Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 7
Mánudagnr 1. apríl 1968 Mánudagsbláðið 7 /# Oútreiknanlegasta |>jóð í heimi" Framhald af 8. síðu. aetlunarinnar sem betur fer og af margvíslegum ástæðum. Atóm- sprengja Rússa var ekki veiga- minnsta ástæðan. En framkvæmd um var samt sem áður svo langt komið að tjónið var orðið óskap- legt, enda aðfarirnar skelfilegar. Það kom lýðræðisríkjunum sjálf- um ekki hvað sízt, ag fram- kvæmd Morgenthau-áætlunarinn ar var þó um síðir hætt. Annars er vandséð, hverjir hefðu getað eða viljað halda þeim gangandi efnahagslega. Það breytir hins vegar engu um ásetninginn og þá mynd, sem fékkst af innsta eðli heimslýðræðisins með því, sem að var hafizt. Nöfn frumkvöðlanna, Chur- ehill og Roosevelt, munu vonandi seint eða aldrei gleymast. „Eg hefi 'alltaf sagt, að ef Stóra-Bretland ætti einhvern tíma eftir að bíða ósigur í stfíði, þá myndi ég vona að okkur auðnaðist einhver Hitl. er, sem leiddi okkur aftur í þann sess, er okkur ber meðal þjóðanna.“ — Winston S. Churchill: „The Times, London, 7. Nóvember 1938. Churchill var, um tíma að að minnsta kosti, mikill aðdáandi Hitlers eins og aðrir. Hins vegar fyrirleit Hitler ævinlega Churc- hill, og var hann engan veginn emrfum það. Hitler var ekki einu sinni tilleiðanlegur til þess að veita honum stutta áheyrn. Þess- ir menn urðu líka svæsnustu and stæðingar, sem um árabil stóðu, hvor fyrir sig, í broddi tveggja fýlkinga, er háðu stórfelldasta hildarleik niannkynssögunnar. Leikslokin eru öllum kunn: Ríki Churchills — ásamt 64 ríkjum öðrum mes rösklega 2.000 millj- ónum íbúa — vann algeran sigur. Ríki Hitlers — Þriðja Ríkið — varð rústir einar. Og hvað svo? Allt frá sigri Churchills hefir ekki heyrzt annað heldur en beljandi eymd- arvæll frá Great Britain: skortur lífsnauðsynja, skömtun, atvinnu- leysi, skattpíningar, gjaldeyris- hrun, heimsveldishrun, ákall um franífærslustyrk frá fyrrverandi þegnum Hitlers, sem þeir hafa veitt af dæmafáu örlæti! í fáum orðúm sagt: Öngþveiti, örbirgð á öllum sviðum. En eitthvað hlýtur að hafa héyrzt úr rústum Þriðja Ríkis- ins, rústum Hitlers? Jú, sei-sei, jú- Aðeins örfáum árurri éftir að lýðræðisríkin lögðu Morgenthau-áætlunina sína á hill una: tröllaukin uppbygging, sívax andi framleiðsla, verzlun og við- skjpti, sem gleyptu stóra hluta heimsmarkaðanna, dæmalaus lífs þægindi, 'almenn neyzla, sem nálg aát óhóf. En þaðan hefur reyndar heyrzt um skort. Það var að vísu allt öðru vísi skortur en í Bret- landi Hinu Mikla. Það var skort- ur á vinnuafli. Á miðju ári 1966 hafði sá afgangur af ríki Hitlers, sem daglega er nefndur Vestur- Þýzkaland, um það bil 1.400.000 erlenda atvinnuleysingja, flesta úr lýðræðislöndunum, á framfæri sinu við ýmis konar hagnýt störf. Og jafnvel sá afgangur Þriðja Ríkisins, sem flestir kalla Múr-j veldi Ulbrichts eða Austur-Þýzka land, en er í raun og veru Mið- Þýzkaland, og synd væri um að segja, að hafi farið varhluta af blessunarverkum