans í Hamra-
hlíð í öðru sæti en norska sveitin vann
nokkuð örugglega. Lokastaða keppn-
innar varð annars þessi:
1.Noregur 13½ vinningur af 20
mögulegum
2. MH 11½ v.
3. Finnland 10½ v.
4. Danmörk II. 9½ v.
5. Danmörk I 7½ v.
6. Svíþjóð 5½ v.
Árangur einstakra sveitarmeðlima
MH varð þessi:
1. borð: Dagur Arngrímsson (2350) 4½ vinn-
ing af 5 mögulegum.
2. borð: Helgi J. Hafsteinsson (1735) 2½ v.
3. borð: Grímur Daníelsson (1705) 1 v.
4. borð: Víkingur F. Eiríksson (1640) ½ v. af
tveim.
1. vm.: Hlynur Hafliðason (1525) 2 v.
af tveim.
2. vm.: Flóki Sigurðarson (1510) 1 v.
af einum.
Dagur Arngrímsson fékk gull fyrir
bestan árangur á fyrsta borði en
hann tefldi kröftuglega í keppninni.
Eins og svo oft áður var Ólafur H.
Ólafsson liðsstjóri íslenska liðsins í
Norðurlandakeppni framhaldsskóla-
sveita. Nánari upplýsingar um NM
skólasveita er að finna á vefsíðunni
www.skak.is en þaðan er hægt að
komast á heimasíðu mótsins sem
hefur vefslóðina: http://www.skole-
skak.dk/nm2005/.
EM taflfélaga hafin
Sveit Taflfélags Reykjavíkur byrj-
aði vel í Evrópukeppni taflfélaga sem
hófst sunnudaginn 18. september
þegar liðið lagði að velli ,,de Sprenger
Echternach“ frá Lúxemborg með 5
vinningum gegn einum. Þröstur Þór-
hallsson gerði jafntefli sem og Bragi
Þorfinnsson á meðan alþjóðlegu
meistararnir, Stefán Kristjánsson,
Arnar Gunnarsson, Björgvin Jóns-
son og Jón Viktor Gunnarsson unnu
sínar viðureignir. Lið Taflfélagsins
Hellis tapaði fyrir sterku rússnesku
liði TPS 5-1. Björn Þorfinnsson lagði
að velli stórmeistarann Petr Kirjakov
(2571) á meðan félagar hans lutu í
lægra haldi gegn mun stigahærri
andstæðingum. Hannes Hlífar tapaði
fyrir ofurstórmeistaranum Emil Sut-
ovsky (2674). Nokkrar breytingar
hafa átt sér stað á liðsskipan og fjöldi
liða frá því að greint var frá keppn-
inni í síðasta skákþætti. Alls taka 48
lið þátt í keppninni og ef mið sé tekið
af meðalstigum sveitar Taflfélags
Reykjavíkur má ætla að hún lendi í
tuttugasta sæti en ef mið sé tekið af
meðalstigum sveitar Hellis má ætla
að hún lendi í 29. sæti. Nánari
upplýsingar um keppnina er að finna
á vefsíðunni www.skak.is. en þaðan
er hægt að komast á heimasíðu
mótsins sem hefur vefslóðina:
www.scacchivda.com/.
Jón Árni skákmeistari
Garðabæjar
Skákþingi Garðabæjar lauk nýver-
ið með sigri Jóns Árna Halldórssonar
(2126) en hann hlaut 6½ vinning af
sjö mögulegum. Annar varð Tómas
Björnsson (2227) sem fékk 6 vinninga
en hinn ungi Svanberg Már Pálsson
(1723) lenti í þriðja sæti með 4½ vinn-
ing. Nánari umfjöllun um mótið er að
finna á heimasíðu Taflfélags Garða-
bæjar, www.tgchessclub.com.
Laugalækjarskóli
Norðurlandameistari!
Helgi Áss Grétarsson
Stöðumynd 1 Stöðumynd 2
daggi@internet.is
Norðurlandameistararnir f.v.: Torfi Leósson, Vilhjálmur Pálmason, Matthías
Pétursson, Einar Sigurðsson, Daði Ómarsson og Aron Þorsteinsson.
SKÁK
Árósir, Danmörk
NORÐURLANDAMÓT SKÓLASVEITA
16.–18. september 2005
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 16. september var
spilað á 9 borðum.
