Mánudagsblaðið - 01.04.1968, Síða 4

Mánudagsblaðið - 01.04.1968, Síða 4
4 Mánudagshlaðið Mánudagnr 1. april 1968 Blaé jynr alla Vikublað um helgar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Verð í lausasölu kr. 15,00. — Áskriftargjald kr. 600,00 á ári. Símar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Þjóð, sem missti af „glæpnum" Ef ekið er um þjóðvegi landsins nú hvort heldur í kring um höfuðstaðinn eða annarsstaðar á land- inu verður mönnum æ ljósar hvílíka reginfirru þjóðin gerði er hún notfærði sér ekki þau kosta- boð að láta bandaríska varnarliðið, skipað fjöl- mörgum hálærðum vegagerðarmönnum og mann- afla nægum leggja fyrir okkur þjóðvegi, sem að gagni yrðu. Hundruð milljónir í bifreiðakosti, við- haldi og varahlutum fara árlega vegna þess að þjóðvegir okkar eru engri menningarþjóð samboðn- ir. Hundruð milljóna eyðast annaðhvert ár til að viðhalda þessum moldarfarvegum, sem hér eru kallaðir þjóðvegir og hafa það eitt sameiginlegt með sjálfum sér að vera ófærir nær allan veturinn og illfærir þau sumur, sem eru flest, að rigninga- tíð er mikil. Ef við hefðum nvtt okkur bá hjálp, sem við hefðum getað fengið má ætla, ef vel hefði ver- ið haldið á þessu nauðsynjamáli,að nær allir aðal- þjóðvegir íslands væru nú þrjár akreinar, steypt- ir eða malbikaðir og með varanlegri undirstöðu. Flutningar og aðdrættir allir til sveita, milli lands- hluta og í þorpin við strönd landsins hefðu verið í senn heppilegri, miklu ódýrari og öllu hagkvæm- ari en nú er. Það ófremdarástand, sem við búum við má „þakka" óskiljanletrri hræðslu stóru flokkanna við kvabbið í kommúnistuunm 09 „þjóðernishjal" þeirra 09 svo misskildum þjóðarrembingi, sem æti- ar að kosta okkur meira beuar fram í sækir en afla- brestir eða markaðsfail. íslendinoar eru fámennir i stóru landi 09 samgöngukerfið er höfuð- 09 lífs- nauðsyn þjóðinni. Samt er svo oífurieq stífnin, ein- þykknin 09 skiiningsieysið, að þjóðin tanar millj- ónum veona þess eins. Það er eins 00 landvættir og allar góðar vættir hafi snúið bakinu að þessari vesalings eyþjóð, blindað hana 09 vanrækt, villt um fyrir henni og hrjáð í einu og öllu. Velmegun hefst á styrjöldum, eða næstu ár eftir, en strax 09 á bjátar, hversu lítið sem það er sekkur þjóðin í sama fenið, sama foræðið, sem hún virðist kunna bezt við að velta sér unn úr. Villimannaríkin í Afríku 09 vanþróuðu bióðirn- ar í Asíu hafa þó það vit enn í dao að skilja, að samgönguæðar á landi eru þeirra lífæð. Þar eru byggðir vegir, varanlegir vegir, en ekki hver mold- argatan á fætur annarri. Gamlir menn, kurfar, eins úreltir eins 09 sauðskinnsskórnir, eru láfnir í valda- embæfti. Haka- 09 skóflu-menningin ríður í söðl- inum í nær öllum framkvæmdum 09 alþýðan dillar af föonuði þá daga, sem fært er milli héraða. Dýr- ustu bílafegundir hrisfast í sundur milli sýslna, milliónir á milljónir ofan fara beina leið í súginn. Allt þetta hefði vel mátt varast. Stóru þjóðirnar keppast um að hjálpa þeim, sem minni eru og máttlausari og láta sér vel skiljast, að það er nær útilokað, að smábjóð í landi eins stóru og ís- landi geti undir nokkrum kringumstæðum komið upp þolanleau vegakerfi í nútímaþjóðfélagi nema með tæknilegri og jafnvel verklegri hjálp. Við erum í gljáandi bílunum okkar sama athlæg- ið og nýríka fólkið með nýju baðkerin, sem það notar ekki eða bókaraðirnar sem bað les ekki, en hefur til sýnis. í höfuðstaðnum. í beztu og dýrustu Framhald á 5. síðu. KAKAU SKR/FAR: í hreinskilni sagt Snohbln á fslandi — Þjéð án stéttaskiptingar — Bankastjórar og bið- stofur — Biðstofust jórar — Ráðherrar og almúginn — Hví I júga — Beð- ið eftir svari — Nýríkir og „grónir“ kaupsýslumenn — Munurinn mikli — Að drekka kampavín, sakna Svart dauðans—Veitingahús og lýðurinn Þótt fóir tajli meira en ís- lendingar um jafnrétti og lýö- ræði, land án stéttaskiptingar og yfirleitt dásami í einum kór hið gróa og litlausa í okkar ágæta þjóðfélagi, þá fullyrði ég, að snobbið á ís- landi