Bandamanna, hefir um langt skeið verið efna- hagslegur aflgjafi Rússa og drif- fjöðrin í leppríkjakerfi þeirra. „Germany is the world’s bigg- est problem-nation“. Þannig komst Evrópu-fréttaritstjóri sjö- milljóna-tímaritsins „Look“, Ed. ward M. Korry, að orði árið 1956, og líkt komst forsætisráðherra Indlands, Nehru, að orði í sam- tali við þýzka efnahagsmálasér- fræðinginn Anton Zischka sex árum síðar., „Þjóðverjar eru óút- reiknanlegasta þjóð heimsins." Og m.a. þess vegna, eins og Lord Beaverbrook sló föstu í Maí 1964, einnig „friðlausasta hjörð jarðar. innar.“ Það er a.m.k. heimilt að hafa þá skoðun. Hinn 18. Júlí 1945 áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti á milli „Hinna þriggja stóru“ á Potsdam- ráðstefnunni: Churchill: „Hvað er eiginlega átt við með orðinu Þýzkaland?" „Það, sem orðið er úr því eftir stríðið", svaraði Stalin. Truman leiðrétti: „Eins og Þýzkaland var áfið 1937“. ' ----- En sá góði maður stóð ekki við orð sín — eða gat það ekki. Þess vegna eru nú tvö (eða eiginlega fjögur) en ekki eitt Þýzkaland eins og árið 1937. Og ef við aðeins höfum hið „löglega“, hið vest- ræna Eftirstríðs-Þýzkaland í huga: Er það rétt, að Sambands- lýðveldið Þýzkaland sé aðeins „efnahagskerfi í leit að þjóð og ríki“, eins og „The Times“ í Lon. don orðaði það fyrir nokkrum ár- um? Sé svo, þá er Vestur-Þýzka- land að minnsta kosti eitthvert kraftmesta og sterkasta efnahags- kerfi veraldarinnar: Af nálega 148 milljónum ferkílómetra þurr lendi jarðar þekur það aðeins um 1/600 hluta, og íbúar þess •— að Vestur-Berlín meðtalinni — telja um 60 milljónir, eða eru á- líka margir og bætast við íbúa- tölu jarðarinnar á hverjum 12 mánuðum. En þessar 60 milljónir lifa og starfa þannig, að Sambandslýð- veldið Þýzkaland ér núna þriðja mesta framleiðsluland og annað mesta verzlunarveldi heimsins, það ræður yfir öflugasta landher og næst öflugasta flugher í Ev- rópu, að Rússlandi frátöldu. Það er einn traustasti vörumarkaður í heimi og er í tölu öruggustu kaupenda. Vestur-Þýzkaland árið 1968. Þar býr þriðja hver fjölskylda í eigin húsnæði og ekur eigin bif- reið. Og þar á einnig önnur hver fjölskylda sjónvarpstæki. Þar inn byrða íbúarnir þúsund sinnum þúsund kíló af alifuglaketi á hvefjum einasta degi, sem Guð gefur yfir. Vestur-Þjóðverjar eru langmestu kaupendur að ananas frá Hawaii og whisky frá Skot- landi. í Vestur-Þýzkalandi er drukkið sjö sinnum meira af freyðivínum og helmingi meira af bjór en fyrir stríð. Þar var þegar á árinu 1957 reykt meira af sígarettum heldur en í Þýzka- landi öllu árið 1937. Og samt sem áður nam meðalsparifjárinneign. in DM 1.500,00 á íbúa, að brjóst- mylkingum meðtöldum, árið 1966 í stað DM 70.00 árið 1950. Vestur-Þýzkaland 1968: Það er land, þar sem efnahagskerfið styðst við gjaldmiðil, sem er tal- inn „traustur sem granítbjarg”, og tryggður svo miklum gullforða og erlendum gjaldeyrissjóðum, að nægja myndi til þess að greiða allan innflutning af matvælum og munaðarvarningi