Úrslit urðu þessi í N/S
Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 247
Bjarnar Ingimarss. – Friðrik Hermanns. 242
Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónsson 232
A/V
Sófus Berthelsen – Haukur Guðmunds. 243
Jón Sævaldsson – Þorvarður Guðmss. 240
Ingimundur Jónsson – Helgi Einarsson 236
Þriðjudaginn 13. september var
spilað á 11 borðum. Meðalskor var
216.
Úrslit urðu þessi í N/S
Sturlaugur Eyjólfss. – Lilja Kristjánsd. 257
Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 256
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 236
A/V
Sigurberg Elentínuss. – Ólafur Gíslason 255
Björn Karlsson – Jens Karlsson 254
Jón Sævaldsson – Þorvarður S. Guðmss. 252
Bridsdeild FEBK
í Gjábakka
Vetarstarfið er nú hafið af fullum
krafti og evar spilað á 7 borðum 9.
sept. Úrslitin í NS:
Auðunn Guðmss. – Bragi Björnss. 199
Halla Ólafsd. – Jón Lárusson 197
Magnús Halldórss. – Rafn Kristjánss. 196
A/V:
Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddss. 206
Júlíus Guðmss. – Óskar Karlss. 186
Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss. 173
Spilað er á föstudögum kl. 13.15.
Keppnisstjóri er Ólafur Lárusson.
Bridsdeild FEB
í Reykjavík
Tvímenningskeppni var spiluð í
Ásgarði, Stangarhyl, fimmtud. 15.9.
Árangur N–S
Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 277
Alda Hansen – Jón Lárusson 246
Sæmundur Björnss. – Oliver Kristófss. 237
Árangur A–V
Þröstur Sveinsson – Bjarni Ásmunds 264
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 227
Ægir Ferdinandss. – Soffía Theodórsd. 222
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni var spiluð í
Ásgarði, Stangarhyl, mánud. 19.9.
Árangur N–S
Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 249
Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 230
Björn Pétursson – Sigurður Pálsson 225
Árangur A–V
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 293
Þröstur Sveinsson – Bjarni Ásmunds 252
Jón Hallgrímsson – Helgi Hallgrímsson 227
Spilað var á 9 borðum. Meðalskor
216 stig.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Spilað verður brids á sunnudags-
kvöldum í vetur klukkan 19. Spilað
er í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14.
Fyrsta spilakvöldið verður sunnu-
daginn 25. september.
Spilaður verður tvímenningur
næstu þrjú sunnudagskvöld.
Hraðsveitakeppni að hefjast
hjá Bridsfélagi Hafnarfjarðar
Hraðsveitakeppni hefst næsta
mánudag, 26. september. Hún stend-
ur í þrjú kvöld.
Aðstoðað verður við myndun
sveita í símum 897-4961 og 565-3050.
Fimmtudaginn 19. september var
spilaður eins kvölds tvímenningur til
að koma spilurum í gang.
Efstu pör urðu:
Haukur Árnason – Sigurjón Harðarson 199
Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðarson 191
Andrés Þórarinss. – Halldór Þórólfss. 185
Brynja Dýrborgard. – Harpa Ingólfsd. 169
Spilað er í nýjum og rúmgóðum sal
að Flatahrauni 3 (Hraunsel).
Veitingasala verður opin og kvöld-
gjaldið er aðeins 700 kr.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára spil-
aði tvímenning á 12 borðum fimmtu-
daginn 15. september. Miðlungur
220. Beztum árangri náðu í NS
Þorsteinn Laufdal – Tómas Sigurðsson 252
Elís Kristjánsson – Páll Ólason 250
Sigtr. Ellertss. – Katarínus Jónsson 250
AV
Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 305
Jóna Kristinsdóttir – Sveinn Jensson 257
Bragi Salomonss. – Valdimar Láruss. 242
Það var spilaður tvímenningur á
11 borðum mánudaginn 19. septem-
ber. Miðlungur 220. Beztum árangri
náðu í NS
Guðjón Ottósson – Karl Gunnarsson 246
Kristinn Guðmundss – Einar Markússon 245
Jóna Kristinsdóttir – Sveinn Jensson 240
AV
Hlaðgerður Snæbjd – Bragi Björnss. 240
Díana Kristánsd. – Sveinn Jensson 237
Helga Helgad – Þórhildur Magnúsdóttir 233
Spilað alla mánu- og fimmtudaga.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
FIMM skip hafa lagst að bryggju í
nýju höfninni á Reyðarfirði til þessa
og hafa tvö þeirra orðið fyrir því að
sigla á bryggjukantinn, það síðara
nú fyrr í vikunni. Guðmundur
Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarða-
byggð, segir að um tilfallandi óhöpp
sé að ræða. Skip af þessari stærð eigi
auðveldlega að geta lagst að bryggju
og búið verði að kaupa dráttarbát
næsta sumar áður en stærri skip
þurfi að leggja að bryggju.
