Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.06.1968, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 03.06.1968, Blaðsíða 8
úr EINU „fslendingar og hjafið“ — Túristar og mórall — Sómaferð Þjóðleikhússins — Forsetakosningar — Stúdentar og heim- urinn — Kirkjugarðar og lögreglueftirlit — Sorphreinsunin. ÞAÐ ER SANNARLEGA þess virSi að hver og einn geri sér ferð og skoði Jslendingar og hafið", en þessi sýning hefur verið mjög fjölsott undanfarna daga. Allur frágangur sýningarinnar er aðilum til mikils sóma, og þarna getur að skoða margan forvitni- legan hlutinn. Sýningarnefnd hefur sannarlega sýnt að hún er starfi sínu vaxin og attti sérlega að gera asskunni kleift að koma þangað. JÆJA, ÞÁ ERU túristarnir fardir að koma, þessi blessuð tekju- lind okkar, sem alltaf fer vaxandi. Gott væri, ef íslenzku ferða- málayfirvöldin gerðu sér nú ljóst,.að ekki allir túristar eru sami „klassi" og verður að líta á hégómatilfinningar þeirra* eftir stöðu óg peningum. Þetta hafa aðrar þjóðir, eins kommúnistaþjóðir, gert sér ljóst, og hafa byggt nýtízkuhallir til að rýja dollara-túrista og aðra sem borga með gjaldgengum aurum. Vonandi sér Ferða- málanefndin sér fært, að haga nú seglum eftir vindi í stað þess, að gera íslenzku þjóðina að einsléonar mórölskum pabba yfir öðrum þjóðum, sem ekki hefur annað á borð að bera en falskt Iítillæti og kratiskan smáborgarahugsunárhátt. ' FYRSTA VÍNLAUSA ferðin, sem farin er í hóp frá íslandi í sumar er sennilega Þjóðleikhúsferðin til Norðurlanda, sem hafin verður 2. í.hvítasunnu. Oss hefur verið tjáð, að bann sé við öllu óhófi, leikarar og starfsfólk búi við, heraga í allri hegðan, Ijós slökkt snemma, útivistir og næturvapp bannað, en öll stund lögð á að kynna „Loft" okkar sem bezt. Það er gott, að svona skuli komið málum og sannarlega má þakka ágætu leikhúsfólki fyrir þetta fordæmi. „FLOKKSBLÓÐ" forsetaframbjóðendajnna etja nú hestu'm sínum og kennir þar margra grasa. „Vitnanir" em álgengar og telja „vitn- in" upp kosti sinna manna óspart og er slíkt að vonum. Það er reyndar leiðinlegt, að þess skuli vera vart, að ýmsir aðilar reyna að berja inn í almenning furðulegum staðhæfingum um afstöðu frambjóðenda til ýmissa opinberra mála, en allur almenningur, sem fylgzt hefur með, hlýtur að sjá :hér á horn blekkingarinnar. Forsetakosningarnar okkar græða, í heild, lítið á því, að í stað . pólitíkurinnar komi persónulegt hatur og níð í garð þeirra aðila, sem gefið hafa kost á sér. ENN MÓTMÆLIR STÚDENTAHÓPURINN okkar, en þetta er orðin hvimleið tízka og alls óviðkomandi þessum nemendahópi. Nú er það NATO-fundurinn, sem ekki má halda á heilagri grund asðri menningar. Allt var í lagi þegar sendikerling frá Norður Viet Nam kom hér vælandi um illsku heifnsins, en Heath og öðrum heimskunnum mönnum er bannað að ópna munninn í skólastofum þessa stúdentalýðs. Ríkisstjórnin verður að gera sér Ijóst, að hún var kosin til að stjórna, ekki til að leita álits hálf- stálpaðra skólanemenda, né öfgafullra vinstri manna. Þetta er hlutverk ríkisstjórnarinnar en ekki skólapiltanna. UNDARLEGT MÁ HEITA, að ekki skuli vera hægt að hafa hendur í hári þess prakkaralýðs, sem spillti leiðum, braut krossa og önnur verðmaKÍ í kirkjugarðinum. Sannleikuriftn er sá, að það er ekki ncerri því\nógu mikið eftirlit með götum höfuðstaðarins á nóttum og þá ekki sízt kirkjugörðum og skemmtigörðum. Stúlku ungri var nauðgað í kirkjugarðinum fyrir nokkrum árum, en herrann hennar rotaður. Um helgar má heyra glymjandi ó- kvæðisóp, skrílslarti af verstu tegund í nánd við gamla kirkjugarð- inn og reyndar í öllum úthverfum borgarinnar líka. Við þurfum miklu sterkara eftirlit á nóttum, og enn harðari refsingar á hend- þeim skríl, sem spillir eignum manna af tómri skemmdarfýsn. SORPTUNNUHREINSUN HEFUR jafnan verið undir nokk- urri smásjá hér í Reykjavík/1 en eitthvað skipulagsleysi virðist ríkja í þeim efnum. Nú er hitna tekur í veðri er öll nauðsyn til að hreinsa sem oftast og væri óskandi að þeir, sem þessu verki stýra, Iegðu nú þegar á ráð til að fyrirbyggja sóðaskap og rotnun í sambandi við sorp úr húsum. Þetta er viðúrstyggilegt ástand ef það eru ekki þegar gerðar ráðstafanir til að kippa því í lag. Kappreiðar Fáks á mánudaginn Mikil þátttaka — Spennandi keppni — Veðbanki — Happdrætti Nú um helgina, 2. í hvítasunnu, verða hinar árlegu kappreið- ar Fáks á skeiðvellinum við Elliðaár. Hefur þátttaka aidrei ver- ið meiri en nú