í 25 mán- uði. „D-markið er einhver allra traustasti gjaldmiðill í heimi. Svo er guði fyrir að þakka að við er- um enn sem fyrr færir um að halda uppi óhindruðum gjaldeyr- isviðskiptum svo lengi sem verð- bólga hamlar ekki hagvextinum." (Dr. Bléssing aðalbankastjóri þýzka seðlabankans: „FRANK- FURTER ALLGEMEINE”, 19. Marz 1968). I Vestur-Þýzkalandi voru fram leidd 36,7 milj. tonn af stáli 1967, (rúmlega 100% rneira en í Þýzka- landi öllu árið 1937), en 23,2 millj. í Englandi. Á árinu 1967 voru framleiddar 2,5 millj. bifreiðir í Véstur-Þýzkalandi, en 1,9 í Eng- landi. Enska fjármálablaðið „The Financial Times“ gerði nýlega samanburðarathugun á fram. færslukostnaði í 16 stórborgum víðsvegar í heiminum. Niður- staða: „Þjóðverjarnir eru lang- samlega bezt settir.“ Samkvæmt þessari athugun kostaði t.d. riæt- urdvöl með morgunverði sem næst kr. 960,00 á fyrsta flokks gistihúsi í Diisseldorf, en kr. l. 750,00 í Lóndon, þó er Dussel- dorf talin dýrseldasta.. borgin í Vestur-Þýzkalandi. Miðdegisverð ur fyrir tvo á fyrsta flokks mat- sölustað: Dússeldorf kr. 715,00, London kr. 1.406,00. Mánaðar- leiga eftir þægilega,. nýtízku þriggja herbergja íbúð í fyrir- mannáhverfi: Dússeldorf kr. 7.230,00, London kr. 16.072,00. 20 síu-sígarettur: Dússéldorf kr. 27,70, London kr. 43,50. Meðal- vikukaup byggingarverkamanna er hið sama í báðum borgunum, eða kr. 3.370,00, hins vegar er meðalvikukaup . bankaritara kr. 3.587,50 . í Dússeldorf, en kr. 3.215,00 í London. ., .. Hartwig Meyer, fréttaritari „DIE WELT“ í London skrifar í léiðara í blaði sínu hinn 21. þ.m. undir fyrirsögninni: „Die eng- lische Passion" („Enska pínan“) m. a. á þessa leið: •; „Á því er enginn efi: Stóra- Bretland hefir beygt sig undir óskir lánardrottna sinna. Fyrst um sinn er pundið utan hættu- svæðisins. Marga dimma Budget- daga hafa Bretarnir orðið að láta ganga yfir sig hingað til, Jenkins f jármálaráðherra hefur sýnt þeim framan í þann dekksta. Nýir skattar að upphæð rúmlega níu milljarðar marka eru verðið fyr- ir kreppu, sem næstum því hefir þröngvað landinu fram á barm glötunarinnar. England verður að þrengja lífs. kjör þegna sinna. Þjóð, sem dragn ast með skuldabagga bráðabirgða lána að upphæð nálega tuttugu milljörðum marka, átti ekki ann- arra kosta völ, en að beygja sig undir nauðungarkosti lánar- drottna sinna og spara af öllum kröftum.“ Fremstir í flokki þessara lánar drottna með . nauðungarkostina voru Þjóðverjar. Fórnarlömb Morgenthau-áætl. unarinnar — eða sú var meining- in. Reynslan hefir nú skorið ur því fyrir alllöngu svo að ekki verður um villzt: Lífsmöguleikamir í rústum Hitlers hafa reynzt margfaldlega happasælli heldur en í sigurborg um Churchills. Það gæti því verið forvitnilegt íhugunarefni öllum kristilegum lýðræðissinnum, að velta því fyr ir sér um stund, hver munurinn myndi hafa orðið. á lífskjörum í sigurborgum Hitlers og rústum Churchills. 