Mánudagsblaðið - 03.06.1968, Side 2

Mánudagsblaðið - 03.06.1968, Side 2
 Mánudagsblaðið Mánudagur 3. júfií 1968 Jónas Jónsson frá Hriflu: Þrjár meginaflstöðvar mannlegrar tilveru og þý&ing þeirra l>rjár stórþjóðir ráða yfir leynd- ardómum kjarnorkusprengjunnar. Ameríkumenn voru þar fyrstir á ferð t>g sigruðu Japan með skyndi- sókn töfravopnsins. Síðan ráða þeir yfir þeim. Rússar voru aðilar í baráttunni við Hitler og urðu við arfaskiptin jafn voldugir og Banda- rfkin. Síðan liðu nokkur ár Þá kom í Ijós að Kínverjar voru byrjaðir að sprengja kjarnorku með miklum árangri. Fram að þeim tíma hafði rígur verið mikill og stundum ill- indi' með Vestmönnum og Rúss- um. En þegar Kínverjar voru orðn- ir líklegir til að verða kjarnorku- stórveldi, myndaðist einskonar lcunningsskapur milli fyrstu kjarn- orkuveldanna. Kom framtíðardeilu mál inn í leikinn milli Rússa sem eiga alla Síberíu fremur lítt notaða og Kínverja, sem hafa 700 milljón- Auglýslng um umferð í Reykjavík Að féngnum tillögum borgarsctjómar Reykjavik- ur hefur verið ákveðið að sétja eft.irfarandi reglur um umferð samkvæmt heimild í 65. gr. umferðar- laga nr. 26 frá 2. maí 1958: 1. EINSTEFNUAKSTUR: 1. Á Hverfisgötu til austurs frá Lsekjargötu að Ingólfsstræti. 2. Á Brávallagötu frá austri til vesturs. 3. Á húsagötum við Miklubraut til austurs. 4. Á húsagötu við Laugarnesveg til norðust- urs. 5. Á húsagötu við Kleppsveg til austurs. 2. Einstefnuakstur á Hverfisgötu austan Snorra- brautar er felldur niður og upptekinn tvístefnu- akstur. 3. Umferðarljós verða tekin í notkun á eftirtöld- um gatnamótum: 1. Miklubraut — Kringlumýrarbraui. 2. Miklubraut — Háaleitisbraut. 3. Miklubraut — Grensásvegur. 4. Suðurlandsbraut — Álfheimar. 5. Suðurlandsbraut — Grensásvegur. 6. Suðurlandsbraut — Kringlumýrarbraut. 4. Vinstri beyja verður bönnuð á eftirtöldum stöðum: 1. Af Lækjargötu úr suðri inn í Austurstræti. 2. Af Laugamesvegi til austurs inn á Laugaveg. 3. Af Vallarstræti til norðurs inn í Pósthússtr. 4. Af Hringbraut úr vestri inn. á Sóleyjargötu. 5. Af Laugavegi úr vestri inn á Höfðatún. 6. Af Snorrabraut úr norðri inn á Hverfisgötu. 7. Af Laugamesvegi úr suðri til vesturs inn á Borgartún. 8. Af Laugarnesvegi úr norðri til austurs inn á Borgartún. 9. Úr Skólabrú til norðurs inn á Lækjargötu. 5. Bann við hægri beygju verður afnumið á eftir- töldum stöðum: 1. Af Lækjargötu úr norðri inn í Austurstræti. 2. Af Lækjargötu úr norðri inn á Skólabrú. 8. Af Laugamesvegi til vesturs inn á Laugaveg. 4. Af Laufásvegi til vesturs inn á Hringbraut. 6. Stöðumælar verða settir upp á eftirtöldum stöðum: 1. Amtmannsstíg að sunnanverðu á milli Skóla- str. og Lækjargötu. Gjald sé 1 kr. fyrir hverj- ar byrjaðar 30 mínútur. 2. Frakkastíg að austanverðu á milli Grettis- götu og Laugavegar. Gjald sé 1 kr. fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur. 3. Frakkastíg að austanverðu milli Laugavegár og líverfisgötu. Gjald sé 1 kr. fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur. 7. Laug^vegi verður lokað austan Rauðarárstígs. Auglýsdng þessi öðlast gildi 26. maí 1968 kl. 06,00. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 24. maí 1968. SIGURJÓN SIGURÐSSON. ir þegna í mjög yfirbyggðu landi. Ef Kínverjar verða vel ríkir að vít- issprengjum geta þeir, að eigin sögn hafið stórstyrjöld við öll vest- urlönd og eytt þeim í bombustríði. Vel vita Kínverjar að hin bombu- auðugu veldi mundu láta rigna eldi og brennisteini yfir Kína og valda ægilegum spjöllum. En þeir segjast þola þá blóðfórn betur en Evrópa og Ameríka. Leiðtogar Kínverja segja að þeir mundu eiga lifandi eft ir slíkt stríð 200 milljónir fnanna til að endurbyggja landið og Sí- beríu ef sú framkvæmd væri talin hentug. Frakkar og Bretar munu eiga nokkurn kjarnorkuforða, en hvorug þjóðin mun fús að hefja kjarnorku- stríð. Deila Rússa og Kínverja er illkynjaður Ieikur og hættulegur þegar tímar líða. Skugginn af kjarnorkuveldi þriggja heimsvelda mun hvíla yfir mannkyninu um komandi ár. Ef til vill tekst mannkyninu að finqa víð- unandi bjargráð í þessu voðamáli. Aðstaða íslands er sérstæð. Við höfum fundið landið, fullbyggt það og lifað hér í ellefu aldir merkilegu menningatlífi., Eftir hrun fornþjóð anna súðrænu voru íslendingar eina hámentaða þjóðin á Vesturlöndum. Á því tímabill IQþþgötvöðti'f oíffeð-' ur okkar Grænland og síðar Amé- ríku, sem víðfrægt er orðið. Sjálf- stæði íslendinga í fjórar aldir er frábært afrek, því að þar fór saman fullkomið þjóðskipulag, löggjöf og dómsframkvæmdir og bókmennta- yfirburðir. Hinu æðsta valdi var á Iýðveldistímunum komið fyrir með sama skipulagi og Svissar beita nú. Engan kóng en valdalítinn og virðu Iegan forseta. Frændur okkar Skandinavar voru ekki allskostar góðir nábúar. Inn- byrðisdeilur Svía, Dana og Norð- manna öldum saman voru hættuleg ar þeim öllum og Iíka íslendingum. Grannþjóðirnar náðu íslandi undir sig og féflettu þjóðina eftir beztu getu, þar til fátt var eftir sem talið var verðmætt. En þrátt fyrir allt er ísland sjálf- stætt ríki með 200 þúsund íbúum. Hér er hægt að Iifa fjölbreyttu starfs- og menningarlífi. Stofninn er styrkur. Hér er frábær náttúru- fegurð. Hafið er ríkt. Jarðhitinn enn hinn nothæfasti í allri álfunni og vatnsorka meiri en svarar dag- Iegum þörfum landsmanna. Sam- starf okkar við hinar norrænu þjóð ir er ófullkomið í verzlun og þýð- ingarlítið í iðnaði, en þýðingarmik- ið í landvörnum,- Þegar Stalín vann eftir síðara stríðið af alefli gegn landvörnum vestmanna, gerðu norskir ráðherrar og sendiherra allt sem unnt var að bjarga íslending- um frá hættunni. Um landvarnir eru íslendingar sem betur fer í skjóli vestrænna verndara. Norðurálfan er næstum ætíð sundurþykk og afkastalítil nema í listum og vísindum. Eftir aldamótin 1900 var gróðahugur í stórþjóðum álfunnar. Stríð var und- irbúið út af nýlendum og gróða- málum. Þrjú stórveldi voru hvoru megin eldlínu stríðsins. Konung- borin persóna var skotin í Serbíu. Evrópa bjó til sitt gróðastríð. ís- Iand var utan við leikinn, fékk að lifa og gratddi lítið. Fengum við upp úr leiknum Iinuð dönsk stjórnar- höft. Um síðir urðu vesturveldin að svigna undan sveitum Bismarcks. Þá kom Wilson til hjálpar vestur- þjóðunum með sigursælt herlið og tilraun með þjóðabandalag. Upp úr þessum átökum gerðu stórlönd álf- unnar þrjú stjórnarnýmæli. Rússar fengu kommúnisma Stalíns, ítalir fasisma og Þjóðverjar nazisma. Ekki voru skæðin góð. 1 í' . En þegar á reyndi tókst þjónum Stalíns að fá Alþingi til að neita vestrænum vörnum. En á næstu 12 árum snerist þing ög þjóð í þessu máli. Þá var beðið um varnarlið. Það fékkst, en þjóðin er eins og fyrr í ærnum vanda með verzlunar- málin, en þar má mikið vinna á ókomnum árum. Nú eru stórríki Evrópu sundruð. Frakkland hættir um stund mis- heppnaðri og miður viturlegri til- raun að stofna Evrópuríki úr smá- hóptim, en einangra Breta og úti- loka Bandaríkin. Það mun mistak- ast. Vestmenn geyma kúlu vestur- Ianda með varúð og gætni. Stjórn- arfar þessa Iands er vel grundvallað og stendur