Guðmundur sagði að það sem
hefði ollið ásiglingunni í síðustu viku
hefði verið vindur og illa útbúið skip,
þ.e.a.s. það hefði ekki verið með hlið-
arskrúfur. Ekki hefði verið um mikl-
ar skemmdir að ræða á bryggjunni,
en einhverjar á steypukantinum.
Hann sagði aðspurður að ekki
væri um neinn hönnunargalla á höfn-
inni að ræða. Það væri alveg búið að
fara yfir það og það væri mjög gott
að leggja að þessari bryggju.
Guðmundur sagði að dráttarbátur
yrði í höfninni, en hann kæmi ekki
fyrr en næsta sumar 2006 áður en
stóru skipin með súrálsfarmana fyrir
álverið færu að koma. Það væri ekki
gert ráð fyrir honum fyrr. „Það er
svo góð aðsigling þarna að það á ekki
að þurfa neinn dráttarbát fyrir svona
skip,“ sagði Guðmundur.
130 milljónir fyrir dráttarbát
Hann sagði að þau skip sem hefðu
verið að lenda í þessum ásiglingum
væru um 20 þúsund tonn, sem væru
skip af svipaðri stærð og fossarnir
sem kæmu á Eskifjörð í hverri ein-
ustu viku og legðust þar alltaf sjálf
að bryggju. Súrálsskipin yrðu hins
vegar allt að 60 þúsund tonn að
stærð og þau þyrftu aðstoð dráttar-
báta til þess að leggjast að.
Guðmundur bætti því við að drátt-
arbáturinn væri að fara í útboð fljót-
lega. Annaðhvort yrði keyptur not-
aður bátur eða smíðaður nýr, en
áætlanir geri ráð fyrir að kostnaður
samfara þessu væri um 130 milljónir
króna.
Tvær ásiglingar skipa á
bryggjukant á Reyðarfirði
Um tilfallandi
óhöpp að ræða
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
BBC Rheiderland sem losar stál
fyrir verksmiðju Alcoa keyrði á
bryggjuna og skemmdi bryggju-
kantinn nokkuð. Litlar skemmdir
urðu á skipinu sjálfu.
Stúlkur hafa
áður keppt
Í frétt um þátttöku skáksveitar
Rimaskóla í Norðurlandamóti
barnaskólasveita var haft eftir
Helga Árnasyni, skólastjóra Rima-
skóla, að þetta væri í fyrsta sinn sem
stúlkur skipa sæti í íslenskri skóla-
skáksveit á Norðurlandamóti. Bent
hefur verið á að skilja mætti orð
Helga sem svo að þetta eigi við bæði
um grunn- og framhaldsskólasveitir,
en hið rétta er að skáksveit Mennta-
skólans við Hamrahlíð var skipuð
tveimur stúlkum árið 2002 þegar
sveitin vann Norðurlandamót fram-
haldsskóla. Því er beðist velvirðingar
á ónákvæmninni í orðalagi fréttar-
innar.
Sálarlíf sjálfs
leikarans
Tvö orð runnu saman í niðurlagi
umsagnar Maríu Kristjánsdóttur
um leikritið Manntafl í blaðinu í gær
og breyttist við það merking setn-
ingarinnar. Rétt er setningin svona:
Hvers vegna halda þeir að sálarlíf
sjálfs leikarans sé svona áhugavert
en ekki sál persónanna, sál verksins?
Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
LANDSAMBAND sjálfstæðis-
kvenna og Samband ungra sjálf-
stæðismanna bjóða til fundar vegna
fyrirhugaðra breytinga á ákvæðum
hegningarlaga er varða heimilis-
ofbeldi. Fundurinn verður haldinn í
Valhöll á morgun, fimmtudag, kl.
17. Framsögumenn fundarins verða
Björn Bjarnason, dóms- og kirkju-
málaráðherra, Drífa Snædal frá
Kvennaathvarfinu og Róbert R.
Spanó, dósent í lagadeild Háskóla
Íslands og formaður refsirétt-
arnefndar. Fundarstjóri verður
Hanna Birna Kristjánsdóttir borg-
arfulltrúi.
Fundur um
lög um
heimilisofbeldi
♦♦♦