Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.06.1968, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 03.06.1968, Blaðsíða 1
BlaÓ fyrir alla 20. árgangur Mánudagur 3. júní 1968 14. tölublaS Algjör stefnubreyting í iðnaðinum nauðsynleg Uppbótakerfi og niðurgreiðslur óþolaudi — Nauðsyn að velja úr styrkustu iðngreinarnar — Óheilbrigður lofsöngur — . Leikfélagi MánudagsbSaðsins nr. 10 fer á ströndina Eitt dagblaðanna birtir s.l. föstudag viðtal við Lars Mjös, aðalforstjóra Industrikonsulent í Oslo. Segir blaðið, að Mjös leggi þar alla áherzlu á það, að íslenzka þjóðin geri sér Ijóst „á hvaða sviði iðnaðurinn er sterkastur" og síðan áætlun um þróun þeirra atvinnugreina. Kemur það heim við þá einföldu staðreynd, sem hér hefur verið hamrað á, að sú „tízkuaðferð“ sem nú ef mest brúkuð, að hæla og lofsyngja allar greinar íslenzks iðnaðar, dómgreindarlaust, er þjóðarbúinu bæði dýrt og stór hættuiegt. Allar iðngreinar Undanfarnar vikur hefur á- róður fyrirsvarsmanna ís- lenzks iðnaðar keyrt úr hófi fram varðandi allar greinir iðn- aðarins eins og hann er i dag. Hér er ekki um heilbrigða hvatningu í garð iðnaðarins að ræða heldur örvæntingaróp hóps manna, sem sér fram á algjört vonleysi í samkeppni við erlendar iðnaðarvörur. Að hliðra til við íslenzkan iðnað, þær greinar hans, sem hægt er að láta keppa við er- lendan iðnað, er bæði þarflegt og sjálfsagt. En menn hljóta að viðurkenna, að allar tilraun- ir til^styrks þeim iðngreinum sem útilokað er að standist samkeppni við erlendar iðn- INNI í BLAÐINU: ★ ★ ★ ★ ★ ★ Aflstöðvar mannlegrar tilveru — Jónas frá Hriflu 2. síða. Rós í hnappagatinu — Mysticus 3. síða. Hafið og íslenzkur iðnaður — Hestamenn og laxveiði- menn — Leiðari 4. síða. Striptease í heimahúsum — hjálplegar ábendingar til eiginkvenna — 4. síða. Carol Reid — Framhaldssaga 6. síða. Staðreyndir sem ekki mega gleymast — 7. síða. Úr einu í annað — Kappreiðar — Ýmislegt. NA TO-fundurínn og kommúnistar m ^ Miklar varúðarráðstafanir — Lögreglan æfir — Skoðanir skiptar Mikill öryggisundirbúningur er nú hjá lögreglunni í sambandi við fund NATO sem haldinn verður í Reykja- vík í þessum mánuði. Að vísu var talsverður undir- búningur fyrir, en lætin við komu herskipanna hér á dögunum hafa sýnt, að vinstri öflin ætla að nota tæki- færið til skipulagðra mótmæla, enda hafa hernáms- andstæði.ngar nú auglýst fundi til að skipuleggja ein- hverskonar mótmæli. Talið er víst, að nú komi til kasta lögregluyfirvald- anna að sýna kunnáttu sína og mennt í öryggisvörn- um og lögregluyfirvöldin staðráðin i að sýna sig full- komlega þeps umkomin að afgreiða þessa ábyrgð. Nokkur ágreiningur er innan vinstri aflanna og vilja reyndari menn koma í veg fyrir ofstæki ungkomma og skríls sem réðst að skipunum í s.l. viku. (Sjá grein á þessari síðu.). vörur bæði í gæðum og verði, er í senn óheilbrigt og órétt- látt gagnvart neytandanum. Hrun Það er því sýnilegt að leið- togar íslenzks iðnaðar verða nú strax að hefja rannsókn á hvar bezt er að bera niður — hverjar leiðir eru affarasælast- ar í iðnaðinum almennt. Við skulum gera okkur það alveg Ijóst, að skipulagsleysi undan- SflS-flugið hefst Hvað gera ísl. ferðamenn? Um þessar mundir er SAS að hefja íslandsflug og hafa blaða- menn og aðrir verið boðnir í kynnisferð í tilefni þessa nýja áfanga SAS-flugsins. Það Iiggur í augum uppi, að SAS-vélarnar keppa við íslenzku félögin og eigast þar við ólíkir aðilar, eitt af stærstu flugfélög- um Evrópu og svo tvö lítil félög á íslandi. Framkoma SAS í garð íslendinga hefur jafnan verið deiluefni og víst er að flestir ís- Iendingar hafa þar borið hag ís- lenzku félaganna fyrir brjósti. Nú er