og má búast við harðri keppni milli gæðinganna. Stjórn Fáks boðaði blaðamenn á fund í síðustu viku og ræddi nokkuð mál þessi Sveinbjörn Dagfinnsson, formaður félags- ins, sagði að nú keptu 54 hestar í skeið- og stökkkeppni, en 12 i góðhestakeppni. Fjórar keppnisgreinar eru, 800 og 350 metra stökkkeppni, 250 metrá keppni í skeiði og folahlaupi. Verðlaunin verða all-há, hæst 8000 krónur og allt niður í 2000. Þá verður starfrækmr veðbanki að vanda á vellinum, en einnig eru heppdrættismiðar til sölu og er vinningurinn gæðingur, fallegur og ganggóður gæðingur. Garpar keppa Meðal keppenda í stökki er auð- vitað Þytur Sveins K. Sveinssonar, alkunnur hlaupagarpur, en stjórn- armenn sögðu þó, að keppnin yrði tvísýn, því á Iokaæfingu beið Þymr Iægra hlut. Þótt ekki sé fyrirfram séð hversu málin snúast á vígvell- inum, þá má búást við harðri keppni milli Hrolls Sigurð- ar Ólafssonar, Móra Ingólfs Guð- mundssonar og Goða Magnúsar Jónssonar, skeiðgarpra mikilla. í öðmm kepnpisgreinum eru margir snillingar og von mikillar keppni og spennu. Þá verða veitt tvenn bik arverðlaun, „Björnsbikarinn" og Viceroy-bikarinn, sem umboðið gefur. Stóraukin starfsemi Þeir Sveinbjöm og Bergur Magn ússon, framkvæmdastjóri félagsins, skýrðu svo frá, að starfsemi félags- ins hefði óðum aukizt, bæði félaga- tala, nú um 700, og töldu að um 15 hundmð reiðhestar væm x Reykjavík. Félagið fer í ýms smtt og löng ferðalög í sumar, ferð að Húsafelli, Kaldadal og í, Skógar- hóla, ferð til Krýsuvíkur, Jónsmessu ferð og aðrar smærri ferðir, sem náð hafa geysivinsældum, en fyrir Jú — ég veit hvað hann vill í áfmælisgjöf — en ég kann ekki að pakka því inn. BloóJynr alla Mánudagur 3. júní 1968 Kolbrún Kristjánsdóttir á happdrættis-„vinningnum“. skömmu var farin fyrsta hópferð félagsins í Heiðmörk og tókst mjög vel enda ákaflega fjölsótt. Reiðskól inn er rekinn á vegum ^þlagsins og er kennari hans Kolbrún Kristjáns- dóttir, hinn kunni knapi og hesta- kona. \ Ýmis mál Þá benm forráðamenn Fáks á ýmis önnur mál, sem hér er ekki tími til að rekja, en nokkrir erfið- leikar steðja nú að vegna plássleys- is, og telja má líklegt, að þetta verði síðustu kappreiðar félagsins við Elliðaár. Þá var drepið á skiln- ingslítil skrif um félagið, jafnan bent á Ieiðinlegar undantekningar, t.d. einstök og sjaldgæf óhöpp dmkkinna hestamanna, en minna getið þess sem vel fer og er hesta- mönnum til sóma. Sagði Svein- björn að slík skrif væm félaginu til óhagræðis og yrðu til þess, að kasta rýrð á þessa ágæm starfsemi. Benti hann jafnframt á, að hann eða fé- lagið væru síður en svo á móti gagn rýni, en einhliða gagnrýni og ill- kvitnisleg skrif bætm hvergi um. Þá var rætt um ýmislegt annað, framkomu akandi manna, h-umferð og hestamenn með hest í taumi og enn fleira. Má vera, að hér verði síðar minnzt eitthvað á þau mál, því bráðlega verða hestar teknir af fóðrum og meira og meira um ríð- andi menn á þjóðvegum hér í ná- grenninu og um allt land. Sölubörn semvii/a selja Mánu- dagsblaðið í úthverfum geta fengið það sent beim STÁÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: 11 I lok krossferðar — „Hugsj’ónir" rætasi — Nýtízku Mongólaherhlaup — „Deyjandi" beinagrindur — Lýðræðisskipulag — Framtíðin hefnir — „I þetta skiptið má ekki eiga sér stað neitt Iengxa tímabil tafar og hálfvelgjulegra til- rauna. Hið stórvaxna við- fangsefni varðandi það, hvað við eigum að gera við Þýzka- land, verður að þessu sinni að leysa á fljótvirkan og fortaks- lausan hátt.“ — Louis Nizar: „WHAT TO WITH GERMANY?", (d. útg. Def SchönbergBike Forlag, Köbenshavrt, 1945), bls. 10. Vorið og sumarið 1945, eftir að krossferð lýðræðis og komimún- isrna gegn „kúgun og harðstjóm" og fyrir „mannúð og braeðralagi" „öUuim þjóðuim í ölluim löndum, sigruðuim jafnt secn sdgurvegur- um, tál handa“, var loikið með algerum sigri á öllum vigstöðv- um, þá. voru flestir saimmála um það, að dauðadómnum yfir l>jóð- Wirjurn, 60-70 miUjónum manna, væri þegar fullnægt a.m.k. til hálfs. Þýakalaind áfcti að hverfa af landabréfi Evrópu nema sem beitiland eða úthagar fyrir Tékka og Pólakka, þýzku þjóðinni skyldi útrýmt með öllu, Sé var vi'lji hinna lýðræðislegu sigiurveg- ara, og vilji þeirra var lög. Morgenthau-áætlun þeirra Churchills og Roosevelts, gerð í Quebec dagana 10.-16. Septemlber 1944, skyldi tryggja framkvæmd „lagamna." „Réttargrumdvöllur- Framhald á 7. síðu. I

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.