á sér hliðstæður í n*r öllum löndum, en er þó, hér heima. miklu lágkúrulegra en víða annarsstaðar. Auðvitað er skammt að sækja til Svía, en titill þar, þótt ekki sé nema forstjóratitill, svo ekki sé tal- að um stórgróser, nægir til þess að svínbeygja hina al- sælu alþýðu þar í landi. Hér er það dálítið öðruvisi. Að ráði félaga míns, sem er nokkuð skarpskyggn, gekik ég nýlega á allar biðstofar bankastjóranna hér f borg. Ekki það, að það þýði nokk- uð- fyrir- mig, að leita til fjár hjó þessuim háu herrum. Þeir eru of skarpir fjármálamenrj til þess. Heldur af hinu, að mig langaði að sannprófa þessa fullyrðingu vinar míns. Að koma á þessar biðstofur er, í rauoinni, ágæt reyns|a og um leið eins konar ókeyp- is (það eina sem er frítt í þessum stofn.unum) kennslu- stund í sálfræði mannsins i heild. Þegar inm kemur bregð- ur upp slkemmtálegri en held- ur paþetískri mynd af hin- um sanma syni og eftirkcm- anda víkingsins. Þama, i einini heldur blautri kös, úti var bæði slydda, snjór og rigning, sat hópur manna og kvenna, Hver horfði í sinn gaupnir, bljúgur, tilbúinn að brosa eð hverri gamansamri athuga- semd yfirvaldsins, sem í þessu tilfelli er hinn glaðværi og ágæti hópur manna, sem ann- ast það, að vísa mönnium á gæjann - þ.e. imn í dýrðlna, skrifstofu bamkastjóranma. Þessir ágætu menm, sem sátja þama eru eimskonar algjort yfirvald fraimmi í biðstofunni. biðstofustjórar, sem reyma að greiða fyrir þeim, sem þurfa að sækja á brattanm. Og fólk- ið sjálft, sem í hjarba sínu bölvar og illindast út I „bamkavaldið" ræskir sig, skiptir um sæti, gluggar i magasín, en hefur þó i laumi. nánar gætur á öllu því, sem fram fler í stofunmi. Viðvan- ingamir eru uppburðarlausiri hálfskelkaðdr, því fæstir hafa komið inn á shkar skraut- stofur og biðstotfur þessar eru nú — á öndvegisdögum harð- • viðartímabilsdns í menningar- sögu þjóðarimnar. Þeir hednaavönu, sem þarna hafla setið áratugum saman em mikilúðlegir, þykjast gjarnan vera hugsi, en eru þó. að sagt er, í rauninni afar hræddir og, í huganum, að semja lamga raunatölu fyrii eyru bankastjórans. Það er auðséð að þeir vænta úrslausn ar, enda margir sem byggja allt á sþ'kum viðskiptum og hafa gert um áraraðir. En hvermiig sem á árangur- inn er litið, þá er hreinlega niðurdrepandi að ímynda sér hve feikinllega almenningi er lagið að snobba og lítillækka sig í umgengni við banka- stjóra. Sjálfir eru banka- stjórarmir, umdamtekmingarlií- ið, allskemmtilegdr menn í umgengni, þó þar séu undan- tekningar, en ár skömmtui.ar og bragðvísi, hafa smátt og smátt, jafnvel á velgengnis- árum, gert hefð að undír- lægjuháttum og dóna að snobbinu. Þar sem alvöru- bankar starfa, bankar, sem ekki byggja allt sitt á fast- eignabraski og lóðakaupurr,. eru bankastjórar ekki annað en venjulegir businessmenn. sem vega og meta og ákvefta síðan, kunna fulla siðu og sldl á ástandi hvers mann og at- vinnu hans. Þeir bjóða mönn- um inn í stað þess, að láta þá híma og hafa á í öllu við- skiptabrag. Smátt og smátt hefur þetta orðið til þess, að íslenzkur almenninigur og jafnvel „rík- ara“ fó|kið er farið að ólita þetta einskonar guði, h'kt og smá bændur litu á dönsku kaupmenmina og heimasætur á búðarlokur. Þetta óheil- brigða ástand endunspegíast á biðstofum bankanna. Óviss- an, óttimrn, umdirmeðvitumdin um neitun, hafa svínbeygt all- an manndóm almennings, og jafnvel þeir í iðnaði eða öðr- um arðvænllegum fyrirtækjurr eru óttaslegnir um, að þedðm- um þeirra verðd ekki sdnmt. Óeðlið og hundslundi-n eru einkar skemmtile'gt viðfangs- efni, en þó áhugaivert fyrir þann, sem gamnan hefur af að skoða mammfálkið, sjá við- brögð þess, þegar á reymir og deilan stendur milli algjörrar undirlægju og þeirra mann- legu virðingar, sem flestum ætti að vera ásköpuð. Þessi hundflata framkoma á ekki aðeins skylt við banií- ana, þótt pymgjan og velferS henmar sé hverjum mamni á- hugamál. Á biðstofum ráð- herra er slíku hinu sama að mæta. Þar sitja ýmusir memn i