svo komið, að hver og einn íslenzkur ferðamaður verð- ur að gera upp við sig, hvom aðilann hann vill styrkja, er hann velur sér færleik til Skandi navíu. Vonandi verða það fáir, sem þurfa að skoða hug sinn um niðurstöðuna. farinna áratuga er nú liðið und ir lok og framundan blasir ekki annað en hrun í mörgum iðngreinum ef ekki er brugðið skjótt við. NiSurgreiðslur Það ætti engum að r;eynast það erfitt, að gera sér Ijóst, að ^iiðurgreiðslukerfi á borð við landbúnaðarins, í iðnaði, er með öllu útilokað. Þjóðin — 200 þúsundir — þolir ekVci að styrkja lengur „dauðar" iðn- greinar og er öllu betur sett ef innfluttur varningur, meiri að gæðum og ódýrari, yrði á boðstólum. Því er það einmitt nú, að forráðamönnum í' íslenzkum iðnaði er það skylda að skipta um stefnu í þessum atriðum. Ung og sæt gift stúlka kom í heimsókn til mömmu sinnar og var spurð þegar í stað: „Elsku barn, hvað skeði? Þú .ert með þetta voðalega glóðarauga. Hver gerði þetta?" — „Me8- urinn minn, mamma mín“ svaraði dóttirin. „En ég hélt að hann væri á ferðalagi." — „Já, það var einmitt það sem ég hélt líka" — svaraði dóttirin. SKAMMARLEGAR ÓEIRÐ- IR VIÐ NATO-HERSKIPIN „Þjóðarskömmin“ — Sprautar á óþrifafólk — Lögreglan til sóma. íslenzkur kommúnistaskríll — til aðgreiningar frá hinum kommúnistunum — sýndi mennt sína í fyrri viku þegar her- skip sóttu þjóðirta heim. Óhreinn og skeggjaður lýður óð að skipunum með málningu og spjöld, og málaði á þau hrifn- ingarorð um morðingjann „Che“, sem drepinn var í S-Ame- ríku og svo óskir um .Viet Nam-stríðið. Sjóliðar reyndu að bægja þessum óhreina ófögnuði frá sér með hógværum brögðum, en við það æstist lýðurinn. Þýzkir, sem oft eru ráða- góðir í þessum efnum, sáu þó fljótt hvar veikasti hlekkurinn íVeðju skrílsins var. bakpokaskeggja, sem hingað eru komnir á ferðalagi. Það er nóg að hýsa þetta útlenda fólk þótt ekki Ijái það íslenzkum kommum lið sitt í að sverta þjóðina í augum menningar- þjóða, og rétt að sparká þessu fólki þegar á brott. Er það satt, að slökkviliðið sé farið að æfa sig á slöng- unum fyrir NATO-fundinn? „Aflúsaðir“ með vatnl Ekki þurfti nema að horfa á lýðinn til þess að sjá, að vatn var hans versti óvinur, og var gripið til þess að sprauta á þá æstustu smáskvettum. Þetta hafði sömu áhrif og þegar flækingarnir hér í gamla daga voru aflúsaðir. Óþrifin voru föst í holdi þeirra og voru dreg in burtu með harðindum og talsverðum sársauka. Og þeg- ar losna tók um skánina á kommalýðnum skræktu þeir undan og beindu árásum sín- um að lögreglunni. Innan um þennan lýð gat að líta nokkra Framkoma lögreglunnar Lögreglan í Reykjavík sýndi í senn stillingu og festu í glímu sinni við óeirðarseggina. Var sýnilegt að hér réði kunnátta og æfing en ekki reiði og bræði, sem lögreglunni varð oft til miska fyrr á árum. Er nú og sýnilegt, að yfirlögreglu- þjónar, eins og Bjarki Elíasson og Guðmundur Hermannsson o.fl. yngri menn hafa annazt alla æfingu lögreglunnar til mikilla bóta. öllum til vansæmdar Skríllinn hafði lítið upp úr krafsinu nema óvirðingu og jafnvel fyrirlitningu allra sæmi legra borgara. Jafnvel vinstri blöðin fordæmdu í rauninni upphlaupið, einkum Frjáls þjóð, sem hreinlega skamm- aðist sín fyrir rumpulætin og skrílsæðið. Hin blöðin for- dæmdu verkið og öll alþýða sá ekki annað í demonstrasjón- inni en skammarblett á þjóð- inni, sem hún í rauninni á ekki skilið. Forsprakkarnir eru auð- þekktir, flestir hægindastóla- hershöfðingjar, hálfærðir ung- lingar, andlegar hungutvofur misheppnaðs skáldskapar og ómerkilegur strákalýður. Jafn- vel kommúnistar vilja sem minnst kenna sig við slíkan hófx

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.