Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
kl. 4 og 6 Í þrívíddkl. 3.45 B.i 10 ára
Sýnd kl. 8 og 10.20
Sýnd kl. 3.50 ísl tal
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Sýnd kl. 6 og 8 b.i. 14 ára
Night Watch is F***ING COOL!
Quentin Tarantino
i t t i I !
ti r ti
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára
Sími 564 0000í i
Miðasala opnar kl. 15.15i l l. .
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Harðasta löggan í
bænum er þann mund að
fá stórskrýtinn félaga!
FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND
Harðasta löggan í bænum er þann
mund að fá stórskrýtinn félaga!
Sýnd kl. 10 b.i. 16 ára
MEISTARI HROLLVEKJUNNAR SNÝR AFTUR
TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA
Sýnd kl. 6, 8 og 10
FRÁBÆR GRÍN OG
SPENNUMYND
kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára
H
jartaknúsarinn og látúnsbark-
inn Michael Bolton kemur
fram ásamt tuttugu manna
stórsveit í Laugardalshöll í
kvöld. Bolton kom hingað til
lands snemma í gær og eftir að hann hafði
lagt sig í nokkra klukkutíma var blásið til
blaðamannafundar á Hótel Sögu. Þrátt fyrir
að Bolton hafi ekki verið fyrirferðarmikill á
íslenskum vinsældalistum síðustu árin hefur
hann sent frá sér plötur með reglulegu milli-
bili sem flestar hafa selst ágætlega. Af þeim
má til gamans nefna plötuna Secret Passion
sem kom út árið 1998 en þar syngur Bolton
þekktar óperuaríur. Sú plata fékk frábærar
viðtökur úr klassíska geiranum sem varð
seinna til þess að hann tróð upp með ekki
ómerkari Íslandsvinum en bæði Placido Dom-
ingo og Luciano Pavarotti.
Með plötusamning 16 ára gamall
Þvert á hugmyndir fólks um stórar popp-
stjörnur er Michael Bolton mikill ljúflings-
piltur. Á sama tíma og umboðsmenn hans og
hjálparhellur flögruðu eins og hrægammar
yfir blaðamönnum og minntu þá á tímamörk
viðtalanna kjaftaði á Bolton hver tuska og
hann virtist bara hafa gaman af þrátt fyrir
svefnleysið og glussakaffið sem borið var í
hann án afláts. Það er einnig til merkis um
gott innræti söngvarans að hann hefur látið
mikið að sér kveða í alls kyns hjálparstarfi og
veitt í það gríðarlegum upphæðum um árabil.
Eftir að hafa boðið hann velkominn til Ís-
lands ákvað blaðamaður að byrja á byrj-
uninni og spyrja hann um fyrstu ár hans í
tónlistarbransanum.
„Ég fékk minn fyrsta plötusamning þegar
ég var sextán ára gamall. Platan sem ég söng
inná var af R&B gerðinni og þrátt fyrir að
hún hafi selst sama og ekki neitt – ég held að
foreldrar mínir og nánustu ættingjar hafi ein-
ir fest kaup á henni – þá voru það frábærir
hljóðfæraleikarar eins og Bernard Perdie og
Wilbur Bascomb sem léku á henni. En alla
vega, nokkrum árum seinna þegar ég var
ennþá að skrifa R&B tónlist sem enginn hafði
áhuga á, komst ég í samband við umboðs-
mann Bad Company og Led Zeppelin sem
stakk upp á því að ég gerði rokkplötu. Ég
hugsaði með mér: „Ég ætti að ráða við það,“
og fljótlega varð úr að hljómsveitin Blackjack
var stofnuð.“
Leðurrokkari
Blackjack náði aldrei neinum almennum
vinsældum en hljómsveitin gerði þó tvær
plötur á árunum 1979 og 1980 og hitaði upp
fyrir listamenn á borð við Ozzy Osbourne á
tónleikum. Bolton hefur greinilega gaman af
því að rifja þessa tíma upp og lýsir sjálfum
sér á tónleikum með sítt hár (að sjálfsögðu),
íklæddum þykku leðri með aðra höndina á
míkrófón-standinum en hina teygða í átt til
himins – eins og rokk-lög gera ráð fyrir.
Blackjack lagði upp laupana stuttu eftir að
seinni plata sveitarinnar kom út en Bolton
hélt þó eftir samningi sínum við Columbia
plötufyrirtækið. Við tók litlu betra ástand og
þrátt fyrir að tvær næstu plötur Boltons hafi
selst illa segir það nokkra sögu um trú fyr-
irtækisins á honum að hann var ekki látinn
fjúka. Þess í stað fékk stjórnandi fyrirtæk-
isins hugmynd sem átti eftir að gera Bolton
að einni stærstu stjörnu bandarískrar dæg-
urlagatónlistar.