3. Þ. Á. R*yV|ovit Ferðaáoetlun m/s Gullfoss og Kronprins Frederik „Kronprins Frederik" ,.GullfoM" #/Kron prins Frederik'* „Gullfoat" „Kronprins Frederik" Frá Kaupmannahöfn ........ ld 20/4 Id 4/5 Id 11/5 ld 18/5 fi 30/5 ld 1/6 má 10/6 Til Leith w,Mwwáúw,- má 13/5 má 3/6 Frý Leitb má 13/5 má 3/6 má 22/4 má 6/5 má 20/5 Id 1/6 m'i 12/6 FráThorshavn má 22/4 má 6/5 má 20/5 má 3/6 ml 12/6 Frá Klaksvig ,Ti.......m.mr þd 23/4 Þd 7/5 þd 21/5 Þd 4/6 mí 12/6 FráTrangítvaag mmhhwhi þd 23/4 þd 7/5 þd 21/5 þd 4/6 mi 12/6 Til Reykjavikur fi 25/4 fi 9/5 fl 16/5 fl 23/5 fi 6/6 fö 14/6 Frá Reykjavik .„«.m«-»e.... Id 27/4 Id 11/5 dl 18/5 fð 24/ Id 8/6 ld 15/6 Til Thorshavn má 29/4 má 13/5 SU. 26/5 þd 4/6 má 17/6 Fró Thorshavn má 29/4 má 13/5 — C su 26/5 mí 5/6 má 17/6 Frá Tranflifvoag má 29/4 má 13/5 fli tu 26/5 má 17/6 Til t.ilh I|-i þd 11/6 Frá Leith þd 11/6 Til Kaupmannahofnar .... mi 1/5 m! 15/5 -5=1 þd 28/5 7H fi 13/6 mi 19/6 „Gulifoss" „Kronprint Frederik" f(GullfottM „Kronprins Frederik" „Gullfott" „Kronprin* Frederik" „Gullfoss" „Kronprins Frederik" „Gullfoss" „Kronprins Frederik" „Gullfoss" „Kronprins Frederik" „Gullfow" „Kronprins Frá Kaupmannahöfn ........! ld 15/6 ld 22/6 ld 29/61 ld 6/7 id 13/7 mi 17/7 mi 24/7 ld 27/7 má* 5/8 ld 10/8 ld 17/8 ld 24/8 mi 28/8 Id 7/9 bd 17/9 Til leith má 17/6 má 1/7 má 15/7 má 29/7 má 12/8 má 26/8 má 9/9 má 17/6 má 1/7 má 15/7 má 29/7 má 12/8 má 26/8 má 919 má 24/6 j má 8/7 19/7 fft 26/7 mi 7/8 má 19/8 fö 30/8 fö 6/9 fi 19/9 FráThorshavn má 24/6 má 8/7 19/7 fft 26/7 mi 7/8 má 19/8 fö 30/8 fö 6/9 fi 19/9 Frá Kloksvíg .-n, þd 25/6 má 8/7 fö 19/7 fö 26/7 mi 7/8 má 19/8 \ö 30/8 fö 6/9 fo 20/9 20/6 þd 25/6 . 4/7 má 8/7 ld 20/7 fft. 26/7 mi 7/8 má 19/8 id 31/8 fö 6/9 fö 20/9 Til Reykjavíkur fi fi 27/6 fi m» 10/7 « 18/7 SU 28/7 fi 1/8 fö 9/8 fi 15/8 mi 21/8 fi 29/8 su 8/9 fi 12/9 22/9 Id 22/6 Id 29/6 ld w fi 11/7 id 20/7 Id 20/7 má 29/7 Id 3/8 ld 10/8 ld 17/8- n 22/8 id 31/8 má 9/9 Id 14/9 þd 24/9 Til Thorshavn má 1/7 13 13/7 mi 31/7 má 12/8 id 24/8 Id 31/8 mi n/9 fí 26/9 Frá Thorshavn r, má 1/7 ld 13/7 Id 20/7 mi 31/7 má 12/8 id 24/8 Id 31/8 mi n/9 fi 26/9 FráTrangisvaag Þd má 1/7 þd ld 13/7 mi 31/7 má 12/8 ld 24/8 mi 11/9 fi 26/9 Til Leith 25/6 9/7 þd 23/7 þd 6/8 þd 20/8 þd 3/9 þd 17/9 Fráleith — '• þd 25/6 þd 917 þd 23/7 . þd 6/8 þd 20/8 þd 3/9 þd 17/9 Til Kaupmannohafnar fi 27/6 mí 3/7 fi 11/7 má 15/7 fi 25/7 má 22/7 fs 2/8 fi 8/8 mi 14/8 fi 22/8 má 26/8 fi 5/9 má •2/9 fö 13/9 fi 19/9 -!d 28/9 M.S. „GUUFOSS' Eroltför frá Kaupmannohöfn M. 1200 Tímabilift 11/5—19/9 — — leilh um eflirmiftdag — — Reyk'iavik kl. 1500 MS. hKRONFRINS FREDERIIC* Erollför frá Kaupmannahöfn ScT. 1200 — — Reykjavik kl. 2000 — —• Thorshovn til Trangitvaag/Kaupmannoliftfn kl. 1100 iþann é/1 kl. 1800,5/6, 20/7 og 31/8 kl 1400, en þá siglir skipift Thorshavn/Kaupmannahöfn} —• — Trangiswog tsl Kaupmonnohafnar H. 1400 (þonn 4/6 aft kvöidi, 6/1,20/7 og 31/8 kl. 1100 um Thorshavn) H.F. EIMSKIPAFÉLAG [SLANDS

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.