óbreytt frá dögum Skúla fógeta. Á 19. og 20. öld hafa Vest- menn oft skakkað leik stórveldanna í Evrópu, haft bætandi áhrif á kúlu verðina í Moskvu og hjálpað ó- giftusömum þjóðum Evrópu að gera sæmilega jarðarför fisisma og nazisma. Þá hafa Vestmenn greitt leið íslendinga til fullkomins sjálf- stæðis og hjálpað til að þjóð okkar mætti ófriðarlaus lifa í Iandinu. Ný viðhorf myndast í átökum stórþjóðanna. Frakkland verður eitt af mörgum síbreytilegum ríkjum ^lfunnar. Friðsöm og hófsöm þing- stjórnarríki í Evrópu fagna friðar- málum eftir fráfall Mússolínis og Hitlers. Alltaf verður þörf fyrir Atlantshafsbandalagið. Erfingjar Stalíns eru önnum kofnir við að friða þær tólf þjóðir Evrópu aust- anverðri sem voru sviknar í tryggð- um 1945—48 og kippa enn í hlekki sína. Yfir mannkyninu öllu svífa hinar örlagaþrungnu stór- veldakúlur. Gamli heimurinn kann bezt við sig meðan sólin skón, fólkið fær að hvílast frá kvöldi til dögunar. Þá kvíða menn ekki kom- andi degi. ' , TILKYNNING um framlagningu skattskráa Reykja- nesumdaemis og útsvarsskráa eftirtal- inna sveitarfélaga: Kópavogskaupstaðar Hafnarfjarðarkaupstaðar Keflavíkurkaupstaðar Grindavíkurhrepps Hafnarhrepps , Miðneshrepps Gerðahrepps Njarðvíkurhrepps V atnsley sustrandarhrepps Garðahrepps Seltjarnameshrepps Mosfellshrepps. Skattskrár allra sveitarfélaga og Keflavíkurflug- vallar í Réykjanesumdæmi, ásamt útsvarsskrám ofangreindra sveitarfélaga, liggja frammi frá 31. maí til 13. júní, að báðum dögum meðtöldum. Skrárnar liggja frammi á eftirgreindum stöðum: í Kópavogi: Á skrifstofu Kópavogsbæjar og hjá umboðsmanni í Félagsheimilinu n. hæð. Skrifstofa umboðsmanns verður opin alla virka daga, nema laugardaga kl. 4 til 7 e.h. 1 Hafnarfirði: Á skrifstofu Hafnarfjarðarbæjar og á sikattstofunni. í Keflavík: Á skrifstofu Keflavíkurbæjar og hjá Jám 6g Skip h.f. við Vatnsnestorg. Á Keflavíkurflugvelli: „ Hjá umböðsmanní Guðmundi Gunnlaugssyni á skrifstofu Flugmálastjómarínnar. í Hreppum: Hjá umboðsmönnum og á skrifstofum fyrrgreindra sveitarfélaga. í skattskrá alls umdæmisins eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur 2. Eignaskattur 3. Námsbókagjald 4. Almannatryggingagjöld 5. Slysatryggingargjald atvinnuírekenda 6. Lífeyristryggingargj ald atvinnurekenda 7. Atvinnuleysistrýggingargjald 8. Iðnlánasjóðsgjald 9. Launaskattur (ógreiddur). 10. Iðnaðargjald. f skattskrá umdæmisins verða einnig kirkjugjöld og kirkjugarðsgjöld. bar sem sóknamefndir og kirkj ugarðsstjómir hafa óskað þess. í þeim sveitarfélögum, er talin eru fyrst upp í auglýsingu þessari, eru eftirtalin gjöld til viðbót- ar áður upptöldum gjöldum: 1. Tekju- og eignarútsvar 2. Aðstöðugjald. Innifalið í tekju- og eignaskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs ríkisins. Kærufrestur vegna tekju- og eignarskatts, útsvars. aðstöðug3., iðnlánasjóðsgjalds og launaskatts er til loka dagsins 13. júní 1968. Kærur vegna útsvars skulu sendar viðkomandi framtalsnefnd en vegna annarra gjalda til Skatt- stofu Reykjanesumdæmis, .Hafnarfirði. eða um- boðsmanns í heimasveit. Kærur skulu vera skriflegar og skulu hafa borizt réttum úrskurðaraðila í síðasta lagi að kvöldi 13. júní 1968. Álaginingarséðlar, er sýna gjöld og gjaldstofna, hafa verið sendir til allra framteljéílda. Jafnframt liggja frammi á Skáttstofu Reykjanesumdæmis í Hafnarfirði skrár um álagðan söluskatt í Reykja- nesumdæmi árið 1967. Hafnarfirði. 29. maí 1968. Skatistjórinn í Reykjanesumdæml.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.