„Hann kallaði mig inn á skrifstofu einn
daginn og sagði: „Plöturnar þínar hafa ekki
gengið. Hins vegar hafa lögin sem þú hefur
samið fyrir aðra listamenn Columbia virkað
mjög vel. Konurnar hérna frammi sem heyra
demó-upptökurnar þínar spyrja mig í hvert
skipti hver þetta sé. Ég vil að þú gerir plötu
þar sem þú vinnur í þínum eigin lögum á
þann hátt sem þú semur þau fyrir aðra lista-
menn.“ Þú verður að skilja að ég hélt að hann
ætlaði að reka mig svo að ég sagði um leið,
„ókei, ekkert mál.“
Frægðarför
Platan sem varð til upp úr þessu kallaðist
The Hunger og kom út árið 1987. Á plötunni
voru fyrstu vinsældalög Boltons „That́s What
Love is All About“ og Otis Redding lagið
„(Sittin’ on) The Dock of a Bay“ sem varð
gríðarlega vinsælt í meðförum Bolton. Því
varð ekki aftur snúið og Michael Bolton varð
að einni skærustu stjörnu bandarískrar dæg-
urtónlistar. Um frægðina segir Bolton að það
sé tvíeggja sverð eins og annað í þessu lífi.
Kosturinn sé sá að á íþróttaleikjum reynist
það honum auðvelt að fá góð sæti og að hann
þurfi sjaldnast að bíða eftir borði á veit-
ingastöðum. Hins vegar séu alltaf mjög und-
arleg atvik sem komi upp þegar aðdáendur
hans eru annars vegar. „Það er mikið um að
fólk rjúki upp að manni eins og það hafi
þekkt mann alla ævi og vilji að maður haldi á
barninu þess og þar fram eftir götunum.
Þetta er samt ekkert þegar það er haft í huga
að ég hefði líklegast aldrei komist í kynni við
Bob Dylan og samið með honum lag ef ég
hefði ekki notið svona mikilla vinsælda.“
Svo ekki sé minnst á frægðarstjörnuna
sem hann fékk greypta í Hollywood-
breiðstrætið.
Einhleypur og stutthærður
Þegar hér er komið sögu eru hrægamm-
arnir farnir að fljúga mjög nálægt hausamót-
unum á okkur Bolton svo að undirritaður
ákveður að demba sér í síðustu spurninguna.
Bolton er fyrst spurður hvort hann viti nokk-
uð hver hún sé.
„Er hún um ástarlíf mitt?“ spyr hann á
móti.
Áður en lengra er haldið finnst blaðamanni
það mikilvægt að lesendur Morgunblaðsins
viti að þessi spurning kom aldrei upp í huga
hans. Áður en hann veit af hefur blaðamaður
samt sem áður sagt: Já.
„Ég er einhleypur eins og er,“ svarar Bolt-
on og af augnsvipnum að dæma er hann svo-
lítið undrandi á því að ungum manni á borð
við undirritaðan, finnist ástarlíf fullorðins
manns á borð við Bolton áhugavert.
Í þeirri veiku von að geta beint umræðu-
efninu sem hraðast í aðra átt – en eftir á að
hyggja í jafnvel enn neyðarlegri átt – er Bolt-
on spurður hvers vegna hann hafi klippt sig.
Og það er ekki að spyrja að því, Bolton lætur
vaða á súðum hér eins og annars staðar. Sag-
an er löng og á köflum mjög áhugaverð en til
að koma í veg fyrir frekari niðurlægingu und-
irritaðs, verður það látið nægja að stórsöngv-
aranum Michael Bolton fannst einfaldlega
tími til kominn að breyta til og að hann not-
aðist við sama hárskera og bæði Brad Pitt og
Jennifer Aniston.
Stórhjarta söngvari
Söngvarinn og lagasmiðurinn Michael Bolton heldur tónleika í kvöld í Laugardalshöll. Bolton hefur verið viðriðinn tónlist
frá unga aldri og gaf meðal annars út sína fyrstu plötu þegar hann var einungis sextán ára gamall. Höskuldur Ólafsson
ræddi við söngvarann á Hótel Sögu þar sem meðal annars ferilinn, frægðina, einkalífið og hárið bar óvart á góma.
Morgunblaðið/Kristinn
Michael Bolton lætur ekki frægðina stíga sér til höfuðs.
hoskuldur@mbl.is