allskyns erindum — í erind- um til manna, sem í raum- inmi — edns og ChuroMl gamli sagði — eru þjónar al- mennings og ráðnir til að vinna úr vandræðum hans, guggnir og gnúpir, sumir með yfirborð kokhreysti, aðrir með uppgerðar manndóm í fasi í raumtnmi allir hræddir, em þeir kjarkmestu gæddir þeirri bjartsýni, sem oft skapast af algjöru vonleysi. Og í þriðja lagi kemur svo vanmáttarkenndin bezt og gleggst í ljós þá sleppt er biðstofunum og komið út í hringiðu samkvæmislífsins. Sannleikurinn er sá, að fjöldi bankastjóra eða ammarra ráða- manna í bönkum og ráðherrar eða ráðamenm þar i herbergj- um geta ekki sótt opinbera matstaði ekki numið staðar við vínbar augnablik fyrir á sókn og leiðindum ednstak- linga sem nú hafa drukkið í sig kjark og þykjast færir í hvem sjó. Þessi hvimleiðd sdð- ur, að sækja að þessum mönnurn, á opiniberum veif- imgastöðum, er týpiskt dæmi um undirlægjuháttinn, þar sem hamn er bezt blandað- ur snobbinu. Kjarkileysinginn sem aldrei þorir að segja meiningu sína þe'gar hann er ódrukkiinn, fær ofsakjark hálfur eða fuliur og fer út yfir öll mörk velsæmisins. Eg man einu sinni tvo ráðherra sem sátu í kvöldverð á hóteli með kanum sa'num. Vitamilega þekktir menm og öllurnn kunn- ir. Ég fylgdist með þvi um kvöldið, að þessir menn höfðu engam matfrið, unglingar. smáguttar, sem farið höfðu einntúr með togara, þurftu að láta ljós sitt skína — f nafni hetja hafsins — iðnaðarmenn, sem smal- að höfðu við síðustu kosning- ar, þurftu að „tala“ við ráð- herrana og svo gekk koll af kolli. Svo lauk, þrátt fyrir ötula baráttu þjónsins um að halda þessum árásarlýð frá borðinu, að mennirnir hlutu að fara. Það var orðið ósætt á veitingastaðnum fyrir trufl- ununri óviðkomandi manna. Jafnvel vinir og persónulegir kunningjar ættu að vita, að friðhelgi á slíkum stöðum er undirstöðuatriði veitingarekst- UTS. Snobb Islemdinga nær ekki aðeins til tignarmanna diris og að ofan greinir. Menn, sem framariega standa i i- þróttum, eru áberandi á eiru eða öðru sviði í þjóðmálum verða fyrir sífelldum aðköst- um þessara minnimóttargu.tta, sem lítdllækka sig með þvi- líku háttalagi. Hér2 er ekki um að ræða mat einstak- lingsins á mannkostum við- komandi manna. Síður en svo. Hér er snobbið beint að stöðu mannsins, hversu sem hann stendur sig í henni. Snobbinu er nóg, að viðkomandi er á- berandi í þjóðfélaginu, máske umtalaður eða skammaður, skiptir raunar minnstu, svo lengi, sem hann þekkist. Það er stundum sagt, og með réttu, að íslendingar hafi til- hneigingu til að snobba „nið- urávið“. Þetta er dagsanna. En það er líka algjör misskiln. ingur að halda að við kunnum ekki að snobba ,,uppávið“. Við erum meistarar í hvoru tvéggja. Undantekningarnar eru að vísu margar, en þær eru ekki alltaf eins merkileg ar og þær eru margar. Sumir eru þannig settir í þjóðfélag- inu, að þeir þurfa ekki að snobba hvorki upp né niður, en þeir ná sér upp á því, að fyllast kjánalegum, jafnvel búralegum, þótta og mikil- mennskubrag, húmorleysi og almennum leiðindum. Þessi týpa er algeng hjá stétt „gró- inna“ business-manna,, manna, sem hafa ekki annað til saka unnið í þjóðfélaginu en að lenda í vitlausri faktúru tunnu eða öðru álíka. Þetta eru rólyndir menn, oftast bún ir að vinna mikið, sálarlega geldir, en þó vakandi í fjár- málum. Þá má vel kenna frá hinum nýríku. Nýríkir menn drekka alltaf dýrustu vínin og gretta sig í laumi. Þeir sakna brennivínsins, sem þeir voru aldir upp á. Margir hinna grónu drekka góð vín, því æsku þeirra var varið í vinnu og þá var enginn tími til kaupa á nokkru áfengi. Nú þekkja þeir aðeins hið göfuga vín. — Sá er munurinn. Nei, við skulum ekki tala um stéttlaust þjóðfélag né al- gjöra samfylkingu allra. Við erum snobb og munum áfram stæra okkur af hinu gagn- stæða. Er það ekki dásamlegt, að vera ekki aðeins snobb heldur njóta í fullum mæli þeirrar tilfinningar að vera um leið meistarar í sjálfsbelkk ingu?

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.